Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 17
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 17 viðfang okkar er að reyna að meta hvert gagn, ef eitthvert, megi hafa af þolþjálfun til að vernda gegn þeim lífeðlis- og efnafræðilegu breytingum sem leiða til hjarta- og æðasjúkdóma. Um viðgeröaráhrif þolþjálfunar Vart mun rísa ágreiningur um að minnkun einhverra eða allra þeirra áhættuþátta sem ræddir hafa verið hér að ofan auki fremur en hitt lífslíkur þeirra sem þegar hafa fengið hjartaáfall. Engin glögg mörk verða því dregin milli meintra verndandi og viðgerðar- áhrifa þolþjálfunar. Þessi kafla- og áhersluskipting ræðst því fremur af hagnýtum en fræði- legum sjónarmiðum. Stærð hjartans Hjörtu stækka við þolþjálfun. Vinstri slegill víkkar, þ.e. rúmmál hans vex, veggir þykkna og vöðva- massi vex. Gera verður glöggan greinarmun á þannig stækkun hjarta sem er af hinu góða og stækkun án aukningar á vöðva- massa. Þá er blóðmagn í sleglum við lok samdráttar aukið og ráðið er frá þolþjálfun sbr. bls. 17 (4,6.) í greininni hér á eftir. Þessu er öfugt farið í „íþróttamanns- hjarta“. Þar er tæming slegla bætt og slagmagn því aukið meira en sem svarar rúmtaksaukningu slegla. Aukinn samdráttarkraftur og þar af leiðandi aukið slagmagn kemur kransæðasjúklingum til góða beint og óbeint eins og vikið verður að hér á eftir. Tíðni hjartsláttar Við höfum áður bent á að íþróttamenn sem stunda þolþjálf- un hafa hægari hjartslátt í hvíld en almennt gerist (6). Þolþjálfun hefur einnig æskileg áhrif á hvíld- arpúls kransæðasjúklinga. Ekki er vitað með vissu hvernig þolþjálfun hægir hjartsláttinn í hvíld en til- gátur um minnkaða rafvirkni adrenegra og aukna virkni koli- negra tauga njóta vinsælda (40). Ekki skiptir þó meginmáli hvor tilgátan verður ofan á heldur hitt að neikvæð fylgni er milli hjart- sláttartíðni, í hvíld og slagmagns, þ.e. því lægri tíðni þeim mun stærra slagmagn. Útfall hjarta, sem er margfeldi slagmagns og hjartsláttartíðni getur því haldist óbreytt þrátt fyrir lækkaða tíðni. Þetta þýðir í raun að eftir þol- þjálfun getur hjarta kransæða- sjúklings dælt sama magni blóðs með minni tilkostnaði. Þetta þarfnast skýringar. 1 hvert skipti sem hjartað knýr slagmagnið út í æðakerfið verður það að yfirvinna viðnám æðanna, þ.e. framkvæma svokallaða þrýstingsvinnu. Sú vinna krefst súrefnis og því sjaldnar sem hjartað þarf að dæla gegn þessu viðnámi þeim mun minna súrefni notar það, og í þessu tilfelli, til að flytja öðrum vefjum líkamans óbreytt blóð- magn. Kostir þessa fyrir fólk með skert blóð- og súrefnisflæði eru augljósir. Slagmagn Nú spyrjið þið eflaust: Hvers vegna vex slagmagnið þótt tíðnin lækki? Við sögðum í kaflanum um stærð hjartans að þolþjálfun yki vöðvamassa og því samdráttar- kraft og tæmingu slegla. Þetta eitt eykur slagmagn, blóðþrýstingur myndi þar af leiðandi hækka og valda viðbragðsbundinni lækkun á hjartsláttartíðni. En, eins og getið var hér að framan, þá má einnig hugsa sér að þolþjálfun lækki hjartsláttartíðni með breytingum á rafvirkni tauga áður en aukning verður á vöðvamassa slegla. Það myndi lengja þann tíma sem slegl- ar hafa til fyllingar og því fyllri sem sleglar verða þeim mun meira tognar á vöðvafrumum þeirra og samdráttarkraftur frumanna vex við óbreytta stærð. Þannig myndi „heimastjórn" eða sjálfsstjórn hjartans stuðla að orkusparnaði. í þessu samhengi er spurningin um hænuna eða eggið ekki afgerandi heldur hitt að þolþjálfun stuðlar að hagkvæmari rekstri hjartans ekki aðeins 1 hvíld heldur líka við stigvaxandi áreynslu. Flestar til- gátur aðrar sem ætlað er að skýra þær breytingar á sambandi slag- magns og tíðni sem hér hafa verið raktar gera einnig ráð fyrir aukn- um samdráttarstyrk hjartans og því betri tæmingu þess í systólu. Þær greinir hins vegar á um orsakirnar. Sumar segja þolþjálf- un hafa áhrif á bláæðar, þ.e. svo- kallaðar rýmdaræðar, í þá veru að auka aðfall og fyllingu slegla í día- stólu. Aðrar að hún auki virkni þess hvata sem færir samdrátt- arpróteinum orku frá ATP. Enn aðrar að þolþjálfun valdi breyt- ingum á bæði styrk og nýtingu óbundins kalsíums í frymi og að þær breytingar séu að baki aukn- um samdráttarstyrk vöðvafrum- anna í hjarta. Eins og áður sagði eiga þær það sameiginlegt að telja aukið útfall meðal orsaka lækk- aðrar tíðni og einnig það að vera ósannaðar án þess þó að vera að okkar mati ósennilegar. Blóðflæði til hjarta- vöðvans: Kransæðar Aukið blóðflæði um hjartavöðv- ann sjálfan er öllum ávinningur og mestur þeim sem líða vegna skerts flæðis. Hvort og hvernig þolþjálfun veldur auknu flæði er hins vegar mjög umdeilt. Þegar við því ræðum hugsanleg áhrif þolþjálfunar á blóðrás hjartans sjálfs, þ.e. á kransæðar, þá er best að skoða slagæðar, háræðar og tengiæðar slagæða (collaterals) hverjar fyrir sig. Slagæðar hjarta í sumum spendýrategundum veldur markviss og langvarandi þjálfun stækkun slagæða (41). Ekki vitum við hvort slagæðar hjartans stækkuðu meira en sem nemur stækkun hjartans sjálfs í þessum dýrum né heldur hvort til- svarandi stækkun verður í mönnum. Háræðar hjarta Rannsóknir á ýmsum beina- grindarvöðvum mannslikamans hafa leitt í ljós að langvinn reglu- bundin þjálfun eykur háræða- fjölda þeirra vöðvafruma sem á er reynt (42). Einnig að nær línulegt samband er milli háræðamagns og þols (43). Þá hafa margar dýratil- raunir sýnt að reglubundin þol- þjálfun (sund, hlaup) eykur hár- æðar í hjörtum tilraunadýra (44,45). Virðist þar um að ræða bæði nýmyndun og opnun ónot- aðra háræða (46). Tvennt vinnst við þetta: 1. Viðnám kransæða minnkar og blóðflæði um þær eykst því við óbreyttan þrýsting og 2. vegna þess að háræðum á einingu yfirborðs fjölgar þ.e. þéttni þeirra eykst. Þá minnkar sú fjarlægð sem 02 þarf að ferðast á áfangastað. Kostir þess jafnt fyrir heilbrigða sem sjúka eru augljósir en við getum ekki fullyrt að svona breytingar verði í hjörtum manna við þolþjálfun. Tengiæðar slagæða í hjarta Þótt smáar séu, eru þessar æðar mjög mikilvægar ekki síst ef fita eða blóðtrefjar loka slagæð eða grein hennar. Eini möguleiki þeirra vöðvafruma, sem eru hand- an stíflunnar, til að fá 02 og nær- ingu er þá gegnum tengiæðar slag- æða og slagæðagreina. Ljóst er að fjöldi og greiðfærni tengiæða get- ur skipt sköpum um vefja- skemmdir af völdum blóðtappa eða æðaþrengsla. Dýratilraunir hafa enn sem komið er ekki gefið einhlít svör við því hvort stuðla megi að vexti eða fjölgun tengiæða með þolþjálfun. í heilbrigðum dýrum virðist svarið vera neitandi (47,48,49), en hafi kransæð í hundum verið lokað með aðgerð þá virðast þeir hundar sem fá þjálfun eftir stífluna hafa fleiri tengiæðar við lok tilraunar en hinir, sem enga líkamsþjálfun hlutu. Rannsóknir á hjartasjúkl- ingum hafa ekki sýnt ótvíræðan mun hvað þetta varðar en verið getur að næmi greiningaraðferða sé ábótavant. Niöurlagsorö Okkur virðist því nokkuð öruggt að mæla með þolþjálfun bæði til Þolþjálfun. verndar og viðgerðar enda þótt orsakatengsl áhættuþátta og æða- kölkunar og tengsl þeirra innbyrð- is séu ekki alltaf þekkt. Þótt deilt sé um flest á þessu sviði sem öðr- um, þá virðist samt enginn ágrein- ingur vera um það að einstakl- ingar með gott þol þoli kransæða- stíflu betur en þeir sem minna mega sín. Þeir þjálfuðu deyja síð- ur, líða færri fylgikvilla og ná sér fyrr (50). Einnig virðist vera sam- komulag um að burtséð frá dauðs- föllum og lifslengd, þá bæti þol- þjálfun líf kransæðasjúklinga á ýmsa vegu, leiði t.d. til fyllra og glaðara lífs. Ásdís Kristjánsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir starfa að endurbæf- ingu bjartasjúklinga á Reykjalundi. Jóhann Axelsson er forstöðumaður Rannsóknastofu HÍ í lífeðlisfræði. HEIMILDIR 1. Fox, S.M. and W.L. Haskell. Population Studles. Can. Med. Ass. J. 1967, 96:806- 811. 2. Froelicher. V., A. Battler and M.D. McKirn- an. Physical activity and coronary heart disease. Cardiology 1980, 65:153-190. 3. Morris, J.N., M.G. Éveritt, R. Pollard, S.P.W. Chave and A.M. Semmence. Vigorous ex- ercise in leisure-time: protection against coronary heart disease. Lancet 1980, 6:1207-1210. 4. Hickey, N. et al. Study of coronary risk factors related to physical activity in 15.171 men. Br. Med. J. 1975, 2:507-509. 5. Fasting, K. Leisure time, physical activity and some indices of mental health. Scand. J. Soc. Med. 1982, Suppl. 29:113-119. 6. Klemola. E. Cardiographic observations of 650 Finnish athletes. Ann. Med. Fenn. 1951, 40:121-132. 7. Lamb, D.R. Physiology of Exercise. 2nd edition. 1984. Macmillan Publ. Co., New York. 8. Pollock. M.L. The quantification of endur- ance training programs. Exercise and Sport Sciences Reviews 1973, 1:155-188. 9. Skinner, J.S. Longevity, general health, and exercice. In Exercise Physiology. Ed. H.B. Falls. Academic Press Inc., New York 1968, pp. 219-238. 10. Laufey Steingrimsdóttir, Guörún Pétursdótt- ir og Jóhann Axelsson. Fituneysla og serum kólesteról barna og unglinga. Ráöstefna um rannsóknir I læknadeild, Reykjavík 1982. 11. Way, A.B., J. Axelsson, G. Pétursdóttir and N. Sigfússon. Comparison of Total Serum Cholesterol in Genetically Comparable Town-dwelling and Farm-dwelling lcelandic Youngsters. 6th International Symposium on Circumpolar Health. Anchorage, Alaska, May 13—18, 1984. 12. McArdle, W.D.F.O., Katch and V.L. Katch. Exercise Physiology: Energy, Nutrition and Human Performance. Lea & Fabiger, Phila- delphia 1981. 13. Oscai, L.B. Obesity. In Encyclopedia of Physical Education, Fitness and Sports: Training, Environment, Nutrition and Fit- ness. Ed. G.A. Stull. Brighton Publishing Co.. Salt Lake City, Utah 1980, pp. 356- 361. 14. Hamborg, B. Obesity and physical activity. Scand. J. Soc. Med. 1982, Suppl. 29:217- 220. 15. Carlson, L. Serum triglycerides as risk fact- or for IDH. 17. Nordic Conference in Clinical Chemistry and Clinical Physiology. Oslo 7. —10. August 1979. Abstract 31. 14. 16. Barr. D.P., E.M. Russ & H.A. Eder. Protein- lipid relationship in human plasma II. In At- herosclerosis and related conditions. Am. J. Med. 1951, 11:480-493. 17. Gofman. J.W. et al. Blood lipids and human atherosclerosis. Circulation 1950, 2:161- 178. 18. Nikkila, E. Atherosclerosis. In Studies on the lipidprotein relationships in normal and pathological sera and the effect of heparin on serum lipoproteins. Scand. J. Clin. Lab. Invest. 1953, 5 (suppl. 8): 76-80. 19. Miller. G.J. & N.E. Miller. Rasma-highdens- ity lipoprotein concentration and develop- ment of ischaemic heart-disease. Lancet 1975, 1:16-19. 20. Miller. N.E. et al. The Tromsö heart-study. Highdensity lipoprotein and coronary heart-disease: A prospective casecontrol study. Lancet 1977, 1:965-970. 21. Wood, P.D. et al. Distribution of plasma lipoproteins in middle-aged male runners. Metabolism 1976. 25:1249-1257. 22. Nikkila, E.A. et al. Lipoprotein lipase act- ivity in adipose tissue and skeletal muscle of runners: Relation to serum lipoproteins. Metabolism 1978, 27:1161-1671. 23. Lehtonen, A. & J. Viikari. Serum triglycer- ides and cholesterol and serum high-density lipoproteins cholesterol in highly physically active men. Acta Med. Scand. 1978 104:111-114. 24. Thorland, W.G. and T.B. Gilliam. Comparis- on of serum lipids between habitually high and low active preadolescent males. Medi- cine and Science in Sports and Exercise 1981, 13:316-321. 25. Holloszy, J.O. et al. Effects of a six month program of endurance exercise on the ser- um lipids of middle-aged men. Am. J. Card- iol. 1964, 14:753-760. 26. Campell, D.E. Influence of several phy- sical activites on serum cholesterol concen- trations in young men. J. Lipid Res. 1965, 6:478-480. 27. Altekruse. E.B. & J.H. Wilmore. Changes in blood chemistries following a controlled ex- ercise program. J. Occ. Med. 1973, 15:110-113. 28. Lopez-S. A. et al. Effect of exercise and physical fitness on serum lipids and lipo- proteins. Atherosclerosis 1974, 20:1-9. 29. Leon, A.S. et al. Exercise effects on body composition, work capacity and carbohy- drate and lipid metabolism of young obese men. Abstr. med. Sdi. Sports 1977, 9:60. 30. Ratliff, R.. C. Elliott & Rubenstein. Rasma lipid and lipoprotein changes with chronic training. Abstr. med. Sci. Sports 1978, 10:55. 31. Roundy, E.S., G.A. Fisher & S. Anderson. Effect of exercise on serum lipids and lipo- proteins. Abstr. med. Sci. Sports 1978, 10:55. 32. Lewis, B. Effects of diets and drugs. In High density lipoproteins and atherosclerosis. Eds. Gotto et al. Elsevier, North Holland Biomedical Press 1978, Pp. 143-148. 33. Tipton, C.M., R.D. Matthes. J.A. Maynard and R.A. Carey. The influence of physical activity on ligaments and tendons. Medicine and Science in Sports 1975, 7:165-175. 34. Haskell, W.L., H.L. Taylor, P.D. Wood, H. Schrott and G. Heiss. Strenous physical ac- tivity, treadmill exercice test performance and plasma high-density lipoprotein chole- sterol. The lipid research clinics program prevalence study. Circulation 1980, 62 (suppl. IV):53-59. 35. Huttunen, J.K. E. Lansimies, E. Voutilainen. C. Ehnholm. E. Hietanen, I. Penttila, O. Sii- tonen and R. Rauramaa. Effect of moderate physical exercise on serum lipoproteins. A controlled clinical trial with special refer- ence to serum high-density lipoproteins. Circulation 1979, 60:1220-1229. 36. Wood, P.D. and W.L. Haskell. The ef(ect of exercise on plasma high density lipopro- teins. Lipids 1979. 14:417-427. 37. Enger, S.C. et al. High density lipoproteins (HDL) and physical activity: the influence of physical exercise, age and smoking on HDL-cholesterol and the DHL-total choles- terol ratio. Scand. J. Clin. Lab. Invest. 1977. 37:251-255. 38. Gordon, T. et al. High density lipoproteins as a protective factor against coronary heart disease. Am. J. Med. 1977. 62:707- 714. 39. Hjermann. I. The effect of dietary changes on high density lipoprotein cholesterol. Am. J. Med. 1979. 66:105-109. 40. Ekblom, B., A. Kilbon & J. Soltysiak. Physi- cal training. Bratíycardia and autonomic nervous system. Scand. J. CHn. Lab. Invest. 1973, 32:249-256. 41. Caizzo. V.J. & C.R. Kyle. The effect of ex- ternal loading upon power output in stair climblng. Eur. J. Appl. Physiol. 1980. 44:217-222. 42. Strömme, S.B. and F. Ingjer. The Effect of regular Physical Training on the Cardiovas- cular System. Scand. J. Soc. Med. 1982. Suppt. 29:37-45. 43. Ingjer, F. Maximal aerobic power related to the capillary supply of the quadriceps femo- ris muscle in man. Acta Physiol. Scand. 1978. 104:238-240. 44. Clausen, J.P. Effect of physicla training on i cardiovascular adjustment to exercise in man. Physiol. Rev 1977. 57:779-815. i 45. Scheur, J. & C.M. Tipton. Cardiovascular adaptions to physical training. Ann. Rev. Physiol. 1977. 39:221-251. 46. Ljungqvist, A. & G. Unge. Capillary prolifer- ative activity in myocardium and skeletal muscle of exercised rats. J. Appl. Physiol. 1977. 43:306-307. 47. Cohen, M.V. et al. Effect of exercise on collateral development in dogs with normal coronary arteries. J. Appl. Physiol. 1978. 45:797-805. 48. Sanders, M. et al. Effects of endurance ex- ercise on coronary collateral blood flow in miniature swine. Am. J. Physiol. 1978. 234:H614-H619. 49. Scheel, K., L.A. Ingram & J.L. Wilson. Ef- fects of exercise on the coronary and colla- teral vasculature of beagles with and with- out coronary occlusion. 50. Benestad, A.M. Physical activity and car- diovascular disease. Scand. J. Soc. Med. 1982. Suppl. 29:179-183. aftur þegar hún telur að hún vilji helzt vera hjá honum. Og skilja síðan. Og hún ætlar að verða sterka frjálsa sjálfstæða konan sem berst fyrir börnum sínum og með listina á lofti. Æ, þetta er allt dálítið einfeldnislegt og eiginlega fátt nýtt. Stíll Deu Trier sem var svo undur einlægur í Vetrarbörn- um, er einlægur hér líka. Munur- inn er bara sá að nú er höfundur að keppast við að vera einlæg, svo að úr verður tilgerð. Þessi bók hefði verið eftirtektarverð fyrir tuttugu árum, jafnvel ágæt fyrir tíu árum. En nær ekki þeim áhrif- um nú sem væntanlega er stefnt að. Morgungjöfin eftir Deu Trier Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Dea Trier Mörch: Morgengaven, skáldsaga. Útg. Vinrose 1984. Skreytingar eftir höfundinn. Dea Trier Mörch er vel kunnur höfundur hérlendis; margir þekkja bók hennar Vetrarbörn, sem var gefin út í íslenzkri þýð- ingu og vakti athygli. Síðan hefur hún sent frá sér nokkrar bækur, sem ekki hafa þó vakið neina ámóta athygli og Vetrarbörn, sú bók kom á snjöllum tíma og fjall- aði á heldur nýstárlegan hátt um gamalkunnugt efni. Og náði að höfða til lesenda fyrir ferskleika og einlægni. í Morgungjöfinni segir frá ást- inni — ekki frumlegt efni það, en jafnan fýsilegt efni. Signe og Jackob verða ÁSTFANGIN og upplifa þetta gamla ævintýri, sem verður nýtt elskendum hverju sinni. Þau geta ekki án hvors ann- ars verið og þar sem Jacob er því miður giftur í-byrjun bókar, skilurv hann snarle'ga við konu sína. Þetta eitt og út af fyrir sig varð mis- lukkað í meðförum Deu Trier; nýfráskilinn maður er ekki í því tilfinningalega standi að geta metið hvaða gildi nýtt samband muni hafa. Að minnsta kosti ekki alveg í hvelli. En Signe og Jacob gifta sig og fara að búa. Þau fást bæði við keramik og sem líður á bókina verður það raunar Signe sem nær langtum meiri árangri og orðstír á því sviði en Jacob. Ásamt með öðru verður það til að skapa óáþreifanlega — í fyrstu — togstreitu milli þeirra. Þau eignast fjögur börn á fáein- um árum og það setur sitt svipmót á sambúðina eins og geta má nærri. Samt eru bæði ánægð með börnin og það verður ekki vart við það svo að sannfærandi sé að þau eigi í nokkrum teljandi peninga- vandræðum. En þegar Signe nálg- ast fertugt fer hún svo allt í einu, að verða Jacobi fráhverf í rúminu. Og allt mögulegt og ómögulegt í fari hans veldur henni ama og óþægindum og leiðindum og fýlu. Hann fer svo rækilega í taugarnar á henni, og hún reynir ekki að dylja hug sinn. Mesta furða hvað Jacob er þolinmóður. Eftir tilgerð- arlegar samræður og sjálfsskoð- anir flytja þau sundur. svo.að hún geti fundið sig aftur. 0« saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.