Alþýðublaðið - 07.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Slómannafélagsfnndarinn. Logreglan hirðlr éróasegg, sem rnðst hafði inn á fundinn. Sjómannafélagsfundurinn á laugardagskvö 1 di'ð um Síldar- einkasöluna var hinn fjörugasti, og stóðu umræður til kl. hálf tvö um nóttina. Var fulltrúum af sildareinkasölufundinum að norð- an og vestan boðið á fundimn, og voru þeir flestir mættir. Til máls tók um einkasöluna Sigurjón Á. Ólafsson (er var málshefjandi), ÓLafur Friðriksson, Erlingur Frið- jónsson, Sigurður Ólafsson (gjald- keri Sjómannafél. Rvíkur), Jens Pálsson (form. Sjómf. Hafnar- fjarðar), Einar Olgcirsson o. fl. Voru umræður hinar fjörugustu en engum mun hafa dulist, að halJast hafi á Einar Oigeirsson og sprengingakommúnistana. Af því bæði Vísir og Morgun- blaðið hafa getið um atburð, er gerðist á fundinum, er rétt að skýra tiann nokkuð, þó raunveru- lega sé um ómerkilegt atvik að ræða. • /• Svo bar við, að Sveinn nokkur Benediktsson, er var fuiltrúi fyrir sunnlenzka útgerðarmenn á síid- ereinkasölufundinum, hafði farið þess á leit við formann félags- ins, Sigurjón Á. Ólafsson, að sér yrði leyft að siitja fundinn, en verið neitað um það. Bar þar margt til, Sveimn á heima hér í Reykjavik og mundi ekki geta gefið aðrar upplýsingar en þær sem menn vita hér. Hafði og Sveinn þessi komið fram með slíkum strákskap á síldareinika- sölufundinum, að slíks þekkjast engin dæmi hér áður; hafði neit- að að fylgja þeim fundarreglum, er nýbúið var að samþykkja, og varð engu tauti við hann komið, svo siíta varð fundi. Pegar sjómannafélagsfundurmn hafði staðið um hríð, bar einn gesturinn á fundin'um, Steindór Hjalta.ín, upp þá spurningu, hvort Sveinn Benediktsson mætti ekki sítja fundinn, en formaður svar- aði því neitandi, og hélt nú fund- urinn áfram í friði um hríð. En alt í einu vindur Sveinn Beme- diktsson sér iinn í salinn og heirnt- ar að það sé borið undir fundinn, hvort hann mætti sitja hann. Neit- aði formaður þegar að gera manni, er brotist hafci iinn á fund- inn með valdi, svo hátt undir höfði. Mundi við engan útgerðar- mann svo mikið við haft, og því síður nokkra senditík þeiírra. Var Sveinn beðinn að fara út, en hann tók því fjarri. Var þá ekki annað að gera en að láta mann þann á dyr, er svo dólgslega lét, en &f þvi þ-að er verk lögreglunnar að hirða þá, er með heimskulegu athæfi abbast upp á aðra, hvort sem framferði þeirra stafar af víndrykkju eða stórmenskubrjál- æði, þá var tafarlaust hringt til iögreglunnar, og hún beðin að :sækja mann þann, er í óieyfi var kominn inn á félagsfund. Brá lögreglan skjött við; komu tveir lögregluþjónar, er eftir nokkuð pex af hálfu Svedns komu honum út. En þó lögreglan kæmi skjótt á vettvang höfðu á meðan orðið nokkrar stimpingar, og vildu sum- irláta Svein út tafarlaust og bíðia ekki lögreglunnar, og fékk einn maður glóðarauga, sem ætlaði að hjálpa Sveini (Eriendur heitir hann). Marg.r bjuggust váð, eftir fyrri framkomu Sveins, að honum myndi nú bráðum vinda inn úr dyrunum aftur, en annaðhvort er, að menn haga sér öðru vísi, þegar menn eru viti sínu fjær af stórmenskubrjálæði en af víni, eða að Sveinn hefir ekki haft tíma til þess aÖ villast og koma aftur, því hann þurfti að hlaupa á Morgunblaðið að segja hetjusögu af sér þar, og til Vísís og skrifa langa frægðarsögu af isér í það blað. En þó bæði Vísis- og Morgun- b 1 aðs-ritstjórnin hafi haft nxeð- aumkun með þessum píslarvætti auðvaldsins, mun engiinn af máis- metandi mönnum íhaldsf'loltksins láta sér detta í hug að forsvara framfierði þessa óþroskaða ung- lings, sem af taumlausri löngun til þéss að láta bera á sér leyfir sér að þrengja sér inn á félags- ffund í banni formanns. Þess er vert að geta, að fulí- komin ró var komin á fundinn tveim minútum eftir að lögregl- an. var farin út úr dyrunum með berserkinn, og fylgdi honum eng- inn maður, sem ekki var heldur von. Stórbrnni í Vfðey f gærkveldi rétt fyrir kl. 7 brauzt eldur út í vierkamann.ahús- inu svonefndum „Glaumbæ" í Viðey. Bjuggu Í húsinu tvær fjöl- skyldur, og hafði fólkiið orðið vart við sviðalykt nokkru áður en eldurinn brauzt út, en ekki gat það greint hvaðan hún kæmij fyr en kl. um 7 vað eldurinn brauzt út við skorstein uppi á lofti. Húsið var mjög stórt, tvær hæðir úr timbii. Læstist eldurinn um það í einni svipan og brann það til kaldra kola á H/2 kluikku- stund. Kára-félagið hafði átt hús- ið, en nú var það orðið eign Út- vegsbankans eins og aðrar eitgnir þesis félags. Fólk bjargaðist út, en misti töluvert af innanstokks- munum sínum. Laust prestakall. Höskulds- staðaprestakall í Húnavatnssýslu er auglýst lausit til umsóknar með fresti ti‘l i. febrúar. I Sprengingamannaklikan og máiefni sjómanna. Sjómannafundur nokkurs konar var haldinn í Varðarhúsinu s. L miðvikudagS'kvöld, að tilhlutun kommúnista. Nefnd sú, er koisin hafði verið á kommúniistafund- inum 30. nóv. var búin að semja dagskrá fyrir fundinn og átti að taka málin fyrir hvert út af fyriir' sig. Fyrst kröfur urn útborgun til sjómanna frá einkasölunni og annað, um afnárn einkasölunnar. Þessi nefnd fól svo 2 mönnum að rita fundarboðið upp á stór aug- lýsingablöð og koma þeim út um bæinn, en þá breyttu þessir 2 nxenn allri auglýsingunni af því þeir höfðu ekki komið vilja sínum fram í nefndinni, hvaða mál skyldu tékin fyrst. Þegar á fundinn kom gat einn niefndarmaður þess, að dagskráin væri nú orðin öðru vísi heldur en nefndin gekk frá þeim, en vonaðist til að það væri hægt; að taka málin fyrir eftir þvi, sem nefndin öil hafði ákveðið. Einar Olgeirsson hóf þar fyrst klukkutíma ræðu um ágæti kom- múniista-aðferðanna, en dvaldi ekki meir en 10 mínútur við mál emkasölunnar eða kröfur sjó- manna til hennar, en gerði þó þar stórvægilega játniingu í margra manna áheyrn, semvar sú, að þegar hann á fyrsta ári einka- sölunnar, sá hvað útgerðannenin' græddu með góðri stjórn (1/2 milljón kr.) á því fyrsta ári, þá tók hann þá afstöðu að vinna á móti einkasölunni eóinis og hreinu auðvaldsfyrirtæki. En með þesisari ákvörðun sinni hefir nú þessum rnanni tekist að koma síldareinka- sölunni á kné og hlut sjómiasnnia {niður í ekki neitt, og samt vogair þessi maður sér að koma fram fyrir sjómannastéttina og þykist vera bennar málsvari. Einar var kosinn af Norðlendingum til að gæta hagsmuna sjómanna og rneð því að fyrirtækið gengi bet- ur en áður hafði veriö í þessari atvinnugrein, þýddi það, að kjör alls almennings bötnuðu. Einar siagði, að sijómenn hefÖu stilt kröfum sínum eftir þessum gróða ársins áður, en útgerðiarmenn hefðu boðið þeirn upp á að láta skipin liggja því þeiir hefðu grætt nóg árið áður. Honum var bent á það, að eftir þvi sem sjómenix visisu um betri afikomu útgerðar- imnar gerðu þ'eir hærri kröfur sér ti.1 handa, sem þýddi betri afkomu fyrir þá. Því næst kom Einar með hliuta- skiftin og afnám þeirra og viildi láta líta svo út, sem við hér fyrir; sunnan værum með þeim, en hér hiefir alt af verið ráðið upp á „premíu“ af aflamagni miðiað við verðlag, en útgerðarmenn hafa barist fyrir hlutaskiftum og ekki tekist enn að fá það fram. Á. síldveiðum hefir aftur á móti verið hlutur, og einmitt þ.ar átti Einar Olgeirsson að stuðla að betri hiut með bættu skipuiagi, en hann gekk í lið með bröskur- unum í því að eyðileggja síldar- einkasöiuna og þar írueð afkomtl sjómanna og smáútgerðarnianna. Rétt er fyrír okkur sjómennánai að varast slíkan skemdaranda. SjómaSur. Frá Siglufirði. Atvinnalaasraskf áning. Verkamannabústaðir. Alþýðublaðið hefir fiengið svo hljóðandi skeyti frá Siglufirði: Talning atvinnulauss fólks fór hér fram 25. og 26. nóvembier. Talið var frá 15. september. Skráðir voru 56 kvæntir dag- launamenn með samtalis 180 manns á framfæri sínu. Höfðu þeir alls haft 551 vinnudag [þ. e. að meðaltali undir 10 vinnudög- um hver], en 17 veikindadaga. 59 daglaunamenn ókvæntir með- samtals 6 manns á framfæri, höfðu haft samtais 496 viinnu- daga [þ. e. að mieðaltali tæpl. 8V2 hver]. 14 sjómenn kvæntir með samtals 38 manns á fram- f æri, höfðu haft samtals 60 vinnu- daga [þ. e. að meðaítali rúml. 4 daga hver], en 18 veilrindadiaga. 16 sjómenn ókvæntir með sam- tals 2 á framfæri, höfðu haft samtals 75 vinnudaga [þ. e. tæpa 5 d-aga hver í meðaltal]. 8 iðn- aðarmenn kvæntir mieð samtals 30 manns á framfæri, höfðu haft siamtals 35 vinnudaga [þ. e. rúmL 4 hver að mieðaltali], en 6 veik- indadaga. 4 iðnaðarmenn ókvænt- ir ímeð samtals 6 manns á franv færi, höfðu haft samtals 31 vinnu- dag [þ. e. tæpa 8 hver að ineöal- tali]. 1 verzlunannaður kvæntur með 4 manns á framfæri, hafði haft 11 vinnudaga. 3 verkakonur giftar með samtalis 5 manms á framfæri, höfðu engan vinnudag haft. 4 verkakonur ógiftar með samtajs 5 manns á framfæri, höfðu haft 22 vinnudaga sam- tals [þ. e. 51/2 hver að meðal- tali]. 1 kvæntur bifneiðarstjóri með 1 mann á frainfæri, hafði haft 2 vinnudaga. 1 ókvæntur bifreiðarstjóri, sem engan (ann- an) hafði á framfæri, hafði haft 5 vinnudaga. Af þessum 167 voru 128 í verklýðsfélagi.. Áður höfðu 130 manns látið skrá sig. Línuveiðarinn „Þormóður“ íór héðan á miðvikudaginn áleiðis tiil Englands, hlaðinn ísfiski, er hann keypti hér. Stofnfundur félágs til bygging- ar verkámannabústaða, samkvæmt lögum um vieTkamannabústaði,. var haldinn í gær. 1. dezembers var minst hér af söngflokknum „Vís,i“, er söng með' 50 manna blandaðri sveit, og með ræðum, er bæjarfógetinn hélt. — Skarlatssótt befir gert vart við sig í bænum, á heimilum hér* aðslæknis, hafnan arðar og lyf- sala, en er talin mjög væg. Fréttaritari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.