Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
Ambassa-
dorinn
Eg vil byrja á því að þakka Gyðu
Ragnarsdóttur, einkaritara
Jóns Viðars Jónssonar, leiklistar-
stjóra ríkisútvarpsins, fyrir að
senda mér í tíma handrit að
fimmtudagsleikritinu Ambassa-
dornum eftir Slavomir Mrozek. Mér
til mikillar ánægju sá ég þar að
sjálfur leiklistarstjórinn hefur bæði
þýtt verkið og búið það til flutnings
í útvarp, þá leikstýrir Jón einnig
verkinu. Slíkum ríkisstarfsmönnum
má gjarnan borga hátt kaup í anda
nný-kapítalismans“ því það má færa
að því rök að ríkisfyrirtækjum sé
jafn mikill akkur í slíkum fyrir-
myndarstarfskrafti og vel reknum
einkafyrirtækjum. Þannig var þýð-
ing Jóns Viðars leikstjóra á Amb-
assadornum vandvirknislega unnin,
rökvís og skýr, en kannski ekki mjög
„poetísk" og blæbrigðarík, hið sama
gilti raunar um leikstjórnina.
Fannst mér oft á tíðum að Jón Viðar
legði þar höfuðáherslu á hinn
myndræna þátt textans. Eins og
hann hefði sífellt í huga hvernig
verkið kæmi út á sviði. Þannig sá ég
stöðugt fyrir mér á fimmtudags-
kveldið súrrealistísk málverk undan
pensli de Chirícó, þar sem við sjáum
gjarnan manneskjuna eins og peð
innan um óhugnanlegar, valds-
mannslegar byggingar.
Naglinn á höfuðið
Hér hittir náttúrulega leikstjór-
inn naglann á höfuðið, því sá heim-
ur er Slavomir Mrozek lýsir í Amb-
assadornum er álíka martraðar-
kenndur og súrrealískur, og sá
heimur er vér kynnumst í verkum
Gíorígo de Chiríko, eða hvað segið
þið til dæmis um senu þar sem
sendifulltrúi voldugs kommúnista-
ríkis birtist með risastórt hnatt-
líkan — þar sem lönd og álfur hafa
verið færðar til í samræmi við
framtíðarsýn æðsta ráðsins — inn
á gólfi sendiherra ónefnda lýðræð-
isríkis? Þetta furðulega hnattlíkan
er raunar gjöf til sendiherrans frá
æðsta ráðinu. En sá böggull fylgir
skammrifi að skyndilega stekkur
starfsmaður í „hnattagerð ríkis-
ins“, útúr hnattlíkaninu og biðst
pólitísks hælis hjá hinum vestræna
sendiherra, á þeirri forsendu að
honum sé bannað að hafa sál í riki
gjafarans. Maðurinn: Ef hann er
með sál, reyna þeir að kreista hana
út ur manninum. Það vefst nokkuð
fyrir hinum vestræna sendiherra
hvort ... þetta með sálina sé alveg
nægileg ástæða ... fyrir veitingu
pólitísks hælis. Þó fer svo að lokum
að sendiherrann fórnar lífi sínu
fyrir starfsmanninn í hnattagerð
ríkisins, enda hefir þá heimurinn
hvort sem er öðlast þá lögun er
æðsta ráðið markaði á hnattlíkan-
ið.
Myrk framtíðarsýn
Ég vona að þetta brot úr mynd-
heimi verksins gefi hugmynd um
þá martraðarkenndu súrrealísku
lífssýn er Mrozek vill hér miðla
umheiminum. Fyrir mér sem íbúa
lýðræðisríkis er þessi sýn fram-
andi, en kannski er hún nærtæk
þeim er hefir kynnst því að búa við
hina fullkomnu valdstjórn. „Sov-
éskir leiðtogar eiga það allir
sameiginlegt að trúa á lokasigur
Sovét-socialismans í heiminum“
segir sovéski flóttamaðurinn —
CIA-njósnarinn og fyrrum dipló-
matinn Arkady Shevceniko í ævi-
minningum sínum: Breaking with
Moscow. í leikritinu Ambassadorn-
um hefur þessu pólitíska loka-
markmiði verið náð og þess vegna
hefði Jón Viðar leikstjóri alveg eins
getað valið tölvur í aðalhlutverkin,
því þegar svo er komið eru mann-
eskjurnar i almenningnum bara
orðnar að peðum sem eru hreyfð til
á sviðinu í samræmi við forskriftir
æðsta ráðsins.
Ólafur M.
Jóhannsson
UTVARP / S JON VARP
Uglan hennar Mínervu
— rætt við dr. Gunnar Harðarson
HBi Þátturinn Ugl-
OO 35 an hennar Mín-
ervu er að
venju á dagskrá útvarps í
kvöld kl. 22.35. Umsjónar-
maður er Arthúr Björgvin
Bollason.
í þáttum þessum er
hverju sinni rætt um eitt
afmarkað efni sem tengist
heimspeki á einn eða ann-
an hátt, nokkurs konar
tilraun til að búa til sam-
ræður í forn-grískum stíl,
að því er segir í frétt frá
dagskrárdeild Ríkisút-
varpsins. Þar segir jafn-
framt að sömuleiðis sé
reynt að tilreiða efnið, þó
vandasamt sé, þannig aö
það sé öllum skiljanlegt.
Það er með öðrum orðum
Dr. Gunnar Harðarson
gerð tilraun til að setja
flókið mál fram á einfald-
an hátt.
í þáttunum hefur þegar
verið rætt um tengsl
heimspeki og skáldskapar,
mannskilning nútima
sálfræði, gildi grískrar
heimspeki fyrir samtím-
ann og undirstöður krist-
indómsins.
Þátturinn í kvöld verð-
ur með svolítið öðru sniði
en venjulega. Rætt verður
við dr. Gunnar Harðarson
um athugun hans á heim-
spekiástundun íslendinga
á fyrri öldum, s.s. Gríms
Thomsens og Sveinbjarn-
ar Egilssonar. Þá verður
fjallað um fyrsta heim-
spekiritið sem út kom á
íslensku, en það var á 17.
öld og var höfundur þess
Páll Björnsson í Þverár-
dal.
Njörður P. Njarðvík er umsjónarmaður þáttarins.
Bókaþáttur
Bókaþáttur
1 /» 30 Njarðar P.
lO— Njarðvík er á
dagskrá útvarps í dag kl.
16.30.
í þáttum þessum er
fjallað um íslenskar og
erlendar bækur og ein-
skorðar umsjónarmaður
sig ekki við skáldskap. í
þættinum eru viðtöl við
höfunda og þeir lesa úr
verkum sínum og reynt er
að fá fólk af ýmsu tagi til
að greina frá skemmtileg-
um og athyglisverðum
bókum sem það hefur ver-
ið að lesa.
Að þessu sinni segir
Þuríður Baxter frá
sænsk-finnsku skáldkon-
unni Edith Södergram og
Sigurður A. Magnússon
fjallar um skáldsögu eftir
bandaríska rithöfundinn
Conroy sem nefnist Stop-
time.
Þá spjallar Njörður við
færeyskt ljóðskáld sem
nefnist Rói Patursson og
les hann jafnframt upp
tvö ljóða sinna. Þá les
Þorvaldur Kristinsson
þýðingu sína á sömu ljóð-
um.
Að endingu er svo
bókmenntagetraunin lögð
fyrir hlustendur sam-
kvæmt venju. Njörður les
valinn kafla úr einhverju
íslensku bókmenntaverki
s.s. ljóði, skáldsögu eða
smásögu. Hlustendur eiga
síðar að þekkja verkið og
senda svör sín til þáttar-
ins. Rétt svar er síðan gef-
ið upp að hálfum mánuði
liðnum og veitt eru verð-
laun hverju sinni.
Kennarinn ásamt einum nemenda sinna.
Vikufrí
— ný frönsk mynd
Laugardags-
OO 00 mynd sjó-
nvarpsins er
frönsk og nefnist Vikufrí,
(Une semaine de vacanc-
es).
Laurence er 35 ára
kennari og hefur verið
áhugasöm í starfinu til
þessa. Að læknisráði tek-
ur hún sér þó vikufrí frá
störfum. Hún hefur
skyndilega fyllst vonleysi
og íhugar að hætta
kennslu. Laurence er
fráskilin en býr með Pi-
erre sem hún ann heitt.
Laurence notar fríið til
að gera upp hug sinn um
framtíðina, ein og með
öðrum. Pierre hefur þó
engan tíma til að hug-
hreysta hana því vinnan
kallar öllum stundum.
Laurence þykir vænt um
alla nemendur sína en
þeir eiga samt ekki hug
hennar allan lengur. Hún
gerir sér grein fyrir því að
einn daginn á hún eftir að
gefast upp á kennslunni.
Enda hefur hún önnur
áform.
Leikstjóri er Bertrand
Tavernier en með aðal-
hlutverk fara Nathalie
Bay, Michel Galabru,
Philippe Noiret og Gerard
Lanvin.
UTVARP
LAUGARDAGUR
2. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og
kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-'
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
Morgunorð: — Astrlður Har-
aldsdóttir talar.
8.15 Veöurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áöur.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalóg sjúklinga Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
Oskalög sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla
Sigurður Helgason stjórnar
þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1230 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.40 Iþróttaþáttur.
Umsjón: Hermann Gunnars-
son.
14.00 Hér og nú
Fréttaþáttur I vikulokin.
15.15 Listapopp
Gunnar Salvarsson.
18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Islenskt mál
Asgeir Blöndal Magnússon
flytur þáttinn.
18.30 Bókaþáttur
Umsjón: Njörður P. Njarðvlk.
17.10 Georg Friedrich Hándel
300 ára minning
3. hluti: Kammerverk og kór-
tónlist.
Sigurður Einarsson sér um
þáttinn.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
19.35 A hvað trúir hamingju-
samasta þjóð l heimi?
Umsjón: Valdls Oskarsdóttir
og Kolbrún Halldórsdóttir.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn
hans" eftir Jules Verne
Ftagnheiöur Arnardóttir les
þýöingu Inga Sigurössonar
()■
20.20 Harmonikuþáttur
Umsjón: Bjarni Marteinsson.
20.50 Sðgu$|aöir á Noröurlandi
Hólar I Hjaltadal.
Umsjón: Hrafnhildur Jóns-
dóttir. (RÚVAK).
21.35 Kvöldtónleikar
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
22.00 Lestur Passlusálma (24).
22.15 Veðurtregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
SJÓNVARP
16.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
Meðal efnis I þættinum verð-
ur stjörnuleikur (All Star) úr-
valsliöa Austur- og Vestur-
strandar Bandarlkjanna I
körfuknattleik.
18.30 Enska knattspyrnan.
1935 Smáir en knáir
Bresk dýralffsmynd frá Et-
osha-þjóðgarðinum I Afrlku-
rlkinu Namibiu. Dýrin sem
sjást I myndinni eru flest
smávaxin spendýr sem mörg
hver eru þó ekki siður at-
hyglisverð en þau stóru sem
allir þekkja.
Þýðandi Oskar Ingimarsson.
Þulur Svanhildur Sigurjóns-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
LAUGARDAGUR
2. mars
20.00 Fréttir og veður.
2035 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Viö feöginin
Sjöundi þátfur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I þrettán þáttum.
Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen.
21.00 Kollgátan
Spurningakeppni sjónvarps-
ins, þriðji þáttur. Gestir Stef-
án Benediktsson og Anna
Olafsdóttir Björnsson.
Umsjónarmaður lllugi Jök-
ulsson.
Stjórn upptöku: Viöar Vlk-
ingsson.
2135 Kvöldstund með Anniku
Hoydal
Danskur sjónvarpsþáttur.
Annika Hoydal syngur fær-
eysk lög.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið).
22.00 Vikufrl
(Une semaine de vacances)
Ný frönsk blómynd.
Leikstjóri Bertrand Taverni-
er.
Aðalhlutverk: Nathalie Baye,
Michel Galabru, Philippe No-
iret og Gérard Lanvin.
Ung kona sem verið hefur
áhugasamur kennari tekur
sér vikufrl frá stðrfum að
læknisráði. Hún hefur fyllst
vonleysi og Ihugar aö hætta
kennslu. Þessa viku notar
hún til aö gera upp hug sinn
um framtlðina, ein og með
öðrum.
Þýöandi Ölöf Pétursdóttir.
23.50 Dagskrárlok.
2235 Uglan hennar Mlnervu
Arthúr Björgvin Bollason
ræðir við dr. Gunnar Harð-
arson um heimspekiástund-
un islendinga fyrr á öldum.
23.15 Operettutónlist.
24.00 Miðnæturtónleikar.
Umsjón: Jón örn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
14.00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son.
24.00—24.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
24.45—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.
(Rásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)