Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANtÍAR 1985 39 Minning: Jóhannes Reykja- lín Traustason Fæddur 26. júlí 1913 Dáinn 22. janúar 1985 „Þú mikla stund, gafst mönnum æðri sýn, svo myrkrið byrgir aldrei þeirra vegi, því leynd í brjósti logar minning þín og lýsir þeirra veg að hinzta degi.“ (Davíð Stefánsson.) Jóhannes Reykjalín Traustason, útvegsmaður og oddviti, er látinn. En minning góðs drengs lifir í huga og hjörtum allra er hann þekktu. Hann verður til moldar borinn frá Stærra-Árskógskirkju fimmtudaginn 31. janúar kl. 14 s.d. Jóhannes fæddist í Hrísey. For- eldrar hans voru hjónin: Anna Jónsdóttir og Trausti Jóhannes- son, sem snemma á búskaparárum sínum fluttu að Ytra-Ási á Ár- skógsströnd, þar sem börnin ólust upp. Það býli er nú komið í eyði. Þegar á barnsaldri hóf Jóhann- es að vinna með eldri bræðrum sínum, Jóni Óla og Sigurði, við út- gerð Trausta föður þeirra, sem þeir síðar urðu meðeigendur að. Og ungur að árum aflaði Jóhannes sér vélstjóramenntunar, sem kom sér vel. Sérstaklega eftir að bát- arnir stækkuðu samfara lengri sjósókn og harðari baráttu fyrir lífsbjörginni. Ásgarð byggðu þeir feðgar 1934 í Hauganesi og sama ár gekk Jó- hannes að eiga æskuástina sína og eftirlifandi maka, frú Huldu Vig- fúsdóttur frá Litla-Árskógi. Og það var um þetta leyti að feðg- arnir fluttu útgerð sína að Hauga- nesi, sem þá var að mestu óvarið svæði fyrir öldum hafsins og hófu útgerð þaðan. Og ekki verður ann- að sagt, en að sú útgerð hafi dafn- að með ágætum fyrst undir hand- leiðslu Trausta, síðan tóku synirn- ir við, aðallega Sigurður og Jó- hannes og þegar synir þeirra fengu aldur til gengu einnig þeir inn í útgerð feðra sinna. Þannig að kynslóð eftir kynslóð sækir lífs- björg í greipar Ægis. Og þegar í land er komið taka konurnar, börn og gamalmenni höndum saman með sjómönnunum og fullvinna aflann. Um þetta snérist líf Jóhannesar og fjölskyldna þeirra bræðra. En lífið á Árskógsströnd og Hauga- nesi er ekki bara saltfiskur, þó að sjálfsbjargarviðleitnin sé sterk. Því þar er að finna gróskumikla menningu, sem kemur sterklega fram í hugum og störfum fólksins þegar það vinnur að félags- og vel- ferðarmálum. Og einnig á þessum sviðum lét Jóhannes mikið til sín taka. Sjálfstæðisflokknum fylgdi hann að málum og vann honum mikið og traust fylgi. f hrepps- nefnd sat Jóhannes um þrjátíu ára skeið, þar af oddviti síðustu þrett- án árin sem hann lifði. Með hóg- værð sinni, gætni og festu fórust honum þessi opinberu störf vel úr hendi, enda lagði hann mikla vinnu og rækt við þau. En stjórn- málavafstur nægði honum ekki, því frá unglingsárunum og til hinstu stundar starfaði hann í ungmennafélagi og Slysavarnafé- lagi Árskógsstrandar. Formaður Slysavarnadeildarinnar var hann frá 1961—’73, þá var hann einnig félagi í Lyonsklúbbnum Hræreki frá stofnun hans. Og þar eins og annarstaðar vann hann mikil og góð störf. Jóhannes hafði gaman af söng og stofnaði ásamt öðrum Þrast- arkvartettinn, sem var vinsæll kór er söng sjálfstætt, en einnig með öðrum kórum í Árskógsstrand- arhreppi. Það sem nú hefur verið upptalið sýnist flestum ærið ævistarf, fyrir utan að ala upp með konu sinni hóp sex mannvænlegra barna, sem öll lifa föður sinn. Og sem sjöunda barnið tóku þau hjónin sonardótt- ir í fóstur og ólu hana upp. En þetta nægði ekki þeim hjónum til lífsfyllingar, því það var í kirkju- starfi sem þau nutu sín best. Jó- hannes söng í kirkjukórnum frá barnæsku til hinstu stundar. En ekki aðeins hann, heldur einnig Sigurður bróðir hans, konur, börn, tengdabörn og barnabörn þeirra bræðra, sem fylltu kirkjuloftið í Stærra-Árskógskirkju, svo unun var á að líta og heyra þegar þau sungu Guði sinum lofsöng, sem honum einum ber. Þegar þannig stóð á varð allt annað að víkja, engin fórn var of stór, því að allt lífsmót og lífsviðhorf Jóhannesar og Huldu var fyrst og fremst það, að Guð er hornsteinninn sem byggja þarf á. Þannig lifðu þau. Það er í þessum anda, sem ég hugsa til þessa góða vinar míns nú við kveðjustund. Ég veit að lát hans er sárt okkur öllum ekki síst hans nánustu og þér Hulda mín. Ég og konan mín vottum ykkur öllum innilega samúð. En í hryggð ykkar skuluð þið muna að látinn lifir. Og það er hjá englum Guðs, sem mér finnst ég skynja góðan vin, þegar ég skrifa þessi kveðju- orð. Blessuð sé minning Jóhannes- ar Reykjalín Traustasonar. Sigurður Arngrímsson Hesturinn okkar kom- inn út ÚT ER komið fjórða tölublað af Hestinum okkar sem er málgagn Landssambands hestamannafé- laga. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er umfjöllun um ársþing LH og annálar frá hestamanna- félögum. Einnig er í blaðinu af- mælisgrein í tilefni fjörutíu ára afmælis hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Sagt er frá ársþingi íþrótta- ráðs LH sem haldið var á Sel- fossi í nóvember. Tvær mynda- opnur eru í blaðinu og bera yfir- skriftina „Hestar og menn á liðnu ári“. Að síðustu má nefna „Fréttir frá LH“ þar sem sagt er frá væntanlegum Evrópumóts- stað í Svíþjóð og nýstofnuðu hlutafélagi um reiðhallarbygg- ingu. Ættbókin sem venjulega hefur verið í fjórða tölublaði verður ekki í blaðinu að þessu sinni. En þess má geta að í vinnslu er fimmta blaðið sem mun inni- halda hina langþráðu ættbók. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og bróöir, JÓHANN BERGUR LOFTSSON, vélstjóri, Vesturvegi 13b, Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sinu 25. þ.m., veröur jarösunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Ragnhildur Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systur. t INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR BJÖRNSSON, Sólheimum 23, veröur jarösungin frá Langholtskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 3. Fríðþjófur Björnsson, Haukur Friðþjófsson, Sígurjón Þór Friðþjófsson, Selma Sigurjónsdóttir, Erla Thorarensen. t Alúöar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinsemd viö útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ÞORLÁK SDÓTTUR, Siglufirði. Guðmunda Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Bjarney Bjarnadóttir, Eysteinn Einarsson, Jón Þorgrimur Bjarnason, Jónina Steinþórsdóttir, Axel Túsgvoll, Maria Bjarnason, Sigurjón jónasson, Sigríður Sörensdóttir, börn og barnabörn. t Útför móöur okkar, HALLDÓRUJÓNSDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin. Jóhannes Eggertsson, Einar Eggertsson, Margrét Eggertsdóttir. t Viö þökkum af hjarta öllum er sýndu okkur samúö og hlýju viö andlát og útför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Laugarnesvegi 80, sömuleiöis læknum og hjúkrunarfólki sem önnuöust hana i veikindum hennar. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Jón Þórir Einarsson, Leifur Sigurðsson, Særún Ása Karlsdóttir, Svala Leifsdóttir, Jóhann Elíasson, Sigurður Ingi Leifsson, Sigurþór Leifsson, Karl D. Leifsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns mins og fööur okkar, EINARS BENEDIKTSSONAR lyfsala, Heiöarbrún 12, Hveragerði. Sérstakar þakkir til Guömundar I. Eyjólfssonar læknis og starfsfólks á deild A7 Borgarspitalans. Anna Guðlaug Ólafsdóttir, Arna Guólaug Einarsdóttir, Indriöi Einarsson, Arndís Eínarsdóttir, Anna Valdfs Pálsdóttir, Helena Björk Pálsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir alla hjálp og samúö viö andlát og jaröarför MAGNÚSAR HARTMANNSSONAR, Brekkukoti, Óslandshliö. Guö fylgi ykkur öllum. Sigurbjörg Halldórsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Jóhannes Sigmundsson, Páll Magnússon, Herdfs Fjeldsteö og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför KOLFINNU S. JÓNSDÓTTUR frá Hólmavfk. Sérstakar þakkir flytjum viö starfsfólki hjúkrunardeildar Borgarspitalans i Heilsuverndarstööinni fyrir frábæra hjúkrun i margra ára veikindum hennar. Börn hinnar látnu, tengdabörn, barnabörn og aörir aöstandendur. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Lindargötu 15, Sauöérkróki. Sérstakar þakkir færum viö kór Sauöárkrókskirkju og einsöngvurum fyrir framlag þeirra við útförina. Vandamenn. t Þakka innilega samúö og vináttu viö andlát og útför fósturmóöur minnar, VIKTORÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Sólheimum 23. Fyrir hönd ættingja, Guörún Ákadóttir. t Þökkum sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fósturmóöur okkar, VIGDÍSAR JÓNSDÓTTUR. F.h. vina og vandamanna, Viggó Guðmundsson, Hjalti Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.