Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 4
MOReUNBLAÐÍP, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Vertíð að ljúka í Qlafsvík; Heildaraflinn 1.000 lestum meiri en í fyrra OUforík, 6. bul VETRARVERTÍÐ er sem næst lokið hér Tið Breiðafjörð. Tveir eða þrír bátar eru enn með net og hafa þeir fiskað sæmilega, 8 til 12 tonn eftir nóttina. Fáeinir bátar eru með drag- nót og hafa þeir fengið ágætan afla, allt að 18 tonnum af vænum þorski eftir daginn. Handfærabátum fjölgar hér ört, enda er hörkufiskirí á hand- færín. Sjómenn segja fjörðinn fullan af físki og eru dæmi þess að menn hafi séð berum augum stórar torf- ur, þegar þeir eru að veiða á grunnu vatni. Allur fiskur er ætis- fullur. Mikil vinna er í fískvinnslu- stöðvunum og vantar fleiri hendur að vinnunni. Fréttaritara finnst ekki ástæða til að birta aflatðlur einstakra báta, það er satt að segja varla sanngjarnt því fenginn afli er eng- inn mælikvarði á raunverulega fiskigetu vegna mjög mismunandi skorða, sem aflamörk setja bátum. Réttara væri að stjórnendur veið- anna birtu afíamörk allra báta eins og þau eru nú eftir leiðréttingar. Þær tölur myndu sýna vertíðarafla hjá flestum Ólafsvíkurbátum, en heildaraflinn 30. apríl var hins veg- ar 10.430 tonn og það um 1.000 tonnum meira en í fyrra, sem þó var fengsældarár hér vestra. Helgi V estmannaeyjan Þokkalegt hjá netabátum - með eindæmum slæmt hjá trollbátum V«H1—«r)—, *■ m«í. NÚ FER senn að styttast í þessari vetrarvertíð. Gamli lokadagurinn er á sunnudaginn kemur, 11. mal, en nú orðið eru vertíðarlok almennt miöuð ▼ið 15. maí. Þetta ætlar að verða þokkalega góð vertíð hjá netabátum, en hreint með eindæmum slæm hjá trollbátum. Þegar aflinn fyrstu fjóra Vetrarvertíð lokið frá Rifshöfn: Aprflmánuð- ur sá bezti í mörg ár FLESTIR netabátar, sem gerðir eru út frá Rifshöfn, eru hættir veiðum. Mjög góður afli var hér I aprílmánuði og er hann einn sá bezti, sem komið hefur í mörg ár. Voru bátar yfirleitt með minna af netum til að treina sér aflakvót- ann út mánuðinn. Afíahæsti bátur- inn er Rifsnes SH 44 með 850 tonn, skipstjóri er Baldur F. Kristinsson. Næstur er Saxhamar SH 50 með 760 tonn og þriðji Hamar SH 224 með 695 tonn, allt þorskur. — Fréttaritarí mánuði ársins er borinn saman við afla sömu mánaða í fyrra, kemur í lós að afli netabáta er aðeins 750 tonnum minni nú í ár þrátt fyrir frátafír í verkfalli sjómanna. Hins vegar vant- ar hvorki meira né minna en rúm 2.000 tonn svo trollbátar hafi náð sama afla og í fyrra. Meðalafíi netabáta i löndun er nú 11,8 tonn en var 11,7 tonn í fyrra. Meðalafli trollbáta er nú 7,8 tonn i löndun er var 11,1 tonn i fyrra. Afli Eyjabáta og togara i aprílmánuði var rúmlega 900 tonn- um meiri en í sama mánuði 1984, 7.937,6 tonn á móti 7.030,6 tonnum árið áður. Heildarvertíðaraflinn fyrstu fjóra mánuði ársins nemur alls 20.793,9 tonnum. Þetta er um 3.000 tonnum minni afíi en á sama tímabili árið 1984 og má rekja það til verkfallsins svo og verulega dræmari afíabragða trollbáta. ! dag voru 7 Eyjabátar búnir að landa meira en 700 tonnum á ver- tiðinni. Suðurey VE er sem fyrr aflahæsti báturinn með 1.217 tonn. Þórunn Sveinsdóttir VE er með 958 tonn, en hún landaði einhverjum afía i gáma um helgina, og er hann ekki inni i þessari tölu. Aðrir, sem i dag eru komnir yfír 700 tonna markið eru Bjarnarey VE með 827 tonn, Ófeigur VE 801 tonn, Valdi- mar Sveinsson VE 734 tonn, Gjafar VE 721 tonn og Bylgja VE með 714 tonn. hkj. Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma JÓHANN Hjálmarsson, útibússtjóri, hefnr verið settur blaðafulltrúi Pósts og síma til eins árs. Blaðafulltrúa starfíð er nýtt hjá stofnuninni. Starfið mun einkum fólgið i al- menningstengslum, upplýsinga- miðlun til viðskiptavina stofnun- arinnar og fjölmiðla. Jóhann Hjálmarsson mun fá eins árs leyfi frá störfum útibús- stjóra póstútibúsins í Umferðar- miðstöð, R-6, til að gegna starfi blaðafulltrúa. Jóhann hefur starf- að hjá Póststofunni í Reykjavík frá 1964. Hann hefur verið útibús- stjóri póstútibúsins i Umferðar- miðstöð síðastliðin fimm ár. Jó- hann hefur setið í útgáfunefnd fri- merkja frá 1983 sem fulltrúi póst- manna og hefur samgönguráð- herra nýlega skipað hann til að sitja áfram í nefndinni næstu þrjú ár. Eftir Jóhann Hjálmarsson hafa komið út margar ljóðabækur, söfn þýddra ljóða, bókmenntasagan ís- lensk nútímaljóðlist og hann hef- ur annast útgáfu nokkurra bóka. Jóhann Hjálmarsson er fæddur Jóhann Hjálmarason árið 1939 í Reykjavík. Kona hans er Ragnheiður Stephenscn hjúkr- unardeildarstjóri. Þau eiga þrjú börn. Þessum fálkaungum var reynt að smygla úr landi fyrir nokkrum árum. Þriðja árið í röð sem fálka- hreiðrið í Aðaldal er rænt FÁLKAHREIÐUR í Garðshnjúki í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu var rænt fyrir helgi, líklega á fóstudag. Lögreglunni á Húsavík var gert viðvart síðastliðinn laugardag um að fjögur fálkaegg hefðu horfið úr hreiðrinu í Aðaldal og beindist grunur að v-þýzkum manni, Christian Krey. Þetta er þríðja árið í röð sem fálkahreiðrið í Garðshnjúki í Aðaldal er rænt. Fyrir nokkru vöknuðu grun- semdir um að egg hefðu horfið úr fálkahreiðri í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Til útlendinga sást skammt frá hreiðrinu og við athugun kom í ljós að egg voru ekki í hreiðrinu, en ekki er víst hvort fálkapar, sem sást við hreiðrið, hafi náð að verpa. Lögreglan á Húsavík hóf rannsókn þegar eftir að ljóst var að eggjum hafði verið stolið úr hreiðrinu. Grunur beindist fljót- lega að Christian Krey, kunnum eggjaþjófí sem hlotið hefur dóm erlendis. Hann var hér á landi í fyrra og lá undir grun, þó ekki hafi tekist að sanna að hann hafi gerst sekur um eggjaþjófnað. Grunur leikur á að hann hafi verið í samstarfi við aðra. Er talið að sex útlendingar — þrjár konjr og þrir karlar, þeirra á meðal Krey, hafi haft samstarf sín á milli og hugsanlega komist úr landi með fálkaegg. Við rannsókn lögreglunnar á Húsavík kom í ljós að Krey kom til Akureyrar á fimmtudags- kvöldið. óvíst er hvenær hann kom, því hann kom hingað til lands undir fölsku nafni. Krey leigði bifreið hjá Bílaleigu Akur- eyrar á fimmtudag, Lada Sport- jeppa og sneri tii Reykjavíkur á laugardag. Þegar að kvöldi laug- ardagsins hófst leit að Krey í Reykjavík, en hann fannst hvergi. Þó er hugsanlegt að hann hafi skráð sig inn á eitthvert hótelið undir fölsku nafni. Við vegabréfaskoðun á sunnu- dag kom i ljós, að Krey hugðist fara úr landi til Lúxemborgar, þrátt fyrir að nafn hans væri ekki á farþegaskrá. Hann var skráður með vélinni undir fölsku nafni. Þegar var leitað á mann- inum og í farangri hans, en ekk- ert fannst og honum hleypt úr landi. „Það er vel hugsanlegt að Krey hafi samverkamann. Miðað við fyrri reynslu er líklegt að það hafi verið kona,“ sagði Ævar Petersen, fuglafræðingur, í sam- tali við Mbl. 1 gær. „Við höfum gert ákveðnar ráðstafanir er- lendis til þess að hafa hendur í hári mannsins, en við ramman er reip að draga. Ljóst er að við þurfum að breyta eftirliti með hugsanlegum fálkaþjófum. Margir aðilar hafa eftirlit með höndum, en enginn hefur heild- aryfirsýn. Nágrannaþjóðir okkar hafa gripið til þess ráðs, að koma upp sérstökum sveitum ýmist með lögregluvald eða í nánu samstarfi við lögregluyf- irvöld. Eg tel vænlegt að grípa til slíkra ráðstafana," sagði Ævar Petersen. Christian Krey sem grunaður er um eggjaþjófnað: Var dæmdur í Kanada fyrir að stela fálkaeggjum 1983 Setið fyrir Krey í Luxemborg en hann slapp Frá öus Bjarudóttttr, öéUarHara MbL f Zttrich, 6. m«f. CHRISTIAN Krey, V-Þjóöverjinn sem grunaöur er um að hafa stolið fálkaeggjunum í Þingeyjarsýslu og fíaug til Lúxemborgar á sunnudags- morgun, sat i faageiai í Kanada í fjóra mánuöi fyrir aö stela fálkaeggjum áriö 1983. Hann var dæmdur til aö greiöa 3 þúsund kanadíska dollara í •ekL Hann sagöist hafa stoliö eggjunum fyrir landa sinn, Rozinkranz aö nafni. Rozinkranz neitaöi ásökunum, en bréf sem fannst frá honnm til eskimóa í Kanada, þar sem Krey var grípinn, benti til þess, aö Krey færi meö rétt mál. I bréfínu baö Rozinkranz eskimóann aö útvega sér fleiri fálka. Rozinkranz er meðal nafna sem starfsmaður v-þýzka tolls- ins nefndi i samtali i kvöld þegar hann var spurður hverjir gætu staðið á bak við ferðir Kreys til Íslands. Múller og Luttger voru aðrir. Þeir eru sagðir meðal þeirra sem eiga íslenzk fálkapör og gætu notað egg til að þykjast hafa ræktað ungana sjálfir og þannig verið heimilt að selja þá á löglegum markaði. „Krey fór frá íslandi klukkan átta á sunnudagsmorgun. Þar var leitað að eggjum í farangri hans á Kefíavikurflugvelli en ekkert fannst,” sagði starfsmað- ur toilsins. „Við gerðum ráöstaf- anir til að ná honum i Lúxem- borg en hann ferðaðist undir öðru nafni og við misstum af honum. Einhver annar hlýtur að hafa komið eggjunum úr landi fyrir hann, en við Ævar Peter- sen könnumst ekki við nein nöfn á farþegaiistum. Aðeins einn annar maður sem nú er á íslandi er grunsamlegur. Kunnir fálka- áhugamenn fara ekki til íslands þessa dagana í skemmtiferðir." Við yfirheyrslur yfír eggja- þjófum í Bandarfkjunum í fyrra kom fram að fálkaþjófar nota aðailega einkafíugvélar í ráns- ferðum sínum til Islands. Starfs- maður v-þýzku tollþjónustunnar taldi að Krey væri of „lítill" skúrkur til að hafa þess konar starfsemi á bak við sig. Það kom fram i samtölum við v-þýzka fálkaáhugamenn í kvðld, að samkeppnin milli þeirra er hörð og þeir reyna að koma óorði hver á annan. Einn heimildarmaður Mbl. nefndi fuglaræktunarmanninn von Pölnitz í sambandi við Krey og sagði að hann hefði átt íslands- fálka. Von Pðlnitz þvertók fyrir að hafa haft nokkurt samband við Krey í mörg ár en viður- kenndi þó, að hafa alið upp f honum fuglaáhuga og kennt honum að umgangast ránfugla. íslandsfálkinn hans er dauður. Honum var mjög umhugað að hreinsa nafn sitt af öllum grun og gekk svo langt að bjóða fréttaritara Mbl. í heimsókn til að sanna að hann lumaði ekki á týndu eggjunum fjórum. Hark Bohm verður gest- ur á kvikmyndahátíð EINN aðalleikari Fassbinders, Hark Bohm, sem lék m.a. píanóleikarann í Lili Marlene, skrifstofustjórann í Hjónaband Maríu Braun — auk fjölda annarra hlutverka svo sem skóreimasalann í sjónvarpsþáttun- um Berlin Alexanderplatz — veröur gestur Kvikmyndahátíðar. Eíftir lát Fassbinders hefur Hark Bohm tekið að leikstýra myndum en á hátfðinni verður sýnd mynd hans „Eigi skal gráta“ (Keine Zeit fúr Tránen) sem fjail- ar um frægt glæpamál þegar móð- ir skaut morðingja barns sins i réttarsalnum við yfirheyrslur. Mynd þessi hefur vakið gffurlega mikla athygli ekki síður en þetta óvenjulega sakamál. Hark Bohm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.