Alþýðublaðið - 02.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.12.1931, Blaðsíða 4
4 ALPYÐUBbAÐíÐ verkalýðsins getur kömið þéim sjálfurm í .koJl. Þó íslendingar séu seinir til átaka og byltingarjarð- vegurinn sé magur meðal þjóðar- innar, þá er hægt að brýna svo deigt járn að bíti um síðir. Og við atvinnulausir verkamenn liér í Rvík munum fylkja okkur um hinar sjáifsögðustu kröfur. Kröf- ur, sem hvað í hvað hafa verið samþyktar af okkur og bornar fram fyrir stjórnir bæjar og rík- is. Við munum, kæru stéttarbræð- ur! fylkja okkur um lífsréttinda- kröfur okkar. Fylkja okkur í ó- rofa samfylking og berjast hinni góðu baráttu, unz sigur er feng- inn. Og fylking okkar atvinnu- leysingjanna mun samanstanda af öilum atvinnUlausum mönnum án tiliits til pólitískra skoðana. Þessi barátta okkar er fagleg, barátta fyrir bráðustu lífsnauðsynjum okkar, barátta fyrir einföldustu og sjálfsögðustu kröfunni, sem verkalýðurinn gerir. Baráttu fyrir lífinu við dauðann í mynd Mammons. Þess vegna geta átök okkar orðið sameiginleg hags- munaharátta allra atvinnulausra verkamanna, hváða pólitíska flokkinum sem þeir greiða at- kvæði sitt. Munið því, kæru stétt- arbræður! að standa þétt saman í baráttunni og gefast ekki upp fyr en kröfur okkar eru upp- fyltar. Fram! Aldrei að vikja! 22. nóv. G. B. B. (Um dBfgiflw vegknn. ÍÞAKA i kvöld kl. 8V2. Skemti- fundur, kaffi o .fl. Egar íbúðarhúsabyggingar hefir verið fengið leyfi fyrir hjá byggingarnefnd Reyjtjavíkur tvær síðustu vikumar. Baej^'stjórnarfundur verður á morgun. Líkneski Hannesar Hafsteins var afhjúpað í gær. .D augalest'n" verður leikin annað kvöld. Verkabvennafélasið „Frarritíðin" í Hafnarfirði heldur árshátíð sína á morgun. Ve'kakvennafélrgið „Framsókn" heldur árshátíð sína á fö&tu- daginn. Reikningslán Reykjavíkurbæjar. Á síðasta fasteignanefndarfundi Reykjavíkur var lagt fram bréf frá Landsbankanum, þar sem þess er krafist, samkvæmt nýrri reglu- gerð bankans, að fasteignaveð eða handveð verði sett fyrir reikn- ingsláni bæjarins. Innheimtumenn lækna eru beðnir að athuga, að útborgun hjá S. P. R. fer fram vegis fram á Barönsstíg 10, sömu fimtudaga og áður, 3. og 17. dez. Grein um Höskulds-málið kemur hér í blaðinu á morgun. Þorsteinn Þorsteinsson. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Þorsteinn Þorsteinsson bif- reiðarstjóri, sem flutti áfengið fyrir Isleif Briem, er ekki sá Þor- steinn Þorsteinsson, sem vinnur hjá Litlu bílastöðinni Hreinn Pá'sson endurtekur söngskemtun sína á morgun ki. 7,15 e. m. i Nýja Bíó. Clarté heldur fund í Uppsölum í kvöld kl. 9. Fjölbreytt dagskrá. Sílda'einkasölufundurinn byrjar kl. 4 í dag í Kaup- þingssalnum. HvaA er að fréfta? Nœturlœknir er í nótt Kristilnn Bjarnarson, Stýrimannastíg 7, sími 1604. OtixirpiT) í dag: Kl. 16,10: Veð- urfregnir. Kl. 18,40: Bamatími (Aðalsteinn Eiríksson kennari). Kl. 19,05: Þýzka, 1. fl. Kl. 19,30: Veðurfnegnir. Kl. 19,35: Enska, 1 fl. KI. 20: Erindi: Frá útlöndum (séra Sig. Einansson). Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21: Söngvélarhljóm- leikar. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar — 6,763/4 100 danskar krónur — 122,38 — norskar — 122,07 — sænskar — — 126,05 — þýzk mörk 161,54 Togmarnir. „Belgaum" fór á veiðar í gærkveldi. „Hilmir“ kom í nótt úr Englandsför og „Bald- ur“ í morgun. Enskur togari, „Mars“, eign Þórarins Olgeirsson- ar og þeirra félaga, kom hingað í nótt. Skipstjórinn er íslenzkur, Guðmundur Ebene&son frá tsa- firði. Kvenfélag pjódkirkjunnar í Hafnarfirði frestar fundi til máð- vikudags 1 næstu viku. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 3 stiga frost í Reykjavík. Otlit hér um slóðir: Vaxandi norðaustan- gola. Léttskýjað. Ný útvarpsstöd fyrir Breta- veldi. Brezka útvarpsfélagið (The British Broadcasting Gorporation) hefir tilkynt, að mjög bráðlega verði hafin smíði nýrrar útvarps- stöðvar, sem á að hafa nægilegt langdrægi til ailra brezkra ný- lendna, hvar sem er á hnettin- um. Ráðgert er, að útvarpað verði á fjórum til fimm bylgjulengdum. og verða þær valdar þannig, að sem bezt heyrist tii stöðvarinnar u u u x æ u u zi u & ö X Bezta tyrkneska cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Tnrkish Westminster Cigarettnr. A. V. I hverjain pakka ern samskonar fallegar landslagsmy ndir og íCommander-eigarettupökknm Fást fi ollom verzlnnnm. J3 5 ö ö £$ iÁ 6 æ 0 Nýja Efnalaugin. (Gunnar Gutinarsson.) Sími 1263. Reykjavík. P. O. Box 92. KEMISK FATA- OG SKINNVÖRU-HREINSUN. — LITUN. V ARNOLINE-HREINSUN. Alt nýtízku vélar og áhöld. Allar nýtízku aðferðir. Verksmiðja: Baldursgötu 20. Afqreiðsla Týsgötu 3. (Horninu Týsgötu og Lokastíg.) SENDUM. BIÐJIÐ U,M VERÐLISTA. SÆKJUM. Hjarta-ás smjerlikið er bezt. Ásgarður. R J ó m 1 fæst allan daginn f AlÞýðubrauðgerðinni.Langa- vegi 61. Ódýra vikan hjá Georg. Vörubúðin, Laugavegi 53. í hinum fjariægu hlutum Breta- veldis. Ráðgert er að útvarpað verði allan sólarhringinn og verða efnisskrár hafðar svo margbreytt- ar, að menn af öllum stéttum hafi gagn og gaman af útvarpinu. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar. FB.) 2000 para ball. Ferðafélag verkamanna í Lundúnum hélt ný- lega danzleik fyrir meðiimi sína og leigði til þess Albert Haill, sem er stærsti samkomusalur í Lundúnum. Var lagt sérstakt danzgólf í salinn, og dönzuðu þarna 2000 pör í einu. Gólfflötur- inn í Albert Haiil ex nákvæmlega jafnstór og Austurvöll jr í Reykja- vík, að eins lítið eitt lengri og lítið eitt mjórri. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentcui svo sem erfiljáó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s. frv., og afgreiðir vlnnuna fljótt og viB réttu verði. Ný-útsprungnir Tjúlipanar fást daglega hjá Pald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24. Þórðnr Dórðarson lœknir. Viðtalstími daglega kl. 4—5 í lækningastofu Ólafs Þor- steinssonar læknis, Skóla- brú 2, simi 181. Heimili Ránargötu 9 a. Heimasimi 1655, Alt íslenzkt. ísl. Gólfáburður. — Skóáburður. — Fægilögur. — Ræstiduft. — Kristal-sápa. — Kerti. Munið íslenzku spilin. FE L L , Njálsgötu 43, sími 2258 Ritstjóri og ábyrgðarxnaður: Ólafur Friðrikssora. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.