Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985
Kristín Guðmundsdóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
Embætti framkvæmdastjóra Alþýðuflokks lagt niður:
Persónuleg aðför
flokksformanns
— segir m.a. í bókun framkvæmdastjór-
ans, sem gekk af skrifstofu sinni daginn
eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar
A framkvæmdastjórnarfundi Alþýóuflokksins sl. sunnudag
var ákveðið að leggja niður embætti framkvæmdastjóra Alþýðu-
flokksins og gekk framkvæmdastjóri flokksins, Kristín Guð-
mundsdóttir, út af skrifstofu sinni í fyrradag, mánudag. Kristín,
sem á sæti í framkvæmdastjórn, lagði fram bókun á fundinum á
sunnudag, þar sem hún m.a. segir, að hún telji að hér sé um að
ræða aðför að henni persónulega af hendi núverandi flokksfor-
manns, Jóns Baldvins Hannibalssonar. í stað Kristínar sam-
þykkti framkvæmdastjórnin að ráða útbreiðslustjóra og erind-
reka (lokksins. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar er ætlun-
in að Bragi Dýrfjörð taki við stöðu erindreka, en samkvæmt
heimildum Mbl. mun Ámundi Ámundason vera ætluö staða
útbreiðslufulltrúa Alþýðuflokksins.
Jón Baldvin Hannibalsson
sagði í þessu tilefni, að þarna
væri um að ræða endurskipu-
lagningu Alþýðuflokksins. Hann
sagði þetta pólitíska ákvörðun,
sem byggði á því m.a., að koma í
veg fyrir að Alþýðuflokkurinn
lenti í sömu mistökunum og árið
1978. Aðspurður um, hvort þarna
væri um pólitískar „hreinsanir"
að ræða, sagði Jón að einvörð-
ungu væri um að ræða viðamikil
skipulagsmál til samræmingar
við tilveru Alþýðuflokksins sem
fjöldaflokks. Hann bætti við, að
að sér þætti sjálfsagt að ný for-
ysta veldi sér starfslið, sem hún
teldi að hefði það til að bera, sem
þyrfti til ná fram stefnu sinni.
Þess má geta að Kristín Guð-
mundsdóttir var talin ein af
dyggustu stuðningsmönnum
Kjartans Jóhannssonar, fyrrver-
andi formanns Alþýðuflokksins,
á síðasta flokksfundi þar sem
Kjartan féll í formannskjöri og
Kristín féll þar ennfremur í kjöri
til formanns framkvæmda-
stjórnar, þar sem Guðmundur
Oddsson, stuðningsmaður Jóns-
Baldvins, náði kjöri. f áður-
greindri bókun Kristínar á fund-
inum á sunnudag er m.a. bent á,
að hún telji þessa ákvörðun um
að leggja niður starf fram-
kvæmdastjóra geta haft alvar-
legar afleiðingar fyrir Alþýðu-
flokkinn bæði inn á við og út á
við. Kristín bendir þar ennfrem-
ur á, að hún sé formaður Sam-
bands alþýðuflokkskvenna þann-
ig að þetta beinist gegn konum í
Alþýðuflokknum til viðbótar því,
að hún hafi verið felld í kjöri
formanns framkvæmdastjórnar
á flokksfundinum. Þá mun hún
harma ákvörðunina og lýsa allri
ábyrgð á hendur þeim sem að
henni stóðu, auk þess sem hún
bendir á, að sér hafi verið vikið
að ósekju og fyrirvaralaust úr
starfi. Ekki tókst að ná sam-
bandi við Kristínu til að fá álit
hennar á þessu máli.
Nýr spennandi teikni-
myndasflokkur á myndböndum
Defender of the Universe
Teiknimyndirnar um Voltron, verjanda alheimsins, og geimhetjurnar ungu, eru
nú komnar á myndbandaleigur. Hin frískelgu ævintýri um Voltron höföa til
hressra stráka og stelpna á öllum aldri.
Nú eru komnar 2 spólur um ævintýri Voltron og bráölega bætast fleiri þættir í
hópinn.
Voltron-límmiöar fylgja meö hverjum þætti.
Einkaréttur á íslandi Dr'i,in|
S.ig SUÍAðf H$
FALCON CREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 6S6545 — 687310.