Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐÍÍ); LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 Guðmann Isleifsson Jórvík - Minning Fæddur 11. nóvember 1901 Dáinn 22. febrúar 1985 Guðmann bóndi í Jórvík í Álfta- veri er dáinn. Hann kvaddi þetta líf að kvöldi þann 22. febrúar, þá vistmaður í hjúkmnarheimili Suð- urlands — Ljósheimum á Selfossi. Þar var honum búinn staður af aðstandendum síðustu mánuði til- veru sinnar eða frá seinni hluta ársins nýliðna 1984. Hann rómaði með velvilja veru sína þar er varð- aði hjúkrun og alla umönnun enda er þetta dvalarheimili, Ljósheim- ar, útbúið svo frábærlega er varð- ar allt, sem að gagni má koma sjálfum heimilisgestunum til vel- ferðar og gildir þar einu hvort heldur það er þjónustan sjálf til líkama og sálar eða viðmót við- mælendanna, það er allt svo full- kommið sem best verður kosið vistfólkinu öllu til heilla. — Þetta var vitnisburður Guðmanns bróð- ur míns er varðaði dvöl hans í hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi og með hans fallegu um- mælum læt ég fylgja innilegar þakkir frá mér, börnum hans og venslafólki fjær og nær til starfs- fólksins í Ljósheimum, til hjúkr- unarfræðinganna og lækna, allt viljum við þakka stórt og smátt, sem Guðmanni var veitt í þjón- ustu og viðmóti varðandi hans síð- ustu skref þessa heims, við biðjum þess, að gæfa og gifta megi fylgja dvalarheimilinu Ljósheimum á Selfossi alla tíð og öllum þeim sem þar eiga eftir að búa og þjóna. Guðmann fæddist í Hraungerði í Álftavershreppi, bóndabýli í nokkurri fjarlægð frá sjálfu höf- uðbólinu Jórvík. — Hann var þriðja barn foreldra sinna, Ingi- bjargar Jónsdóttur og ísleifs Jónssonar, sem hófu búskap sinn í Hraungerðinu 1896. Á vordögum 1902 flytja foreldrar Guðmanns að Jórvík í sömu sveit, en sú jörð hafði tilheyrt föðurætt Guðmanns langt fram í ættir, var eins konar ættaróðal ættarinnar. í Jórvík búa foreldrar Guðmanns til ársins 1928 eða til þess tíma er Guðmann giftist unnustu sinni, Guðríði Bárðardóttur frá Holti í Álfta- vershreppi. í Jórvík er Guðmann ábúandi og kona hans Guðriður samfellt til síðustu daga ársins 1983 en þá flytja þau til Víkur í Mýrdal á vistheimili aldraðra, en sökum vanheilsu varð vistin þar skammvinn, næsti áfanginn varð að Selfossi og jafnframt lokaspöl- ur þeirra beggja, Guðríður kona Guðmanns kvaddi þetta líf 10. nóvember sl. og svo maður hennar Guðmann 22. febrúar. Guðmann bróðir minn ísleifs- son var merkur maður í víðri merkingu þess orðs. Það fór lítið fyrir honum að því leyti, að hann lét alla nágranna sína í friði er varðaði daglegt líf og búsýslu. Hann nærði sitt bú til áberandi ávaxtar með ráðdeild konu sinnar og barna og gerði það að fyrir- myndar höfuðbóli sem samkomu- lag varð um meðal sérfræðinga í bændastétt að verðlauna fyrir. Haglega gerður postulínsskjöldur með heiðraðri áletrun var Guð- manni færður að gjöf, sem þakk- lætisvottur frá Búnaðarfélagi Suðurlands fyrir frábæran mynd- arskap er varðaði ræktun lands, bústjórn og húsaskipan til afnota bústofni jarðarinnar að Jórvík í Álftavershreppi. Sveitungar Guð- manns gátu mikið lært af honum er varðaði hyggni og hagræðingu, ef hugvit þeirra hefði verið þrosk- að að geta með góðu móti innbyrt tæknina, sem Guðmanni var með- fædd og erfð frá gengnum ættlið- um. Ekkert var það, sem bilaði í bú- vélakosti Guðmanns bónda, er hann kunni ekki ráð til að gera við, þess vegna urðu aldrei verk- föll í hans búskap er heyvélar eða jarðræktartæki efndu til, ef hlut- ur vélarinnar neitaði að verka svo sem til var ætlast af sjórnandan- um, þá var farið í smiðjuna og gerð bragarbót, allt varð nýtt sem áður og öll hjól snerust samkvæmt sínum uppruna. En hvað voru það margir, sem notfærðu sér hyggni og vitsmuni bóndans í Jórvík er allt varð stopp á engjaslætti? Því svara ég ekki en viljið þið gera það, sem kunnið að segja satt, get- ur það verið að Guðmann hafi yf- irgefið akur sinn í braka þurrki til þess eins að koma rakstrarvélar- druslu í gang fyrir náungann og haft að launum 0,00 krónur um tímann? Út frá hæfileikum Guömanns og greindargráðu voru honum fal- in margskonar trúnaðarstörf við- komandi sínu byggðarlagi og allt var það unnið án launa og máske einnig án þakklætis sveitunganna. Þau margvíslegu störf verða ekki rakin hér nema að því leyti er snerta kirkju- og trúmál. Faðir Guðmanns ísleifur Jónsson var um langan aldur einn af leiðandi mönnum síns hreppsfélags og meðal annars formaður sóknar- nefndar safnaðarins um tugi ára og einnig meðhjálpari. Þessi ábyrgðarstörf færðust að verulegu leyti yfir til sonarins, Guðmanns, einkum er varðaði tónlistarmálin í sóknarkirkjunni, Þykkvabæjar- klausturskirkju. Hann leysti þau af hendi miklu betur en óað- finnanlega og þáði að launum 0,00 krónur fyrir næstum hálfrar aldar þjónustu. Þessum störfum sinnti Guðmann með stakri alúð og sam- viskusemi og lét sig aldrei vanta við hljóðfærið, ef kirkjuleg þjón- usta fór fram í Klausturskirkju. Kunnátta Guðmanns í organleik byggðist næstum því einvörðungu á sjálfsmenntun, i þeim efnum sem öðrum var allt opið og auð- skilið í vitund Guðmanns, hann var afbragð annarra til allra átta hvað vitsmuni snerti og einnig kom það glöggt og skýrt fram varðandi tónlistina. Guðmann Helena Sjöfn Svans dóttir - kveðja Fædd 22. maí 1984 Dáin 25. febrúar 1985 Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Helenu litlu, sem við fengum að njóta svo stutt. Minn- ing hennar lifir með okkur áfram. Foreldrum hennar, Gerði og Svani, vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Vertu sæl, vor litla hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (Sb. 1945 - M. Joch.) Steini og Hildur Gunnar Ólafsson forstjóri - Kveðja hafði frábært hljómminni. Hann mundi glöggt til síðustu stundar það sem vel var gert á æskuárun- um er viðkom söng og raddbeit- ingu í Klausturskirkju. Hann dáð- ist sí og æ að frábærri hæfni ein- stakra söngmanna, sem létu Ijós sitt skína í helgum stundum í sóknarkirkjunni á Þykkvabæjar- klaustri. Einkum og sér í lagi var Guðmanni minnisstæð söngrödd sóknarprestsins síns séra Bjarna Einarssonar ábúanda að Mýrum í Álftaveri. Hann þjónaði í þrem byggðarlögum, Meðallandi Skaft- ártungu og Álftaveri, í full 27 ár. Guðmann fullyrti að söngrödd prestsins, séra Bjarna Einarsson- ar, hafi borið af öðrum söngrödd- um, sem þar heyrðust og raddbeit- ing hans svo frábær að engir söngmenn cg söngvarar siðari tíma hafi þolað þar samanburð. Hér mun hafa reynst gagnkvæm skoðun hvors á öðrum, sóknar- prestsins Bjarna Einarssonar á Mýrum og Guðmanns — síðasta fermingarbarnsins hans í presta- kallinu. Guðmann taldi prestinn afbragð allra annarra er söng varðar og heyrir enn eftir 70 ár með innra eyra sínu prestinn tóna í Klausturskirkju. En prófastur- inn þakkar með útréttri hönd samveruna með fermingarbarninu og segir: „Alla tíð verður þú mér í fersku minni vegna greindar og námsgetu — Far þú í friði Guð- mann minn ísleifsson." Hjónin í Jórvík Guðríður og Guðmann eignuðust sex efnileg börn, fjórar dætur og tvo syni. Tvö systurbörn konu sinnar Guðríðar tók Guð- mann á heimilið sitt og gekk þeim í föðurstað. 1 dag, laugardaginn 2. mars kl. 2 e.h., verður Guðmann ísleifsson jarðsettur frá Þykkvabæjar- klausturskirkju í Álftaveri. Hug- heilar samúðarkveðjur sendi ég börnum hans, ættingjum og vin- um‘ J.Í. Sú fregn, að Gunnar Ólafsson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins væri fallinn frá á besta aldri, kom mjög á óvart. Þó ég vissi að hann gengi ekki alveg heill til skógar grunaði mig aldrei að orsökin væri svona alvarleg. Það fylgdi honum alltaf sá blær atorku, starfsemi og snerpu þar sem hann fór að kyrrstaða eða dauði var víðs fjarri. Gunnar Ól- afsson var óvenju vel gerður mað- ur, greindur vel og fjölmenntaður í fræðigrein sinni, landbúnaðar- fræðum, einkum öllu því er snertir næringar- og fóðurfræði búfjár. Þar hafði hann lokið æðstu prófgráðum, unnið að ýmsum rannsóknum og skrifað um þær fræðigreinar. Á sviði íslensks landbúnaðar og innan stofnunar sinnar, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, hafði honum hlotnast margvíslegur frami og verið falin trúnaðarstörf að vinna, þau síðast að vera skipaður forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins fyrir fáum árum. Það var því mikill fengur fyrir Vísindasjóð þegar Gunnar var skipaður í stjórn Raunvísinda- deildar sjóðsins árið 1978, en þar átti hann sæti til dauðadags. í því starfi komu hæfileikar hans vel fram. Hin víðfeðma þekking, sem náði langt út fyrir starfsgrein hans, en var þó laus við allan ofmetnað, og snerpa og áhugi vís- indamannsins á að athuga hvert mál til hlítar, kryfja það til mergjar og meta siðan eftir mála- Búnaðarþing: „BÚNAÐARÞING tekur harða af- stööu gegn síöustu lækkun niöur- greiöslna á kjöti og mjólkurvörutn fyrir innlendan markaö, á sama tíma og snöggur samdráttur er talinn nauðsynlegur í framleiöslu þessara vara vegna versnandi markaöa er- lendis.“ Svo segir í ályktun Búnaö- arþing, um áhrif lækkunar niöur- greiðslna. vöxtum. Samtímis var hann óvenju hlýr og mannlegur í við- móti og viðhorfi til allra mála. Það var mikil ánægja að starfa með slikum mannkostamanni sem Gunnari í stjórn Raunvísinda- deildar Vísindasjóðs. Við sem höf- um unnið með honum þar undan- farin ár þökkum honum af alúð samstarfið og þá ósérplægni og vandvirkni sem hann sýndi þar í hvívetna, við munum lengi geyma minninguna um góðan dreng. Jafnframt sendum við fjölskyldu hans okkar hlýjustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans. Eyþór Einarsson í ályktuninni segir einnig: „Sá samdráttur sem af því leiðir veldur framleiðendum nú þegar þungum búsifjum. Með lengri að- lögunartíma að breyttum bú- skaparháttum, að hluta til, gæti betur tekist að vernda byggð að þeim hagkvæmnismörkum sem eðlileg verða talin. Þá er lækkun niðurgreiðslna neikvæðari og óraunsærri á sama tíma og kaup- máttur þorra fólks í þjóðfélaginu er svo skertur að neysla land- búnaðarvara er vart orðin sá hollustugrunnur i manneldi sem nauðsyn ber til og matvælainn- flutningur eykst á kostnað dýr- mæts gjaldeyrisforða. Búnaðarþing telur því beinast að niðurgreiðslur verði auknar á ný og vill benda á að sú efnahags- aðgerð ætti m.a. að auðveida frið á vinnumarkaði og koma einkum láglaunafólki til góða.“ ^Vpglýsinga- síminn er 2 24 80 Útfaraskreytingar Kistuskreytingar, krans- ar og krossar meö stutt- um fyrirvara. Sendum um allt land. Flóra, Langhottsvegi. Sími 91-34111. Opið til kl. 22.00. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur. GUÐRÚNAR SOFFÍU GUNNARSDÓTTUR, öldustig 5, Sauöárkróki. Stefán Pálsson, Rannveig Sturludóttir, Aöalfrföur Pálsdóttír. Steinn Sveinsson, Sigurlaug Pálsdóttir, Þorkell Eggertsson. Legsteinar granít - Opéð ada •innéo kvAkf ^wwe ■■ wvp w viw og iMtgar., marmari xf. Unnarbraut 19, S*ltiamam««i, aimar 820809 og 72818. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLOMiÐ SKiPHOLTÍ 35 SÍML 322I3 Niðurgreiðslur verði auknar á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.