Alþýðublaðið - 27.09.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 27.09.1920, Qupperneq 1
1920 Eins og drepið var á hér í blaðinu á laugardaginn, hefir Morg- unblaðið flutt svargrein um rúg- mjölsmálid svokallaða, eða það einkennilega fyrirbrigði, setn gert hefir verið að umtalsefni hér í blaðinu, að Mgbl. reynir að hafa pólitísk áhrif til persónulegs hagn- aðar fyrir einstakan Morgunblaðs- eiganda (eða kannske fleiri?). Aðalatriðið í svargreininni er það, að Morgunblaðið ber það eindregið af Hafnfirðingum að aokkúr þeirra eigi í blaðinu, og skal þess getið hér, að það var aldrei tilgangur Alþbl. að bera neinn óhróður á Hafnfirðinga, enda gátu þeir lítið við gert, þó að einstákir auðmenn þar væru Morg- unblaðseigendur. Atþbl. heldur því fram, að hinn umræddi rúgmjölseigandi, sem á heima í Hafnarfirði, hafi verið einn af þeim, sem gekst fyrir því að stofna auðmannaklíku þá er keypti Morgunblaðið (með allri áhöfn), til þess að láta það vinna á móti alþýðunni. Hvers vegna er því haldið leyndu (eða gerð tilraun til þess að gera það) hverjir það eru, sem eiga og halda út Morgunblaðinu? Það ætti að vera lögboðið, að opinbera hverjir leggja fé til póli- tískra blaða, þegar ekkbstendur pólitískur flokkur bak við, svo almenningur viti hvers hann má vænta úr þeirri átt. Allir vita að Lögrétta er blað heimastjórnarmanna, að Tíminn er blað framsólmarflokksins, að Alþýðublaðið er gefið ét af al- þýðuflókknum og Vísir til persónu- legra hagsmuna fyrir Jakob Möller og íslandsbanka. En hver gefur út Morgunblaðið? Alþbl. skorar á Morgunblaðið birta nöfn þeirra manna er fíefa það út, og geri það það ekki, hlýtur það aðeins . að ,vera fyrir Mánudaginn 27. september. það, að útgefendunum sjálfum þykir skómm að því. firlettð simskeyti. Khöfn, 25. sept. Franska stjórain. Sfmað er frá París, að Clemen- cau sé flotamálaráðherra; Leygues er forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra. Aðrir ráðherrar, er sátu með Millerand, sitja áfram. Samningar railli Japan og Bandaríkjanna. Símað er frá London, að samn- ingar séu nú Icomnir á milli Japan og Bandarfkjanna, um innflutning Japana til Ameríku og gagnkvæmt. Eolaverkfallinn frestað. Sfmað er frá London, að sendi- nefnd námumanna hafi samþykt að fresta kolaverkfallinu eina viku (til laugardags), eins og Lloyd George stakk upp á. Slys. Maður druknar. Þegar „Egill Skallagr£msson,‘ var í Fleetwood f Englandi nú sfðast, var það eitt kvöldið, að hásetar voru f landi, en aldrei þessu vant kom einn þeirra ekki til skips aftur. Þótti skipverjum það einkennilegt, og gerðu lögreglunni aðvart. Grunaði þá strax, að félagi þeirra hefði fallið í sjóinn í nátt- myrkrinu og druknað, og beið skipið nokkurn tíma, ef ske kynni að hann fyndist. Er svo varð ekki lét það i haf, og kom hingað í fyrradag. Grunur skipverja am það, að félagi þeirra væri látinn, reyndist þvf miður réttur, þv£ á laugardag- 221. tölubl. inn barst hingað skeyti um það, að lík hans væri fundið. Maðurinn hét Eyþór Stefánsson, sonur Stefáns Loðmfjörð hér £ bæ, mesti dugnaðar og myndarpiltur, rúmlega tvítugur. Hann var félagi í Sjómannafélaginu hér, og hinn áhugasamasti. Er hin mesta eftir- sjá að honum, sem öðrum ungum mönnum, er farast jafn sviplega. Éleníar Jréttir. París og Reykjayík á sama menningarstigi. í ágústmánuði var hafin heríerð gegn rottum £ Parfs, sem talið er að væru 8 miljónir. Ófrétt er um það, hvort rotturnar hafa lotið þar eins Iágt og hér £ Reykjavík. Herferð Wrangels mistekst. Um síðustu mánaðamót setti Wrangel, sá er berst við bolsi- vika á Krim, her á land f Kuban og hugðist að leggja Kákasus- löndin undir sig. Bjóst hann við styrk frá kósökkunum í Don, Ku- ban og Terek, en það brást al- gerlega, þvf kósakkarnir réðust á hann og ráku lið hans öfugt úr landi, með tilstyrk rauðhersins (bolsivíka). Telja nýjustu ensk blöð hann svo að segja úr sögunni, þrátt fyrir það þó Frakkar styðji hann með vopnum og herstyrk. Aðstáða hans sé mjóg slætn, einkum vegna þess, að bændur séu óánægðir með stjórn hans og lands- menn yfirleitt orðnir þreyttir á stríðinu. s Undir rúminu. Nýlega fanst maður undir rúmi konu utanríkisráðherra ítala; hafði hann á sér flösku með chloroform, vatt og skamrnbyssu. Nærri má geta að farið hefir um frúna, þeg- ar þetta varð upþskátt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.