Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ1985 23 Tvær alveg eins úr Garðabæ, Hugrún og Heiðrún. Minningartónleíkar — Markmiðin voru mörg með að koma upp i ölver, m.a. að hitta aðra krakka, kynnast trúnni bet- ur, lofa Drottinn, heyra aðra krakka sogja frá sinni trúar- reynslu ti' að uppbyggjast sjálf eða þá bara til að hitta nýja stráka, eins og ein orðaði það. Sumir þessara krakka voru á fermingaraldri og eiga að ferm- ast í vor. Meðal þeirra voru Kris; in og Margrét úr Garðabæ. Krakkarnir hafa eitt- hvað fram yfir okkur Þær sögðust hafa komið á mót- ið til þess að reyna að finna Guð. Og hvernig tókst það? — Við vorum að hugsa um að hætta við að láta ferma okkur af því að við tryðum ekki á Guð, en síðan fórum við að hugsa um það, að e.t.v. gætum við fundið Guð áður en athöfnin yrði. Við sóttum fundi í æskulýðsfélaginu í Garða- bæ og líka hjá Kristilegum skóla- samtökum til að leita Guðs sem víðast. Okkur fannst ekki nóg að sækja fundi einu sinni í viku í Garðabæ. Þegar við heyrðum um, að þetta mót ætti að vera hér í Öl- ver, þá fannst okkur sjálfsagt að fara. Það er eins og að krakkarnir sem hafa trú á Krist á mótinu hafi eitthvað fram yfir okkur, eru einhvern veginn hamingjusamari en við. — Finnst ykkur þið vera nær Guði eftir að hafa verið á mót- inu? — Þegar við komum á mótið, þá var Guð lengra frá okkur held- ur hinum krökkunum. Núna skiljum við betur, hvað er á ferð- inni og höfum dregizt nær Guði eftir að hafa verið á móti sem þessu. Hérna eru margir, sem eru fermdir og þau eru svo nærri Guði. Við öfundum þau af að geta lyft upp höndum, þau eru frjáls, skammast sín ekkert, en við get- um ekki gert það, því við getum ekki hræsnað. Mörgum finnst þetta já fyrir framan altarið vera saklaust, en fyrir okkur þá er það töluvert og við viljum vera heilar í því að segja jáið. Okkur finnst eins og að mótið hafi hjálpað okkur í þvi að vera það, og sem meira er um vert, fært okkur nær Guði. Pétur Þorsteinssoa er guðfræðing- ur að mennt. í upphafi vill undirritaður biðja lesendur að virða það til betri vegar, þó þessi pistill verði persónulegri en venjulega gerist. Það er tæpast hægt að fjalla um leik meistara Serkins, án þess að verða upptekinn af eigin upplifun. Ég man er Serkin kom til ís- lands í fyrsta sinn og lék með Adolf Busch. Hvort það var f sama skipti að Serkin lék Pathet- ique-sónötuna eða seinna, er hann kom einn til landsins, man ég ekki. En svo vildi til, að um þetta leyti var ég sjálfur að æfa meistaraverk Beethovens. Það sem gerðist er trúlega ekki óal- gengt, en fyrir mig var þetta upp- götvun á þeim reginmun hvers- dagsins og þeirri stundu, er allt virðist slegið galdri „kraftbirt- ingarhljómsins". Þarna stóð ég á tröppunum upp að Parnassum. Skyndilega opnast fyrir mér dýrð hinnar algerðu fegurðar og ég finn að ég er óverðugur. Svo mikil áhrif hafði þessi flutningur á mig að ég gekk fjörur fram undir morgun og enn skynja ég dvergmál stundarinnar djúpt í huga mér. Fyrir mér er það því eins konar lok sögu, er ég kann f raun ekki að segja, að heyra meistara Serkin leika þetta verk. Inn í þessa sögu, sem að efni til hefur umhverfst f hljóma og lag- brot, minnumst við þess að annar maður tengist þessari sögu, mað- ur sem ef til vill hefur skynjað sig óverðugan, en þó fundið innra með sér hvernig undursamleiki mikillar listar getur sest að sál Rudolf Serkin manna og að dvergmál undursins verður það eina sem skiptir máli að eiga sér. Það sem sé skiptir máli, að muna með sér þessi gullslegnu augnablik, varðveita þau sér til sáluhjálpar og það gerði maðurinn sem við minn- umst með þessum tónleikum og því er upplifun okkar, samleikur við meistaralegan leik Serkins, þar sem allt stefnir til einnrar og ópersónubundinnar upplifunar „kraftbirtingarhljómsins". Verkin á efnisskránni eru táknræn fyrir þessa sögu. Samof- in sorginni, er vinar kveðjan og síðasta verkið er ábending um að lífið haldi áfram, að enn séu mörg verk óunnin og að minning fái fyrst merkingu með því að halda verkinu áfram, þaðan er frá var vikið um stund. Þannig skynja ég efnistök Serkins með Sónötu „Pathetique", op. 13, „Das Lebe- wohl“ sónötunni, op. 81 a og síðast „Diabelli" tilbrigðin, þar sem lítið stef verður f handgerð Beethov- ens tröllaukið meistaraverk. Þetta verk er táknrænt fyrir þann bautastein er Ragnar Jóns- son reisti sér með starfi sínu. Að rita um leik Serkins er í raun til- raun til að ætla sér annan stað í þrepunum upp að Parnassum en neðst neðanundir. Serkin er ekki aðeins mikill listamaður, heldur hefur hann drukkið af þeim rót- arsafa er menning Evrópu hefur gerjast í, römmum og dísætum en lífsþrungnum. Það er því ekki annað en að þakka fyrir sam- fylgdina og Ragnari Jónssyni fyrir að hafa haldið uppi ljósi fyrir fólki, er átti stutta samleið með honum um krókastigu þessa undarlegu lífstilveru. Og þar með bið ég ykkur að hafa mig afsakaðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.