Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 43 Jóhann B. Jóns- son - Minning Jói frændi er farinn yfir móð- una miklu. Hann var einn af þess- um þöglu hetjum þessa lands, sem vinna sitt starf og skila sínu hlut- verki í lífinu hávaða- og möglun- arlaust. Jói var óhemju duglegur og at- orkusamur maður. Hann vann oft langan vinnudag og stritaði mikið. Það sem hjálpaði honum til að halda heilsu gegnum öll þessi ár og allt þetta strit, var, að hann var óvenjulega reglusamur maður. Hann fór til dæmis jafnan snemma að sofa á kvöldin, jafnvel fyrir kl. 9. Hann reykti ekki tóbak né drakk vín. Jói var einnig ein- hleypur alla ævi en samt engin mannafæla. Jói var einn af þessum fáu mönnum nú um stundir sem aflaði fjár hraðar en hann eyddi. Hann barst samt aldrei á i lifinu né bjó ríkmannlega. Hann hafði jafnan vaðið fyrir neðan sig og átti vara- sjóð til vondu áranna. Þetta er sjaldgæfur kostur hjá hinum al- menna borgara nú á tímum. Minnugur er ég þess eitt sinn er Jói var að fara austur á land á nýja Volvonum sinum í sumarfrí með fjölskylduna. Hann var mikill náttúrudýrkandi eins og fjöl- skylda hans öll reyndar og fór gjarna á sumrin í langar útilegur upp um fjöll og fyrnindi. I þetta sinn ætlaði hann heim á æskuslóðir fjölskyldunnar í Loð- mundarfjörð. Daginn áður en ferðalagið hefst verður hann fyrir því óhappi að lenda á árekstri á nýja fína bílnum sínum og stór- skemma eða hálfeyðileggja hann. Jóhann lét það samt ekki aftra sér frá því að fara í ferðina. Hann átti varasjóð. — Hann labbaði sig ein- faldlega uppá í umboð dró upp budduna og keypti annan Volvo eins og þann sem hann eyðilagði. Síðan var lagt af stað, og er ekki annað vitað en ferðin hafi gengið að óskum eftir það. Jói náði meðalaldri íslenskra karlmanna eins og hann er skráð- ur í opinberum skýrslum. Hann valdi sér ævistarf sem reyndi mik- ið á líkamlegt þrek hans, og um tíma leit út fyrir að erfiðið ætlaði að skemma heilsu hans varanlega. Fyrir tilstilli tækniframfara í læknavísindum tókst að koma Jó- hanni aftur á fætur eftir nokkra uppskurði í mjöðm og lærum. Tók hann þá aftur til við fyrri iðju og komst nánast til fullrar heilsu. Mesta afrek Jóa um dagana var sennilega það hvernig hann stóð að því að skilja við þett líf. Við hin sem fáum að vera eftir um sinn megum mikið af því læra. Svo vill til að Jói vissi með góð- um fyrirvara að vist hans myndi senn ljúka hér. Hann tók þeirri vitneskju með miklu jafnaðargeði. I stað þess að æðrast eða leggjast í þunglyndi eins ýmsir hefðu sjálfsagt gert, þá tók hann sig til á meðan tími var til og heilsan leyfði og fór í sérstakt ferðalag um landið til að kveðja vini sína og skyldmenni og gekk síðan frá öllum sfnum málum þannig að hann skuldaði engum neitt og eng- inn hefði neitt uppá hann að klaga. Þegar hann hafði lokið við að ganga frá sínum málum við sam- ferðamenn sína var hann tilbúinn til að taka á við næsta verkefni, að kveðja þennan táradal. Hann tók Skoðanakannanir í Svíþjóð: Jafnaðar flokkurinn sækir í sig veðrið Stokkbólmi, II. mirx. Fri fréttariura MornaabUAniim. Jafnaðarflokkurinn sænski sækir { sig veðrið og vinnur jafnt og þétt á forskot borgaralegu flokkanna, sam- glettni og vilja til að túlka einfald- ar sálir í sannleiksleit. Það er að vísu ekki nema annar þeirra sem í alvöru veltir fyrir sér spurningum um sannleik og lygi, hvað sé blekking og hvað ekki, en hinn nægjusami og fávísi smitast af fé- laga sinum. Gleðikonur þeirra Ragnheiðar Thorsteinsson, Unnar Magnús- dóttur og Rósu K. Benediktsdóttur eru skemmtilegar týpur túlkaðar af einlægri leikgleði. 1 söngnum náðu þær góðum árangri. Ólafur Birgisson leikur Nakinn mann sem er í felum í öskutunnu eftir að hafa lent í því að þurfa óvænt að flýja frá viðhaldinu. Þetta er fínn maður heldur betur í vanda staddur. Hann þarf að reiða sig á hjálp götusópara og Manns i kjólfötum. ólafur sýnir okkur vandræðaskap Nakta mannsins. Ekki síðri er Valdimar Óskarsson í hlutverki Manns i kjólfötum. Geirlaug Magnúsdóttir er hressi- legur Lögregluþjónn. í litlum, en litríkum hlutverkum eru Björn G. Markússon, Birgir Bárðarson, Skarphéðinn Gunn- arsson og Sigrún Linda Ström. Hljóðfæraleikur var vel af hendi leystur, leikmynd áhugaleik samboðin og sömuleiðis lýsing. Þegar á allt er litið verður ekki annað sagt en Valgeir Skagfjörð leikstjóri geti verið ánægður með sýninguna. Sem betur fer hefur hann valið þá leið að ofbjóða ekki óreyndum leikurum. Einþáttung- ur eftir Fo er alveg nógu erfitt verkefni. kvæmt tveimur nýjum skoðanakönn- unum um fylgi stjórnmálaflokkanna. Ganga Svíar til kosninga í septem- ber og getur margt skeð í millitíð- inni. Tvær stofnanir, sem fram- kvæma skoðanakannanir í nafni Gallupstofnunarinnar, birtu um helgina niðurstöður nýjustu kann- anna sinna á fylgi flokkanna. Samkvæmt þeim báðum njóta borgaraflokkarnir fylgis meiri- hluta kjósenda, en saxast hefur á forskot þeirra frá því fyrr í vetur. Samkvæmt annarri könnuninni er forskot borgaraflokkanna 5%, en hálft prósent, samkvæmt hinni. Ekki er um að ræða neinar veru- legar breytingar á fylgi flokkanna, miðað við fyrri kannanir. Jafnað- armannaflokkurinn styrkir þó stöðu sína fyrst og fremst á kostn- að Miðflokksins, flokks Thorbjörn Fálldin fyrrum forsætisráðherra. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, simi 82895. því með sömu rósemi og æðruleysi og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur, og honum lánaðist að yf- irgefa þennan heim án þess að nokkurn skugga bæri á hetjulund hans og virðugleika. Megi sem flestir taka sér líf hans til fyrir- myndar. Blessuð sé minning hans. Reynir Hugason Dóttir min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN MARÍA SIGÞÓRSDÓTTIR, Kleppsvegi 38, veröur jarösett frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. marskl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag islands. Sigríöur Jónsdóttir, Höröur Sigurjónsson, Rannveig Ingvarsdóttir, Sigþór Sigurjónsson, Kristfn Sophusdóttir, og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við fráfall eigin- manns mins, tengdafööur og afa, CARLSGUNNARSROCKSÉN, fyrrverandi vararæóismanns. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Land- spitalans, Hátúni 10B, 4. hseö, fyrir góöa umönnun. Helga Rocksén, Karl-Erik Rocksén, Halldóra Ásgrfmsdóttir, Helga Karlsdóttir, Ásgeröur Karlsdóttir, Gunnhildur Karlsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.