Alþýðublaðið - 11.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1931, Blaðsíða 2
*. 2 | r.' ALPÝÐUBLAÐIÐ Nokkur orð til Gnðmnndar Hannessonar. Flestir menn eru misvitrir, og mér finst grein Guðmundar Hann- essonar í Lesbók Morgunblaðs- ins um daginn benda á að hann sé pað. Ég þekki reyndar ekki Guð- mund Hannesson. En af þvi ég trúi á stóru orðin, og Guðmund- ur er prófessor, þá geng ég út frá því að hann sé þó að minsta kosti stundum vitur, þó áminst grein hans, „Stóridómur", sýni, að hann sé það ekki alt af:. Stóridómur átti rót sína að rekja til heimskulegra truar- bragðalegra skoðana, og átti ekki að vinna á móti neinu, sem Guð- mundur Hannesson, né ég, sem þetta skrifa, né þú, sem þetta lest, álítum hættulegt þjóðinni. En bannlögunum var ætlað að vinna bug á drykkjuböli'nu, sem bæði ég, þú lesari, og Guðmund- ur játar, að hafi gert margan góðan dreng að óreiÖumanni, stytt líf margs manns, sem okk- ar fámennu íslenzku þjóð var eftirsjá í, ef hann hefði vierið reglumaður, og grætt marga góða móður. Grætt, segi ég, en ég sé nú að ég hefi tekið alt of vægt til orða. Ég hefði miklu heldur átt að segja pínt til dauða marga góða móðurina, systurina, eða eigin- konuna, sem sá soninn sinn, bróð- urinn eða föður barnanna sinna breytast smám saman af áhrif- um drykkjubölsins frá því að vera vænn maður og verða að viljalausu ómenni. Hvaða álit sem Guðmundur kann að hafa á banninu, verður hann að játa, að drykkjubölíð sé staðreynd, en það, sem Stóri- dómur hafi átt að vinna á móti, hafi hjá því verið hindurvitni. Par sem Guðmundur fer að romsa upp aftökur í sambandi við Stóradóm, þá er annað hvort um geysilegt lýðskrum að ræða hjá honum, þ,ar sem hann í staö þess að glöggva málið fyriir al- menningi reynir að gera almenn- ing heimskari, eða þá að Guð- mundur er eins og ég sagði mað-. ur mjög, já, mjög misvitur. Að kenna banninu um drykkju- skapinn á ísiandi er nákvæmiega sams konar röksemdafærsla eins og að kenna læknavísindunum um dauða þeirra, er draga síð- ustu andartök sín á skurðarborði, Það er kunnugt, að það kemur fyrir, að einstaka menn, sem lengur hefðu getað lifað, koma dauðir af skurðarborðinu. En mér er sem ég sjái frarnan í Guðmund og heyri þessi hár rísa, sem sýnd eru vinstra megin á höfði hans á myndinni af honum í Lesbókinni, ef einhver færi að tala svo óviturlega, að hann færi af fyrgreindum ástæðum að reyna að rífa niður læknastéttina. Og ég mundi satt að segja ekki verða neitt hissa á þessu skritna and- liti, sem ég veit að Guðmundur mundi setja upp. Þegar ég athuga hagfræðistölur Guðmundar, trúi ég varla að hann geti farið með þær sem hann fer, og þó haldið að hann sé að fara með rétt mál. Mér dettur því aft- ur í hug að hér sé um lýðskrun?1 að ræða; það er að viljandi sé hann að villa almenning. Eða gat- ur það verið, að vísindalega mentaður maður geti verið svona misvitur ? Guðmundur tilfærir hvað flutt hafi verið ti)l landsins að meðal- tali á árunum 1906—10 áf öli, vinanda og vini, og svo aftur hvað flutt hafi verið inn 1929. Ölið hefir þá eftir þvi sem Guð- mundur tilfærir (með framleiðslu á óáfengu íslenzku öli) aukist uin helming, vínandi minkað úr tæpl. 108 þús. lítrum niður í 30 þús. lítra, svo þetta tvent getur ekki sýnt annað en miikið minkaða á- fengisniautn. En svo er vínið. Það var á ár- unum 1906—10 að meðaltali 48 þús. lítrar, sem innfluttir voru, en það voru nál. 188 þús. lítrar, sem fluttar voru inn 1929. Það er síður en svo, segir Guðmundur, að bannlögin hafi losað okkur við áfengisnautnina. En við þessar tölur er ýmislegt að athuga, til dæmis það, að tölurnar sýna ekki hvað flutt hefði verið inn af vini, ef engin takmörkun hefði verið eða bannlög. Á árunum 1906 —1910 voru fluttar inn útlendar vörur fyrir 111/2 milj. kr. að með- altali árlega. En árið 1928 (ég hefi ekki við hendina árið 1929, sem Guðmundur tilfærir, en það breytir engu verulegu) voru flutt- ar inn útlendar vörur fyrir 64 millj. króna. Þetta þýðir það, að á þessum árum hafa íslendingar breytt geysilega um lífsvenjur, þannig að þeir‘eru farnir að nota næstum sex sinnum meira en áð- ur af útlendum varningi, svo töl- urnar sýna einmitt, að flutt er inn tiltölulega miklu minna af vínum en áður, það er 1928 ekki nema helmingi meira (96 þús. lítr- ar) en á árunum 1906—10. Það er með öðrum orðum: Erlendur varningur margfaldast á þessu tímabili yfirleitt með tölunni 6, en vínið ekki nema með tölunni 2. Ég vil taka fram, að skýrslur frá árinu 1929 kunna að breyta þessu eitthvað, en mikið getur það varla verið. Ég er ekki svo kunnugur skýrslunum, að ég þori að full- yrða, að vínið, sem talið er að innflutt sé 1906—10 sé aðallega brennivín, sem eins og við Guð- mundur vitum (og þú lesari) er mjög áfengt. En ef svo skyldi vera, breytir það í enn fjarstæð- ari átt því, sem Guðmundur vildi láta tölurnar sanna, því vínið, sem talið er 1928, er ait Sþánar- gutl, og mest í „extra“-útþynn- ihgu eins og Brandi líkar það bezt „fyrir fólkið". Ég get hugsað mér að Guð- mundur muni segja, að það komj ekki öll kurl hér til grafar, því mikið muni vera flutt inn i laind- ið í laumi. En því er að svara, að þar sem hár tollur var kom- inn á vín árin 1906—10, en toll- eftirlit var þá bókstafléga ekki neitt, held ég að óhætt sé að gera ráð fyrir að hlutfallslega hafi veriö laumað inn eins mikiu þá og nú, og mér er nær að halda meiru. Þar sem Guðmundur tilfærir hjónasldlnaðina og hvað þeim hafi fjölgað, það er úr 12 árlega að meðaltalii árin 1911—15 upp í 37 árið 1928, þá er hér um fyrir- brigði að ræða, sem er þekt úr öllum mentalöndum. Fólk er far- ið að sjá, að það er betra að skilja en að lifa saman í ósam- lyndi, ef hugirnir eru ekki lengur samhneigðir, og ef mér þætti það taka því, gæti ég tilfært lönd, þar sem ekkert bann er, þar semi hjónasikllnaðiir hafa aukist enn ör- ar en hjá okkur .En svona rök- semdafærsla eins og þessi hjá Guðmundi er lítt fyrirgefanleg hjá vísindalega mentuðum manni. Því líklegast dettur Guðmundi þó lek/ci í hug að segja, að ef vinið væri gefið hér alveg laust. mundi hjónaskilnuðum fækka? Guðmundur segir að meðan fólkið vilji fá áfengi, geti það ætíð veiitt sér það. Þetta er rétt. En það er líka rétt, að meðani einhver vill stela, þá muni líka verða hægt að stela, og meðan einhver vilji drepa mann, þá verði líka hægt að drepa menn, því allir vita, að það er ógerninig- ur að hafa svo mikla gæzlu, að hægt sé að koma í veg fyriT þessa glæpi. En samt hefir eng- um dottið í hug af þessum or- sökum að nema úr gildi þau lög, er banna að stela eða banna mann að deyða, sem er þó al- (veg í samræmi við það, að vilja afnema bannlögiin af því þau séu brotin. En hvað brugguninni viðvifcur, sem Guðmundur segir að sé orð- in almenn, þá er hún ekki meiri en það, að auðvelt væri að upp-i ræta hana í einu vetfangi ef hreppstjórar og sýslumenn gerðu skyldu sína. En ég skal játa, að þeir verða að vera með ofurlítið meira lífsmarki en Sherlock Magnús Holmes Torfason þann eftirminnilega dag, þegar Hösk- uldur var settur inn (3 flöskur). en Björn sat veizlu á Borg (564 flöskur). Einn úr Verdandi. T ogararnir. „Geir“, „Ver“, „Hannes ráðherra" og „Njörður“ |komu| í nótt frá Englandi. „Hilm- ir“ ikom af veiðum í morgun mjeð 1200 körfur ísfiiskjar. Úr herbúðnm verkalýðsins: Frá Kefiavík Alt af fjölgar í Verklýðsfélagi Keflavíkur. Nú eru félagar þar milli'60 og 70. Félagið er nú um það biil aö hefja samninga við útgerðarmenn 1 um kaupgjald og hvíldartíma sjó- manna á vélbátum á næstu ver- tíð. Þrátt fyrir lögin um greiðslu verkkaups, sem ákveða, að verka- fólk skuli fá vikulega útborguð vinnulaun sín, hefir orðið afar- mikill misbrestur á því af hendi útgerðarmanna, svo að margir hafa ekkert fengið greitt fyrir vinnu síðan í maí í vor. Félagið er nú að leitá fyrir sér um ráð til að rétta hlut félags- manna í þessum efnum, og er óskandi að félaginu takist að ná þeim rétti til handa verkamönn- unum, sem þeirn bcr að lögura. Frá Akranesi. Verklýðsfélag Akraness hélt aðalfund sinn 27. nóv. s. 1. For- maður félagsins, Sveinbjöm Oddsson, gaf skýrslu um störf félagsins frá því á siðasta aöaL fundi, sem haldinn var 7. nóv. f. á. í félaginu voru á aðalfundi 224 meðlimir, 179 karlmenn og: 45 konur. Eins og áður hefir ver- ið sagt frá hér í blaðinu, starf- ar félagið nú í þremur deildum: sjómanna-, verkamannia- og verkakvenna-deild, en af þeim • hafði eiinungis verkakvennadeild- in starfað fyrir aðalfund og hald- ið 8 fundi frá því að hún var' stofnuð 26. júní s. 1. i í verklýðsfélaginu hafa verið' haldnir 17 fundir, og í félagið' hafa gengið á árinu 107 manns,,, karlar og konur. Hefir aldrei áð- ur fjölgað svo mikið í félaginu á einu ári síðan það var stofnað. Vegna burtflutnings af félags- svæðinu voru strikaðir út á að- alfundi 9 menn. 1 stjórn félags- ins voru kosnir: Sveinbjörn Odds- son formaður, Arnmundur GísJa- son ritari, Sigurjón H. Sigurðsson gjaldkeri, en sjálfkjörnir í fetjórn- ina eru formenn deildanna, þau: Arnóra Oddsdóttir, Sigurdór Sig- urðsson, Sæmundur Eggertsision.. MaHs|ÚFfiadcil»n. St|órnarski(tl i Japan. París, 11. dez. U. P. FB. Eftih; fundahöld, sem hafa staðið yfir o mánaðartíma, hefir framkvæmda- ráð ÞjóðabandaLagsins einróma. samþykt ályktun um skipun nefndar til rannsóknar á Man- sjúríudeilunni. Tokio, 11. dez. U. P. FB. Rikis- stjórnin beiddist lausnar í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.