Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 30
30 MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Afkvæmi hrúts og geitar Einstæð kynblöndun f Noregi Osló, 19. febrúar. Frá FréttanUra Morgiin- blaósins, Jan Erik Lauré. SAMKVÆMT öllum kennslubókum á þaö að vera útilokað. Bóndi einn í Noregi fullyrðir samt, að á bæ sínum hafi fæðst afkvæmi geitar og hrúts. Dýrið lítur út eins og geit en hefur lambsull um skrokkinn og dindil eins og lamb. Sérfræðingar hyggjast nú rannsaka litninga þessa „dularfulla dýrs“. Arvid Nergaard bónda brá heldur betur í brún dag einn í síðustu viku er hann gekk út í fjós til þess að líta eftir skepnum sínum. Ein af geitunum var í þann mund að bera, en þegar af- kvæmið var fætt, var það afar undarlegt útlits. Það hafði lamb- sull og dindil eins og lamb, en var að öðru leyti eins og kiðling- ur. Skömmu síðar ól geitin ann- að afkvæmi, sem var alveg eins og hið fyrra. „Ég skil þetta ekki. Ég hef fengizt við geitabúskap í mörg ár, en aldrei séð neitt þessu líkt,“ er haft eftir Arvid Nergaard bónda. „Bæði afkvæmin líta út eins og geit, en sökum þess að þau eru þakin kindarull hlýtur hér að vera um blöndun að ræða. Ég minnist þess að hrútur einn var hafður hér í húsi eina nótt. Hann hlýtur að hafa snúið sér að geitunum. Kynblöndun á kindum og geitum á víst að vera útilok- uð, en ég held samt, að þessum hrúti hafi tekizt hún,“ sagði Nergaard ennfremur. „Hafi þarna átt sér stað þessi kynblöndun, þá er það heims- frétt," var í dag haft eftir einum kennara landbúnaðarháskólans í Noregi. „Mér er kunnugt um, að það hefur verið reynt að koma á kynblöndun milli sauðfjár og geita við ýmsar tilraunastofnan- ir, en mér vitanlega hefur hún hvergi tekizt." Arvid Nergaard bóndi með kiðlinginn, sem geitin bar. Hann hefur ull sem lamb og lambsdindil. Launsonur Hitlers látinn? Maðurinn, sem hér birtist mynd af, hét Jean Marie Loret, en hann lést eftir hjartabilun um síðustu helgi á heimiii sínu í St. Qentin í Frakklandi. Loret, sem var 66 ára er hann lést, var af mörgum talinn launsonur Adolfs Hitler. Loret fæddist árið 1918, en fyrir 38 árum sagði móðir hans honum að faðir hans hefði verið þýskur undirliðþjálfi að nafni Adolf Hitler, sem hún hefði kynnst meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir. Breska læknaráðið: Stúlkur yngri en 16 ára fái ekki pilluna — nema foreldrar samþykki Lundúnum, AP. BKESKA læknaráðið, sem fer með siðamál lækna, beindi þeim til- mælum til þeirra í gær, aö útvega ekki stúlkum, sem eru yngri en 16 Persaflói: Iranir ráð- ast á skip Manama, Bahrain, 19. febrúar. AP. *■ ORRUSTUÞOTUR, líklega íransk- ar, réðust í morgun á tvö skip norður af Abu Dhabi í Persaflóa með eld- flaugnahríð og kúlnaregni að sögn sjóbjörgunarmanna í Manama. Annað skipanna er skráð í Kuwait en hitt í Suður-Kóreu. Kviknaði í því fyrrnefnda og er haft eftir heimildum, að einn mað- ur úr áhöfninni hafi farist. Björg- unarmönnum frá Bahrain og Dubai tókst að slökkva eldana og hefur skipið nú verið dregið til Dubai. Minni skemmdir urðu á suður-kóreska skipinu, sem einnig hélt til Dubai til viðgerðar. Var það fulllestað olíu frá Saudi- Arabíu. ára, getnaðarvarnarpillur, nema til komi samþykki foreldra þeirra. Ráðið áréttaði, að nauðsynlegt væri að hér eftir sem hingað til ríkti trúnaðarsamband milli lækna og þeirra sem til þeirra leita, og því skyldu læknar ekki skýra foreldrum frá því ef dætur þeirra óskuðu eftir því að fá pill- una, nema með samþykki stúlkn- anna. Hinar nýju leiðbeiningar læknaráðsins eru settar í kjölfar dómsúrskurðar í desember, sem var á þá leið, að ekki skyldi láta unga stúlku fá pilluna, nema með samþykki móður hennar. Aðeins mætti út af því bregða ef dómstóll ályktaði annað eða neyðarástand hefði skapast. í dómnum var ekki að finna skilgreiningu á því hvað telst „neyðarástand" og breska heil- brigðisráðuneytið hefur áfrýjað úrskúrðinum til Iávarðadeildar- innar, sem kveður upp endanleg- an dóm. Er hans að vænta í miðjum aprílmánuði og að hon- um fengnum hyggst breska læknaráðið taka tilmæli sín til endurskoðunar. Breskur uppeldisfrömuður: Einhliða kynlífskennsia hefur dregið kynlífið niður í svaðið London, 18. febrúar. AP. ÞAÐ ætti að gera minna af því að útlista kynlífið í smáatriðum í kynfræðslutímum skólanna en leggja þeim mun roeiri áherslu á ástina og rómantíkina, segir virtur, breskur uppeldisfrömuður. „Dálítið minni líffræði og dá- lítið meiri rómantík yrði til að búa drengi og stúlkur betur und- ir lífið, ástina og hjónabandið," sagði Bryan Thwaites, prófessor og fyrrum rektor háskólans í Westfield. „Aldarfjórðungs áhersla á líffræðilegar hliðar kynlífsins hefur valdið því, að kynslóð eftir kynslóð hefur orðið að leita á náðir fóstureyðinga- stöðvanna, kynsjúkdómadeild- anna og það, sem er verst af öllu, til heilsugæslustöðva þar sem stúlkum er sagt, að þær séu með ólæknandi krabbamein. Læknar segja, að krabbamein í leghálsi, sem einu sinni þekkt- ist bara hjá gömlum konum, sé að verða að faraldri hjá ungum konum vegna þess hve þær byrja kynlífið snemma," sagði Thwait- es í sjónvarpsþætti um ástina og kynlífið. „Stúlkum á aldrinum 14 og 15 ára, sem þurfa að láta eyða fóstri, fjölgar stöðugt, um helm- ing á tíu árum og eru nú ein af hverjum 200. Og nú bætist Aids við.“ Thwaites sagði, að kynfræðsla, sem minntist ekki á tilfinninga- legar hliðar kynlífsins, þá and- legu upplifun, sem fylgir ástinni, drægi kynlífið að lokum niður í svaðið. „Við höfum gleymt því, að til- gangurinn með.kynlífinu og ást- inni er að geta börn og ala þau upp í umhyggjusamri fjölskyldu, fjölskyldu, sem hefur bæði móð- ur og föður. „Eins-foreldris- fjölskyldan“, sem er afleiðing hjónaskilnaðar, er engin fjöl- skylda," sagði Thwaites. Bandaríkin: Fresta aðstoð við Súdan- stjórn Washington. 18. Tebrúar. AP. Bandaríkjastjórn, sem augljós- lega er óánægð með aðgerðir Súd- anstjórnar í efnahagsmálum, hefur frestað greiðslu þess fjár, sem Súd- önum hafði verið ætlað í efnahags- aðstoð. Greindi utanríkisráðu- neytið frá þessu í gær. Efnahagsaðstoðin, sem er upp á 194 milljónir dollara, átti að berast Súdanstjórn seint á síð- asta ári en var frestað vegna þess hve hún hefur lítið aðhafst í þvi að koma á reiðu i efnahagslifinu. Bandaríkjastjórn setur einnig fyrir sig miðaldahugarfarið og mannúðarleysið, sem kom í kjöl- far þess, að íslamskur réttur var leiddur í lög í landinu. í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins sagði þó, að Súdan- stjórn virtist nú vilja taka sig á og myndi það greiða fyrir efna- hagsaðstoðinni. Tekið var skýrt fram, að ekkert lát yrði á hjálp- arstarfinu í Súdan enda ætti það ekkert skylt við efnahagsaðstoð- ina. Kveikt í rútu á Vestur- bakkanum Jerúsalem, 18. febrúar. AP. Grímuklæddir vopnaðir menn stöðvuðu rútu, sem í voru tveir palestínskir verkamenn, á Vest- urbakkanum í morgun, skipuðu ökumönnum og farþegum út úr bifreiðinni og kveiktu síðan í henni. Útvarpið í ísrael sagði að Palestínumennina og bílstjór- ann hefði ekki sakað. Atvikið átti sér stað í þorpinu Adba, 10 km suðvestur af Hebron. Sagði útvarpið þrjá menn hafa verið að verki, en óljóst er hvort þeir voru gyðingar eða Palestínu- menn. í þorpi nærri Ramallah á Vesturbakkanum byggðu pal- estínsk ungmenni vegtálma og reistu fána sinn á stöng til að mótmæla brottvikningu fyrr- um foringja í Fatah, her PLO. Aðgerðum, sem beinast gegn ísraelum, hefur fjölgað á Vest- urbakkanum síðustu vikurnar. V-Þýzkaland: Tvær orrustu- þotur skullu saman í lofti (■Utersloh, V-Þýzkalandi, 19. febrúar. AP. HARRIER-orrustuþota brezka flug- hersins og Starfighter-þota vestur- þýzka flughersins rákust á í lofti 20 km norður af borginni Giitersloh. Gjöreyðilögðust þoturnar, sem voru í lágflugi er þær skullu saman, en tjón varð ekki á jörðu niðri er þoturnar hröpuðu til jarðar. Flugmaður brezku þotunnar beið bana í árekstrinum en aðstoð- arflugmanninum tókst að skjóta sér slösuðum út í fallhlíf. Flug- manni þýzku þotunnar tókst einn- ig að skjóta sér út í fallhlíf og sakaði hann ekki. Starfighter-þotan hafði bæki- stöð í Eggebeck-flugstöðinni, en Harrier-þotan tilheyrði brezkri flugdeild með aðsetur í Giitersloh. Hafa þá samtals 224 Starfighter- orrustuþotur eyðilagst af ýmsum orsökum, en samtals voru 900 þot- ur af þessari gerð smíðaðar og teknar f þjónustu snemma á sjöunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.