Morgunblaðið - 17.03.1985, Side 62

Morgunblaðið - 17.03.1985, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 ný til móts við þá, með því að fylgja í auknum mæli framsækn- um stefnum i myndlist og að- standendum þeirra. Ég vil lita á þessi viðbrögð í samhengi við það, sem gerst hefur að undanförnu, og bendir til þess að rofinn þráður verði knýttur á ný. Á meðal þeirra listamanna, sem eiga verk á Húsa- vík, eru tveir, er sátu Skálholts- ráðstefnuna, þeir Leifur Breiðfj- örð glerlistamaður og Einar Há- konarson listmálari. Igrein sinni í Kirkjuritinu undirstrikaði Einar það viðhorf, sem hér er að vikið, með eftirfarandi orðum: „Hús Guðs skal vera meira en skurnin tóm, þar skal vera lifandi mynd- list nútíðar, frjó og óvægin, ekki eingöngu flatar sunnudaga- skólamyndir, þar sem Kristur er strokinn og sléttur, heldur Kristur sem hluti okkar sjálfra." IX Fjölbreytt verk Síminn hringir hvað eftir ann- að, meðan við sitjum í stofu hjá Gunnari Rafni og Steinunni. Menn eru að láta vita af send- ingum sínum eða þá að hringt er ofan úr Safnahúsi. Gunnar tekur utan af vatnslitamynd eftir ungan myndlistarnema frá Húsavík, Gunnar J. Straumland, lífleg mynd af knattspyrnumönnum i leik og henni fylgir eftirfarandi kveðja: — í læknishendur ljúft er mér listaverk að bjóða, ef það, eins og ætlað er, ykkar skapi gróða. „Fljúgum hærra* heitir hún, held ég gerð meö vatnslitum. Lagleg er í loftunum lipurðin hjá strákunum. — Dyrabjalla hringir og brátt fylgir húsfreyja öldungi til stofu. Hógvær og hýr heilsar hann okkur og réttir Gunnari Rafni poka, sem hann ber með sér. — Kannski þú getir notað þetta dót —, segir hann lágt. Gunnar dregur hvern kjörgripinn á fætur öðrum upp úr pokanum: útskorinn prjónastokk, nálhús og snældur. Handbragðið er frábært. — Þetta er íslenskt birki, — segir maðurinn. — Ég get þó ábyrgst að efnið er gott. — Enginn verður svikinn af þessum listaverkum öldungsins, sem er Sigurður Jakobsson frá Kollavík. Ég spyr Gunnar að því, hve fjöl- 'breytt verk verði á sýningunni. — Þar getur að líta olíu- og acryl- málverk, vatnslitamyndir, ljós- myndir, pastelmyndir, grafíkverk, höggmyndir, vefnað, taumálun, útskorna muni og prjón. Lista- mennirnir búa víða: Hér á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum, á Akur- eyri og Reykjavík, Ákranesi, Kópavogi, Hvammstanga, Siglu- firði, Sauðárkróki, Vestmannaeyj- um, Árnessýslu og í Fljótshlíð. Við opnun sýningarinnar munu tón- listarmennirnir Vilhelm Baldurs- son og Úlrik ólafsson leika ljúfa jasstónlist og Hótel Húsavík og Mjólkurstöð KÞ annast veitingar gestum til hressingar. — Hvenær á svo að hefja fram- kvæmdir við Vestmannsvatn? — Þær eru þegar hafnar. Snæbjörn Kristjánsson smiður vinnur þar með a.m.k. fjórum mönnum við gagngerar endurbætur á aðal- byggingunni. Og nú vona ég að þeir geti haldið áfram. Ég hef trú á, að í framtfðinni verði aðstaða svo góð í sumarbúðunum, að hægt verði að ráða fastan starfsmann, framkvæmdastjóra, sem verði þar búsettur allt árið, og jafnframt verði þar starfsemi jafnt sumar sem vetur. — Hér erum við komnir að miklum áformum, sem ekki verður fjallað um í stuttu máli og því verður staðar numið. Viðhorf og aðgerðir yfirlæknisins á Húsavík vekja bjartsýni og ég hef sannfærst um það, að hann hefur svarað köllun, sem leiðir til blessunar. Það lá við að ég gleymdi að kveikja bílljósin, þegar ég ók af stað heim á leið. Enn er hitastillta baö- blöndunartækið frá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsemtil þekkjanjótagæða þeirraogundrast lágaverðið. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, REYKJAVÍK. ^^TæÖRIHN VELTUSUND11 mamma Sjáðu Tops skóna mína 9 P6**2íum Barnaskor ur mjúku leöri Litir: hvítir og bláir Kr. 648,00 Litur: rautt Stæröir: 22-30 Verð: A 450.00 .Æm Þér líður betur með skattframtalið - og samviskuna-í lagi Að telja rétt fram er leið til að komast hjá óþarfa áhyggjum og streitu sem jafnan fylgir óheilindum og óreiðu í fjármálum. Auk fjölmargra breytinga og leiðréttinga sem skattstjórar landsins gera á skattfram- tölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda félaga og einstaklinga til sérstakrar rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360 mál í athugun. Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið skattahækkanir svo milljónum skiptir. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.