Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBROAR 1985
41
Umboðsmenn
verða að koma
sér vel við
forstjóra ÁTVR,
til að koma vöru
á markað
segir Jón Baldvin Hanni-
balsson um áfengissölu
,,ÉG ER á móti allri skinhelgi í þess-
um málum og það á að leggja ÁTVR
niður," sagði formaður Alþýðu-
flokksins, Jón Baldvin Hannibals-
son, í samtaii við Morgunblaðið.
„Núverandi kerfi býður upp á und-
arlega viðskiptahætti."
I samtali við Helgarpóstinn í
síðustu viku sagði Jón Baldvin, að
mútustarfsemi væri í kringum
Áfengisverslunina. „Við höfum
umboðsmannakerfi, þar sem um-
boðsmenn sjá aðeins um að reka
smiðshöggið á verkið", sagði Jón
Baldvin. nSá, sem vill koma nýrri
vöru á markað, á auðsæilega allt
sitt undir þeirri ríkiseinokun, sem
verslar með vöruna. Það þýðir, að
hann þarf að koma sér ákaflega
vel við forstjórann, verslunar-
stjórana, hótelhaldarana, bar-
stjórana og alla þá staði þar sem
þessi vara er til sölu, vegna þess
að vöruna er bannað að auglýsa og
honum er fyrirmunað að koma
henni á framfæri eftir venjulegum
leiðum. Hans hlutur er m.ö.o. sá,
að hann kynnir vöruna fyrir ríkis-
einokuninni og ef honum hlotnast
náð fyrir henni, þá er varan flutt
inn á vegum ÁTVR. Það er ÁTVR
sem sér um alla framkvæmd þess-
ara viðskipta, en hlutur umboðs-
mannsins er sá, að þegar honum
hefur tekist að koma vörunni á
markað, sem honum er bannað
með lögum að gera með venju-
legum hætti, þá fær hann væntan-
lega sendan tékka í pósti."
Jón Baldvin sagðist hafa heyrt
ótal sögur um það hvernig um-
boðsmenn fara að því að kynna
vöru sína fyrir ÁTVR. „Á meðan
þessar sögur eru óstaðfestar, þá
get ég ekki staðið við þær. En
maður spyr sjálfan sig óneitan-
lega hvernig eigi að selja vöru sem
er bannað að auglýsa."
Að áliti Jóns Baldvins á að
leggjá ÁTVR niður og láta um-
boðsmenn bera allan kostnað
sjálfa af því að panta vöruna,
flytja hana til landsins og selja.
„Ríkið á að móta sér stefnu í þess-
um málum, t.d. hvort tolla eigi
sterk vín meira en létt, hvort
fremur eigi að leggja áherslu á að
beina neyslu manna að léttari vín-
um o.s.frv. Stjórnmálamenn og
valdhafar halda því fram að með
sölu þessarar vöru sé verið að
byrla mönnum eitur og því á ríkið
allra síst að selja vöruna," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson að lok-
Þing Norðurlandaráðs:
Gistirýmið
yfirfullt
HÓTEL og gistihús í Reykjavík eni nú
fullbókuð í byrjun marsmánaðar næst-
komandi vegna þings Norðurlanda-
ráðs, sem þá verður haldið í Reykjavík.
Er talið að enn vanti gistirými til að
mæta þeim mikla gestagangi sem búist
er við á meðan þingið stendur yfir.
Kjartan Lárusson, forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, sem annast
fyrirgreiðslu um gistingu þingfull-
trúa, staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið, að svo til allt gistirými í
Reykjavík væri upptekið þessa daga,
en hann sagði að erfitt væri að gera
sér nákvæma grein fyrir hvort, eða
hversu mikið gistirými vantaði. „Það
er nú oft svo, að gistirými fyllist í
Reykjavík þegar stærri fundir og
ráðstefnur eru haldnar, en þegar
upp er staðið hefur þetta yfirleitt
gengið heim og saman. I þessu sam-
bandi ber ennfremur að geta þess, að
lítið af gistiplássi í heimahúsum hef-
ur komið inn sem varapláss, þannig
að eftir er að kanna hversu mikið
rými kemur þar til viðbótar," sagði
Kjartan Lárusson.
ENN A NORÐAN
og HúsgagnahöUin áBíldshöiða er stútíuU ai norðanvömm.
Góðum vömm á góðu verði, sem íjúka út jainharðan.
Á BOÐSTÓLUM:
Sport- og gallabuxur, úlpur, mittisstakkar, skyrtur, sokkar,
margs konar barnaíatnaður og inníluttir skór.
ENNFREMUR:
Prjónajakkar, peysur, vettlingar, treílar, húíur og legghlííar.
LÍKA:
Mokkaíatnaður margs konar á góðu verði, herra- og dömujakkar,
kápur ogírakkar ogmokkalúííur, húíur ogskór á börn ogíullorðna.
ÞAR AÐ AUKI:
Teppagœrur, trippahúðir og leður til heimasaums.
EINNIG:
Teppabútar, áklœði, gluggatjöld, buxnaeíni, kjólaeín
og gullíalleg ullarteppi á kostakjörum—
(k -
OG AUÐVTTAÐ:
Garn, meðal annars í stórhespum,
loðband og lopi.
Strœtisvagnaíerðir:
Frá Hlemmtorgi: Leið 10
Frá Lœkjargötu: Leið 15
_ yim«ltuda?1W'\3 - 22
V/SA
*VERKSME>JVSALA*
SAMBANDSVERKSMBJANNA Á AKOSEYSI
Gódan daginn!
Gylmir