Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 13 Iþróttamenn, fatlaðir og stjórnmálamenn keppa í hjólastólaralli Hjólastólarall í tilefni 25 ára afmælis Sjálfsbjargar veröur haldið í Laugardalshöll sunnu- daginn 3. marz kl. 13.30. Forsvarsmenn keppninnar sögð- ust hafa fengið frábærar undir- tektir hjá þeim fyrirtækjum, sem leitað hefði verið til, en hér er um firmakeppni að ræða. Þátttakendur hafa þegar verið skráðir til leiks en í þeim hópi er að finna þekkta stjórnmálamenn, meðal annarra Þorstein Pálsson og Svavar Gestsson. Helstu íþróttamenn landsins eru skráðir og keppa þar Jón Páll Sigmarsson, Jónína Benediktsdóttir og Skúli Óskarsson. Einhverjir þessara þátttakenda munu að lokum keppa til úrslita við þann hlut- skarpasta úr hópi hjólastólsnot- enda. í upphafi hátiðarinnar mun Lúðrasveitin Svanur leika, síðan setur Theódór A. Jónsson hátíð- ina. Þá hefst fyrsta umferð keppn- innar en að henni lokinni sýnir Rúnar Vignir Vatnarsson ársamt félögum og félagar úr „Kópaskers city skrikkers" sýna breikdans. Síðan hefst önnur umferð keppn- innar. Eftir hlé syngur þjóðlag- akvartettinn Frost. Þá verða til- kynnt úrslit og verðlaun afhent. Aðgangur að skemmtuninni er ókeypis. Undirbúningsnefnd að hjólastóla- keppni í Laugardalshöll ásamt mönnum frá Landsambandi ís- lenskra akstursíþrótta. Aftari röð frá vinstri: Jón S. Halldórsson frá LÍA, Trausti Sigurlaugsson, Ólafur Guö- mundsson frá LÍA, Eiríkur Ragnars- son, Olöf Ríkharðsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Örn Ómarsson og Theó- dór Jónsson, formaður Landssam- bands fatlaðra. Stofnfundur samtaka gegn vímuefnum f tilefni árs æskunnar hefur hóp- ur áhugamanna hug á að stofna fé- lag sem myndi hafa það hlutverk að styðja við bakið á ungmennum sem hafa verið í meðferð vegna ofneyslu á vímugjöfum eða eiga eftir að fara í slíka meðferð. Af þessu tilefni er boðað til stofnfundar samtakanna næstkom- andi miðvikudag 6. mars að Hótel Hofi klukkan 20.30. íbúar í Grafarvogi fá síma UNDANFARNA daga hefur verið unnið að tengingu síma til íbúa í Grafarvogi og eni þeir fyrstu komnir í samband. Um fimmtíu símar verða tengdir, en búið var að leggja allar lagnir í hverfið og tengja þær bráða- birgðatengihúsi á mótum Gullinbrú- ar og Fjallkonuvegar. Þar verða tengdir saman strengir úr nýrri sím- stöð í Árbæjarhverfi, sem tekin var í notkun fyrir nokkrum dögum. Aö sögn Ágústs Geirssonar, símstöðvarstjóra, urðu tafir á tengingum síma í hverfið fyrst og fremst vegna línulagninga og einnig vantaði ný númer, sem fengist hafa með tilkomu stöðvar- innar í Árbæ. Fyrst um sinn verða símnotendur í Grafarvogi tengdir við Árbæjarstöðina en seinna verður reist ný stöð fyrir svæðið á mótum Guilinbrúar og Fjallkonu- vegar. „Hver er náungi minn?“ ÁRLEGUR æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar er á sunnudaginn. Yfir- skrift hans nú er „Hver er náungi minn" og verður fjallað um fórnar- og hjálparstarf. f guðsþjónustum á sunnudag verður fjallað um þetta málefni. í bæklingi, sem Æskulýðsráð þjóðkirkjunnar hefur sent út til safnaða landsins, er minnt á að Guð er faðir allra jarðarbúa og að allir menn eru bræður og geta ekki hver án annars lifað. Allir bera ábyrgð á öðrum, ekki aðeins þeim sem í næsta nágrenni búa heldur og þjóð okkar og fólki í fjarlægari heimshlutum. Fjölskyldur eru hvattar til að taka þátt í guðsþjónustu safnaðar síns og kynna sér æskulýðsstarf hans nú á ári æskunnar. (Frétuiilkynning) HVER ER NÁUNGI MINN? ÆSKULÝÐSMGOR þJÓÐKIRKJUHNAR á alþjodaári eeskunnar SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VÉRSLA HJÁ OKKUR 4 w Kynnum í Mjóddinni: Pizzu-rúllur Ostaköku frá MS Góms*tar Fiskborgara frá Humli h.f. 2L-Snakk með Laukídýfu frá MS NýjlinglBananarh.f.kynna | c Melónur og nýja ávöxtinn LJglÍ ll í starmýri: Aldin Ávaxtagrauta KYNNINGAVERÐ Bananar Folaldahakk AÐEINS .00 pr.kg. AÐEINS .00 pr. kg. ^esw, Lambakjöt, ig®® í 1/1 skrokkum J Æ niðursagað ■ rinirt til h\ 1 Á í MJÓDDINNI tjpiO tll KI. I() & starmýri en til kl.13 í AUSTURSTRÆTI STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.