Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANPAR 1985 t KLÁUS EGGERTSSON fró Veatri Leirórgöröum, Borgarfiröi, lést i sjúkrahúsi Akraness þriöjudaginn 29. janúar. Vandamenn. Minning: Magnea Guðrún Ingimundardóttir t Faöir okkar og stjúpfaöir, BJARNI EYJÓLFSSON, Túngötu 18, Veetmannaeyjum, andaöist i sjúkrahúsi Vestamannaeyja 30. janúar 1985. Bjarni Bjarnason, Guöný Bjarnadóttir, El(n Loftsdóttir. t Fósturmóðir min, STEINUNN SIGURDARDÓTTIR, lóst aö Hrafnistu 27. þ.m. Jarösett veröur frá Fossvogskapellu, mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Guðlaug Jóhannesdóttir. t Systir okkar. BRYNDÍS ARNGRÍMSDÓTTIR, Álftanesi, veröur jarösungin frá Bessastaöakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Kristniboössambandiö eöa aörar líknarstofnanir njóta þess. Dagbjört Arngrfmsdóttir, Sólborg Arngrfmsdóttir, Guórún Arngrfmsdóttir, Kristjón Oddsson. ^Dale . Cameeie námskeiÖið Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30 aö Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiðið getur hjálpað þór: ★ Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ Aö byggja upp jákvæöara viðhorf gagnvart lífinu. ★ Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini. ★ Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöu- mennsku. ★ Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. ★ Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu frá öörum. ★ Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. ★ Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg markmiö. ★ Carnegie-námskeiöin eru kennd í 62 löndum og metin til háskólanáms í Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. 82411 Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN DALE CARNEGIE w w v w ’ namskeiðin Konráö Adolphsson Fædd 31. janúar 1905 Dáin 21. janúar 1985 Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mín þú leitar, Guð. Nær en blærinn, blómið, barn á mínum armi, ást í eigin barmi, ertu hjá mér, Guð. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar. Já, þinn vil ég vera, vígja þér mitt hjarta, láta Ijós þitt bjarta, leiða, blessa mig. (Frostenson — Sbj. E.) Hún amma mín, eða Agga eins og við systkinin kölluðum hana, var ein af þessum góðu og duglegu konum sem lögðu sitt af mörkum til þjóðarbúsins, en hverrar lífs- saga verður ekki skráð á spjöldum sögunnar, frekar en svo margra annarra kvenna sem hverfa í fjöldann. En okkur hverfur Agga aldrei, því sú lífsreynsla og þær minningar sem við eigum um hana sjá til þess að í hjarta okkar skip- ar hún háan sess. Sú lífsreynsla sem hún hlaut, hjálpar okkur að lifa okkar eigin lífi, með minning- um um hana sem alltaf var nálæg þegar við þurftum á henni að halda. Ásvallagata 65 kemur oft upp í hugann þegar rifjaðar eru upp gamlar minningar, en þar bjó Agga ásamt afa Sigga, sem stund- aði sjóinn. Mikið líf og fjör var á Ásvallagötunni og undum við þar langdvölum systkinin við hin ýmsu störf og leiki í „stóra port- inu“ eins og það var kallað. Var þetta alla tíð okkar annað heimili, þar til við fluttum öll ásamt Öggu og afa Sigga vestur á Seltjarnar- nes. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 23. janúar sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 3. e.h. Ólfna Siguröardóttir, Anna Sigurðardóftir, Skúli Jóhannesson, Hanna Siguröardóttir, Hilmar Skarphéóinsson, Viöar Sigurðsson, Sólbjörf Kristjónsdóttir, Katrin Egilsdóttir, Sæmundur Pétursson, Guölaug Siguröardóttir, Magnús Hansson, Rut Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDJÓN JÓNSSON bifreiðasmiöur og trésmiöur, Hvassaleiti 42, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Margrét Þóröardóttir, Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Björnsdóttir, Katrfn Hlif Guðjónsdóttir, Hókon Sigurðsson, Jón Hlföar Guöjónsson, Sígrfður J. Sigurðardóttir og barnabörn. t Astkær eiginmaöur minn, faðlr, tengdafaöir og afi, GARÐAR MAGNÚSSON, Faxabraut 11, Keflavfk, veröur jarösunginn frá Keflavikurkirkju, föstudaginn 1. febr. kl. 14.00. Sigríóur Benediktsdóttir, Guöbjörg Garöarsdóttir, Albert Duprel, Þórunn Garöarsdóttir, Jón Newman, Magnea Garðarsdóttir, Jens Kristinsson, Sonja Garöarsdóttir, Lúövfk Georgsson, Þórir Haraldsson, Margrét Siguröardóttir, og barnabörn. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞORGEROUR JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Hofsvallagötu 22, veröur jarösunginfráDómkirkjunniföstudaginn l.febrúarkl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vlldu minnast hinnar látnu láti liknarstofnanir njóta þess. Ásgeir Matthfasson, Dagmar Asgeirsdóttir, Guöfinna Ásgeirsd. Anderson, Ása Ásgeirsdóttir, Anna Ásgeirsdóttir, Tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar litið er til baka kemur glöggt í ljós hversu lánsöm við systkinin vorum að alast upp í sama húsi og afi og amma. Það veitti ákveðið öryggi á heimilinu, sérstaklega vegna þess að bæði afi Siggi og pabbi voru sjómenn. Það var alltaf einhver heima, alltaf einhver til að tala við um sín vandamál og sínar sorgir. Á Nes- inu voru lífsviðhorfin grundvölluð, vandamálin rædd, og reynt að leysa þau. Þar sem afi Siggi var á sjónum var Agga mikið einsömul, og þá naut ég þess að sofa hjá henni, mega skríða undir stóru sængina hans afa og sökkva niður í rúmið. Við þau tækifæri lásum við oft saman úr Nýja testament- inu áður en við buðum hvor ann- arri góða nótt. Agga var ákveðin kona og sam- viskusöm, hún sýndi mikla skap- festu og lagði ríka áherslu á að það góða í fari hvers og eins ætti að njóta sín, og ef við værum nægjusöm, farnaðist okkur vel. Ég varð fyrir miklum áhrifum frá Öggu, sérstaklega hafði ég gaman af sögum frá uppvaxtarárum hennar og því lífi sem fólk lifði þá. Eftir að við systkinin stofnuð- um okkar eigin heimili og fluttum burt urðu samverustundirnar með Öggu alltaf færri og færri. Vegna atvinnu minnar flutti ég út á land og átti erfitt með að heimsækja hana reglulega. Saknaði ég þess mikið, en símhringingarnar urðu þeim mun fleiri. Alltaf ræddum við um að hún kæmi í heimsókn en því miður varð aldrei af því. Kom svo að lokum að Agga var orðin gömul kona, sem þurfti á aðstoð að halda. Var erfitt að sætta sig við að hún, sem alla tíð hafði stað- ið eins og klettur gegn áföllum lífsins, gæti ekki lengur séð um sitt heimili. Nú þegar við fylgjum ömmu okkar til grafar, er okkur efst í huga að þakka henni öll ár sam- verustundanna, og fyrir það traust og vináttu sem ávallt ríkti á milli okkar. Megi hún hvíla í friði og minn- ing hennar ljóma um aldur og ævi. Fyrir hönd okkar systkina Helga Magnea Hvers hönd er það, sem hjúkrar best? Hvers hönd er það, sem vinnur mest? Hvers hönd, sem styður hrumt og valt. Hvers hönd er það, sem lagar allt? Hvers hönd, sem tekur hest að sér þau hörðu störf, sem minnst á ber? Hvers hönd, sem lítil laun fær greitt, en leggst til hvíldar jafnan þreytt? Hvers hönd er það, sem hjálpar þeim, sem hjálparlausir koma í heim? Hvers hönd, sem vaggar vöggu hljótt, þá vinir allir sofa rótt? Hvers hönd, sem græðir hjartasár? Hvers hönd, sem þerrar barnsins tár? Hvers hönd er það, sem hefir þrótt að hjúkra bæði dag og nótt? Hvers hönd, sem reisir hniginn mann? Hvers hönd, sem jafnan bjargráð kann? Hvers hönd, sem þolir erfið ár, þótt einatt verði þreytt og sár? Hvers hönd, sem aldrei hlífir sér? Hvers hönd, svo fús að þjóna og þjást? Hún þrek sitt fær hjá móðurást. (Móðurást — Pétur Sigurðsson) llnna og Dísa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.