Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 7 Niðurskurði vegna nýmaveiki lokið í Höfnum: Væntum að stjórnvöld sýni einnig ákveðni og festu — segja forráðamenn stöðvarinnar í GÆR VAR lokið við að slátra öllum seiðum í laxeldisstöðinni Sjóeldi hf. í Höfnum vegna nýrnaveiki sem þar kom upp fyrir skömmu. Veikin kom eins og kunnugt er upp í seiðum sem keypt voru í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði en þar hefur veikin einnig verið staðfest. kynningu vegna þessa máls og fer hún „Á stjórnarfundi Sjóeldis hf. 27. jan. sl. var endanlega ákveðið að farga öllum laxaseiðum í stöðinni til þess að komast megi fyrir nýrna- veikina. Þetta eru þær ráðstafanir, sem fisksjúkdómanefnd telur æski- legastar og öruggastar. Yfirvöld hafa ekki fyrirskipað niðurskurð á öllum seiðunum, en stjórn Sjóeldis hf. hefur tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli. Forsendur ákvörðunarinnar eru þessar: 1. Allar líkur benda til, að bakterían hafi borist í önnur kör, enda hefur sjúkdómseinkenna orðið vart þar. Vegna anna sjúkdómsfræðinga á Keldum hefur ekki verið unnt að rannsaka seiði 1 þessum körum. Það tekur sérfræðinga um 1 mán- uð að staðfesta nýrnaveikismit á lágu stigi. Stöðin þarf að standa tóm í um 1—2 mánuði eftir sótthreinsun, þess vegna er nauð- synlegt fyrir okkur að hraða að- gerðum sem kostur er. 2. I ósabotnum, þar sem flotkvíar Sjóeldis hf. eru staðsettar, er geysimikið lífríki, m.a. ufsaseiði og lax, sem sloppið hefur úr flotkvíum á undanförnum árum. Verði lax fluttur út í flotkvíar er ekki hægt að útiloka að villtur fiskur sýkist af nýrnaveikibakt- eríunni. Ef svo yrði, gæti þessi staður orðið ónothæfur fyrir lax- eldi um ófyrirsjáanlega framtíð. 3. Verði sýktur fiskur fluttur út í flotkvíar er alltaf veruleg hætta á að bakterían berist til baka inn í stöðina, þótt allra varúðarráð- stafana sé gætt. 4. Ekki er hægt að sætta sig við það, að búið verði við þennan sjúkdóm Sjóeldi hf. hefur sent frá sér fréttatil- hér á eftir: í framtíðinni. Þar sem allar klak- og seiðastöðvar nota jarðvatn er hægt með fyrirbyggjandi aðgerð- um að útrýma veikinni eða a.m.k. halda henni niðri þannig að hún valdi litlu fjárhagstjóni. Nú eru 8 stöðvar í rekstri eða í undirbún- ingi á Reykjanesi í næsta ná- grenni við Sjóeldi hf. Verði veik- inni ekki útrýmt úr stöð Sjóeldis hf. mun hún fyrr eða síðar berast í aðrar stöðvar. 5. Stjórnin hefur farið fram á að nýta þessi seiði til hafbeitar, en leyfi til þess fæst ekki frá yfir- völdum vegna þess að þar gæti orðið um smit á lífríki sjávarins að ræða. Sjóeldi hf. hefur tekið ákvörðun um niðurskurð til að tryggja að heil- brigðan fisk megi rækta í stöðinni um ókomin ár. Tvívegis áður hefur komið upp nýrnaveiki hér á landi. Þá var brugðist við með algjörum niðurskurði, en þar sem skort hefur á fyrirbyggjandi ráðstafanir er þessi veiki komin upp aftur með geysi- miklu tjóni fyrir Sjóeldi hf. Stjórn Sjóeldis hf. hefur tekið erfiða en ábyrga ákvörðun í þessu máli, hún væntir þess, að stjórnvöld sýni einn- ig ákveðni og festu þar sem veikin kann að koma upp. Leitað hefur verið eftir kaupum á regnbogasilungi frá Laxalóni í vor til eldis í Höfnum í stað laxins. Und- irtektir Laxalónsmanna hafa verið jákvæðar. Fyrir afkomu Sjóeldis hf. er mikilvægt að tryggja megi nokk- urn rekstur næsta sumar með eldi á regnbogasilungi. Þess vegna vonum við að stjórnendur Laxalóns hf. sjái sér fært að selja okkur umræddan regnbogasilung." SKEMMTUN ÞESSI ER AÐALLEGA SNIÐIN FYRIR ELDRI BORGARA HIN GOjVILU, . • KYNNI I í kvöld 31. janúar Matseöíll Hwmann Ragnar Sigurveig Hjaltested Fordrykkur sherry' Svínahamborgarlaeri m/ristuöum ananas, sykurbrúnuöum jaröeplum, rjómasveppa- sósu, grænmeti og salati ís og ávextir m/heitri súkkulaöisósu Skemmtiatriði Stjórnandi Hermann Ragnar Stefánsson. „Broadway dansar“ frá dansstúdíói Sóleyjar Jó- hannsdóttur. Tískusýning. Sigurveig Hjaltested syngur. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Hjördís Geirsdóttir. Heiöursgestur er sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup. Leynigestir. Guöni Þ. Guömundsson píanóleikari. Fjöldasöngur, gátur og leikir. Hafnfirðingar athugiö! Allar upplýsingar varöandi skemmtun þessa veitir Lára í síma 51090. Suðurnesjamenn athugið! Allar upplýsingar varöandi skemmtun þessa veitir Anna í síma 92-6517 og 6568. Miöa- og borðapantanir í síma 77500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.