Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3
AbÞfÐUBkAÐlÐ 3 50 anra. 50 anra. Elenliant - ciqarellur Ljúffengar og kaldar. Fást alls stadar. í heildsoln h|á Tóbaksverzlun íslands h. f. inni, pví væru alJir verkamenm jafnvel stæðir og þið, væru hér engin vandræði. Annar kubbur. Símagjöldin nýju og „Vísis“-ritarinn. „Vísir“ flytur á sunnudaginn var grein eftir einhvern, sem kall- ar sig „símanotanda" og þykist ætla að fræða símanotendur í Reykjavík um, að hin geysilega símagjaldahækkun, sem settur landssímastjóri gerir ráð. fyrir að ríkisstjórnin setji á samkvæmt til- lögum hans, verði símanotendun- um að eins til góðs(!). Rökin að þessari vizku sækir „Vísis“-grein- ar-ritarinn í norskan fyrirlestur, með þeim tengilið, að „nú virðiist rnjög líkt ástatt hér og var þá austanfjalls í Noregi". Eftir því, sem honum segist frá, er svo „líkingin" í því fólgin meðal annars, að fastagjaldið fyrir síma' eða hinn árlegi „nefskattur" síma- notenda :„uar pú nf/lega afnum- inn par.“ (Auðkent hér). Síðan vitnar hann í margra ára gamla símagjaldskrá norska, þar sem 900 símtöl á ári hafi fengist fyrir 96 kr. norskar. — Hér í Reykja- vík er símanotendum ætlað að greiða 100 kr. fijrir ad eins 400 símtöl. Niðurstaðan af saman- burðinum virðist svo eiga að vera sá, að gjaldabreytingin verði bæði til þess að síminn verði þá' ó- dýrari hjá mörgum heldur en hann er nú, því að svo hafi veriði í Noregi og „nú virðist mjög líkt ástatt hér“ —, og að þetta verði til að útbreiða símanotkun(!). Því að ef ekkert samband er á milli þess, sem vitnaÖ er í, og þess, sem það á að sanna, þá verður vitið næsta lítið í saman- burðinum. Urn það þarf víst ekki að deila, að 100 kr. lágmarksgjald á ári fyrir 400 símtöl getur aldrei orðið ódýrara en 100 kr. ársgjaldið' nú fyrir símtöl eftir þörfum. Hitt, að hin geysilega hækkun verði til þess að auka símakerfið, er á álíka rökum reist, hvað þá ef átt er við aukin símanot hvers einstaklings, sem verið er að pína hann til að minka með greiðslu- aðferðarbreytingunni. Með svip- aðri gjaldskrá og nú er myndi símanotendum hér í Reykjavík vafalaust fjölga óðum eftir að nýja stööin er tekin við og tekj- ur símans aukast með notenda- fjöldanum. En þegar menn sjá, að það á að fara að skattleggja þá svo geysilega, sem nú stendur til, ef ekki verður mikil breyting þar á ger frá því, sem settur landssímastjóri hefir skýrt frá, þá eru miklar líkur til, að símanot- endum hljóti að fækka að mun. Ættu alíir að geta séð, — líka „Vísis“-greinarhöfundurinn, að ekki verður þad til tekjuauka fyrir símann og síður en svo til auk- innar menningar. En á menning- arhliðina minnist höfundurinn ekki. Innflntningstollar í Bretlandi. 50% innflutningstollur hefir verið lagður á þessar vörur: Glervarning, ullargarn, ábreið- ur, teppi, kerti, ýmsar málm- vörur, nema úr gulli og silfri, ferska ávexti, grænmeti o. fl. Broltið á Patreksfirði. I september kom kolaskipið Kongshaug með kol til Ó. Jó- hannessonar & Go. Á öðrum degi affermingar þess kallar þáverandi formaður Verklýðsfélags Patneks- fjarðar, Árni G. Þorstein'sson, saman fund í félaginu, og kom það öllum að óvörum. Eftir að formaður setti fundinn hófust umræður um að halda fast við núgildandi kaupsamning við at- vinnurekendur og segja honuim ekki upp, og voru allir fundar- menn því samþykkir. Þar næst hóf formaður umræður um vinnu- stöðvun við affermingu kolaskips- ins, til að fá framfylgt útborgun-' arskilyrði vinnulauna, sem ekki hafði verið fylgt í langa tíð. Á fundinum voru mættir 60 til 80 manns, og urðu menn undr- andi að heyra orðið vinnustöðvun koma úr þeirri átt, því í seinni *tíð befir Árni G. Þorsteinsson kallað vinnustöðvun æsingar ein- ar og markleysur. Eftir alllangar umræður um vinnustöðvumina og tilhögun hennar bar formaður fram tillögu, sem gekk í þá átt aö lögð yrði niður vinnia við áð- urnefnt kolaskip, og fékk tillag- an ekki 1 atkvæði, því það var álit fundarmanna, að formaður væri búinn að sleppa mörgum langtum betri * tækifærum til vinnustöðvunar heldur en nú, þegar búið var að losa meiribluta kolanna og fyrirsjáanlegt að meiri kol kæmu ekki á staðinn fyrir miðjan vetur. Daginn eftir auglýsir formaður fund næsta dag kl. 3, og höfðú; menn ekki hugboð um hvað til stæði. Sunnudaginn 13. sept. setur formaður áður auglýstan fund, og er fundarefni ekki annað en að segja sig úr félaginu og lesa upp úrsögn sína, og gekk hann síðan af fundi. Var þá skorað á vara- formann að taka sæti hans, og var hann jafnframt beðinn að lýsa yfir, hvort hann ætlaði að gegna formannsstörfum til næsta aðalfundar. Gegnir hann því engu, en biður fundarmenn að kjósa fundarstjóra og ritar um leið úrsögn sína úr félaginu. Var síðan úrsögn Á. G. Þorstcinssonar tekin gild ög samþykt í einu hljóði. Félagið var þá formanns- laust, og varð þá að kjósa nýj- an formann til næsta aðalfundar. Benedikt Einarsson var kosinn af öllum fundarmönntun nema ein- um 6. Kusu 2 þeirra aðra, en 4 greiddu ekki atkvæði. 17. okt. fór fram útskipun á Geirseyri, og réði fyrverandi for- maður sig þar í vinnu, en var samstundis vísað frá sem utan- félagsmanni. Er þá þegar hafinn undirbún- ingur af honum og hans flokki. Sunnudaginn 1. nóv. afturkallar Á. G. Þorsteinsson úrsögn sína og verða um það mál allangar umræður, sem lykta með því, að formaður leggur það sem ágrein- ingsmál undir úrskurð sambands- stjórnar. 15. nóv. var settur löglegur fundur í verklýðsfélaginu, en í fundarbyrjun ryðst Á. G. Þor- steinsson inn í fundarsalinn, og biður formaður hann að víkja af fundi, en hann þverneitar því og segist skoða sig sem félagsmann. Var auÖséð að hann hafði smalað flokki á fundinn, og sleit for- maður þá fundi til að firra menn fyrirsjáanlegum vandræðum. Gengu menn síðan af fundi, en Á. G. Þorsteinsson sat eftir í húsinu með sinn flokk. Var Þór- arinn Bjarnason varagjaldkeri fé- lagsins kosinn fundarstjóri, og var þar samþykt krafa um að Á. G. Þorsteinsson yrði skoðaður löglegur meðlimur félagsáns. Að svo komnu máli áleit formaður sér skylt að kalla saman stjórn- arfund til frekari ráðstafana í máli gjaldkera, og var þar sam- þykt af meiri hluta stjórnar, að krefja gjaldkera um skil á sjóðá! félagsins, samkvæmt 16. gr. fé- lagslaganna, sökum þátttöku hans í ólögmætum fundarhöldium. Krefur formaður hann síðan um sjóðinn, en hann þverneitar. ósk- aði þá meiri hluti aðstoðar setts sýslumanns, en hann sá sér ekki fært að sinna því, þar eð ekki sé fengin samþykt félagsfundar. Mánud. 16. nóv. boðaði form. félagsfund til að ræða mál þau, er lágu fyrir sunnudagsfundin- um, er Á. G. Þorsteinsson hleypti upp. Var fundur sá fjölmennur, því að báðir flokkar fjölmentu. Á. G. Þorstieinsson komst ekki á fund þann, því dyra var vel gætt, end fór þá alt fram með stilMngu, Ritari bar fram rökstudda áskor- un á hreppsnefnd um að hefja þegar atvinnubótaframkvæmdir, og var áskorunin og rökstuðning- | in samþykt í einu hljóði af báð- um flokkum. Þá var og kosin atvinnubóta- nefnd, og fór alt vel fram. Eftir þann fund er hafinn mótblástur, safnað undirskriftum undir van- traustsyfirlýsingu á meiri hluta stjórnar, formann, ritara og ann- an meðstjómanda, og áskorun um fund. Neitar formaður að boða fund. þar sem frambærilegt fundarefni vanti. Hóa þeir þá saman fundi, samþykkja Á. G. Þorsteinsson sem félaga, víkja formanni, rit- ara og öðrum meðstjórnanda úr stjórninni og kjósa menn í þeirra stað og 5 manna nefnd til að krefja þá um skjöl félagsins og tilkynna þeim frávikninguna. Em síðan fundarmenn aðvaraðir um að sæikja ekki fundi félagsins, sem ekki séu boðaðir með undir- skrift nýju stjórnarinnar. Símastöðvarstjóra er síðan til- kynt, að framvegis verði ekki greitt úr félagssjóði símtöl og skeyti, sem formaður hiður um í félagsþarfir. Á fimtudag birtir formaður skeyti sambandsstjórnar og boð- ar fund næsta dag, til að birta úrskurð sambandsstjórnar í máli Á. G. Þorsteinssonar, sem er að Á. G. Þorsteinsson sé ekki og geti ekki orðið löglegur félagj verklýðsfélagsins. Er þá samþykt tillaga um að fundurinn samþykki gerðir meirihluta stjórnar í sjóð- málinu og feli henni allar frekari ráðstafanir sjóðnum viðkomandi. Býður þá varagjaldkeri að af- henda aðalgjaldkera sjóðinn. Sátu þenna fund um 60 manns. Neitar aðalgjaldkeri, Magnús B. ólsen, að taka við sjóðnum, þar eð hann sé búinn að segja sig úr stjórn- inni, þó sú úrsögn væri ekki tek- in til greina samkvæmt lögum félagsins. Lofar þá varagjaldkeri að viðlögðum drengskap að af- henda rneiri hluta stjórnar sjóð- inn næsta dag í viðurvist setts sýslumanns. Næsta dag gengur meiri hluti stjómar eftir sjóðnum eftir gefnu loforði, en hann er þá búinn með bréfi að mælast til að settur sýslumaður taki sjóðinn til geymslu. Eftir mikið þref og að tillögu hreppstjóra, sem viðstadd- ur var, afhendir varagjaldkeri formanni sjóðinn. Patreksfirdingur. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.