Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 45 Hefndarsuðri Steve Martin á mörg óborganleg at- riði í All of Me, gamanmynd Regn- bogans sem miklum vinsældum hef- ur náð vestanhafs. betri en nokkru sinni og Tomlin gerir eins vel við skrýtið hlut- verk og unnt er að ætlast til. Urmull af skemmtilegum auka- persónum koma líka til hjálpar. Þar ber hæst Richard Libertini sem gúrúinn og Dana Elcar sem hinn kvensama yfirmann Mart- ins. All of Me hefur þannig sitt- hvað til síns ágætis. Myndin er dágóð afþreying en fullnægir ekki öllum þeim skilyrðum sem hún sjálf setur sér. Tónabíó: Hefndin — Utu. ☆ ☆ Ný-Sjálensk. 1984. Handrit: Geoff Murphy, Keith Aberdein. Leikstjóri: Geoff Murphy. Aðalhlutverk: Anzar Wallace, Wi Kuki Kaa, Bruno Lawrence, Kelly Johnson. Andfætlingar okkar, Ástralir og Ný-Sjálendingar, eru um þessar mundir meðal þeirra þjóða sem gera hvað athyglis- verðastar kvikmyndir. Ástralir eru reyndar fyrir löngu komnir í fremstu röð á þessu sviði í heim- inum. Ný-Sjálendingar hafa ver- ið lengur, a.m.k. að koma sínum myndum út fyrir landsteinana. Til íslands hafa fáar borist. Ég man í svipinn aðeins eftir tveim- ur sem sýndar voru í sjónvarp- inu. önnur þeirra var fyrsta mynd Geoff Murphy, höfundar Utu. Sú hét Goodbye Pork Pie, ný-sjálensk „road-movie“ um skrykkjótt ferðalag þriggja rót- leysingja um þjóðvegina, frísk- lega gerð og skemmtileg afþrey- ing. Jafnvel útjaskaðar kvik- myndahefðir sem einkum Bandaríkjamenn hafa þvælt sundur og saman geta fengið nýja merkingu í nýju samhengi, öðrum og óplægðum jarðvegi. Utu er einmitt þess háttar mynd. Hún er í eðli sínu vestri, matreidd að hætti og með hrá- efnum Ný-Sjálendinga. Við- fangsefnið er viðureign breskra nýlenduhermanna og ný-sjá- lenskra frumbyggja af ættbálki Maóría á síðari hluta 19. aldar. Utu er hefndarvestri („utu“ merkir „hefnd") um útlagann Te Wheke, sem i upphafi hefur gengið til samvinnu við breska herliðið sem segir sig úr lögum við það þegar Bretar jafna heimaþorp hans við jörðu. Rétt eins og bandaríski indíáninn eða jafnvel íslenski útlaginn Gísli Súrsson segir hann umhverfi sínu stríð á hendur og hyggst fullnægja réttlætinu gegnum hefndina. Sem fyrr, — og það kemst fullvel til skila í endalok- um Utu — fullnægir hefndin engu réttlæti; hún þjónar aðeins málstað ofbeldisdýrkunar. En í sumum kringumstæðum koma menn einfaldlega ekki auga á annan málstað. Þetta mun vera fyrsta myndin sem Ný-Sjálendingar gera um baráttu frumbyggja landsins við hina hvítu herraþjóð, Breta. Ástralíumenn hafa hins vegar gert margar samsvarandi mynd- ir og stundum minnir Utu á eina slíka, The Chant of Jimmy Blacksmith eftir Fred Schepisi sem Háskólabíó sýndi fyrir nokkrum árum. Murphi, leik- stjóri og handritshöfundur, set- ur mörg atriði myndarinnar prýðilega á svið. Hann lendir á hinn bóginn í talsverðu basli með heildarbygginguna. Þar kemur einkum tvennt til. í fyrsta lagi ruglar hann tímaröð meira og minna að óþörfu, og skreytir atriði sarnan svo bratt að samhengi og stígandi glutrast niður. í öðru lagi fá persónurnar, sem eru margar, ekki þá undir- byggingu sem nægir til að gefa þeim einstaklingseinkenni og þar með samúð eða skilning áhorfanda. Margt annað tekst þó ágætlega, eins og lýsingin á kostulegri og framandi kímni- gáfu Maóríanna. Utu er þannig athyglisverð mynd, en gölluð. Vonandi er sýn- ing hennar í Tónabíói (og Tóna- bíó virðist eiga von á ýmsum for- vitnilegum myndum, eins og bandaríska þrillernum Blood Simple sem nú er á döfinni ytra og slatta af frönskum myndum) til marks um það að uppsveiflan í ný-sjálenskri kvikmyndagerð fari að berast hingað. Til dæmis þyrftum við að fá að sjá myndir frægasta leikstjóra Ný-Sjálend- inga, Roger Donaldsons, eins og Smash Place og The Bounty, eða Constance eftir Bruce Morrison sem ég sagði aðeins frá hér í blaðinu á sunnudaginn. Eða Vig- il eftir Vincent Ward sem er nýj- asta og að margra áliti merkasta framlag Nýja-Sjálands til kvikmyndagerðar hingað til. Kvikmyndin „Texas“, París“ frumsýnd HÁSKÓLABÍÓ hefur nú hafið sýn- ingar á mynd Wim Wenders, sém hlaut „gullpálmann" á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í fyrra og nefnist „París, Texas“. Myndin er gerð í samvinnu við enska, franska og þýska aðila og er handritið eftir Sam Shepard. Efni myndarinnar er að einmana göngumaður er á ferð suðvestan til í USA. Hann gengur beint af augum án þess að hirða um um- hverfið og hrægammar gera ráð fyrir að hann verði auðveld bráð er hann hnígur niður i vatns- lausri auðn ... MITSUBISHI nytt yfirbragd itthvaö fyrir alla /elur COLT vegna þess hve han g sportlegur. elur COLT af því hann er svo ót öluverðiö er svo hátt. r colt sökum pess hv'e gangvi gur í snúningum. >eir sammáia um rwm sé vel varíö í Miti Verð frá kr. 375.000,- f Mitsubishi COLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.