Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 56
aéið 9.oo-oz.ec
HTT KDfM A115 SUÐAK
LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Morgunblaðid/Júlíus
Nemendur í framhaldsskólum á Suðvesturlandi söfnuðust saman á Austurvelli síðdegis í gær. Þar var framkvæmd táknræn athöfn, skólataska í íslenzku
fánalitunum var lögð að styttu Jóns Sigurðssonar. Með þessu vildu nemendurnir mótmæla því ástandi, sem skapast hefur í skólamálum.
Framhaldsskólahald að lamast:
Á fimmta hundrað kennara
mættu ekki til starfa í gær
Tvennt flutt
á slysadeild
eftir bflveltu
FÓLKSBIFREIÐ vah á Reykjanes-
brautinni til móts við Kaplakrika í
Hafnarfirði á níunda tímanum í
gærkveldi. Tvennt var í bflnum og
var það flutt á slysadeild, en ekki
var talið að meiðsli þeirra væru al-
varleg.
Slysið vildi til með þeim hætti
að bifreiðinni var ekið upp á um-
ferðareyju, sem nýbúið er að koma
fyrir þarna, síðan fór hún á um-
ferðarskilti, endastakkst og fór
margar veltur eftir Reykjanes-
brautinni.
Bylgjan
samþykkir
samningana
naumlega
SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé-
lagid Bylgjan á Vestfjörðum
samþykkti kjarasamning þann
sem undirritaður var í Reykja-
vík í fyrradag með 26 atkvæðum
gegn 21 á fundum á ísafirði og
Patreksfirði í gærkveldi. Einn
seðill var ógildur og tveir auðir.
Þar með er verkfalli aflýst og
var gert ráð fyrir að skipin færu
út á veiðar á miðnætti í nótt.
Vilhelm Annasson, formaður
Bylgjunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að menn hefðu
verið óánægðir með kostnað-
arhlutdeildina, sem færi fram-
hjá skiptum, og hefðu menn gert
hana að umræðuefni á fundun-
um. Hann kvað menn eflaust
ánægða með það að komast á
veiðar aftur, en þetta hefði verið
erfiðara á Vestfjörðum en ann-
ars staðar, þar sem yfirmenn
hefðu einir verið í verkfalli, en
ekki undirmenn, eins og verið
hefði víðast hvar annars staðar.
árum.
Þessar upplýsingar er meðal
annars að finna í skýrslu Pálma
Ingvarssonar, markaðsráðgjafa,
til sjávarútvegsráðherra um
þróun á þorskafla íslendinga,
Kanadamanna, Norðmanna og
Alaskabúa 1980 til 1986 og
markaðshorfur fyrir fryst
þorskflök í Bandaríkjunum.
EKKI tókst að halda uppi kennslu í
framhaldsskólum landsins í gær,
nema að litlu leyti, þar sem á fimmta
hundrað framhaldsskólakennara
ákvað að hafa ákvörðun mennta-
I skýrslunni kemur einnig
fram að samdráttur í þorskafla
íslendinga og samsvarandi
breytingar á framleiðslu á árun-
um 1980 til 1983 hafi verið
143.000 lestir eða 33,4% að með-
altaii. Samdráttur hjá Norð-
mönnum hafi verið litlu minni
en aukning, 181.000 lestir, 41,7%,
málaráðherra um framlengingu á
uppsagnarfresti þeirra aö engu og
mættu ekki til starfa.
í samtölum blm. Mbl. við skóla-
stjórnendur víða um land kom
hjá Kanadamönnum. Engra
breytinga sé að vænta hjá fs-
lendingum á næstu árum en
105.000 lesta, 17%, aukningar
hjá Kanadamönnum.
Þá segir í skýrslunni, að tölur
um skiptingu þorskafla íslend-
inga eftir verkunaraðferðum og
um útflutning á frystum flökum,
saitfiski og skreið síðustu 5 árin,
bendi til til þess, að engin heild-
arstefna hafi ríkt á þessu sviði.
Skreiðarævintýrið hafi tætt
sundur markaðsstöðuna á
bandaríska flakamarkaðinum og
unnið þar óbætanlegan skaða.
Sala á óverkuðum saltfiski til
fram, að ýmist var ekki hægt að
halda uppi neinni kennslu eða að-
eins að takmörkuðu . leyti. Voru
viðmælendur blaðsins uggandi um
framhald skólastarfsins.
Portúgals hafi aukizt úr 15,3%
útflutts magns frysts fisks,
saltfisks og skreiðar 1979 í 38%
1982. Sala á frystum flökum og
blokkum hafi minnkað úr 60,7%
af þessu heildarmagni 1979 í
43% 1982.
Vandi íslendinga sé minnk-
andi þorskafli og hvernig eigi að
haga framleiðslu og sölu þorsk-
afurða þannig, að hægt sé að
velja markaði og framleiðslu-
flokka, sem gefi þjóðinni og
framleiðendum mest verðmæti
fyrir hverja lest af þorski upp úr
sjó. Vandinn sé öllu meiri þar
sem aðalkeppinauturinn á mörk-
uðunum, Kanada, styrkist og
verði stöðugt stefnufastari.
í samtölum blm. við nemendur
framhaldsskólanna kemur glöggt
fram eindreginn stuðningur nem-
enda við kennara og kröfur þeirra.
Lýstu nemendur yfir stuðningi við
kennarana á fundi sínum á Aust-
urvelli í gær.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði í
samtali við Mbl. í gær að allir
kennararnir hefðu fengið greidd
laun sín í gær.
Indriði sagði aðspurður að enn
væri litið svo á að kennararnir
væru í starfi, en fjarvist þeirra
væri óheimil. „Ég veit ekki hvort
þetta er saknæmt athæfi," sagði
Indriði, „ en það hefur verið nefnt
að miðað við að það er ákvörðun
félagsins, að standa svona að mál-
um, þá sé þetta ólöglegt verkfall."
Sigurður Líndal lagaprófessor
telur að hér sé um saknæmt at-
hæfi að ræða og vísar í 140. grein
hegningarlaga, en þar segir:
„Opinber starfsmaður, sem synjar
eða af ásettu ráði lætur fyrirfar-
ast að gera það sem honum er boð-
ið á löglegan hátt, sætir sektum
eða varðhaldi."
Sigurður segist þó hafa fyllstu
ástæðu til þess að ætla, að þessu
máli verði ekki fylgt til laga þar
sem honum virðist þeir, sem ráði
stéttarfélögum álita þau utan við
lög og landsrétt og haldast það
uppi.
Sjá nánar um kennaradeil-
una á bls. 4, og miðsíðu.
Sala þorskflaka í Bandaríkjunum 1979 til 1982:
Markaðshlutdeild íslendinga
féll úr 50,7 % niður í 26,1 %
— Hlutdeild Kanadamanna jókst á sama tíma úr 35 % í 58,3 %
ÁRIÐ 1979 var innflutningur frystra þorskflaka, í 5 punda pakkningum,
(í Bandaríkjunum) 65.700 lestir alls. Island og Kanada til samans seldu
56.300 lestir eða 85,7% af innfluttu ntagni. Samantekin sala annarra
landa var 9.400 lestir eða 14,3% af heildarinnflutningi. Hluti íslands í
innflutningum var þá 50,7 %en Kanada 35,0%. Árið 1982 seldu ísland og
Kanada 84,4% af innfluttu magni, en hlutur fslands hafði þá hrapað frá
50,7% í 26,1%. Hlutur Kanada jókst á sama tíma úr 35% í 58,3%.
Magnhlutfall þessara tveggja ríkja hefur því alveg snúizt við á þremur