Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 2
2 MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl 1985 Hjálmur hf. Flateyri: Vikuafli Gyllis tak- markaður við 100 tonn ÚTGERÐ togarans Gyllis frá Flateyri, Hjálmur hf., hefur nú ákveðið að takmarka afla togarans við 100 lestir á viku í sumar. Er það gert til að hafa stjórn á vinnslunni og treina aflakvóta skipsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu slíkar takmarkanir standa fyrir dyrum hjá öðrum útgerðum á Vestfjörðum, en á tímabili í fyrrasumar urðu veruleg vandkvæði í fiskvinnslunni vegna þess hve mikill afli barst á land af togurum. Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mið- að yrði við það, að togarinn land- aði að jafnaði 100 lestum á hverj- um mánudegi fram eftir sumri. Þetta hefði verið reynt á Súðavik í fyrra og gengið skaplega. Áhöfn- inni á togaranum fyndist þetta að vísu fremur lítið, en sér aftur heldur mikið. Það væri ljóst, að ekki gengi að láta skipið fiska ótakmarkað, þvi þá yrði kvótinn uppurinn allt of snemma og hann reiknaði ekki með því að fá keypt- an kvóta í ár eins og á síðasta ári. Þr^tt fyrir þessar takmarkanir byggist hann við þvi, að stoppa yrði einhvern tíma í sumar til að jafna aflanum niður á árið og til vinnslunnar. Hann sagðist reikna með því, að svipað fyrirkomulag yrði hjá flestum útgerðum á Vest- fjörðum og ef til stöðvunar kæmi tíma og tíma, yrði bilið hjá við- komandi vinnslustöðvum brúað með fiskmiðlun. Þá sagði Einar Oddur, að fólks- ekla setti mark sitt á fiskvinnsl- una og vegna slakrar stöðu punds- ins væri nú ekki unnt að pakka í fljótunnar pakkningar fyrir Bret- landsmarkað. Dálítið hefði verið gert af því að senda ísaðan fisk utan í gámum til að létta á vinnsl- unni, en meginmálið væri auðvit- að það, að fá nóg af hæfu fólki til starfa og að fiskvinnslunni yrði gert kleift að greiða því viðunandi laun. Nú virtist vanta um 300 manns í fiskvinnslu á Vestfjörð- um. Breytingatillögur við bjórfmmvarpið: Þjóðaratkvæðagreiðsla og 1 % af skattgróða fari til fræðslustarfsemi ÞINGMANNAFRUMVARP um heimild til bruggunar, innflutnings og dreifingar meðalsterks öls í verzlunum ÁTVR kom til annarrar umræðu í fyrri þingdeild í gær. Pálmi Jónsson mælti fyrir meirihlutaáliti alls- herjarnefndar neðri deildar, fimm af sjö nefndarmönnum, sem vilja láta samþykkja frumvarpið með no Ólafur Þ. Þórðarson mælti fyrir nefndaráliti minnihluta, sem leggur til að frumvarpið verði fellt. Tvær breytingartil- lögur við frumvarpið komu fram i gær. Hin fyrri frá Karvel Pálmasyni, þess efnis, að lögin komi ekki til framkvæmda, þó samþykkt verði, „nema þau hafi hlotið samþykki meiri hluta at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu krum breytingum. sem fram fari eigi síðar en 15. september 1985. Hin síðari frá Kristínu Halldórsdóttur, sem vill að 1% af skattgróða rikis- sjóðs af bjór, í stað 0,6% í tillög- um meirihlutans, gangi til fræðslu um skaðsemi áfengis- neyzlu almennt. Sjá nánar á þingfrétta- síðu í dag, bls. 38. Hvalur hf. íhugar að kaupa togarann Júní Morgunblaðiö/Friðþjófur Kríur á flugi yfir Tjörninni í gær. Önnur þeirra er með sfli í gogginum. Krían komin á Tjörnina — farfuglar með seinna móti í ár KRÍAN kom á Tjörnina í Reykjavík um helgina og hafði hátt Hún mun ekki óvenju snemma á ferðinni, að því er Ævar Petersen, dýrafræðing- ur, sagði í samtali við Mbl. „Krían kemur venjulega f lok aprfl eða fyrstu dagana í maí.“ Krían etur nú kappi við hettumávinn í Tjarnar- hólmunum og lætur ekki sitt eftir liggja frekar en venjulega. Fleiri merki má sjá um vorið: í hólmanum ofan við Árbæjar- stífluna í Elliðaánum liggur álftamamma á eggjum og er vandlega gætt af bónda sínum. Þau hjón hafa búið i hólmanum mörg undanfarin sumur og kom- ið á legg mörgum ungum. Álftir fara yfirleitt að verpa upp úr miðjum apríl, að því er Ævar Petersen sagði. Hann bætti þvi við að aðrir staðfuglar hefðu yfirleitt farið snemma af stað í vor enda tíð- arfarið með eindæmum gott en hinsvegar hefðu farfuglar eins og þrestir, lóur og grágæsir verið með seinna móti til landsins í ár, og helgaðist það væntanlega fyrst og fremst af þeim miklu kuldum, sem hafa verið í Evrópu í vetur. Morgunblaóid/Júlíus Álftir á hreiðri í hólma í Elliðaánum í gær, en þarna hafa þær byggt sér ból í fjölda ára. Unglings- stúlkur óku jeppa á vegg TVÆR stúlkur óku Land Rover-jeppa á steinvegg við syðri hafnargarðinn í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að framhjól brotnaði, auk annarra skemmda á jeppanum og er hann jafnvel talinn ónýtur. Tildrög voru þau, að fimm ungmenni voru í veizlu aðfaranótt laugardagsins og undir morgun ákváðu þau að hitta kunn- ingja, sem starfar í fiskverkunarstöð Sjóla. Hann var ekki kominn til vinnu þegar ungmennin komu á stað- inn um sjöleytið. Við fiskverkunarstöð skammt frá stóð Land Rover-jeppi og voru lyklar í svissi. Einn piltanna gangsetti jeppann, en ók ekki af stað. Skömmu síðar settust stúlk- urnar, báðar 15 ára gamlar, upp í jeppann, vinur þeirra gangsetti hann og þær settu i gir og óku af stað. Þegar þær nálguðust vegginn við hafnargarðinn hugðist önnur þeirra stiga á bremsuna, en tókst ekki betur til en svo að hún steig á olíugjöf jeppans, svo hann jók ferð- ina og hafnaði á veggnum. Hvoruga stúlkuna sakaði. Ekið á varnar- netið á Kringlu- mýrarbraut Á LAUGARDAG var ekið á varnarnet, sem strengt hefur verið yfir Kringlu- mýrarbraut, skammt þar frá sem unn- ið er að brúarframkvæmdum. Varnar- netið hefur verið sett upp til að koma í veg fyrir að stórum bifreiöum verði ekið á uppsláttinn, sem reistur verður. Líklegt er talið, að bóma krana- bifreiðar hafi rekist á varnarnetið, sem nú er í 4.60 metra hæð. Lög- reglan í Reykjavík biður ökumann bifreiðarinnar, sem lenti í netinu, eða sjónarvotta að gefa sig fram. INNLENT Isfiskmarkaðurinn í Englandi í síðustu viku: skipinu breytt í frystiskip ef af kaupum verður „Gámafiskur“ seldur fyrir 45 milljónir kr. FYRIRTÆKIÐ Hvalur hf. er eitt þeirra, sem áhuga hafa sýnt á kaup- um á togaranum Júní af Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Verði af þeim kaupum er ætlun Hvals hf. að gera skipið út sem frystitogara. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Hvalur hf. boðið rúmlega 110 milljónir króna í skipið. Ljóst er að kostnaður við breytingar í frystiskip er um 70 milijónir króna. Kristján Lofts- MATVÖRUR hafa hækkað frá byrj- un janúarmánaöar sl. til fyrstu daga í aprfl um sem svarar 10,6%. Þegar gos, tóbak, hreinlætis- og snyrtivör- ur er tekið með, er hækkunin að meðaltali 10%. Ef mánaðarreikning- ur fjölskyldu við innkaup til heimil- isins nam 15.000 kr. í janúarmánuði hefur hann samkvæmt þessu numið son, forstjóri Hvals, sagði að- spurður, að engin ákvörðun hefði verið tekin um kaup á skipinu. Forráðamenn Hvals hefðu rætt þetta við bæjaryfirvöld, en lengra væri málið ekki komið. Hann sagði, að það væri vilji fyrir því, að skipið yrði áfram gert út frá Hafnarfirði og ef til kæmi, gæti frystihús Hvals nýtzt sem geymsla fyrir afurðir skipsins eft- ir að hvalveiðar yrðu bannaðar að loknu næsta ári. 16.500 kr. í aprflmánuði fyrir sams- konar innkaup. Vísitala framfærslu- kostnaðar hefur á sama tíma hækk- að um rétt rúm 8%. Þessir útreikningar eru unnir af Verðlagsstofnun og sagði Guð- mundur Sigurðsson hjá stofnun- inni, að þeir væru miðaðir við 1.112 LESTIR af ísuðum fiski, sendum héðan í gámum, voru seld- ar í Englandi í síðustu viku. Alls fengust tæpar 45 milljónir króna verðlag á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að þessa dagana væri verið að ganga frá samskonar út- reikningum fyrir landsbyggðina og allt útlit fyrir að niðurstöður yrðu þær sömu. Hækkanir á einstökum vöruteg- undum eru allt frá 0% til 69% og fyrir fiskinn. Mun ekki hafa verið selt meira af fiski héðan I Eng- landi á einni viku eftir því, sem næst verður komizt. sagði Guðmundur, að hækkanir hefðu mestar orðið á grænmeti og ávöxtum. Tómatar hefðu til dæm- is hækkað um 35% og gúrkur um 69%, en þessar vörur aftur á móti lækkað síðar i aprílmánuði. Þá sagði hann að egg hefðu til dæmis hækkað um rúmlega 20% og epli um 16%. Heildarverð var 44.974.500 krónur fyrir „gámafiskinn", meðalverð 40,46. Af heildinni voru 600 lestir af kola og meðal- verð fyrir hann var 37,50 krónur á hvert kíló. Hæst verð fékkst að meðaltali fyrir þorsk, en innan um voru verðminni tegundir, sem drógu meðal- og heildarverð nokkuð niður. í þessari viku er fyrirhugað að selja í Englandi ísaðan fisk úr 70 gámum, eða um 840 lestir, en auk þess munu þrjú fiskiskip sigla með afla sinn á Englandsmarkað. Gott verð hef- ur haldizt þar að undanförnu vegna slæmra gæfta á Norðursjó og fremur slakrar vertíðar og vegna mikillar eftirspurnar eftir ferskum fiski. Það eru þrjú fyrirtæki í Hull og Grimsby, sem sjá um sölu á fiskinum frá íslandi og eru þau ýmist í eigu íslendinga eða njóta íslenzkra starfskrafta. Þetta eru fyrirtækin Fylkir, Stafnes og J. Marr & Son. Matvörur hækkuðu um 10,6% frá janúar til apríl; 15 þús. kr. heimilisreikningur í janúar, 16,5 þúsund í apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.