Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 20
20
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
EM Islandshestaeigenda:
Reglur um val á ís-
lenska landslið-
inu lítið breyttar
ÁKVEÐNAR hafa verið reglur til að fara eftir við val á landsliði tslands
fyrir Evrópumótið í hestaíþróttum, sem haldið verður um miðjan ágúst í
Hermenn í norðurflota Sovétríkjanna æfa landgöngu.
Norræn staðfesta
gegn sovéskri ásælni
— eftir Arne Olav Brundtland
Nú á dögum er Norður-Noregur eina svæðið á Norðurlöndum, sera er
jafn hernaðarlega mikilvægt og Finnland var árið 1939 þegar Sovétmenn
gerðu innrás inn í landið.
Þetta skrifar sænski embættismaðurinn Örjan Berner í nýútkominni
bók sinni „Sovétríkin og Norðurlönd — samvinna, öryggi og togstreita í
fimmtíu ár“ (Sovjet & Norden — samarbete, sakerhet och konflikter
under femtio ár, útg. Bonnier Fakta, Stokkhólmi 1985). Bókin kemur
einnig út á ensku. Berner starfar nú fyrir sænsku utanríkisþjónustuna.
Hann hlaut styrk til náms við Harvard-háskóla og skrifaði bókina þar.
Höfundurinn leggur áherslu á að í bókinni komi eingöngu fram persónu-
legar skoðanir hans. Þótt bókin sé stutt og hnitmiðuð geymir hún mikinn
fróðleik og ekki spillir fyrir að Sverker Aström, þekktur sænskur embætt-
ismaður, skrifar formála að henni.
Svíþjóð.
í fréttatilkynningu frá EM-
nefnd segir að sjö hestar fari utan
að venju og verða þeir valdir sem
hér segir:
1. Stigahæsti keppandi úr tölti,
fimmgangi, hlýðnikeppni og 250
metra skeiði eða gæðingaskeiði.
2. Stigahæsti keppandi úr tölti,
fjórgangi, hlýðnikeppni og víða-
vangshlaupi.
3. Stigahæsti keppandi úr tölti
og fimmgangi.
4. Stigahæsti keppandi úr tölti
og fjórgangi.
5. Stigahæsti keppandi úr
flmmgangi og 250 metra skeiði og
gæðingaskeiði.
6. Skeiðhestur sem náð hefur að
skeiða 250 metra vegalengd á 23,0
sek. þarf að skila einum spretti í
úrtöku undir 24,0 sek.
7. Hlutfallslega stigahæsti
keppandi úr einni eftirtalinna
keppnisgreina: tölti, fjórgangi eða
fimmgangi.
Nái enginn skeiðhestur settum
lágmörkum verður valinn næst-
stigahæsti keppandi f fimmgangi
AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í
Reykjavík beinir því tU stjórnar
bandalagsins, að það hlutist til um
að I skólum Reykjavíkur verði efnt
til hugmyndasamkeppni um hvernig
bæta megi og fegra umhverfl í borg-
inni.
Að Bandalag kvenna í Reykja-
vík gangist fyrir verðlaunaveit-
og skeiði. Keppendur verða valdir
í þeirri röð sem hér er getið.
Haldin verður ein úrtökukeppni
með tvöfaldri umferð og verður
árangur úr báðum umferðum lát-
inn gilda við valið. Hver þátttak-
andi má vera með tvo hesta fyrri
dag úrtökunnar en aðeins einn
seinni daginn. óheimilt verður að
skipta um knapa á hestum eftir að
keppni er hafin.
Úrtakan verður haldin á Viði-
völlum, félagssvæði Fáks, dagana
5.-6. júlí nk. Keppendur þurfa að
hafa skráð sig fjórtán dögum fyrir
keppnina og er skráningargjald
2.500 kr. á hvern hest. óheimilt er
að mæta með yngri hesta en sex
vetra í keppnina.
Ákveðin hafa verið lágmarks-
stig til að öðlast þátttökurétt í úr-
tökunni og eru þau sem hér segir:
Fjórgangshestar: tölt 70 stig,
fjórgangur 40 stig.
Fimmgangshestar : tölt 60 stig,
fimmgangur 50 stig og gæðinga-
skeið 55 stig.
Lágmarksárangur þarf að hafa
náðst á löglegu íþróttamóti.
ingu í viðurkenningarskyni fyrir
bestu hugmyndir að mati þar til
kvaddrar dómnefndar.
Þessi samkeppni um bætt um-
hverfi á vegum BKR verði framlag
bandalagsins til Reykjavikurborg-
ar og þar með félagssvæðis síns í
tilefni af 200 ára afmæli Reykja-
víkurborgar, 18. ágúst 1986.
Leningrad
Samanburður á stöðu Finna á
fjórða áratugnum og Norð-
manna nú á dögum hefur löng-
um sett mark sitt á öryggismála-
umræðuna í Noregi. Landamæri
Finnlands og Sovétríkjanna lágu
svo nærri Leningrad að Stalfn
taldi að öryggi borgarinnar væri
ógnað. Því áleit hann nauðsyn-
legt að færa þau lengra til vest-
urs. Stalín taldi hættu á að Þjóð-
verjar hernæmu Finniand og
gerðu þaðan árás á Sovétríkin.
Þannig hófst strfð milli Finna og
Sovétmanna, sem nefnt hefur
verið Vetrarstrfðið. Niðurstaða
Berners er sú að stefna Sovét-
manna gagnvart Finnlandi hafi
verið röng, en hann bendir á að
stórveldi jafnt sem smáríki geri
oft mistök við mótun utanríkis-
stefnunnar.
Finnmörk
Samanburður Berners á
Norður-Noregi og Finnlandi er
einungis ábending. Bók hans
fjallar aðallega um hlutverk
hersvæða Sovétmanna umhverf-
is Leningrad og á Kolaskaga og
um mikilvægi Finnmerkur. Saga
og landafræði skipta miklu við
mótun öryggisstefnu Sovét-
manna. Þeir hafa ekki gleymt
því að herir Hitlers héldu frá
Norður-Noregi þegar árásin á
Murmansk var gerð í seinni
heimsstyrjöldinni. Árás Þjóð-
verja olli miklum skaða en þeim
tókst ekki að hernema Murm-
ansk. Ef til vill eykur þessi stað-
reynd öryggistilfinningu Sov-
étmanna.
Þrátt fyrir að draga megi
lærdóm af sögunni hefur slfkur
samanburður í raun takmarkað
gildi. Hættan á að fjendur Sov-
étmanna myndu nýta sér
Finnmörku til að gera árás til
austurs er hverfandi lítil. Á
þessu svæði eru yfirburðir Sov-
étmanna of miklir. Ef Sovét-
menn óttast um öryggi hernað-
Bandalag kvenna:
Samkeppni um fegrun
Reykjavíkur á afmælinu
35 ár með íslenskum sjómönnum
Rætt við Palle Grönvaldt skipshandlara
— eftirGuðnýju
Bergsdóttur
Þeir eru margir fslensku sjó-
mennirnir á kaupskipaflotanum,
sem koma til Kaupmannahafnar
ár hvert — og allir hafa þeir sam-
band við skipshandlara. Aftur á
móti eru það ekki margir sjómenn,
sem til höfuðborgar Dana koma,
sem ekki þekkja Palle Gronvaldt
skipshandlara. Hjá honum voru
þeir vanir að panta allt til skips-
ins, vistir og varahlutir, en einnig
allt annað milli himins og jarðar,
frá jólagjöfum til trúlofunar-
hringa! Palle sér um innkaupin,
pakkar vörunum inn og stendur
sjálfur með þær á hafnarbakkan-
um þegar lagt er að. Stundum
kemur hann út f bát, ef tfmi gefst
ekki til að leggja að. En nú er það
liðin tíð. Palle, sem verður sextug-
ur 15. mars, hættir störfum sem
skipshandlari 1. aprfl. Og það er
ekki aprílgabb — segir hann sjálf-
ur!
Sjómennirnir hafa átt góðan vin
þar sem Palle Granvaldt er, og
ekki er að efast um að hann hefur
hjálpað mörgum. En um það vill
hann ekkert tala sjálfur. Einn
kunningja hans sagði, að ef Palle
skrifaði endurminningar sfnar —
35 ár með íslenskum sjómönnum
— þá myndi hann stórgræða á
þeim, en sennilegast myndi hann
græða enn meira, ef hann skrifaði
þær ekki!
Þegar Palle Gronvaldt var sótt-
ur heim fyrir nokkrum dögum, var
hann stáíhress eins og vanalega,
jafnvel þótt hann væri fótbrotinn!
í hálkunni fyrir um það bil mán-
uði rann hann og datt þegar hann
var að setja bensín á bílinn. Og má
ekki stíga í fótinn. En hin fræga
danska kfmni lætur slíkt ekki á
sig fá og Palle vinnur nú bara
heima f staðinn. En gefum honum
orðið.
Fyrst með
„herra Bruun“
nÉg byrjaði að vinna hjá Oscar
Rolffs Eftf. þann 1. aprfl 1950. Þá
Palle Grönvaldt. — Kunningjarnir
fjölmörgu kannast við hið hlýja og
glettna bros.
var fyrirtækið til húsa f kjallaran-
um við Sankt Annæ Plads í Ný-
höfninni. Til að byrja með hafði ég
að mestu samband við þýsk, hol-
lensk og dönsk skip, en pakkaði
einnig niður vörum eftir pöntun-
um frá fslensku skipunum. Það
var „gamli" Bruun — eða „herra
Bruun“ eins og íslendingarnir
kölluðu hann alltaf, sem hafði tek-
ið á móti pöntununum. Þannig
byrjaði ég að koma um borð f ís-
lensku skipin," segir Palle.
„Oft þurfti að skipa vörunum,
vegna þess að þær pössuðu ekki
þegar til skips kom. Þá voru skipin
ýmist með 110 eða 220 volt og
oftast var þetta aldrei nefnt í
pöntunum né önnur atriði, sem
nauðsynlegt var að fá að vita. Vél-
stjóri á skipi þá var fullviss um að
hans skip væri það eina sem ein-
hverju máli skipti f heiminum —
og þar af leiðandi hlytu allir að
vita á hverju hann þyrfti að halda!
Reyndar fyrirfinnast enn nokkrir,
sem hafa þessa skoðun!"
Palle Gronvaldt fylgdist sem
sagt með Bruun um borð i islensku
skipin og smám saman safnaði
hann saman nauðsynlegum tækni-
legum upplýsingum um hin ein-
stöku skip í sambandi við vélar,
straumleika, fatningar, lampa og
margt annað. Fljótlega varð því
ekki naðsynlegt að skifta hlutun-
um svo oft við pantanir eins og
áður.
Þeir skildu hvað
ég var ad fara
Um leið kom áhuginn að læra
íslensku.
„Ég fór reyndar í tvo kennslu-
tima í íslensku hjá Bjarna Einars-
syni, en við gáfumst upp — báðir.
Eg borgaði þessa tvo tima með
einum kassa af eplum!
Karl Sigurðsson, sem þá stund-
aði nám við veitingaskóla í Kaup-
mannahöfn — seinna bryti hjá
Eimskip og nú kaupmaður á Akra-
nesi — kom til mín á hverjum
miðvikudegi — ásamt öðrum
ógiftum náungum — og kenndi
hann mér mörg fslensk orð, án
þess þó að aðaláherslan væri lögð
á málfræðina. Það var Ifka ná-
kvæmlega það, sem ég hafði þörf
fyrir.
Á skipunum var það aðallega
Jón örn Ingvarsson hjá Samband-
inu, sem reyndi að kenna mér þær
setningar og orðatiltæki, sem ég
hafði mest þörf fyrir í sambandi
við pantanir. Til allrar hamingju
hef ég aldrei verið feiminn, svo ég
tók það ekki nærri mér, þegar allir
veltust um af hlátri i hvert skipti
sem ég sagði eitthvað rangt. En
svo mikið er víst, þeir skildu