Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 O 1984 Universal Press Syndicate U&& cr 6arr\o. gamla. Saqan. Hanrx gafi m'er mfmagnssögatmeelisgjoP, oy ég gafhonum galleymaloklca. á hans a.tmx.lt." ... að veiða hjarta hans. TM Hh U.S Pal Ofl.-al rioftts resarvad »1984 Los Angeles Times Syndcale Með morgunkaffínu Hann barði fyrst, en þegar ég ætl- aði að rétta fram hina kinnina skall ennið á mér á kjálkabarðið og hann steinlá. HÖGNI HREKKVlSI Úr sýningu á Litlu hryllingsbúðinni sem bréfritarar eru mjög ánægðir með. Ógleymanleg kvöldstund Ellen Bjarnadóttir skrifar: Komdu sæll og blessaður Vel- vakandi góður. Hitt leikhúsið fær kærar kveðjur frá mér með þakk- læti fyrir spennandi kvöldstund, þ.e. Litlu hryllingsbúðina. Að mínu áliti fóru leikararnir vel með hlutverk sín í söngleikn- um og þeir tveir sem voru á bak við gerðu aldeilis ógleymanlega hluti. Ein 12 ára skrifar: Ég er búin að fara á Litlu hryll- ingsbúðina og finnst mér hún hreint út sagt alveg frábær. Leik- ararnir eru algjört æði og plantan þó sérstaklega, en rödd hennar „á“ Björgvin Halldórsson. Og með þesum orðum hvet ég alla til að fara á þetta frábæra stykki. Að ljúga með þögninni Að sögn bréfritara segir í skýrslu vísindaakademíu Sovétríkjanna um áfeng- ismál að brennivínið sé meiri ógnun við framtíð Sovétríkjanna en kjarnorku- vopn erlendra stórvelda. Áfengið ógnar Sovétmönnum H.S. skrifar: Fyrir skömmu var fréttamaður frá sjónvarpinu á ferð í fiskvinnslu- húsum og kom m.a. við hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur og var þá vinna að byrja eftir langt hlé. Hinn ágæti fréttamaður, Sigrún Stefánsdóttir, spurði nokkrar konar hvað þær hefðu haft í atvinnuleysisbætur og hvernig þeim hefði gengið að lifa af þeim. Ein þeirra, ung og myndarleg, einstæð tveggja barna móðir, sagð- ist hafa fengið 2.500 kr. á viku og 28 kr. með hvoru barni og meinti þá á dag, þó það væri ekki tekið fram, þegar þetta var flutt í sjónvarpinu. Þegar fréttamaður spurði hvort hún hefði getað lifað af þessu sagði hún að það væri alls ekki hægt, og lá það auðvitað í augum uppi. Og þegar fréttamaður spurði enn, hvernig hún hefði þá farið að sagð- ist hún hafa leitað til foreldra sinna. Allir foreldrar, sem mannsmót er á, hjálpa börnum sín- um þegar í nauðir rekur, og þeir á annað borð geta það. En einstæð moðir með 2 börn hef- ur óneitanlega meiri tekjur en at- vinnuleysisbætur, þó enga vinnu sé að hafa, barnsmeðlög eru furðulega lítil, voru þó 1 janúar 2.601 kr. og því 5.202 kr. með tveimur börnum, mæðralaun með einu barni eru líka frekar lítil en hlutfallslega miklu hærri með tveimur börnum, nú í janúar 4.271 kr. svo alls eru þetta kr. 9.472 kr. á mánuði, sem einstæð móðir á rétt til að fá frá Trygg- ingastofnun ríkisins og munar um minna. Enginn dómur er lagður á það hvort þessi upphæð, að viðbætt- um atvinnuleysisbótum sé nægileg til framfærsíu svona fjölskyldu, enda aðstaða öll ærið misjöfn. Allt sem Sigrún Stefánsdóttir sagði í áð- urnefndum fréttaþætti var rétt og satt, aðrir eins menn og fréttamenn sjónvarps fara ekki með neina lýgi. Þóbergur hafði það eftir séra Árna Þórarinssyni að Snæfellingar væru leiknir í þeirri list að ljúga með þögninni. Kannski kunna þeir það líka á fréttastofu sjónvarpsins. H.Kr. skrifar: Vísindaakademía Sovétríkjanna í Novosíbirisk hef- ur fyrir nokkru skilað skýrslu um áfengismál. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir frá henni eftir franskri fréttastofu i Moskvu. Þar er m.a. sagt það sem hér fer á eftir. Mesta hörmung í þúsund ára sögu I þessari skýrslu segir að brenni- vínið sé meiri ógnun við framtíð Sovétríkjanna en kjarnorkuvopn er- lendra stórvelda. Drykkjuskapur þessara ára er mesta hörmung rússneskrar sögu í þúsund ár. Sjötta hvert barn fæðist með meiri eða minni skemmdir af völd- um áfengis. 40 milljónir Sovétborgara eru opinberlega skráðir ofdrykkjumenn og þar af eru 17 milljónir blátt áfram sjúklingar. Brennivínið drepur milljón árlega Vodka drepur eina milljón Sov- étmanna árlega. Kíkið aflar mikils fjár með vodkasölunni en sá grói er þó ekki nema fjórði hluti þeirra út- gjalda sem rikið verður að bera þar sem það mætir afleiðingum drykkj- unnar. Ríki, þar sem annar hver fullorð- inn maður er alkóhólisti eða ofdrykkjumaður sem ekki getur unn- ið fyrir sér, á sér ekki mikla framtíð. Heilsugæsla og lækna- fjöldi dugar ekki Dánarhlutfall fer hækkandi I Sov- étríkjunum. 1960 var dánartala ungbarna 7,1 af þúsundi en nú er hún 10,4 og hefur því hækkað um 47%. Sovétríkin hafa sexfaldan lækna- fjölda móts við Kína miðað við mannfjölda. Þó er þessi dánartala 50% hærri í Sovétríkjunum. Svo segja vísindamenn frá. Þarna átti bjórinn að bæta Vert er að minnast þess að fyrir svo sem 10 árum, eða tæplega það, ætluðu Sovétríkin að laga áfengis- mál sín með að beina neyslunni frá vodka að áfengum bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.