Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 29 fltofgttiiIiIaMfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands í lausasölu 25 kr. eintakiö. íslenzk kvikmyndagerð að er skemmtilegt afrek hjá Hrafni Gunnlaugs- syni að vinna til merkra verðlauna í Svíþjóð fyrir síð- ustu mynd sína Hrafninn flýgur. Þetta eru sömu verð- laun og Ingmar Bergman hlaut fyrir kvikmyndina Fanny og Alexander, sem sýnd hefur verið hér bæði í kvikmyndahúsi og sjónvarpi og gefur það til kynna, að þessi verðlaun eru nokkurs metin. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzk kvikmyndagerð kemst í alvöru á dagskrá er- lendis og er það bæði fagnað- arefni og um leið lyftistöng fyrir nýja og vaxandi list- grein, sem á við mikla erfið- leika að etja nú. Morgunblaðið hefur áður bent á, að íslenzkir kvik- myndagerðarmenn eru í hópi helztu einkaframtaksmanna okkar samtíma. Þeir taka mikla fjárhagslega áhættu með kvikmyndagerðinni en brjótast áfram með tak- mörkuðum stuðningi. Fram- an af tóku áhorfenur íslenzk- um kvikmyndum mjög vel, aðsókn var mikil og dæmið gekk upp fjárhagslega og raunar skiluðu fyrstu mynd- irnar í þessum kapítula kvik- myndasögu okkar nokkrum hagnaði. A síðasta ári snerist þetta hins vegar við. Aðstandend- ur 3—4 íslenzkra kvikmynda hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagslegu áfalli vegna þess, að aðsóknin hefur alls ekki verið jafn mikil og búizt var við. Þessi þróun mála hefur leitt til töluverðra um- ræðna um þann farveg, sem ísienzk kvikmyndagerð er komin í. Annars vegar eru þeir, sem telja miklu skipta að gera metnaðarfullar kvikmyndir eins og það hef- ur verið nefnt, en hins vegar aðrir sem eru þeirrar skoð- unar, að íslenzkir kvik- myndagerðarmenn eigi að sníða sér stakk eftir vexti og framleiða kvikmyndir, sem eru tiltölulega ódýrar að all- ri gerð. Út af fyrir sig hefur engin niðurstaða fengizt í þessum umræðum. Hitt er Ijóst, að veruleg umsvif í kvikmyndagerð eru að stöð- vast vegna þeirra fjárhags- legu áfalla, sem áður voru nefnd. Á Alþingi og í ríkisstjórn hafa menn deilt um fjárveit- ingar til kvikmyndasjóðs á þessu ári, sem hefur verið ís- lenzkri kvikmyndagerð nokkur lyftistöng. Sjaldan hefur verið meiri þörf á sparnaði í ríkiskerfinu en einmitt nú. Menning hefur þó alltaf notið góðs af ein- hvers konar stuðningi. Fyrr á öldum voru það konungar og keisarar, sem héldu uppi menningarstarfsemi með fjárframlögum. Á okkar tím- um eru það bæði opinberir aðilar og fjársterkir ein- staklingar, en hinir síðar- nefndu eru ótrúlega um- svifamiklir í menningarlífi Bandaríkjanna. Dæmi um það þekkjast einnig hér á landi, nú t.d. er eitt mesta og fegursta málverkasafn á landinu í eigu einstaklings. Sú viðurkenning, sem íslenzk kvikmyndagerð hefur nú fengið á erlendri grund, með verðlaunum Hrafns Gunn- laugssonar, ætti að verða stjórnmálamönnum hvatn- ing til þess að líta til þessar- ar nýju listgreinar okkar með þessu hugarfari. íslenzkir kvikmyndagerð- armenn hafa sýnt, að þeir kunna vel til verka. Verð- launaveitingin í Stokkhólmi sýnir, að við erum að verða gjaldgengir á erlendum vettvangi í kvikmyndum. Vel má vera, að kvikmynda- gerðin geti þróazt út í nokkra atvinnugrein hér- lendis. Mesti stuðningurinn, sem hægt er að veita kvik- myndagerð okkar, er að al- menningur sýni þessari nýju listgrein áhuga. Kvik- myndagerðarmennirnir þurfa enga opinbera fyrir- greiðslu ef fólk kemur í kvikmyndahúsin til þess að fylgjast með því sém er að gerast á þessu sviði. Hver myndin á fætur annarri er frambærileg og vel það. Væntanlega verða verðlaun Hrafns Gunnlaugssonar til þess að efla á ný áhuga fólks á íslenzkum kvikmyndum. Skattapistill/ Bergur Guönason hdl. Nú hugsar enginn um þjóðarheill MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið Berg Guðnason, héraðsdómslög- mann, til að skrifa nokkra pistla í blaðið með leiðbeiningum og hollráðum til skattgreiðenda sem þurfa að hafa gengið frá framtöl- um sínum og skilað til skattstjóra fyrir 10. febrúar nk. í pistlum Bergs verður að finna upplýsingar um heimildir til frádráttar, sem flestum er e.t.v. ókunnugt um en eiga sér fulla lagastoð. Bergur Guðnason er gjörkunnugur skattamálum. Hann starf- aði lengi sem lögfræðingur hjá Skattstofunni í Reykjavík og var þar skrifstofustjóri um tíma en nú um árabil hefur hann rekið eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík og í tengslum við hana aðstoðað einstaklinga jafnt sem fyrirtæki við gerð framtala. Það hefur orðið að ráði að ég rit- aði nokkrar greinar um skattamál í blaðið. Greinum pessum er ætlað að hjálpa framteljendum að átta sig á hinum ýmsu blindgötum, sem hinn almenni skattþegn iendir í þegar hann hyggst takast á við skattfram- tal sitt. Ég mun reyna að gera grein fyrir þeim atriðum skattframtalsins, sem skv. reynzlu minni skipta skattborg- arann mestu máli í heirri eðlilegu sjálfsbjargarviðleitni nans, að borga sem minnst til ríkisbáknsins. Þetta kann að hljóma fáránlega í þjóðfé- lagi eins og okkar þar sem menn stæra sig af fullkomnu trygginga- kerfi, heilbrigðis- og menntakerfi sem naumast á sinn líka á jarðarkr- inglunni, og þarf sitt. Kinu sinni á ári hugsar enginn um þjóðarheill. Það er þegar menn setjast niður og telja fram til skatts. Allir hafa eitt og sama markmið og það er að greiða eins litla skatta og mögulegt er. Menn kunna að nálgast þetta markmið með misjöfnu hugarfari eða samvizku. Þetta á við alla, jafnt jafnaðarmenn sem íhalds- menn, sósíalista og kvenna- listakonur og nú á síðustu og verstu timum jafnvel framsókn- armenn. Ég ætla mér ekki þá dul, að fjalla um huglægt ástand skatt- þegna í þessum væntanlegu grein- arkornum. Hugmyndin er að reyna að hjálpa mönnum til að rata um hálar götur skatta- kerfisins, þ.e. upplýsa um heimild- ir til frádráttar, sem mönnum er ókunnugt um en hafa að sjálf- sögðu lagastoð. Greinarnar verða eingöngu skrifaðar með hagsmuni og skatt- framtöl launþega í huga, enda annast sérfróðir menn yfirleitt skattframtöl atvinnurekenda, og því lítil þörf á ráðgjöf til ráð- gjafanna. Það hefur vart farið fram hjá almenningi, að stjórnvöld hafa á undanförnum árum stefnt að ein- földun skattframtals einstaklinga. Sú stefna á rót sína að rekja til aukinnar tölvuvæðingar og vænt- anlegs staðgreiðslukerfis skatta. Sjálfur hefi ég starfað að skattamálum í rúma tvo áratugi. Allan þann tíma hefur stað- greiðslukerfi skatta verið mis- jafnlega ofarlega á baugi. Hver fjármálaráðherrann af öðrum hef- ur iýst því yfir í upphafi embætt- isferils að nú skuli staðgreiðslu- kerfið ná fram að ganga. Eftir nokkra mánuði í embætti hefur sami ráðherra misst móðinn, eftir að sérfræðingar hafa heiiaþvegið hann. Þetta hef ég séð gerast hjá hverjum fjármálaráðherranum eftir öðrum. Ástæðan er einfald- lega sú, að upptaka staðgreiðslu- kerfis skatta er svo viðamikið Bergur Guðnason hdl. fyrirtæki, að enginn ráðherra vill bera ábyrgð á slíku. Það nýjasta í skattapólitíkinni er afnám lekjuskatts í áföngum. Þið iakið eftir þessu með áfangann. Ég held að fáir séu trúaðir á þessa nýju kennisetningu. Skoðum ríkis- útgjöldin. Mér sýnist vænlegra að afnema eitthvað af beim, en halda tekjunum. Ekki veitir af. Hugmyndin var víst ekki að skrifa pólitíska hugvekju heldur snúa sér að alvöru augnabliksins. Hinn almenni skattborgari hefur oessa dagana áhyggjur af skatt- byrði sinni á komandi ári. Pessari fyrstu grein minni var ætlað að vera einskonar inngang- ur. Ég vona, að tiér takist að miðla einhverjum jpplýsingum, sem gagnlegar mega verða skatt- þegnum við framtalsgerð sína. í næstu greinum mun ég fjalla um helztu frádráttarheimildir ein- staklinga, hlunnindi, meðferð söluhagnaðar af eignum og sitt- hvað fleira, sem vonandi er for- vitnilegt, þessa dagana a.m.k. Eins og ég nefndi áður hefur skattframtal einstaklinga verið einfaldað nú á síðari árum. Þetta hefur leitt til þess, að flestir ein- staklingar nota sér svokallaðan fastan frádrátt, eða 10% frádráttinn. Einföldunin hefur líka orðið til þess, að mismuna mönnum. Ég nefni sem dæmi mismunandi skattbyrði hjóna eftir því hvort þeirra aflar teknanna. Annað dæmi má nefna. Nú eru börn inn- an 16 ára skattlögð hafi þau tekj- ur, en yfirleitt ekki eldri börn í foreldrahúsum. Áðurnefnd einföldun hefur og leitt til þess að frádráttarheimild- um einstaklinga hefur stórfækk- að. Maður skyldi því ætla að skattframtalið væri „ekkert mál“ eins og nú er sagt. Þar er ég á öndverðri skoðun. Einmitt vegna fækkunar frádráttarheimilda verða raenn að kynna sér þær út í æsar. Til þess hafa menn „Leiðbein- ingar ríkisskattstjóra", sem fylgja hverju skattframtali. Ef eitthvað má út á þann bækling setja, er það helzt hve ítarlegur nann er og því borið við, að þar séu einföldu mál- in flækt. Þetta er kannski eðlileg gagnrýni frá öllum almenningi, en óréttmæt því bæklingurinn er öll- um aðgengifegur, sem nenna að eyða tíma til lestrar hans. Ég vil að lokum vísa í áður- nefndan bækling til fyllingar á væntanlegri umfjöllun minni. Þannig geta menn kannski aflað sér nákvæmari upplýsingar um eitthvað sem ég tæpi á, en þarfn- ast frekari útlistunar. Sæl að sinni, ááé Rögnvaldur Ólafsson utan við hið nýja frystihús. MorgunblaðiS/Friðþjófur HraÖ fry stihús Hellissands fullbúið í febrúarmánuði VONIR standa til, að hið nýja Hraðfrystihús Hellissands verði tekið í notkun í febrúarmánuði, en frystigeymsla hússins hefur þegar verið tekin í notkun. Hraðfrystihús Hellissands brann 17. höfnina á Rifi. Rögnvaldur ólafsson, eigandi Hraðfrystihússins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bygging nýs húss eins og þessa væri mikið átak og erfitt fjárhagslega, en það þýddi ekkert að láta deigan síga. Hann hefði fengið lán úr Fisk- veiðasjóði og Byggðasjóði, þar sem tryggingafé hefði dugað skammt. Hann hefði þurft að endurbyggja meirihluta gamla hússins til að geta haldið þar uppi saltfisks- og skreiðarvinnslu og ennfremur hefði hann verið með nokkra frystingu þar. í nýja húsinu, sem er 2.100 fermetrar að stærð yrði einungis frysting, en aðrar verk- unargreinar áfram á Hellissandi. Rögnvaldur sagði, að ætlunin ágúst 1983 en er nú endurreist við hefði verið að hefja vinnslu um áramótin, en ýmsir verkþættir hefðu dregizt nokkuð. Nú væri uppsetning véla hafin og unnið á öllum vígstöðvum svo vinnsla í húsinu gæti hafizt sem fyrst. Frystigeymslan væri nú komin í notkun og léti hann frysta fyrir sig nokkuð af fiski í ólafsvík þar til allt yrði tilbúið og vélar úr gamla húsinu hefðu verið fluttar á milli. Það yrði mikill munur, þeg- ar nýja húsið yrði komið í gagnið, bæði vegna þess, að það stæði nán- ast á hafnarbakkanum og vegna þess, að erfitt hefði verið að vera með starfsemina á tveimur stöð- um. Unnið að uppsetningu tækja f frystihúsinu. Viðbúnaður Lands- virkjunar vegna náttúruhamfara: Fjárhagsleg áhætta við mannvirkja- gerð könnuð Á VEGUM Landsvirkjunar er í gangi ýmis viðbúnaður vegna nátt- úruhamfara, meðal annars rann- sóknir á eldvirkni og þeirri fjár- hagslegu áhættu sem því er samfara að reisa mannvirki á eldvirkum svæðum. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Landsvirkjunar. Þar segir að á undanförnum ár- um hafi farið fram rannsóknir á eldvirkni á suðvesturhluta gos- sprungubeltisins frá Bárðarbungu um Veiðivötn að Torfajökli. Gert er ráð fyrir að rannsóknunum Ijúki innan tveggja ára. Annað verkefni, sem einnig er unnið er að í samvinnu við Norrænu eldfjalla- stöðina og Viðlagatryggingu, er könnun á áhættu af völdum eld- virkni. Þar er kannað hvort hægt er að segja til um líkur á hamför- um og þeirri fjárhagslegu áhættu sem þvi er samfara að reisa mann- virki á eldvirkum svæðum. Inn í verkefnið fléttast einnig tilraun til að meta heildaráhættu fyrir allt landið og hvernig hægt sé að bregðast við. Þá segir í fréttabréfinu að Landsvirkjun hafi látið athuga öll sín mannvirki með tilltiti til landskjálftahættu og gwt viðeig- andi ráðstafanir þar sem þess reyndist þörf og að hafinn sé und- irbúningur að nánara samstarfi við ýmsar stofnanir og hönnuði um rannsóknir og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna hugsanlegra nátt- úruhamfara, svo sem landskjálfta og eldgosa. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Filippseyjar: Ástandið verður æ flóknara eftir að Ver var handtek- inn og Salonga sneri heim Stjórnmálasérfræðingar telja að furðu lítið hafi verið skrifað í blöð- jm vítt um veröld hvaða afieiðingar það kunni að hafa fyrir stjórnmála- heim Filippseyja, að Fabian Ver fyrrverandi vfirmaður herafia landsins og einn nánasti samstarfsmaður Marcosar forseta var meðal þeirra sem hefur verið ákærður formlega fyrir að eiga hlutdeild að morðinu á \quino á fiugvellinum < Manila fyrir hálfu öðru ári. Fréttirnar komu að vísu ekki eins og þruma úr leiðskíru lofti nú. Ver hafði verið nefndur oft og mörgum sinnum aður i sambandi við Aquino-málið og hann hafði sagt af sér sem yfirmaður herafia landsins fyrir nokkrum mánuðum, meðan raálið væri í rannsókn. Ver fullyrti þá og sömuleiðis eftir að Aquino var myrtur og farið var að hvísla um að hershöfðinginn ætti par ein- hvern hlut að, að hann væri al- gerlega saklaus og sagði allar slíkar grunsemdir og gróusögur undan rifjum kommúnista runn- ar. Nú er hins vegar úr vöndu að ráða fyrir Ver eftir að opinber saksóknari ríkisins nefur borið hann formlegum sökum. Þá velta menn fyrir sér hver sé þáttur Marcosar forseta í því og álíta ýmsir, að hann hafi séð sér hag í því að fórna Ver, ef það mætti verða til þess að menn öðluðust trú á þær staðhæfingar hans að hann vildi að málið yrði upplýst og skipti þá engu ’nverjir ættu þar hlut að. Marcos hefur án efa talið að þetta væri snjall leikur hjá sér, en á Filippsseyj- um hafa menn ekki orðið upp- næmir fyrir þessu, þar sem Ver hefur löngum verið ákaflega óvinsæll maður. Hann þykir grimmur og óvæginn, en hann hefur að því er best er vitað, jafnan verið hollur Marcosi for- seta. Þess vegna finnst mönnum, hvort sem það eru alþýða manna eða stjórnmálaskýrendur, erfitt að kyngja því að Ver geti hafa staðið að baki morðinu á Aquino án þess að Marcosi forseta væri ljóst hvað til stæði og hefði lagt blessun sína yfir það. Ef Ver verður sekur fundinn getur hann átt yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. { blaðinu Far Eastern Econ- omic Review er fjallað um máiið fyrir skemmstu og þar sérstak- lega tekið fram, að Marcos for- seti og Ver hljóti einhvern veg- inn að hafa gert með sér leyni- samning um málið og muni Ver ekki sæta fangelsisvist nema að nafninu til, fáist hann til að halda Ferdinand Marcos alger- lega utan við málið, þegar það kemur fyrir rétt. Á hinn bóginn getur blaðið sér þess líka til, að önnur skýring kunni að vera á málinu, þ.e. að Marcos forseti sé að missa þau kverkatök sem hann hefur haft og heimildir í Manila segi að Marcos hafi reynt að koma í veg fyrir að ákæra væri borin fram á Ver. Hvorugt hefur auðvitað verið staðfest og auðvitað gæti þess vegna verið þriðja skýringin á þessu eða jafnvel sú fjórða. En freistandi er að álykta, að töluverður sann- leikur sé í því að völd Marcosar séu ekki þau sem hann hafði. Þar kemur auðvitað margt til, heilsuleysi forsetans er stað- reynd og hann er að kunnugra sögn ekki nema skugginn af sjálfum sér. óstaðfestar heim- ildir segja einnig, að hann sé varla fær um að fylgjast með daglegu starfi og það muni vera ráðgjafar hans, þar á meðal eig- inkonan Imalda, sem sendi yfir- Fabian Ver lýsingar í hans nafni ef þurfa þykir. Nú um helgina kom til dæmis til mikilla óeirða í Manila er stjórnarandstæðingar flykkt- ust um götur höfuðborgarinnar og létu ófriðlega. Agapito Aqui- no sagði, að menn væru orðnir þreyttir á því að ekki væri staðið við nein loforð um að reyna að bæta atvinnuástand eða gera átak í félagsmálum, þar sem ástandið færi versnandi dag frá degi. óeirðalögregla réðst til at- lögu við fólkið víða í höfuðborg- inni og lumbraði á því heldur óþyrmilega. Talið er að fyrir- skipanir um valdbeitingu hafi komið frá forsetahöllinni. Þá er einnig að komast á dagskrá að forsetakosningar eiga að fara fram á Filippseyjum eftir tvö ár. Sumum kynni að finnast að full snemmt væri að fara að íhuga það mál, en vegna áleitnari fregna um heilsuleysi Marcosar þykir ýmsum trúlegt, að forseta- kosningar kynnu að verða fyrr. Og þá er að finna frambjóðanda við hæfi. í innstu valdahringjum reyna menn að komast að niður- stöðu, um hver af hollum Marc- osar-mönnum kæmi þar til greina. Imalda Marcos mun þess mjög fýsandi að bjóða sig fram, þrátt fyrir yfirlýsingar hennar um að hún sækist ekki eftir völd- um. En að fróðra manna dómi er nú mikið makkað bak við tjöldin vegna þessa. Að svo stöddu verður ekki séð að heimkoma Jovitos Salonga, eins af stjórnarandstöðuleiðtog- unum, sem sneri heim úr útlegð í Bandaríkjunum fyrir stuttu, muni breyta neinu. Menn greinir 1 á hversu mikils stuðnings Sal- onga nýtur og sem stendur virð- ast þeir Laurel og Agapito Aqu- ino mun áhrifameiri. Þó var Sal- onga vel fagnað þegar hann kom til Filippseyja og Marcos forseti lét senda frá 3ér yfirlýsingu um að hann væri ánægður með að stjórnarandstaðan styrktist, það væri merki um að lýðræðið stæði traustum fótum í landinu. Salonga hefur ekki haft sig ýkja mikið í frammi síðan hann kom til landsins, og er ekki vitað hvort hann mun á einhvern hátt reyna að örva og hvetja til sam- vinnu meðal stjórnarandstöðu- hópa eða hvort hann hyggur sjálfur og einn á aðgerðir. Sem stendur svífur flest í lausu lofti á Filippseyjum í póli- tísku tilliti. Og eymd alþýðu manna fer vaxandi og ólga vegna misskiptingar lífskjara eykst. Lífskjaramunur er að líkindum hvergi meiri í Asíu en á Filipps- eyjum. Þrátt fyrir fögur fyrir- heit sem hafa hljómað úr for- setahöllinni af og til svo skiptir árum, verður þar lítil breyting til batnaðar. Það er varla ofmælt að segja að Filippseyjar séu að verða eins og púðurtunna sem getur sprungið í loft upp hvenær sem er, að mati stjórnmálasér- fræðinga í þessum heimshluta. (Heimildin New York Times, Far Eastern Kconomic Review, \P o.n.). Jóhanna Kristjónsdóttir er bladamaóur í erl. fréttadeild Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.