Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 UTVARP / S JON VARP Um daginn og ... Ætli við yrðum ekki bráðlega eins og blindir kettlingar, ef stjórnvöld réðu alfarið allri upplýsingamiðlun í samfélaginu? Þessi spurning leitaði ákaft á huga minn á mánudaginn, af þeirri ástæðu að þann dag kom fram ákaflega gagnleg gagnrýni á stjórnvöld og löggjafann í ríkis- fjölmiðlunum. I fyrsta lagi í þætt- inum Um daginn og veginn, en þar gagnrýndi Ólafur Stephensen hin nýju útvarpslög sem hann taldi ekki koma nægilega vel til móts við breyttar aðstæður í heimi fjar- skipta. Minntist hann sérstaklega á þann vanda er kapalsjónvarpi er búinn; njóti það ekki sömu rétt- inda varðandi auglýsingadreifingu og „ljósvakastöðvar". Gat Ólafur þess að dýrt væri að koma á kap- alsjónvarpi og að slíkar stöðvar gætu ekki boðið uppá nema ódýrt aðkeypt afþreyingarefni og nyti ekki ágóða af auglýsingum. Fleiri gagnlegar ábendingar í svipuðum dúr komu frá Ólafi Stephensen sem of langt er upp að telja, en Alþingi hlýtur að fagna öllum slíkum athugasemdum frá hinum almenna borgara. Nauðsynlegt aðhald í annan stað kom fram þörf áminning í sjónvarpsfréttum á hendur heilbrigðisyfirvöldum, læknum og apótekurum. 1 smá- frétt af tveimur læknum er tóku sig til og gerðu könnun á verðmun á sambærilegum álíka notadrjúg- um lyfjum. Kom í ljós að það mun- ar oft allt að 50% á lyfjum fram- leiddum innanlands og hliðstæð- um meðulum frá stóru alþjóðlegu lyfjaverksmiðjunum. Já, það græða svo sannarlega margir á krankleika samborgaranna, ekki bara þeir sem flytja inn lyf og selja þau, heldur og þeir er selja sjúkratæki til spítalanna. Við slíku er ekkert að segja svo fremi sem gætt er hagkvæmni í innkaup- um. Hafi læknarnir tveir þökk fyrir þarft framtak, er markar vonandi upphaf að frekari könnun á innkaupum þeirra er starfa inn- an heilbrigðisgeirans. Nýhús Sá verðmunur er kom fram í lyfjakönnun læknanna tveggja leiddi hugann ennfremur að um- ræðum ríkisfjölmiðlanna á mánu- daginn var um húsnæðisvandann. Þar kom nefnilega fram að senni- lega er hægt að byggja mun ódýr- ara á íslandi en nú er gert. Þannig byggir Byggung sínar fjölmörgu íbúðir á allt að 50% lægra verði en almennt gerist. Er ekki þjóðhags- lega hagkvæmt að veita fjármagni til þeirra fyrirtækja er beita sér þannig fyrir lækkun byggingar- kostnaðar? En Byggung er ekki eitt um hituna. Ég vil nefna annað fyrirtæki sem beitir sér fyrir þróun einingahúsa og hefir í því skyni meðal annars efnt til sam- keppni meðal arkitekta um grundvallareiningakcrfi er gæti með tímanum valdið hér byltingu í raðsmíði húsa. Þetta fyrirtæki nefnist Nýhús hf. og er hlutafélag fimm einingahúsaverksmiðja. Það er nærtækur, raunhæfur mögu- leiki í sókninni til bættra lífskjara að styrkja slík fyrirtæki sem Ný- hús hf. og Byggung, því þau beita fyrir sig tækni og hönnun er skilar húsbyggjendum vandaðri og mun ódýrari húsum en við gátum vænst fyrir nokkrum árum. Þetta þýðir aftur að lán Húsnæðisstofn- unar nýtast betur og hjónaskiln- uðum, sjálfsmorðum og sálsýkis- tilfellum fækkar, er aftur léttir á heilbrigðiskerfinu. Þannig léttir tæknin okkur lífið ef rétt er að staðið. Ólafur M. Jóhannesson Óskar Gíslason ljósmyndari — síöari hluti ■■■■ í kvöld kl. 21.12 0015 verður sýndur síðari hluti myndar um Óskar Gísla- son Ijósmyndara úr Safni sjónvarpsins sem Erlend- ur Sveinsson og Andrés Indriöason unnu. Óskar er sem kunnugt er einn af brautryðjend- um íslenskrar kvik- myndagerðar. Óskar fæddist í Reykjavík árið 1901. Hann nam fyrst ljósmyndun hér heima en lauk prófi í þeirri iðn í Kaupmannahöfn árið 1921. Hann stofnaði eigin Óskar Gíslason að störfum. ljósmyndastofu hér og veitti m.a. forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjón- varpsins. Óskar hefur starfað að kvikmyndagerð frá 1940. Fyrsta kvikmyndin sem hann sýndi opinberlega var Lýðveldishátíðar- myndin sem sýnd var þremur dögum eftir há- tíðina. Aðrar kunnustu myndir hans eru: Síðasti bærinn í dalnum; Björg- unarafrekið við Látra- bjarg; Reykjavíkurævin- týri Bakkabræðra; Ágirnd og Nýtt hlutverk. í fyrri þættinum var fjallað um upphaf kvik- myndagerðar Óskars og sýndir kaflar úr nokkrum myndum sem hann gerði á árunum 1945 til 1951. í kvöld verður svo fjallað um leiknar kvikmyndir sem Óskar gerði á árun- um 1951 til 1959, sýndir verða kaflar úr þeim og rætt við Óskar og nokkra samstarfsmenn hans. Tónlistar- kross- gátan Hér birtist tónlistar- krossgáta rásar 2 númer 20. Þáttur Jóns Gröndal er á sunnudaginn 24. febrúar kl. 15 og gefst þá hlustendum tækifæri til að svara einföldum spurn- ingum um tónlist og tón- listarmenn og ráða kross- gátuna um leið. Lausnir sendist til: Kíkisútvarpsins rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Keykja- vík, merkt Tónlistarkross- gátan. John Blackthorne og hin fagra Yoko Shimada. Herstjórinn 21 ■■ Annar þáttur 20 bandaríska — framhalds- myndaflokksins Herstjór- inn, er á dagskrá sjón- varps í kvöld kl. 21.20. Myndaflokkurinn er gerð- ur eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clavell. I fyrsta þætti gerðist þetta helst: Hollenskt kaupfar ferst við Jap- ansstrendur árið 1958. Stýrimaðurinn John Blackthorne, sem leikinn er af Richard Chamber- lain, kemst af ásamt öðr- um af áhöfninni. En þeirra bíður ekkert sæld- arlíf í landi. Innfæddir eru afar ófriðsamir og hafa horn í síðu „sjóræn- ingjanna". Ahöfnin er hneppt í dýflissu og sætir þar illri meðferð. Á þessum tímum drottna Portúgalir yfir úthöfunum og eiga ítök í Japan þar sem fimm höfð- ingjar deila með sé völd- um og ríkjum. Einn þeirra, Toranga, hefur ör- lög Blackthornes í hendi sér og hótar öllu illu, verði hann ekki að vilja hans. Áhafnarmeðlimir eru algerlega mállausir á jap- anska tungu sem skiljan- legt er og eiga því í stök- ustu vandræðum með að koma sínu á framfæri. Ekki bætir úr skák að eini enskumælandi maðurinn í grendinni er grimmlyndið sjálft uppmálað og er auk þess hliðhollur hinum grimma Toranga. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Erlendur J6- hannsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Pípuhattur galdramanns- ins" eftir Tove Jansson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les þýöingu Steinunnar Briem (5). 9Æ0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Dr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússoar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krisíjánsdóttir. 13JO „The Tattoo”, „All Stars", Miriam Makeba o.fl. syngja og leika. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndis Vlg- lundsdóttir les þýðingu slna (10). 14.30 Miðdegistónleikar. Part- ita polonoise I A-dúr eftir George Philipp Telemann. Narciso Vepes og Godelieve Monden leika á gltar. 14.45 Popphólfið. — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist. a. Fiðlusónata eftir Fjölni Stefánsson. Rut Ingólfsdóttir og Glsli Magnússon leika. b. Klarinettusónata eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Egill Jónsson og Ólafur Vign- ir Albertsson leika. /k c. „Torrek" eftir Hauk Tóm- asson. Islenska hljómsveitin leikur; Guðmundur Emilsson stjórnar. d. „Hymni" eftír Snorra Sig- fús Birgisson. Nýja strengja- sveitin leikur; höfundur stjórnar. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Horft i strauminn með Auði Guðjónsdóttur (RÚVAK). 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Hannesar J. Magn- ússonar (3). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur f um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Orgeltónlist Martin GOnther Förstemann leikur á orgel Selfosskirkju. a. „Refsa mér ei f reiði þinni”, sálmfantasla op. 40 nr. 2 eftir Max Reger. b. Prelúdla og fúga I A-dúr eftir Johann Sebastian Bach. c. „Nú geng ég fyrir þinn há- sætisstól", sálmforleikur eftir Johann Sebastian Bach. 21.30 Að tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. SJÓNVARP 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Vlhló, indlánasaga. Sögu- maöur Bryndis Vlglunds- dóttir. Tobba, Litli sjóræn- inginn og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.50 Kraftaverk með tölvum Bresk fréttamynd um tölvur sem geta gert blindum og fötluðum llfið léttara. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21Æ0 Herstjórinn Annar þáttur. MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clav- ell. Leikstjóri Jerry London. Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Efni fyrsta þáttar: Arið 1598 verður John Blackthorne stýrimaður skipreika við Jap- ansstrendur ásamt áhöfn sinni. Þeir eru hnepptir I dý- flissu og sæta illri meðferð. A þessum tlmum drottna Portúgalir yfir úthöfunum og eiga Itök I Japan þar sem höfðingjar berjast um völdin. Einn þeírra, Toranaga, hefur örlög Blackthornes I hendi sér. Þýðandi Jón D. Edwald. 22.15 Óskar Glslason Ijós- myndari — slðari hluti Fjallað er um leiknar kvik- myndir sem Óskar Gislason gerði á árunum 1951 — 1959, sýndir kaflar úr þeim og rætt við Óskar og nokkra samstarfsmenn hans. Höfundar: Erlendur Sveins- son og Andrés Indriðason. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. 22.00 Lestur Passiusálma (15). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tímamót. Þáttur I tali og tónum. Umsjón: Arni Gunn- arsson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjðrnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eöa samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns dóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.