Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐJÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. 'FEBRÚAR 1985 29 Mestu slys í farþegaflugi New York, 19. febrúar. AP. HÉR á eftir fer skrá yfir mestu slys í farþegaflugi: 1. mars 1977: 582 fórust í árekstri tveggja Boeing 747-véla í eigu Pan American og KLM á flugvellinum á Tenerife á Kanarí- eyjum. 2. mars 1974: 346 manns fórust í mesta slysi sem hent hefur eina flugvél, þegar tyrknesk DC-10 hrapaði um 40 km norðaustur af París. 3. 19. ágúst 1980: 301 fórst í nauðlendingu saudi-arabískrar L-1011-þotu á flugvellinum í Riy- adh. Eldur kom upp i lendingunni. 4. 25. maí 1979: 273 fórust, þegar DC-10-þota í eigu American Air- lines hrapaði í flugtaki í Chicago. 5.1. september 1983: 269 manns Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 2 skýjað Amsterdam +12 0 heiðríkt Aþena 7 13 skýjað Barcelona 9 súld Berlín +10 +3 skýjað BrUssel +13 0 heiðríkt Chicago +« 4 skýjað Dublin 3 8 rigning Feneyjar 1 heiðríkt Frankfurt +18 +3 heiðríkt Gent +8 +2 snjókoraa Helsinki +13 +« skýjaö Hong Kong 15 17 skýjaö Jerúsalem 7 14 skýjað Kaupm.höfn +14 « heióríkt Las Palmas 18 skýjað Lissabon S 14 rigning London +3 4 skýjað Los Angeles 15 22 heiðríkt Malaga 18 alskýjaö Mallorka 11 súld Miami 20 23 heiðríkt Montreal +13 +5 heiörikt Moakva +22 +10 skýjað Naw York 3 9 heiðríkt Osló +22 +12 heiðríkt París +8 3 heiðríkt Pekíng +9 +3 skýjað Reykjavik 1 snjóél Rio de Janeiro 21 39 heiðríkt Rómaborg 5 8 skýjað Stokkhólmur +20 +12 skýjað Sydney 17 21 rigning Tókýó 5 9 rígníng Vínarborg +9 3 heiðrlkt Þórshöfn 6 skýjeð fórust, þegar kóresk Boeing 747-farþegaþota var skotin niður, þegar hún flaug inn í sovéska lofthelgi nálægt Sakhalin-eyju. 6. nóvember 1979: 257 manns fórust, þegar nýsjálensk DC-10-þota með farþega á leið til Suðurskautsins rakst á fjall á Suðurskautslandinu. 7. desember 1974:191 fórst, þeg- ar hollensk DC-8-þota í leiguflugi, sem var að flytja indónesíska mú- hameðstrúarmenn heim frá Sau- di-Arabíu, hrapaði á Sri Lanka. 8. ágúst 1975: 188 manns fórust, þegar marokkönsk Boeing-707- leiguvél hrapaði nálægt Agadir í Marokkó. 9. nóvember 1978: 183 fórust, þegar DC-8-leiguflugvél í eigu Flugleiða hrapaði skammt frá Colombo-flugvelli á Sri Lanka. 27. nóvember fórst 181, þegar Boeing-747-þota í eigu spænska flugfélagsins Avianca hrapaði ná- lægt Barajas-flugvelli í Madrid. 11. desember 1981: 180 manns fórust, þegar júgóslavnesk DC-9-þota í leiguflugi rakst á þoku hulið fjall nærri Ajaccio á Korsíku. í þremur stórslysum hafa 176 manns farist í hverju: Sovésk Aeroflot-þota hrapaði nærri Moskvu í október 1972. Trident- þota British Airways og júgó- slavnesk DC-9-þota rákust saman nærri Zagreb í Júgósiavíu 1 sept- ember 1976. Jórdönsk Boeing-707- þota hrapaði á Kano-flugvelli í Nígeríu í janúar 1973. Búlgaría: Flökkuúlfar gera usla Vín, 19. febrúar. AP. FLÖKKUÚLFAR hafa drepið fjölda nautgripa í suðurhluta Búlgaríu. Er þarna um sjaldgæfa og afar grimma úlfategund að ræða og hafa stjórn- völd neyðst til að láta loka af hluta af héraðinu. „Svæðið í kringum Ivailovgrad er bókstaflega iðandi af úlfum,“ segir í frétt frá búlgörsku frétta- stofunni BTA. Eru veiðimenn á þessu svæði í viðbragðsstöðu og skipuleggja herferðir gegn úlfun- um, hvar sem þeir birtast. Oft fylgir úlfunum mikill fjöldi af sjakölum. Hafa 10 úlfar og 10 sjakalar verið drepnir á þessum slóðum frá því um síðustu mán- aðamót. Ólga í Sídon Múhameðskir prestar úr röðum shíta ávarpa útifund í Sídon, sem fram fór í kjölfar mikilla mótmælaaðgerða shíta í borginni á raánudag. Vopnaðir shítar standa vörð uppi á palli ræðumannanna. Útifundur þessi var haldinn til þess að mótmæla því að stjórn Líbanons undir forystu Gemayels forseta, sem er kristinn, tæki að sér stjórn borgarinn- ar, eftir að ísraelsher hélt þaöan á laugardag. Grænland: Sjö læra að veiða rækju í gildrur Grenlandi, 19. febrúar. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. SJÖ manna sendinefnd er farin frá Grænlandi til Bandaríkjanna til þess að læra að veiða rækju f gildrur, eftir því sem frá er sagt í dagblaðinu Grænlandspóstinum. Það er grænlenska heimastjórn- in sem átt hefur frumkvæðið að þessari ferð, og hefur verið haft i huga, að notast megi við fyrr- nefnda veiðiaðferð við Grænland, t.d. á litlum bátum. Og jafnvel geti aðferðin gagnast þeim einstakl- ingum sem veiði á ís. Suður-Afríka: Sex kunnir andstæðingar stjórnarinnar handteknir Jóhannesarborg, 19. febrúar. AP. SEX kunnir forystumenn and- stæðinga aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku voru í dag handtekn- ir ákærðir um landráð samtímis því sem lögregla landsins gerði húsrannsókn á fjölda heimila og skrifstofa í mörgum borgum í dag. Var frá því skýrt af hálfu yfírvalda í Pretóríu, -ð mennirnir sex hefóu veriö handteknir á grundvelli sömu rannsóknar og var undan- fari handtöku átta annarra and- stæóinga stjórnarinnar, sem ákæróir voru á síðasta ári. Eftir þessar aðgerðir lögregl- unnar í Suður-Afríku eru flestir helztu forystumenn Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar svonefndu á bak við lás og slá. Réttarhöld þau, sem fram eiga að fara yfir þessum mönnum, verða vafalítið þau umfangs- mestu sinnar tegundar yfir and- stæðingum stjórnarinnar í heila tvo áratugi. Sameinaða lýðræðisfylkingin var stofnuð í ágúst 1983 og er hún öflugustu stjórnmálasam- tökin í Suður-Afríku, sem heitið hafa því að berjast gegn að- skilnaðasrstefnunni með frið- samlegum hætti. Indland: Uppreisnarmenn felldu 15 manns Nýju Delhí, Indlandi, 19. febrúar. AP. Uppreisnarmenn í héraðinu Naga- land í norðausturhluta Indlands réó- ust í gær á herflutningabíl og drápu 13 hermenn og einn óbreyttan borg- ara nálægt landamærunum við Burma. að því er indverska frétta- stofan UNI sagði í dag, þriðjudag. Róstusamt hefur verið á þessum slóðum. Voru það kommúnískir skæruliðar, sem berjast fyrir sjálfstæði Nagalands, er réðust á herflutningabílinn. Átti atburður- inn sér stað í Urkul-héraði í Man- ipur-ríki, að sögn fréttastofunnar. METSÖLUTÍMARITIÐ Æ M A N N L I F ÞRÁTT FYRIR MJÖG MIKLA SÖLU FÆST SÍÐASTA TÖLUBLAÐ MANNLÍFS ENN Á FLESTUM BÓKA- OG BLAÐSÖLUSTÖÐUM UM ALLT LAND. MEÐAL EFNIS: Opinskátt viötal viö Kristján Jóhannsson óperu- söngvara, þar sem hann segist meöal annars hafa betri rödd en Pavarotti og Placido Dom- ingo. Athyglisverð grein um stéttir á íslandi, stétta- skiptingu og stéttaandstæður hér á landi. Grein um íslenskar konur í áhrifastööum, sagt frá viöhorfum þeirra og viöhorfum karla og kvenna til þeirra og breyttra viöhorfa í þessum efnum. „Þegar í hjónabandið er komið, fellur konan aft- ur inn í kvenhlutverkið og hann inn í karlhlut- verkiö á ný,“ segir Guöbergur Bergsson í ein- stöku og óvenjulegu viðtali. Einnig greinar um bókmenntir, myndlist og leiklist, um stjórnmál, tískuþáttur, fólk í fréttum, um vanda sjávarútvegsins, um geöræn vandamál og margt fleira. MANNLÍF er ekkert venjulegt tímaritl Áskriftarsími: 91-687474 TIMARITIÐ MANNLIF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.