Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 37 Hvernig reglu gerðin verður framkvæmd Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi frá Tryggingastofnun ríkis- ins: Með reglugerð nr. 436/1984, sem gildi tók 1. desember sl„ urðu nokkrar breytingar á greiðslum sjúklinga fyrir þjónustu utan sjúkrahúsa. Nauðsynlegt hefur reynst að setja fram skýringar við þessa reglugerð, þannig að hún yrði framkvæmd eins um land allt og hefur verið haft samráð við land- læknisembættið, Tryggingastofn- un ríkisins og Læknafélag íslands um það á hvern hátt reglugerðin verður framkvæmd. 1. Greiðslur sjúkratryggðra til sam- lagslækna. Sjúkratryggðir greiða, eins og verið hefur, fyrstu 75 krónur fyrir hvert viðtal á lækninga- stofu og fyrstu 110 kr. fyrir hverja vitjun læknis til sjúkl- ings, að viðbættum kr. 30 fyrir ferðakostnað. Þetta gjald er óbreytt frá því sem verið hefur. 2. Greiðslur sjúkratryggðra á lyfja- kostnaði Samlagsmaður greiðir fyrstu 120 kr. af lyfjum í Lyfjaverð- skrá I og af innlendum sérlyfj- um, en kr. 240 af lyfjum í Lyfja- verðskrá II. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 50 og kr. 100 fyrir hverja afgreiðslu lyfja, svo sem til er vitnað hér að framan. Með þessu ákvæði eru greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega lækkaðar frá því sem áður var, en þá greiddu þeir helming. 3. Greiðslur sjúkratryggðra á sér- fræðilæknishjálp, rannsóknum og röntgengreiningu. Samlagsmenn skulu greiða kr. 270 fyrir hverja komu til sér- fræðings, fyrir hverja rannsókn á rannsóknastofu eða fyrir hverja röntgengreiningu. Þó má aldrei krefja sjúkling nema um eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir ekki máli hve margar tegundir rannsókna ásamt viðtali er um að ræða. Fari sjúklingur í framhaldi af komu til sérfræðings í aðgerð og svæfingu, greiðir hann eng- an hlut af aðgerðarkostnaði, en greiðir fyrstu 270 kr. af þóknun svæfingalæknis. Sama máli gegnir ef sérfræðingur vísar til annars sérfræðings; þá greiðir sjúklingur að nýju kr. 270. Fyrir þá sérfræðiþjónustu sem hér um ræðir, greiða elli- og ör- orkulífeyrisþegar kr. 100 í hvert skipti, fyrstu 12 aðskilin skipti árlega, en eftir það ekk- ert. Hér eru því greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega lækkaðar frá því sem áður var, því þá greiddu þeir helming kostnað- ar. Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga því, eins og aðrir, að fá kvittun fyrir greiðslum sínum og ef þessir lífeyrisþegar leggja fram kvittanir fyrir 12 greiðsl- um, fá þeir yfirlýsingu sjúkra- samlags um að þeir eigi ekki að greiða fyrir þessa þjónustu út það almanaksár. 4. Á rannsóknastofu eða röntgen- deild þarf sjúklingur aldrei að greiða fyrir einnota vörur eða lyf; sá kostnaður er innifalinn í heildargjaldi. 5. Hjá heimilislækni og sérfræðingi þarf sjúklingur að greiða fyrir einnota vörur, sem notaðar eru vegna sjúklings sjálfs og hann fer með burt með sér, svo sem lyf og umbúðir. Sjúklingur á hins vegar ekki að greiða fyrir einnota vörur sem eru rekstrarvara, svo sem sprautur, nálar, hnífar, pinn- settur, sloppar, lök, hlífðarskór og annað þ.u.l. 6. Á reikningi læknis eða stofnunar, sem krefur samlag um fulla greiðslu, þarf að koma fram frá hvaða lækni eða stofnun sjúkl- ingur kom. St. Jósefsspítali fær leikfangagjöf LIONSKLÚBBURINN Þór gaf ný- lega Barnadeild St. Jósefsspítala leikfangagjöf, þroskaleikfóng til minningar um Harald A. Sigurðsson sem lést á sl. ári. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Alda Halldórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Sæ- björn Guðmundsson Lionsklúbbn- um, Auður Ragnarsdóttir deildar- stjóri barnadeildarinnar, Ragnar Olafsson formaður Lionsklúbbsins Þórs, Þorlákur Guðmundsson, Lionsklúbbnum, Sigrún Þor- valdsdóttir aðstoðardei ldarst j óri barnadeildar, Árni V. Þórsson yf- irlæknir barnadeildar, Þröstur Laxdal barnalæknir, Þuriður Jónsdóttir þroskaþjálfi sem hefur umsjón með leikstofu þeirri er gjöfina hlaut og Gunnar Már Hauksson skrifstofustjóri. Liprír Götusópar Afkastamiklir Danline götusópar af ýmsum stærðum og gerðum. Stórt geymslurými - með eða án vatnsúða og rennusteinsbursta. Auðveld losun. Sterkir og endingargóðir. Hafið samband og fáið allar frekari upplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN LÁGMÚLI5, 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-6852 22 PÓSTHÚLF: 887, 121REYKJA VÍK KRAMHUSIÐ DANS- OG LEIKSMIDJA Bergstaöastræti 9B — Bakhús , 6 vikna námskeið hefst 21. febrúar fcí Innritunarsími 15103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.