Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 13 Héraös- skylda lækna felld niður — Betur gengur að fá lækna til starfa í strjálbýli en áður MATTHÍAS Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, hefur ákveðið að fella niður svonefnda héraðsskyldu Iskna frá og með 1. febrúar næst- komandi. Með þessu fellur niður sem skilyrði fyrir takmörkuðu Iskn- ingaleyfi að Isknakandidat hafi starfað fjóra mánuði við heilsu- gæslustöð að loknu læknanámi. Héraðsskylda lækna var fyrst lögð á læknakandidata árið 1942 í samræmi við breytingar, sem gerðar voru á lögum um lækninga- leyfi það sama ár. Allt til ársins 1962 þurfti læknakandidat að gegna læknishéraði eða aðstoðar- læknisstörfum hjá héraðslækni fulla 6 mánuði. Frá 1963 til 1978 i þrjá mánuði, frá 1978 til 1979 aft- ur sex mánuði og frá þeim tíma í fjóra mánuði. Aðalástæðan fyrir þessu skilyrði var sú, að tryggja þurfti fólki, einkum i strjálbýlinu, lágmarksþjónustu. Að þvi er segir i fréttatilkynningu frá heilbrigð- isráðuneytinu er þessi ástæða ekki lengur fyrir hendi því miklu betur hafi gengið að fá lækna til starfa f strjálbýlinu undanfarin ár en áð- ur. Fjöldi fastráðinna lækna við heilsugæslustöðvar er milli 70 til 80 af hundraði miðað við heimil- aðar stöður. Sem stendur eru að- eins erfiðleikar við að manna ör- fáar heilsugæslustöðvar þar sem starfar einn læknir á stöð. Ráðu- neytið er þeirrar skoðunar að þau mál verði betur leyst en með því að viðhalda áðurnefndri skyldu sem lögð er á 40 til 50 lækna- kandidata árlega, þótt vonlaust sé að koma þeim öllum fyrir þar sem stöður heilsugæslulækna eru næstum allar setnar. í fréttatil- kynningu ráðuneytisins segir enn- fremur að kappkostað verði að leysa vandamál þeirra heilsu- gæslustöðva sem erfitt hefur reynst að manna á annan hátt. Fjarri að kenna Framsókn um lekann — segir Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins „Ég held það sé fjarri að kenna þingflokki Framsóknarflokksins um að þctta hafi lekið þaðan út,“ sagöi Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, er hann var inntur álits á ummælum Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem birtust í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. „Ég held að það sé mjög ólíkleg tilgáta og ég trúi því ekki á neinn þingmann Framsóknarflokksins að hann hafi afhent þetta skjal. Ekki það að í því hafi verið eitthvert leyndarmál, held- ur hitt að það væri ákaflega heimskulegt af okkur að birta þetta vinnuplagg í Morgunblaðinu. Það væri of vitlaust til þess að hægt væri að búast við því af okkur. Auðvitað hefur þetta skjal komið frá einhverj- um þingmanni Sjálfstæöisflokksins. Mér finnst það liggja í augum uppi að lekinn sé þeim megin." Páll Pétursson sagði að það væri mjög alvarlegt mál ef ekki ríkti fullur trúnaður milli stjórnarflokk- anna um vinnugögn og sagðist hann vona að ekki komi til þess að vinnuplögg sem ráðherrarnir þurfa að leggja fyrir þingflokkana fari að leka úr stjórnarliðinu. „Við viljum hafa sem skýrust gögn áður en við tökum afstöðu og hafa þetta fyrir framan okkur í sem aðgengilegustu formi og gerum kröfu til ráðherr- anna um að þeir leggi þau þannig fyrir hjá okkur. En því fylgir nátt- úrulega að við megum ekki misnota okkur það. Ég vona að svona at- burður endurtaki sig ekki,“ sagði Páll Pétursson að lokum. Taimvemdardagur grunnskólaiina: „Nei, nei, það er engin hola“ Tannverndardagur var í grunnskólunum á þriðjudag og var börnum þá bent á ým- islegt sem betur mætti fara í tannhirðu og matarvenjum. Þau fengu upplýsingabækl- inga og límmiða og var m.a. sagt, að með því að borða að- eins sælgæti einn dag vikunn- ar skemmist tennurnar síður. Ekki veitir af fræðslunni, því íslendingar munu eiga heims- met í tannskemmdum, að fróðra manna sögn. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins rakst á þessa ungu drengi fyrir utan einn grunnskólann í Reykjavík og voru þeir í óða önn við að rannsaka tennur félaga sinna: „Nei, það er eng- in hola hér. Hvernig er þetta með þig, borðar þú bara sæl- gæti á laugardögum?" TÖLVUNÁMSKEIÐ GRUNNNAMSKEIÐ Byrjendanámskeið í notkun tölva og tækja sem tengjast tölvunni. Námskeiðiö veitir góða almenna þekkingu á tölvum og hvernig þær eru notaðar. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði í notkun tölva. ★ Forritunarmálið BASIC — æfingar. ★ Ritvinnsla með tölvu. ★ Notkun töflureikna. ★ Tölvur og tölvuval. Tími: 5., 7., 12. og 14. febrúar kl. 13—16. Þetta námskeið er einnig hægt að fá sem kvöld- námskeið. HEIMILISTÖLVUR Vandað og fjölbreytt námskeiö í notkun. Commodore, BBC, Sinclair Spectrum, Oroc, Spectravideo, Amstrad og fleiri heimilistölvum. Þátttakendur mætti með sína eigin tölvu. Tölvufr- æðslan útvegar sjónvörp. Tími: 12., 14., 19. og 21. febrúar kl. 18—20. Innritun í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLANs/f Ármúla 36 — Reykjavík. APPLE lle/llc Vikunámskeið í notkun hinna öflugu og vinsælu tölva frá Apple Námskeiöið veitir góða æfingu í notkun Apple-tölvanna og Apple-hugbúnaöar. NÁMSEFNI: * Uppbygging og tenging viö jaöartæki * BASIC og teiknimöguleikar tölvunnar * Stýrikerfi Apple lle/llc * Apple Works fjölnotakerfiö, æfingar * Apple-músin og teikniforrit * Tölvunet, „Modem“ og gagnabankar * Æfing í aö nota Apple-tölvuna til þess aö fá upplýsingar frá gagnabanka og komast í samband viö aörar tölvur A Apple II til leikja, skemmfunar og fróöleiks Leiðbeinendur: Dr. Kristján Ing- Halldór Kristjáns- Karl Bender verk- varsson verkfr. _ son verkfrasöingur fræöingur og Siguröur Tími: 4.—8. febrúar kl. 18—21. Ríchardsson yfirkennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.