Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 MR getur annað allri eftirspurn eftir fiskafóðri MR-fiskafóðrið 20—25 % ódýrara en innflutt MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur hefur hafiö framleiðslu á fiska- fóðri í fóðurverksmiðju sinni í Sundahófn. Framleiðir fyrirtækið fóðrið eftir framleiðsluleyfi frá bandaríska fyrirtækinu Silver cup og er það 20—25 % ódýrara en innflutt fiskafóður, að sögn Sigurðar Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra MR. Fyrirtækið þurfti að bæta við vélum í fóðurverksmiðjunni til að geta hafið framleiðslu fiska- fóðurs og er framleiðslugetan 16688 Sérbýli nokkur þúsund tonn. Getur MR annað allri þörf landsmanna fyrir fiskafóður, að sögn Sigurð- ar. Á síðastliðnu ári voru flutt inn um 400 tonn af fiskafóðri og áætlað er að þörfin verði 6—700 tonn á þessu ári og fari sífellt vaxandi með aukningu í fiskeldi hérlendis. Sagði Sigurður þó að þrátt fyrir lægra verð innlenda Morgunblaftið/Árni Sæberg Guðmundur Leifsson verksmidjustjóri í fóðurverksmiðju MR að sekkja í einn af fyrstu pokunum af fiskafóðri sem MR hefur hafið framleiðslu á. fóðursins væri nokkuð víst að einhver eldisfyrirtæki haldi áfram að kaupa innflutt fóður. Sigurður sagði að framleiðsla MR ætti að vera nákvæmlega jafn góð og innflutta fóðrið en sagði að verðmismunurinn fæl- ist í því að uppistaðan í fóðrinu væri innlent hráefni, það er loðnu- og síldarmjöl. MR keypti þetta mjöl frá Akureyri og kost- aði flutningur þess til Reykja- víkur að sjálfsögðu minna en flutningur þess á milli landa eins og væri með innflutta fiskafóðrið. Fiskimjöl er um 50% hráefnisins í fiskafóðrið og lýsi, sem einnig er innlent hrá- efni, er 10—15%. Önnur efni þarf áfram að flytja inn. Sagði Sigurður að rækjumjöl yrði not- að í framleiðsluna þegar það fengist hér innanlands og væri þá innlenda hráefnið orðið yfir 70% í fiskafóðrinu. Framleiðsla MR á fiskafóðri hófst 29. mars sl. Að sögn Sig- urðar er framleitt laxafóður og silungafóður, hvorutveggja með mismunandi kornastærðum. Fóðrið er framleitt undir merki MR en er eins og áður segir framleitt með framleiðsluleyfi frá Silver cup eftir þeirra upp- skriftum. Grafarvogur - parhús Rúmlega 230 fm vel byggt timburhús með bílsk. við Logafold. Verö 2850 þús. Langageröi - einbýli Mjög gott 200 fm einbýli. 40 fm bilskúr. Verð 4,9 millj. Kópavogsbraut - parhús Gott parhús á 2 hæðum. 130 fm. 30 fm bílsk. Verð 2,5 millj. Brekkubyggð - raöhús Fallegt litiö endaraöhús með vönduðum innr. Bílskúr. Tilboö. Miötún - einbýli Einbýli á tveim hæðum. Bilskúr. Góður garður. Verð: tilboö. Selás - einbýli Mjög fallegt ca. 180 fm á einní hæð. 40 fm bilskúr. Heiöarás - eínbýli Ca. 280 fm á tveim hæöum. Verð 4,5 millj. Viö Sundin - parhús Nýtt 240 fm hús. Mögul. á sérib. í kj. Verö 3,8 millj. Stærri íbúðir Sigtún - sérhæö Mjög falleg sérh. m. bílsk. á fegursta staö viö Sigtún. Verð tilboð. Ártúnsholt - penthouse 150 fm á tveimur hæðum. Nánast tilb. Verö 3,1 millj. Búöargeröi - 4ra herb. Falleg ib. á 1. hæö. Ný teppi. Góö sameign. Verö 2,2 millj. Engihjalli Góð 120 fm 4ra herb. ib. við Engihjalla. Verð 2,2 millj. Lindarsel - 3ja herb. Falleg 100 fm hæö viö Lindarsel. Verö 1800 þús. Vesturberg - 4ra herb. 110 fm falleg ib. á 4. hæö. Góðar innr. Gott útsýni. Verð 1950 þús. Minni íbúöir Krummahólar Óvenju falleg ca. 100 fm á 1. hæð. Sérgaröur. Bilskýli. Verð 2,1 millj. Engihjalli - 2ja herb. Mjög falleg 2ja herb. ib. i 2ja hæða blokk. Verð: tilboö. Hlíóar - 3ja herb. Mjög falleg mikiö endurn. á 1. hæð. Skipti á stærri eign. Verð 1800 þús. Sólvallagata - 2ja herb. 60 fm vönduð ib. á 1. hæö i nýl. húsi. Verö: tilboð. Stýrimannastígur 65 fm falleg jaröhæö i steinhúsi. Góö ib. i góðu umhverfi. Verö 1450 þús. Lóö • Álftanesi Ca. 1.000 fm. Öll gjöld greidd. Sjávarlóð. Verð 500-600 þús. LAUGAVEGUR »7 2.M*0 16688 — 13837 Htukur Biarnaton, M/. - Vesturberg — 2ja herbergja íbúö Til söfu er 2ja herb. Ibúö i ha*ö i 3ja hœöa húsi vlö Vesturberg Sérþvottahús innal eldhúsi Góöar innréttingar. Stutt I öil sameiginleg þaaglndi svo sem verslanir, skóla o.ft. Einkamala. Laxakvísl — fokhelt hús TH sölu er á góöum staö fokhelt raðhús á 2 hæöum ca. 200 fm ásamt 38,5 fm bllsk Vandaö litaö þakefni er komiö á þakiö. Arinn i stofu. Afhandist atrax. Teikning til sýnis. Einkasala. Skipti koma til greina. Kleppsvegur viö Sundin Tit sölu er 4ra herb. ib. á 3. hæö (efstu hæö) 16 ibúöa stlgahúsi vlö Sundln. Er i ágætu standi. Miklar Innréttlngar. Gott útsýnl. Mjög góöur ataöur I borginni. Eskihlíó — 6 herb. — Laus fljótlega Var að fá i sðlu 6 herb. ib. á 1. hæö (2 samliggjandi stofur. 4 svefnherb.) Mlklir akápar. Mjög góður ataöur Elnkaaala. Rauöalækur — Laus fljótlega Var aö fá i sölu 6 Iterb. ib. á 4. hæö i 4ra Ib. húsi (2 samliggjandi góöar stotur og 4 herb. þar af 1 forstofuherb ). Nýtt verksmiöjugler. Mikiö útsýnl. Agætur staöur. Möguleiki aö taka minni fb. i lyftuhúsi eöa á 1. aöa 2. hæö uppl kaupin, en aöeins fyrir vestan Elliöaár. íbúö vantar — Mjög góö og hröö útborgun Hef mjög góöan kaupanda aö stórrl hæð i lyftuhúsi eöa á 1. eöa 2. hæö I húsi tyrir vestan Elliöaár Vinaamlegaat hrlngiö atrax. íbúöir óskast til sölu Hef kaupendur aö fiestum stæröum og geröum ibúöa og húsa. Sklptl oft möguleg. Einkum vantar 2ja og 3ja herb. ib. Vinsamlegaat hafiö aamband atrax eöa aem fyrst. Árni Stefánsson hrl. MwrgMu4LSM 14314. KeMMmi 34X31. Félag íslenskra iönrekenda Háskóli íslands Vöruþróun og markaðsmál Raddir úr atvinnulífinu Félag íslenskra iðnrekenda og Háskóli íslands hafa ákveðið að skipuleggja fyrirlestra nú á vormisseri undir yfirskriftinni „Vöruþróun og markaðsmár. Fyrirlesarar eru allir starfandi framkvæmdastjórar í íslenskum iönfyrirtækjum. Með þessu vilja FÍI og Háskóli Islands leggja sítt af mörkum til þess aö auka tengsl Háskólans viö at- vinnulífið í landinu. Veröur þriöji fyrirlesturinn haldinn miðvikudaginn 10. april nk. kl. 17.00. Staóur: Hugvísindahús Háskóla íslands stofa H101. Efni: Vöruþróun og markaössetning í sjávarútvegi. Fyrirlesari: Magnús Gústafsson framkvæmdastjóri hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjun- um, dótturfyrirtækis Sölumiöstöövar hraöfrystihús- anna. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Skagafjörður: Lífríkiö sýnist í góðri framför Höráaströnd.». xpril. KULDAKAST kom hér nokkra daga og dálítill snjór, sem nú er að hverfa aftur, því að hiti er nú 4—8 griður dagiega. En um nætur er þó um núll gráður og niður í tvær gráður. Nýlega hætti Karl Antonsson, póst- og símstjóri á Hofsósi, og tók við símstjórastörfum á ólafs- firði. Við sáum eftir Karli, því hann reyndist okkur vel. Póst- og símstjóri hér er mér sagt að verði Einar Jóhannsson, Hofsósi. Hann er fæddur og uppalinn hér og öll- um að góðu kunnur. Fylgja honum og Ernu Geirmundsdóttur konu hans góðar óskir frá okkur öllum. Eins og ég hef áður sagt frá virðist sjórinn líflegri en undan- farin ár hér inná Skagafirði. í mars var sjór tveggja gráða heitur en mjög oft áður á sama tíma hef- ur hann verið í núlli. Líklegast eru það loðnutorfur, sem sjást með landi, og lífríkið á Skagafirði sýn- ist mér mjög í framför. Fuglmergð er mikil, sem situr og étur loðnu. Þorskgengd virðist vera í norðan- verðum firðinum og er fiskur út- troðinn af loðnu. í síðustu umvitj- unum grásleppunetabáts frá Hofsósi hefur verið dágóður afli, eða um 400—700 stykki í vitjun. í þau net fékkst þá einnig nokkuð af þorski. Silungsveiði virðist aukast tölu- vert í vötnum Skagafjarðar. Mér finnst vorið vera að koma. Lengra sólfar, hlýr sjór, allt gefur þetta góðar vonir. — Björn í Bæ Alþingi: Tölvuvæðing að hefjast ALÞINGI hefur óskað tilboða vegna tölvukaupa, sem verða fyrsti áfang- inn í tölvuvæóingu skrifstofu þings- ins. Friðrik ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði að í þessum fyrsta áfanga yrðu keyptar tölvur til ritvinnslu. „Með því að nota tölvur við ritun þingtíðinda er hægt að spara setningarkostnað- inn,“ sagði hann. „Nú eru allar umræður og þingskjöl vélrituð, síðan lesa prófarkalesarar það yf- ir og loks fer allt i setningu í prentsmiðju. Tölvurnar auðvelda og flýta fyrir allri vinnslu, t.d. er fljótgert að leita upplýsinga með þeirra aðstoð, varðandi tillögur, umræður og fleira. Einnig er hægt að veita upplýsingar um hvar mál- in eru stödd, hvort þau séu í efri deild eða neðri, eða hvort þau eru í nefnd.“ Friðrik sagði að 12—14 tölvur yrðu keyptar núna, en það ætti að fara rólega af stað. Starfsfólk þingsins þyrfti að fara i þjálfun og áhersla væri lögð á að taka eitt skref í einu en ekki stórt stökk, svo reynslan gæti sýnt hvernig best beri að haga tölvuvæðing- unni. S621600 Holtsgata Til sölu 3ja-4ra herb. sérlega glæsileg rishæö. Parket á öllum gólfum. Viöarklædd loft. Skjólgóðar suöursvalir. Eign i sérflokki. S621600 Borgartun 29 Ragnar Tomiuon hdl útHUSAKAUP Áskriftcirsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.