Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 43 Konrad Lorenz girnin eykst við það að hrúga skepnum saman á takmörkuðu svæði, sama gildir um manninn. Umhverfísspjöll Lorenz ræðir um eyðileggingu umhverfisins. Þarf ekki að fjöl- yrða um það fyrirbrigði, allir sem augu og eyru hafa sjá og vita hvað er að gerast í lofti, á legi og á láði. Eitrun hafsins, eyðing skóga á víð- lendum svæðum í Evrópu og víðar, mengun loftsins, allt þetta er vel kunnugt, eyðing skóganna í Evr- ópu er þó nýlegt fyrirbrigði, bók Lorenz er frá 1973. Höfundur ræð- ir einnig um afskræmingu borga með byggingum, sem Lorenz telur að eigi ekki skilið að kallast „hús“, þetta séu byggingar gerðar fyrir „nytjafólk“ sbr. hugtakið nytja- dýr. Hann ræðir einnig um verk- smiðjubyggingar, sem eyðileggi næsta umhverfi og útsvíni og telur að kennd fyrir náttúrufegurð og smekklegu umhverfi og bústöðum sé sálræn nauðsyn svo að maður- inn geti haldið sálarlegu og lík- amlegu heilbrigði. Samkeppni, sem leiðir til gjör- nýtingar starfskraftanna og eyði- leggingu umhverfisins er orsök sálrænna truflana, úrkynjunar, sem verður meira og meira áber- andi, eftir því sem lengra líður. Auglýsingaflóðið ber einnig vott um áberandi greindarleka, þetta fyrirbrigði verður mjög átakan- legt þegar hægt er að koma að „vísindalega sönnuðum staðreynd- um“ í auglýsingum um vöru og þjónustu, áberandi dæmi er aug- lýsingamoldviðrið um „örtölvu- byltinguna" og allt fjasið um framtiðar gullöld tölvuvæðingar- innar. Tilfínningadauði Tilfinninga sljóleiki og tilfinn- ingadauði er meðal ískyggilegra einkenna fyrirbrigðisins, „nútíma- mannsins“, sem Lorenz telur að einkennist af áðurnefndri „vulgar- isation" (Julian Huxley). Þessi doði leiðir til stöðugt meiri þarfa fyrir hvatningu og fyllingu, sem leitað er í deyfilyfjum og eiturlyfj- um, sem ganga undir nafninu ró- andi lyf eða örvandi lyf. Þessi einkenni samsamast frá- hvarfinu frá menningararfi geng- inna kynslóða, slitin við fortíðina eru slit við þær mennsku kenndir, sem og mat sem á þeim byggðist og þar með afneitun allra lista sem áttu upphaf sitt í tilfinninga og trúarlífi genginna kynslóða. Lorenz telur að megin ástæða til þessara slita sé upphaflega hin mekaníska heimsmynd sem tekur að glitta í á 17. öld og sem æxlast til þeirrar hugmyndafræði sem fullkomnaðist í atferlissálfræð- inni, kenningunni um manninn sem „tabula rasa“ — óskrifað blað eða túbu sem samfélagsleg nauð- syn eigi að troða í samkvæmt nytjahyggjunni. Þessi kenning hefur fremur öðrum orðið réttlæt- ing margvíslegra kerfa, hún sam- ræmist hugmyndum um jafnan rétt allra manna til þroska, þar sem allir eru fæddir jafnir og hún samræmist frjálsræðishugmynd- um og lýðræðishugmyndum. At- ferlissálfræðin kennir, að við samskonar kringumstæður og áhrif verði allir menn gerðir hver öðrum jafnir og líkir, umhverfið skipti öllu máli. Ef samfélagið er fullkomið, ætti samkvæmt því að vera hægt að gera mannkynið full- komið, þar sem menn fæðast án erfðraeiginleika. Maðurinn er því sem leir í höndum þeirra sam eiga að sjá um stöðlun þess. „Því er ekki að undra, að þeim sem völdin hafa í Sovétríkjunum, Kína og Bandaríkjunum sé þessi kenning mjög þörf.“ Það kemur sér ekki síður vel fyrir sovéska embætt- ismenn en forstjóraveldi fjöl- þjóðahringanna að geta mótað menn samkvæmt þörfum þeirra kerfa og samsteypa sem þeir stjórna. Samkvæmt Wylie er gjör- legt að umskapa manninn til þess hegðunarmáta, sem er samfélag- inu hagkvæmastur (Ph. Wylie: The Magic Animal. N.Y. 1968), og samkvæmt sömu kenningum eru þær lýðræðislegar í fyllsta máta, þar sem allir hafa sama rétt og aðstöðu til áhrifa. En sá hængur er hér á að til þess að lýðræðis- hugmynd atferlisfræðinnar full- komnist, er nauðsynlegt að losa menn undan því sem atferlissál- fræðingar kalla „bölvun einstakl- ingseðlisins", þar þarf að sýna fram á að fegurð, ást, tillitssemi, listir og smekkur séu tálsýnir, sem séu ekki manninum eðlislægar og eigi sér engan stað í gerð manns- ins, sem sé algjörlega skilorðs- bundin umhverfinu, samfélaginu. Hættan af lyginni Lýðræði samkvæmt þessum kenningum verður skrípamynd af lýðræði, þar sem er leitast við að skapa vettvang fyrir siðuð sam- skipti andstæðra skoðana og hags- muna og slíkt lýðræði umhverfist innan tíðar til alræðis þeirra hugmyndafræða sem grundvalla kenningar sínar á atferlissálfræð- inni. „Þessi villa (Irrglaube) er upphafið af þeim dauðasyndum, sem þróaðar þjóðir fremja nú gegn náttúrunni, gegn mennsku eðli og mennsku ... Það hlýtur að hafa hrikalegar afleiðingar þegar hugmyndafræði, sem mótar meira og minna skoðanir og stjórnmála- stefnur er reist á lygum ..." Það er ekki látið við þetta sitja, skólakerfið er byggt á lykilhug- myndum atferlissálfræðinnar, innrætingin hefst þar, innræting afmennskunnar. Höfuð áhersla þessarar innrætingar er að útlista að maðurinn sé eingöngu hópvera, en ekki að hver einn einasti ein- staklingur sé sérstæður og frá- brugðinn öðrum, sé persóna, þótt hann sé jafnframt félagsvera. Kenningar atferlissálfræðinnar stangast einnig á við hugmyndirn- ar um manninn sem félagsveru í siðuðu samfélagi, til þess að vera gildur aðili að mannlegu samfé- lagi er frumskilyrðið þau ein- kenni, sem atferlissálfræðin neit- ar að séu þýðingarmestu einkenni lifandi einstaklings þ.e. tilfinn- ingalífið og tjáning þess. Þess vegna eru rökréttar afleiðingar þessara kenninga þær, að hinir slefandi hundar í búri Pavlows, tilraunarottur Skinners og „menntun dýranna" samkvæmt kenningum Watsons, frumkvöð- ulsins, að maðurinn endi að lokum í búrinu eða á básnum, þar sem kenningin átti sitt upphaf — „fyrir sálina að setja lás — en safna magakeis — og á vel tyrfð- um bundinn bás — baula eftir töðumeis". (Gr. Thomsen.) Síðasta greinin fjallar um kjarnorkuhættuna, sem Lorenz telur fjarri því jafn hættulega og áður umfjallaðar dauðasyndir. Ástæðan er sú að hann hefur þá trú á mannkyninu að enginn nema hálfvitar eða fífl ímyndi sér að hægt sé að sigra í kjarnorkustyrj- öld. Lorenz tengir óttann við kjarnorkuna dómsdagsóttanum, sem blundi í undirvitundinni. Hann virðist álíta að heimska mannkynsins sé enn ekki komin á það stig og fulltrúar þess í gervi landstjórnarmanna séu enn ekki komnir á ystu nöf heimskunnar, eða e.t.v. vonar hann að svo sé. Lorenz vann þessa bók upp úr útvarpsfyrirlestrum, sem vöktu geysilega athygli og því var bókin gefin út 1973. VATVI I V I AI K VAAnA FAIK ÚTSALA 4 dagar eftir Aðalstræti 9. Sími 13577. Klassískt í Arnarhóli í kvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL. NÝJUNG í KONÍAKSSTOFUNNI Eftir ljúffengan kvöldverð er notalegt að setjast í koníaksstofuna og hlusta á klassíska músík. Okkar frábæri Garðar Cortes syngur fyrir gesti okkar. Með ósk um að þið eigið ánægjulega kvöldstund. ARNARHÓLL A horni Hverfisgötu og Ingó/fsstnetis. Bordapantanir i shna 18833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.