Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS1985
25
S-afrískum
stjórnmála-
manni sleppt
eftir 20 ára
fangelsisvist
Tel Aviv, 1. mars. AP.
DENNIS Goldberg kom til Tel
Aviv frá Suður-Afríku í dag.
Goldberg sat í fangelsi í meira
en tuttugu ár, lengst allra hvítra
stjórnmálamanna í því landi.
Goldberg var félagi í kommún-
istaflokki Suður-Afríku. Hann
var handtekinn árið 1962 og
tveimur árum síðar dæmdur til
lífstíðarfangelsisvistar ásamt
Nelson Mandela og nokkrum
öðrum svörtum stjórnmála-
mönnum. Goldberg, sem er gyð-
ingur, mun ætla að setjast að í
ísrael. Sagt er að hann hafi verið
látinn laus eftir að hafa heitið
þvi að hafna valdbeitingu, sem
leið svertingja til áhrifa í stjórn-
málalífi Suður-Afríku.
UKA ÞETTA
FLETTU
Norðurlandaráð:
Níu grænlensk-
ir fulltrúar á
æskulýösþingið
(■rænlandi, 28. febrúar. Frá Nils Jörgen
Bruun, fréUaritar Mbl.
NÍU grænlenskir fulltrúar sitja þing
Norðurlandaráðs unga fólksins, sem
hefst í Reykjavík á laugardag.
Samband barna- og æskulýðs-
samtaka, Sorlak, sendir tvo full-
trúa og sjö æskulýðssamtök senda
sinn fulítrúann hver. Eru það
skátahreyfingin, friðarhreyfingin
Sorsunnata, ungmennafélag bind-
indishreyfingarinnar Blái kross-
inn, samband æskulýðsfélaga og
ungliðafélög stjórnmálaflokkanna
þriggja í Grænlandi.
Vilja setja
bleiur á asna
eyjarskeggja
Nairobi, Kenya, 28. febrú.r. AP.
Embættismenn á eyjunni
Lamu, sem er við Indlands-
hafsströnd Kenya, hafa mik-
inn áhuga á að halda götun-
unum hreinum hjá sér með
því að setja bleiur eða bleiu-
ígildi á asna eyjarskeggja.
Æðsti umboðsmaður lands-
tjórnar Kenya á þessari fal-
legu eyju, B.K. Warioko, skor-
aði í gær á handverksmenn að
búa til körfur eða kláfa eða
einhvers konar bleiur, sem
hægt væri að binda á asnana
og safna í því sem frá þeim
fellur.
„Þetta mun mikið hjálpa til
við að halda götum Lamu-
borgar og þorpum eyjarinnar
hreinum af asnaskít, sem hef-
ur verið til mikils vansa,"
hafði hin opinbera fréttastofa
eftir Warioko á borgarafundi.
Á eyjunni, sem er mikil
ferðamannaparadís, eru engar
bifreiðir og asnar því einu
samgöngutækin.
m BENDUM Á
ADNÚFÁST
HEWLETT PACKARD
TÖLVUR
Á ÍSIANDI
Víöa um heim láta menn sér nægja tvö orð til að lýsa góðum tölvum og tölvbúnaði:
HEWLETT PACKARD.
Nú hefur íslenskum tölvunotendum bæst þetta ágæta nafn í orðasafnið sitt þvi
Hewlett Packard hefur loks numið land á íslandi.
í tölvuverslun okkar í Borgartúni 23 getur að líta allt það besta frá HP: Tölvur, prentara,
fylgibúnað ýmiss konar, ráðgjöf og svo auðvitað alla viðhaldsþjónustu.
Þér er velkomið að koma í heimsókn til þess að sjá m.a. HP 150 tölvuna
sem hlýðir þinni minnstu bendingu.
Opið laugardag milli kl. 9 og 16.
TOlVUVtNNSLA 0G KERFISHONNUN HF
TÖLUUUEBSLUn
Borgartúni 23
WJS1 hewlett
mL'KM PACKARD
SÖLUUMBOÐ
UÉLBÚnPiOUR HUGBÚnfiÐUR URSRTÖLUUR