Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
35
Blöndal og eiga þau tvær dætur,
Auðbjörgu Höllu og Hildi.
Við sem þekktum Leifa vissum
að hann gekk ekki heill til skógar
síðustu árin. Og á sl. hausti þegar
hann lá á Landspítalanum var
auðséð bæði mér og öðrum er
heimsóttu hann þar, að útlitið var
ekki gott. En Leifi kvartaði aldrei.
Hann ræddi um sín áhugamál og
gerði að gamni sínu til að dreifa
huganum og drepa á dreif áhyggj-
um annarra yfir sjúkdómi hans.
Sjálfur trúði hann á bata.
Það er dýrmætt hverjum og ein-
um sem finnur ást og kærleika
þegar sjúkdóm eða aðra örðug-
leika ber að höndum, en það fann
Leifi hjá Önnu konu sinni og börn-
um þeirra. Síðustu stundir Leifa í
þessu lífi vék Anna ekki frá beði
hans. Á milli þeirra hjóna ríkti
ávallt hið besta ástríki, hinn sanni
kærleikur. Leifi var því mjög
hamingjusamur i sínu lífi. Börn
hans og barnabörn, öll fjölskyld-
an, voru stamstillt og sýndu hon-
um fyllstu umönnun þegar hann
barðist við erfiðan sjúkdóm sinn.
Leifi fann það vel og þakkaði Guði
fyrir alla þá hlýju sem hann fann
hjá þeim og öðrum sem létu sér
annt um hann.
Þegar ég sat við sjúkrabeð hans
á spítalanum kom glöggt í ljós að
enn var hann sami góði drengur-
inn og þegar við lékum okkur sam-
an á Garðsstöðum i bernsku
okkar. Hann vildi öllum hjálpa,
var alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd, allt sitt líf. Þeir voru lika
margir Vestmanneyingarnir, sem
litu með vinsemd og virðingu til
Leifa. Hann var alltaf svo ræðinn
og úrræðagóður og óhætt að fara
eftir ráðleggingum hans. Þetta
voru góð meðmæli.
Á þessari kveðjustund vottum
við eftirlifandi Garðsstaðasystk-
inum, ættingjum Auðbjargar og
ólafs innilega samúð okkar og
sendum þeim kveðjur okkar fullar
minninga og tilfinninga sem yljað
hafa og gætt líf okkar gleði og
lífsfyllingu allt frá fyrstu
bernsku. Sérstakar kveðjur send-
um við eftirlifandi konu Leifa,
önnu Þorsteinsdóttur frá Laufási.
Það var beggja gæfa að tengjast
böndum hjónalífsins, sem var hið
besta, því að bæði voru þau kær-
leiksrík og áttu því mjög vel sam-
an. Guð blessi hana og fjölskyldu
hennar á þessari skilnaðarstund.
Leifi var í sérflokki hjá okkur
strákunum, hann var svo prúður
og hjálpsamur, vildi öllum gott
gera, og þeirri lífsstefnu fylgdi
hann allt sitt líf, að gera það sem
hann taldi rétt og hjálpa þeim sem
útundan voru í þessum að ýmsu
leyti harða heimi.
Þeir bræður okkar, sem þannig
breyta.gefa okkur fyrirmynd til
eftirbreytni og því eigum við þeim
mikla skuld að gjalda. Skuld, sem
aðeins verður greidd með því að
fylgja góðu fordæmi. Minning
Leifa verður aðeins heiðruð á
sannan hátt og verðugan að við
minnumst jafnan þess, sem hann
gaf okkur með samfylgd sinni.
Sigurður O. Jónsson
Helgi er byggði Hjarðarland
1949, Ingigerður er býr á Tálkna-
firði, Ragnhildur er býr á Selfossi,
Hlíf sem býr á Akureyri og Dóro-
thea er býr í Reykjavík.
Upp úr 1950 byrjaði Einar svo
að byggja öll hús upp að nýju á
jörðinni og 71 árs byggði hann að
lokum myndarlegt íbúðarhús með
tveimur íbúðum, annarri fyrir sig
en hinni fyrir þá sem hann leigði
jörðina. Sýnir það best kjark hans
og áræðni, að þá er flestir eru
hættir umsvifum, stóð Einar enn
með hamar og sög og vann myrkr-
anna á milli. I þessu nýja húsi átti
Einar svo sitt ævikvöld meðal
bóka sinna og vina. Þangað var
gaman til hans að koma og fræð-
ast um liðna tið. Fram á siðustu ár
var minni hans óbilugt, og með
gleði í huga minntist hann á þá
fjölmörgu Tungnamenn sem hann
hafði haft samskipti við hér í 75
ár.
Með virðingu kveð ég hann og
bið honum blessunar guðs.
Björn Sigurðsson,
ílthlíð, Biskupstungum.
VIÐ LEGGJUM SPILIN
Á BORÐIÐ
ÞÚ HEFUR LÆRT NÝJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR
ENDA EINS GOTT-ÞAÐ ER EKKI KOMIÐ í SÍMASKRÁNA
TRYGGING HF
LAUGAVEG1178
SÍMI621110
Suðurnesjamenn
í verzluninni
Talco, Hólagötu 5,
Ytri-Njarðvík.
/‘
‘X
AIWA
Það er engum ofsögum sagt um útlit, endingu og gæði
AIWA
* hljómtækjanna.
er stóra
stjarnan
í hljómtækjum
í dag.
Xv:Xvi,-'v.v> '
1 ;
—f..
i mmmmm mk —
.oc.
.
-------...
__ ....... %. "V
............... ' Á u
• 9<?5 - -
I I i Ö o O
■ = = r
AIWA
HLJOMUR
FRAMTÍÐARINNAR
Talco, Hólagötu 5,
Njarövík.
ARMULA 38 Selmula metjin 10S RF VKJAVIK
SiMAR 31133 83177 POSTHOIF 1366
I