Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 17 Martian Berkofsky við píanóið. Franz Tónlist Jón Ásgeirsson Píanósnillingurinn Franz Liszt var í einu orði sagt furðu- legur og svo mjög hefur hann staðið mönnum framar í leik- tækni að enn í dag er hann fárra meðfæri. Á efri árum Liszts voru verk hans mjög sjaldan leikin, nema nokkur af þeim minnihátt- ar og eða vinsælustu og vantaði mikið á að sum veigamestu verk hans fengjust gefin út. Enn í dag skipta óútgefin verk hans tugum en nokkur þeirra hafa þó verið hljóðrituð og þá leikin eftir ljósrituðum eftirgerðum hand- rita tónskáldsins. Það má segja að það standi nokkurn veginn á jöfnu hve erfitt er að leika heila tónleika, aðeins með verkum eft- ir Liszt, og að reisa tónlistarhöll, en tónleikar Martins Berkofsky í Þjóðleikhúsinu sl. mánudag voru helgaðir þessu verkefni. Martin Berkofsky er feikna mikill „tekniker" og auk þess hefur leikur hans ótrúlega spennuvídd, allt frá veikasta og hægferðug- asta til þrumandi ofsa er á stundum nær því marki að vart verði haminn. Það eina, sem vantar á að leikur hans verði meiriháttar lífsreynsla þeim er hlýðir máli hans, er mun kraftminni hægri hendi er á slær skugga, af ævintýralegri vinstrihandar tækni. Efnisskrá- in var samansett af sjö píanó- verkum eftir Liszt. Tvær Ung- verskar rapsódíur, nr. níu, sem undirritaður man ekki til að hafa heyrt leikna fyrr og nr. tólf, eina æfingu, nr. 11 úr „Yfirskil- vitlegu" æfingunum og Un Sosp- Liszt iro, þeirri þriðju úr konsert- æfingunum, sem gefnar voru út 1849. Eftir hlé lék Berkofsky „Gleymda valsinn", Waldes- rauschen-æfinguna og lauk tón- leikunum með „Dante“-sónöt- unni. í Des-dúr æfingunni, Un Sospiro, átti Berkofsky í erfið- leikum með laglínuna. Það var eins og nóturnar á píanóinu vildu ekki svara mjúkum áslætti píanóleikarans. Tvö fyrstu verkin eftir hlé eru meðal vin- sælustu verka Liszts, en síðasta verkið, „Dante“-sónatan, er glæsilegt verk og feikna erfitt í flutningi. í þessu verki birtist andi rómantíkurinnar, þar sem listamaðurinn tekur sér stöðu frammi fyrir þeirri mynd er maðurinn hafði skapað úr and- stæðum lífs og dauða, trú og tor- tímingu og til að standast þau feikn er við blöstu þurftu menn á öllu sínu að halda. Átökin hefj- ast á „trítónus“-tónbili, sem einnig er nefnt „Diabolus in Musica" (djöfull í tónlist). Síðar í verkinu breytist þessi stækk- aða ferund í hreina ferund og síðar í fimmund. Þessi tónbila- skipti voru ekki tilviljun heldur full merkingar hjá þeim er töldu sig skilja í tónlistinni æðri skila- boð. Vera má að vítismynd Dantes sé orðin framandi nú- timafólki og menn skilji ekki þau tákn, sem þar er fjallað um, og til þess að koma þeim skila- boðum til manna nú til dags, þurfti að tilreiða þau í „speisuð- um“ hljóðramma. Hvað sem þessu líður voru tónleikar Ber- kofskys stórbrotnir, þó rétt að- eins vantaði punktinn yfir i-ið til að gera þá jafn hrikalega og hæfir Franz Liszt. Fólk villtist á leið til Galtarvita Bolungftrvík, 18. Tebrúar. Um kl. 22.00 síðastliðinn laugardag var björgunarsveit Slysavarnafélagsins hér í Bolungarvík knlluð út til aðstoðar fólki, sem lagt hafði upp frá Syðridal á tveimur snjósleðum um kl. 19.00 og ætlaði sér yfir á Galtarvita, en þangað er um 20—30 mínútna akstur á snjósleða. Þegar upp á fjallið var komið var skyggni slæmt og tókst ekki betur til en svo, að ferðalangar villtust á fjallinu og eftir að hafa reynt að finna rétta leið i um tvo tíma, ákváðu þelr að stoppa og kalla eftir aðstoð. Þeir höfðu haft með sér mjög góða talstöð, sem nú kom að góðu gagni. I hópnum voru tveir barn. Að sögn Jóns Guðbjartssonar, formanns björgunarsveitarinnar hér í Bolungarvik, voru ferðalang- arnir óvenju vel útbúnir þar sem þeir höfðu bæði áttavita og mjög góða talstöð, sem Jón sagði að virtist oft skorta i ferðir sem þess- ar. Þetta auðveldaði mjög alla að- stoð við þau, þar sem tvennt hjálp- aðist að. Þau gera það eina rétta að stoppa og búa um sig þar sem þau voru komin og geta allan tím- ann verið i talstöðvarsambandi við Ísafjarðarradíó og togara sem var þarna skammt út af og gátu karlmenn, kona og fimm ára gamalt því björgunarsveitarmenn alltaf verið í sambandi við þau. Strax og hjálparbeiðni barst fóru björgunarsveitarmenn upp á fjallið Gölt, þar sem þeir fundu fólkið fljótlega fremst á fjallinu, allnokkuð úr leið. Það var siðan rétt fyrir klukkan eitt eftir mið- nætti sem hjálparsveitarmenn komu með ferðalangana hingað til Bolungarvíkur og var fólkið vel á sig komið að öðru leyti en þvi að barninu var orðið nokkuð kalt, en jafnaði sig óðar við góða aðhlynn- ingu björgungarsveitarmanna. Gunnar Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup: Fögur þakkarfórn Vegleg kirkjuhátíð var í Kefla- vík á sunnudaginn var, þegar söfn- uðurinn minntist 70 ára afmælis kirkju sinnar. í hófi að lokinni fjöl- sóttri messu kynnti sóknarprestur- inn, séra Ólafur Oddur Jónsson, efni bréfs þess, er hér fer á eftir og hann síðan afhenti mér undirrituð- um ásamt þeirri gjöf í orgelsjóð Hallgrímskirkju, sem þar er skýrt frá. Bréfið, dags. 17. febrúar, hljóðar þannig: „Dæmisagan um verkamenn í víngarði, sem er að finna í 20. kafla Mattheusarguðspjalls, hefur leitað á huga minn undanfarna daga í tilefni af 70 ára vígsluafmæli Kefla- víkurkirkju. Ég hef haft á til- finningunni að við, sem nú störfum við Keflavíkur- kirkju, höfum hlotið sömu umbun og þeir, sem hafa bor- ið hita og þunga dagsins. í dag leitar hugurinn í hljóðri þökk til þeirra fjölmörgu, sem lögðu hönd á plóginn. Minnug þess að Keflavíkur- kirkja hefur þegið mikið í arf, bæði veglegar gjafir og starf ötulla verkamanna í víngarði Drottins, höfum við hugleitt, á hvern hátt við gætum látið þakklæti safnað- arins í ljós til þeirra allra. Það varð einhugur um það í sóknarnefnd, að það yrði best gert með því að færa orgelsjóði Hallgrímskirkju í Reykjavík gjöf. Suðurnesjamenn minnast þess, að sr. Hallgrímur þjón- aði Hvalnesþingum í 6 ár, og öll vitum við, hve mikið hann gaf kirkju Krists á Islandi. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Gjöfin er táknrænn þakklæt- isvottur fyrir þá velgjörn- inga, sem ekki er í mannlegu valdi að veita umbun fyrir. Um leið og hugurinn leitar þannig í hljóðri þökk til genginna kynslóða viljum við leggja lóð á vogarskálar fyrir hinar komandi, fuliviss þess að fyrirheit Guðs verða að veruleika með hans hjálp. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, er einn þeirra manna, sem fylgt hafa þessu máli eftir. Ég bið hann að veita viðtöku 70.000 kr., sem er gjöf Keflavíkurkirkju í orgelsjóð Hallgrímskirkju. Fyrir hönd Keflavík- ursafnaðar, Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur. Mér varð tregt um mál, þegar ég tók við þessari gjöf. Að vísu hef ég um árabil reynt Keflvík- inga að góðu, bæði þá mætu presta, sem þeim hafa þjónað og aðra ötula og gegna forustu- menn í safnaðarmálum. Hin sjö- tuga kirkja þeirra hefur alla tíð notið mikillar alúðar og fórn- fúsra handa. En ekki gat mér til hugar komið, að söfnuðurinn beindi þakkarhug sínum í þessa átt á þessari stóru minningar- hátíð sinni. Svo víðsýnt veglyndi er fágætt. Söfnunin til kaupa á hæfilegu orgeli handa Hall- grímskirkju gengur undir kjör- orðinu „seðill í orgelsjóð". Var miðað við það, að hver einstakur velunnari málsins legði fram þúsund króna seðil. Fjölmargar gjafir hafa numið stórum hærri upphæð. Keflavíkursöfnuður gefur seðil fyrir hvert ár, sem liðið er síðan kirkjan hans var vígt. Á þann fagra hátt minnist hann þakkarskuldar sinnar við þá, sem hafa sáð blessun á förn- um vegi þjóðarinnar, og helgrar skyldu við ókomnar kynslóðir. Honum er ljóst, að sú söfnun, sem hann styrkir, er aimennt, kirkjulegt nauðsynjamál, sem þjóöin öll og allir hennar eiga að njóta góðs af. Þetta hlýja og sterka handtak er ómetanleg hvatning og styrk- ur þeirri hugsjón, sem í hlut á. Guð mun Iauna og blessa Kefla- víkursöfnuð. „Já, Yolande Keizer snyrtisérfræðingur frá Stendhal í París verður með kynningu í verslun okkar við Laugaveg á morgun, fimmtudag, milli kl. 1 og 6." VeriÖ velkomin. PARIS Laugavegi 61-63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.