Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 f 18 Olíuínn flutningur og olíuverð — eftir VUhjálm Jónsson Að undanförnu hefur varla um annað verið meira rætt í fjölmiðl- um og manna á milli en verðlagn- ingu á olíuvörum. í þessum um- ræðum virðist oft skorta á upplýs- ingar um staðreyndir málsins og vil ég með þessum línum reyna að koma á framfæri nokkrum megin- atriðum þessa máls. Á árinu 1973 margfaldaðist verð á olíu á heimsmarkaði og sama sagan endurtók sig á árinu 1979. Olíuverð meira en tífaldaðist á sjö árum frá 1973 til 1980. Afleiðingar af þessum stórkostlegu hækkun- um á olíuverði hafa verið svo rækilega ræddar að hér skal ekki við það bætt. Rétt er að ítreka, að þessar hækkanir urðu á heims- markaðsverði á olíu, og voru að öllu leyti óviðráðanlegar fyrir okkur hér á Islandi. A síðustu tveimur árum hefur olíuverð aftur lækkað en er þó enn um það bil átta sinnum hærra í dollurum tal- ið en það var fyrir tólf árum. Á sl. ári keyptu íslendingar alla svartolíu (fuelolíu) frá Rússlandi, 130 þús. tonn, 74 þús. tonn af bíla- bensíni og 125 þús. tonn af gasolíu. Frá Portúgal voru keypt 25 þús. tonn af bílabensíni og 30 þús. tonn af gasolíu. Frá Hollandi voru keypt 59 þús. tonn af gasolíu og 53 þús. tonn af flugvélaeldsneyti og steinolíu. Ennfremur voru keypt 3.500 tonn af bílabensíni frá Hol- landi og Bretlandi. Af þessu er ljóst að á árinu 1984 voru flutt til landsins 499 þús. tonn af olíuvör- um í heilum förmum, þar af frá Rússlandi 329 þús. tonn eða 66% og frá Vestur-Evrópu 170 þús. tonn eða 34%. Með því að kaup frá öðrum aðilum en Rússum eru þetta mikil, liggur fyrir saman- burður á verðum bæði að því er snertir gasolíu og bílabensín. Er skemmst frá því að segja að verð hefur reynst alveg sambærilegt hjá þessum aðilum. Innkaup á gasoiíu í desember sl. sýna þetta best. Þá þurfti að kaupa tvo farma til landsins, hvor um 20 þús. tonn. Olíufélögin ákváðu að leita tilboða hvert fyrir sig, og taka lægsta boði sem bærist. Fyrri farmurinn var boðinn út í lok nóvember og hinn um miðjan desember. Tilboð bárust bæði frá stórum olíufélögum og nokkrum olíuumboðssölum og voru verðin bæði miðuð við fast verð og Rott- erdamskráningu á afhendingar- degi. í báðum tilfellum reyndist hagkvæmasta tilboð miðað við skráningu í Rotterdam eins og verð eru miðuð við í olíusamningi við Rússa. Báðir farmarnir voru keyptir frá Rotterdam. Þessu næst skal vikið að verð- lagningu á oiíu á fslandi og til þess að gera málið einfaldara skal fyrst og fremst rætt um verðlagn- ingu á gasolíu, sem bæði er sú teg- und sem seld er í mestu magni og ennfremur er hún þýðingarmest fyrir útgerð fiskiskipa. 31. ágúst 1983 var verð á gas- olíulítra kr. 8,80. Þetta verð var lækkað um 30 aura 10. des. 1983. Útsöluverðið var hækkað um 40 Vilhjálmur Jónsson „Lækkun á álagningu olíufélaganna nemur á ársgrundvelli um 150 milljónum króna. Sjá allir að slík lækkun er alveg óraunhæf. Enn- fremur kostar það olíu- félögin 5,5 milljónir á mánuði að standa undir skuld verðlagsyfirvalda (Innkaupajöfnunar- reiknings) við félögin. Samtals kostar þetta olíufélögin yfir 200 milljónir á ári.“ aura í kr. 8,90 20. júní 1984 og var síðan óbreytt til 24. nóv. sl. er það var hækkað í kr. 10.70. Á fimmtán mánuðum, frá 31. ágúst 1983 til 24. nóv. 1984, hafði því Htri af gasolíu hækkað um 10 aura eða 1,13%, en gengi Bandaríkjadollars hafði hækkað úr kr. 28,22 í kr. 39,52 eða um 40%. Hækkun á gengi dollar- ans, sem hafði átt sér stað allan þennan tíma, hafði leitt til þess að útsöluverð á olíu hafði lengst af verið lægra en verðreikningar eins og þeir voru samþykktir af verð- lagsstjóra. Útsöluverð fékkst hins vegar ekki breytt, en mismunur á þessu, hvort sem um er að ræða of hátt eða of lágt útsöluverð, er færður á svokallaðan „Innkaupaj- öfnunarreikning", sem færður er af verðlagsstjóra. Of lágt útsölu- verð skapar skuld á þessum reikn- ingi. Á þessu timabili sem hér um ræðir safnaðist þannig skuld við því hér um að ræða lækkun á krónutölu á sama tíma og kostn- aður stórhækkar vegna verðbólgu. Ekki var olíufélögunum gefinn kostur á að tjá sig um hugsanlega lækkun á álagningu fyrirfram og raunar allar aðferðir við þessa ákvörðun mjög óvenjulegar svo vægt sé til orða tekið. Tillag í út- söluverði til greiðslu á yfir 200 milljóna skuld verðlagsins við olíufélögin var ákveðið í þessari verðákvörðun þannig að skuldin greiddist á 10—12 mánuðum. Gera má þó ráð fyrir að þetta tillag hverfi fyrr en varir vegna gengiss- igs krónunnar nema veruleg lækk- un verði á innkaupsverði. Þegar þessar ákvarðanir verð- lagsyfirvalda lágu fyrir lögðu oliu- félögin fram nýja beiðni um hækkun á útsöluverði. Sundurlið- un á gasolíuverði á lítra var þann- ig (tafla 1): Tafla 1 Verðákv. 23. nóv. % Verðbeiðni olíufélaganna CIF verð 8,28 77,38 8,32 Opinber gjöld 0,28 2,62 0,30 Dreifingarkostnaður 1,10 10,28 1,53 Verðjöfnunargjald 0,52 4,86 0,52 Tillag til innkaupareikn. 0,52 4,86 1,73 Samtals: Kr. 10,70 100% Kr. 12,40 olíufélögin á Innkaupajöfnunarr- eikningi er nam rúmum 100 millj- ónum vegna gasolíu einnar, og rúmum 200 milljónum samtals ef allar tegundir eru taldar, gasolía, bensín og svartolía (fuelolía). Beiðni olíufélaganna um hækk- un á útsöluverði vegna þessa ástands og vegna gengisbreyt- ingar í nóvember var tekin fyrir á fundi verðlagsráðs 23. nóv. Útsölu- verð á gasolíu var þá hækkað í kr. 10.70 pr. Itr, en jafnframt var ál- agning oliufélaganna lækkuð um 26,3% á gasoliu, 24,2% á bensíni og 36,1% á svartoliu og er þá mið- að við álagningu, sem átt hefði að gilda frá 1. september 1984. Álagning olíufélaganna hefur ávallt verið miðuð við ákveðna krónutölu á lítra eða tonn og er í verðbeiðni oliufélaganna er miðað við að skuld á Innkaupa- jöfnunarreikningi greiðist á þrem- ur mánuðum. Jafnframt er ljóst að ef engin skuld væri á Innkaupa- jöfnunarreikningi gæti álagning hækkað i fyrra horf án þess að útsöluverð þyrfti að hækka. Lækkun á álagningu oliufélag- anna nemur á ársgrundvelli um 150 milljónum króna. Sjá allir að slík lækkun er alveg óraunhæf. Ennfremur kostar það olíufélögin 5,5 milljónir á mánuði að standa undir skuld verðlagsyfirvalda (Innkaupajöfnunarreiknings) við félögin. Samtals kostar þetta olíu- félögin yfir 200 milljónir á ári. Dreifingarkostnaður á verð- reikningi nemur nú 10,28% af út- söluverði gasolíu. Þetta á að Einstakt tilboð! Seljum næstu daga útlitsgallaða skápa á stórlækkuðu verði. Komið að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og gerið hagstæð kaup. ÁSKÁPUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.