Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 64
6eda api# io.oo-oo.3o HLBOOJRIHBMSKEOJU MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Greitt úr fjárhagsvanda Byggingasjóðs ríkisins Greiðslur lána til húsbyggjenda eiga að komast í samt lag Starfsemi Byggung heldur áfram með eðlilegum hætti Öskudagur ÖSKUDAGURINN er í dag og af því tilefni er krökkunum gef- ið frí í skólanum. Væntanlega leggja margir þeirra leið sína í bæinn til þess að hengja ösku- poka á vegfarendur. Þessa mynd tók Emilía á barnaheimilinu Tjarnarborg í gær, en þar voru börnin að búa til grímur til að nota á grímu- dansleik, sem þau halda í tilefni öskudagsins. ALBERT Guðmundsson fjármálaráðherra ákvað í gær, eftir fund með Alexander Stefánssyni félagsmálaráðherra, aö greiða úr vanda Byggingasjóðs ríkisins með því aö flýta greiðslu á 150 milljónir kr. af framlagi ríkissjóðs til sjóðsins. Halldór Blöndal, alþingismaöur, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að með þessari fyrirgreiðslu ætti Byggingasjóðurinn aö geta greitt þau lán til húsbyggjenda sem dregist hafa. I»or- valdur Mawby, framkvæmdastjóri Byggung, sagði að starf- semi félagsins ætti við þetta að geta haldið áfram með eðli- legum hætti og uppsagnir starfsfólks yrðu dregnar til baka. Halldór Blöndal sagði að með þessari greiðslu nú hefði ríkis- sjóður greitt á árinu 455 milljónir kr. af þeim 622 milljónum sem veittar eru til sjóðsins á fjárlög- um, eða 73%. „Þetta er mjög mik- ið þegar það er haft í huga að á þessu ári hækka framlög ríkis- sjóðs til húsbyggjenda meira en nokkru sinni fyrr, þ.e. úr 14,4% af lánveitingum Byggingasjóðs- ins í 37%,“ sagði Halldór. Hann sagði einnig: „Þetta er fyrsta skref ríkisstjórnarinnar til þess að treysta eiginfjárstöðu Byggingasjóðs ríkisins, sem við stjórnarskiptin var orðin mjög slæm. í þessu sambandi vil ég taka það fram að vandi sjóðsins á þessu ári er mjög mikill. Gert er ráð fyrir að lánveitingar úr hon- um hækki um tæp 30% frá sl. ári sem kemur til viðbótar þeirri rúmlega 150% hækkun sem varð á því ári. Þetta sýnir ljóslega þá auknu áherslu sem þessi ríkis- stjórn hefur lagt á húsnæðismál- in en með lögunum frá því í fyrra hækkuðu lán til einstaklinga um 50% í krónum talið og tvöfölduð- ust að raungildi ef hliðsjón er höfð af verðbólgunni. Þorvaldur Mawby, fram- kvæmdastjóri Byggung, sagðist vera ánægður með að lausn hefði fengist á þessum málum. Bygg- ung fengi nú þær 38 milljónir sem það ætti inni hjá Húsnæð- isstofnun og gæti sett fram- kvæmdir sínar í fullan gang til að vinna upp þann drátt sem orðið hefði á framkvæmdum vegna fjárskorts. Hann kvaðst vona að nú væri komin varanleg lausn á þessum málum þannig að lánin kæmu framvegis til útborgunar á réttum tíma. Sjá forystugrein á miðopnu. Sjómenn ásaka LIÚ um verkfallsbrot: Skora á skipstjóra og áhafnir að sigla í land Sjálfstæðisflokkurinn mun taka húsnæðismálin í heild upp innan ríkisstjórnarinnar og vinna að því að viðunandi lausn fáist, þannig að húsbyggjendur geti treyst því að þeir fái húsnæð- islánin nokkurn veginn á réttum tíma. Þessi fyrirgreiðsla núna þýðir það að minni hyggju að Byggingasjóðurinn á nú að geta innt þær greiðslur af hendi sem dregist hafa.“ Ekki okkar að passa að þeirra menn komi sér ekki undan verkfalli, segir formaður LÍÚ Sjómannaverkfallið er enn ekki komið til framkvæmda um allt land. Sjómenn á Noröurlandi og á Vest- fjörðum halda áfram að róa þótt undirmenn þar eigi að heita í verk- falli. Á samningafund hjá ríkissátta- semjara í gær barst skeyti frá sjó- mönnum í Vestmannaeyjum þar sem þeir lýsa yfir að þeir dragi formann sinn út úr samninganefnd Sjó- mannasambands íslands (SÍ) og hafni öllum viðræðum við útvegs- menn að óbreyttu. Ástæðan er sú, að „komið hefur í ljós að flestir netabátar í Vest- mannaeyjum hafa ekki virt vinnu- stöðvunina sem hófst þann 17/2 kl. 18:00 og margir jafnframt brot- ið samninga um helgarfrí", eins og Hekla hf. Hefur gert sölusamning um 5000 tonn af karfa „VIÐ HÖFUM gert samning um sölu i allt að 5 þúsund tonnum af iandfrystum karfa, aðallega til Jap- ans,“ sagði ingimundur Sigfusson forstjóri Heklu hf. i samtali við Mbl. í gærkvöldi. Morgunblaðið hefur skýrt frá samningi Heklu hf. og Þorleifs Björnssonar um sölu á 1200 til 1800 lestum af sjófrystum karfa, auk grálúðu, og spurði Morgun- blaðið Ingimund hvort Hekla hefði samið við fleiri framleiðend- ur. Hann sagði nokkur frystihús utan sölusamtaka hafa framleitt fyrir Heklu. „Og við vitum af frystihúsum sem vilja vinna þessa framleiðslu, enda er hún óumdeil- anlega mjög hagkvæm. Við gerð- um samning við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í nóvember síð- astliðnum og það gekk allt saman mjög vel, þannig að við erum bjartsýnir á að við fáum það magn sem við þurfum.“ Morgunblaðið spurði Ingimund um verð. Hann sagði beinan sam- anburð erfiðan, en Þorleifur Björnsson sagði í samtali við Morgunblaðið að verð Heklu væri „ef eitthvað er betra verð en Sam- bandið og Sölumiðstöðin fá“. Til samanburðar um magn má geta þess að sjávarafurðadeild Sambandsins ráðgerir sölu á 4 til 6 þúsundum tonna af karfa til Japans á þessu ári og Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson forstjóri SH hefur sagt í samtali við Morgunblaðið, að líklega væri hægt að selja til Japans allan þann karfa sem upp- fyllir gæðakröfur þar í landi. segir í skeyti Sjómannafélagsins Jötuns í Eyjum til samninga- nefndar Sl. Þá hefur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum skorað á samn- inganefnd Farmanna- og fiski- mannasambandsins (FFSÍ) að beita sér fyrir því „að öll skip verði kölluð í höfn strax eða eigi síðar en á morgun kl. 12“. Loks beindu samninganefndir FFSÍ og Sí því í gær til „skipstjóra og áhafna fiskiskipa að veiðum verði hætt og skipin sigli til hafna vegna brota útgerða á samnings- ákvæðum um veiðar í verkfalli", eins og segir í samþykkt nefnd- anna, sem gerð var að loknum árangurslausum samningafundi með útvegsmönnum síðdegis I gær. Kristján Ragnarsson, forrnaður LÍÚ, sagði í samtali við blaða- mann Mbl. í gærkvöldi, að sér kæmu ásakanir sjómanna mjög á óvart. „Það eru þeirra eigin menn, sem eru að koma sér undan verk- falli, ekki getum við passað þetta fyrir þá. Það er ekki okkar hlut- verk. Ég þekki engin dæmi þess, að útgerðarmenn hafi beðið sjó- menn sína að róa. Við höfum hinsvegar orðið þess greinilega varir, að sjómenn vilja halda áfram að róa. Það er verið að róa á Vestfjörðum og fyrir norðan en það er allt samkvæmt þeirra eigin óskum,“ sagði Kristján Ragnars- son. Sjá bls. 2: Bnn róið frá _____flestum Norðurlandshöfnum. Ríkið hafn- aði kröfum kennaranna KKNNARAR lögðu fram kröfur sínar um röðun í launaflokka í gær. Indriði H. Þorláksson, deildar- stjóri launamáladeildar fjármála- ráðuneytisins, sagði í samtali við blm. Mbl. að kröfurnar þýddu 100% hækkun á grunnlaunum og 40% hækkun að auki á yfirvinnu. „Okkar viðbrögð við þessu voru að við höfn- uðum þessu sem umræðu- eða viðskiptagrundvelli með einum eða öðrum hætti," sagði Indriði. Krist- ján Thorlacius formaður Hins ís- lenzka kennarafélags sagði að kröf- urnar væru um að byrjunarlaun hækkuðu úr 20 í 35 þúsund á mán- uði og hæstu laun færu í 57.600 krónur. Þá væri krafa um að yfir- vinnustuðull yrði 1,8 í stað 1,3. Sjá fréttir bls. 4 og innlendan vettvang um kjaramál kennara á bls. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.