Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 4
4 ALPVÐUBbAÐlÐ Kreppan o® íh Idið. v. Jón Ólafsson hélt enn einu sinni sína alkunnu ræ'ðu um ó- nytjungshátt og bruðlunarsemi verkamanna. Að eins slepti hann úr kaflamun um slæping, en öll- um reykvískum verkalýð er vel kunn pessi ræða Jóns. Hann hélt nú að engan þyrfti að undra vinnuleysi á þessum tíma árs, Vetrartíminn væri alt af dauður > thni, og allir forsjálir menn byggju sig undir þennan tíma. „Með sparsemi og dugnaði hafa flestir borgarar búið sig undir að mæta þessari eðlilegu afleiðinigu, en æskan hefir spilst af fagur- gala sósíalista, og flyzt jafnvel til bæjarins í skjóli heimtufrekj- unnar.“ Svo mörg og fleiri voru þau íhaldskristnu orð bæjarfiull- trúa, aiþm. og bankastj. Jóns ÓI- afssonar fyrv. fr.kv.stj. Rétt er það, að verkalýð þessa lands er ljós sú staðreynd, að auðvaidið telur sjálfsagt að stöðva togara- flotann um háveturinn, og að auðvaldið vill ekki láta vinna um þann tíma, sem minstur verður gróðinn.. Þegar veðráttan hamlar upp á móti því, að afrakstur vinnunnar verði umfram kaup- greiðslu svo nokkru nemi, þá finst atvinnurekendum bezt að láta verkalýðinn hvíia sig. En vit- anlega er æri'ð misjafnt hversiu verkamenn eru undirbúnir þenn- an dauða tíma. Og Jón ÓI. veit eins vel og a'ðrir, a'ð síðastiiðið sumar var engirai bjargrœðistími fyrir meginþorra alls verkalýðs. En auðvitað gengur hann viljandi framhjá þeim staðreyndum, að at- vinna var meÖ minsta imóti, og að þeir, sem voru við síldarútgerð í sumar, eiga inni kaup sitt enn þá. Eins og atvinnuleysisskýrsl- urnar frá síðustu skráningu bera með sér, hefir fjöldi mannia að eins unnið þriðjung til helming af síðastliðnum ársfjörðung. Sium- ir enn þá minna. Vi'ð þær skýrslur er enn fremur a'ðgætandi, að fjöl- margir komu eigi til skráningar, sem þó voru engu betur staddir. Þá eru eftirtektarverð þau orð. sem J. Ól. notar um verklýðsi- hreyfinguna og verklý'ðsstéttina. Vaknandi stéttarmeðvitund og réttlætiskend kallar hann heimtufrekju og ábyrgðarleysi. Baráttu þá, sem fulltrúar okkar heyja, nefnir hann skvaldur og fagurgala, kjósendahræsni o. s. frv. Hvaða heilvita maður rök- styður þessi orð? Hvers konar siðgæðis- og réttlætis-hugmynd hefir sá maður, sem álítur rétt- lætiskröfur fólksins ábyrgðar- lausa heimtufrekju? Jú, vitanlega er hann móta'ður af íhaldshugar- faii, ágirnd og kúgunarlöngun. Fagra hugsjón nefnir hann fag- urgala, og neyð uerkalgðsins ó- forsjálni og eyðslusemi. Hvernig á verkalýðurinn að spiara? í beztu góðærum, þegar vinnan er mest, þá er vinnudagafjöldinn 200. Og 200 vinnudagar reiknaðir með 10 klst. vinnu gera kr. 2720 —tvö þúsund sjö hundruð og tuttugu krónur. Af þessu verður verkamaðuiinn að lifa. Svo koma mögru árin þegar atvinnudagar eru miklu færri, alt niður í 100 daga, og jafnvel færri. Þá er verkannaðurinn neyddur til að leita á náðir annara. Annaðhvort fá lán, — ef fæst, — eða þiggja sveitarstyrk. Og þegar verkamað- urinn hefir safnað skuldum, hvernig á hann þá að losna við þær? Kaupgjald á hverjum tíma er miðað vi'ð brýnustu þarfir, naumustu útgjöld til lífsnauð- synja. N>ei, J. Ól.! Ykkur atvinnu- rekendum er óhœtt að hœkka kaupið okkar, áður en þið knefj- ist sparnaðar eða reynið að kenna sparnað. Og kröfur okkar mega hundmðfaldast, áður en þær geta heitið heimtufrekja! 21. nóv. Frh. G. B. B. Haf «iarf|oi ðnr. ípráttafélag verkamanjia var stofnað í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag með 34 félögum. í stjórn voru kosnir: Formaður Helgi Sigurðsson, ritari Frímann Eiríkssön, gjaldkeri Guðjón Gísla- son, meðstjórnendur Jón Sigurðs- son og Pétur Magnússon. Fim- leikaæfingar félagsins verða á þriðjudögum og föstudögum kl. 8—9 að kvöldi og á sunhudögum kl. 10—11 f. h. Fyrsta, æfing er í kvöld í leikfimihúsi bæjarins. Þar skulu mæta þeir verkamenn, sem vilja ganga í félagið og taka íþátt í æfingum þess. Allar frek- ari upplýsingar um starfsami fé- lagsins lætur stjórnin í té. Sáttasemjari ríkisins. Nefnd sú, er valin hefir verið til að gera tillögu um, hver verði sáttasemjari ríkisins í vinnudeil- um næstu þrjú ár, hefir lagt til með samhljóða atkvæðum, að það verði Björn Þórðarson lögmaður, eins og nú er:. Settur læknir. Kjartan Jóhannsson (úrsmiðs Ármanns) hefir verið settur ti) áramóta héraðslæknir í Blöndu- ósshéraði. Jafnaðarmannaféiag íslands hieldur fund i kvöld á venjuleg- um stað og tíma. Fundarefni: „Fullvalda" ósjállstæði (séra Sig- urður Einarsson). Fjárhagsáætlun bæjarins (Stefán Jóh. Stefánissonj. Jafnaðarmenn annars staðar af landinu, sem staddir eru í bænum, eru vel- komnir á fund Jafnaðarmannafé- lags íslands í kvöld, sem ver'ður í alþýðuhúsinu Iðnó uppi og byrj- ar kl. 8V2- Togarar hættir veiðum. „Kveldúlfs“-togararnir eru allir hættir veiðum. I morgun var „Karlsefni“ og „Braga“ lagt upp. Hvað er að frétfa? Nœturlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegl 49, sími 2234. Otvarpið í dag: Kl. 16,10: Veð- urfnegnir. — Hátíðahöldum stúd- enta verður útvarpað eftir því sem við verður komið. Kl. 19,35: Söngvélarhljómleikar. fslenzk lög, sungin af íslenzkum söngvurum. Kl. 20: Fréttir. Kl. 20,30: Þorsteinn Gíslason ritstjóri flyt- ur ræðu. Kl. 21: HljómMkar (Þ. G. og E. Th.). — „Píanó“-sóló (E. Th.). — Karlakór K. F. U. M. syngur. Ungbarnavernd ',,Líknar“, Báru- götu 2, er opin á fimtudögum og föstudögum kl. 3—4. Skipafréttir. „Lyra“ kom í gær frá Noregi. „Goðafoss“ fór í gær í Akureyrar- og Húsavíkur-för. „Fylla“ kom hingað í gær. Mun hún vera á förum héðan til Kaup- mannahafnar. Toganarnir. „Andri“ fór á veið- ar í gærkveldi. „Belgaum“ og „Bragi" komu í gærkveldi úr Englandsför. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 2 stiga hiti í Reykjavík. Otlit hér um slóðir: Vaxandi norðankaldi. Úrkomulaúst. Laugarnar í Glerárgili. Nú er byrjað að veita heita vatninu úr laugunum í Glerárgili niður að sundlaug Akureyrarbæjar. Er mikill áhugi fyrir þessu verki. á Akureyri og hefir verið safnað dagsverkum til þess að fram- kvæma verkið. Hafa sumir lofað alt að 10 ókeypis dagsverkum. Mokafli af millisíld er nú á Seyðisfirði og það af heztu stæhð' (8—10 í kg., sem er seljanlegasta stærðin). Búið er að salta þar 1000 tunnur. Síldin hefir verið veidd bæði í net, herpinót og lása. Kristneshœli í Eyjafirði varð 'fjögra ára ‘í haust. Millisíld veiddist nokkur í nek- net fyrir norðan nú í haust. Búiö að senda til útlanda 600 tn. J Stórt frysti- og slátur-hús, sem Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hefir haft í smíðum í 11/2 ár, varð fullgert í haust. Jurðbönn á Norðurlcmdi. Um miðjan nóv. er ritað af Akureyri: „Jarðbönn eru nú hér um allar nærliggjandi sveitir. Hefir hér undanfarna daga skifst á bleytur og frost. Er við búið að jafnvel verði að taka hesta á gjöf hér í firðinum." > Farpegar með „Goðafossi“ norður og vestur: Ólafur Daní- elsson, Magnús Daðason, GísJi Sölvason, 15 strandmenn af „Leikni“ til Patreksfjarðar, Ósk- Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 1965. Ágúst Jóhannesson. Sparið peninga Foiðist óþæg- Indi. Munið pvi, eftir að vant- ykkur rúður i glugga, hringið i síma 1738, og verða þær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Rjdmi fæst allan daginn JAIþýðubrauðgerðinni,Lauga- vegi 61. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN Hverfisgötu 8, simi 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentu* svo sem erfiljáó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf 0. s, frv., og afgreiðii vlnnuna fljótt og við réttu verði. Ný-útsprungnir Tjúlipanar fást daglega hjá ald Pouisen, Klapparstíg 29. Sími 24. Domnklélar,UnglÍDga og Telpukjólar, allar stærðir. Pijónasilki. Vetrar kápnr. Ódýrara en alls- staðar annarsstaðar. Hrönn, Laugavegi 19. ...... ■ .. ar Sigurðsson, Valborg Frenniin/g og miss Mitchill. Myrtur 118 úra. Bóndinn Gaw- (ski í Torun í Póllandi, sem var 118 ára og elzti maðurinn Í land- inu, var myrtur um daginn,1. Barnabörn hans eru ákærð fyrir að vera völd að morðinu. Þau eru milii 60 og 80 ára og sögð orðin leið á að bíða eftir arfinum. Æfisaga Sir Thomas Liptons er nýkomin út. Segir hann þar í, að öll listin í hinu mikla verzl- unarláni hans hafi verið, að hann hafi aldnei spanað auglýsingat, því sá, sem ætli sér að verzla, ver'ði að auglýsa miki'ð. Fnú Vestur-íslendingum. 16. okt. andaðist í Gomox í British Columbia Ólöf Dorothea Guð- mundsdóttir, kona Páls Guð- mundssonar frá FirðL Ólöf var fædd í Lindarseli, N.-Múl., 1862. Voru þau systkinabörn hún og Þorvarður læknir Kjerúlf á Orms- stöðum. Ólöf og maður hennar fluttust vestur um haf 1888. Þau eignuðust fimm börn. Á lífi enu þrír synir þeirra, allir fulltíða menn og kvæntir. —' Látin er j Swan-Riverbygð, Manitoba, Egil- sína Sigurveig, kona Sæmundar Helgasonar. (FB.) Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssor.!. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.