Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 47 Dvergriki I deiglunni/jón Óttar Ragnarsson Bjórinn strax , Sjaldan hafa forsjárhyggju- menn á íslandi afhjúpað sitt rétta eðli sem í bjórmálinu. Þrátt fyrir að skoðanakannan- ir hafi sýnt það æ ofan í æ að meirihlutinn vill bjór ætlar fá- mennur hópur öfgamanna að halda áfram að hafa vit fyrir þjóðinni. Hlýtur það að teljast ein af furðum veraldar hvílíkt lang- lundargerð fslendingar hafa sýnt með þvi að leyfa þessum harðsnúna kjarna að drepa mál- inu á dreif hvað eftir annað. Núna þegar lokasennan á Al- þingi er vonandi að hefjast er því ekki úr vegi að rifja upp eina ferðina enn hver eru helstu rök- in með því að mæla með áfeng- um bjór. Gegn drykkjusýki Alvarlegasti fylgifiskur áfeng- isins er drykkjusýkin. Helsta röksemdin með áfengum bjór er sú að hann getur orðið veigamik- ið vopn í baráttunni gegn henni. Ástæðan er einföld. Helsta orsök drykkjusýki er tíð ofurölv- un, en langmestar líkur eru á henni þegar sterkir drykkir á borð við brennivín eru hafðir við hönd. Því veikari sem veigarnar eru þeim mun meira magn þarf til að komast i vímu og þeim mun auðveldara er að hafa stjórn á neyslunni og forðast misnotkun. Forsenda þess að bjórinn dragi úr alkohólisma er auðvitað sú að hann falli inn í núverandi verðstýringu og verði ekki upp- spretta ódýrs vínanda í landinu. Gegn óhollustu f neysluvenjum sem í vinnu- siðum eru flestir fslendingar „skorpumenn". Þegar þeir drekka á annað borð drekka þeir mikið. Vonandi fer þetta að breytast. Magnneysla af þessu tagi fer illa með líkamann (og sálina), bæði vegna áhrifa vínandans sjálfs og vegna tímabundins bætiefna- skorts. Þetta er sérstaklega vandamál þegar sterkir drykkir eru notaðir. Þeir eru nefnilega bætiefnalaus- ir með öllu. Sama gildir um gos- drykkina sem oftast fylgja með. Aðeins þegar veikir drykkir, sérstaklega bjór, eru notaðir, verður þessi útskolun bætiefna í lágmarki og þar með hin óæski- legu eftirköst af drykkjunni. Gegn ómenningu Fáir íslendingar eru svo illa að sér að þeir viti ekki nákvæm- lega hvílík ómenning hefur fylgt sterku drykkjunum í þessu landi. Þeir sem vita ekki hvað átt er vi ættu að sjá einhverjar af nýj- ustu heimildunum um þetta efni: Ein sú áhrifaríkasta er kvik- myndin „Kúrekar norðursins". Notkun sterkra drykkja fylgir Stærsta stíflan að bresta? nefnilega undantekningalítið hvers kyns misnotkun og ofur- ölvun með tilheyrandi breyting- um á hegðunarmynstri neytend- anna. Ekki aðeins missir fólk stjórn á hugsun sinni, orðum og gjörð- um, heldur má rekja mestan hluta ofbeldis í landinu og stór- an hluta slysa til þessa fyrirbær- is. Því veikari sem veigarnar eru sem neytt er þeim mun meiri lík- ur eru á að notendunum takist að hafa taumhald á hugsun sinni og þar með athöfnum. Gegn ófrelsi Bjórinn var hinn upprunalegi drykkur norðurálfumannsins, þ.á m. íslendinga. Þeir sem byggðu á suðlægari slóðum drukku hins vegar léttvín í stað öls. Ástæðan fyrir því að bjór- menning íslendinga var brotin á bak aftur og brennivínið flæddi yfir landið var gróðafíkn danskra einokunarkaupmanna á 16. og 17. öld. Það var sögulegt slys að þegar þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt voru forsjárhyggjuöfl ís- lensks þjóðfélags nógu sterk til að hindra afléttingu þessarar frelsisskerðingar. Allar götur síðan hefur bjór- málið verið eins konar próf- steinn á styrkleika forsjár- h.vggjuaflanna í þessu þjóðfélagi gegn frelsi og mannréttindum. Þegar bjórinn loks verður leyfður hangir því fleira á spýt- unni en það eitt að þjóðin eigi nú á nýjan leik kost á hollara og hættuminna áfengi en áður. Það sem um er að tefla er hvort þjóðin fái sjálf að ákveða hvaða áfengi hún drekkur og yf- irleitt hvernig hún hagar lífi sínu í þessu landi. Þegar bjórinn kemur siglir því fleira í kjölfarið. Það bendir nefnilega allt til þess að þar með muni stærsta stíflan í vegi frjálslyndis á íslandi bresta i eitt skipti fyrir öllu. Enda tími til kominn. PÍSKU SUM4KHÚSIN Herzlich willkommen in Bayern! - segja Gerlinde og Horzt Roth, þýsku hjónin í sumarhúsunum í Oberall- gau. Einstök gestrisni og hlýtt viðmót þýsku gestgjafanna skaþar heimilis- legt andrúmsloft á þessum frábæra orlofsstað, og þeim til aðstoðar í sumar verður íslensk stúlka, Rut Gylfadóttir. Oberallgau býður uþp á matsölu- $tað, bar, ölstofu, spilastofur (keilu- spil), saunabað, sólbaðslampa, heilsunudd tvisvar í viku, tennisvöll, innisundlaug, barnaleikvöll, reið- hjólaleigu, hljómleika, grillveislur, skoðunarferðir, kvikmyndasýningar, barnagæslu, dans og margt fleira. Á svæðinu er verslun, sem selur allar nauðsynjar. Mjólk, rúnnstykki og morgunblöðin fær maður á dyra- pallinum alla morgna. Örstutt er í smáborgina Missen-Wilhams, en þar er banki, fjölbreyttar verslanir, pósthús, hestaleiga og margt fleira. Kynnist Oberallgau og Suður- Þýskalandi. Njótið þess að „rúnta“ um sveitirnar eða yfir til Sviss, Liech- tenstein og Austurríkis. Flug, bílaleigubíll og gisting fyrir fjóra í íbúð, verð: í viku Kr. 15.524 pr. mann, í tvær vikur: Kr. 18.925 pr. mann. Hringið í síma 28133 og fáið enn nánari upplýsingar. Oberallgau er í bæjersku sveit- inni með skógi vöxnum hlíðum, gam- aldags þorpi, værðarlegum kúm á beit og sumarblíðu. í boði eru 131 íbúð, eins til fjögurra herbergja, þ.e.a.s. 2-6 manns í íbúð. ( þeim eru öll heimilisþægindi fyrir kröfu- harðasta fólk, eldhús með eldavél, ísskáþ og borðbúnaði, baðherbergi eða sturtubaði, rúmfatnaður og sími. Einnig er hægt að fá hálft eða heilt fæði og fullkomna hótelþjónustu. FERÐAMIDSTODIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.