Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1986 17 Pierre Richard, vond, frðnsk útgáfa if Gene Wilder, og Victor Lanoux, géður dramatískur leikari, ern með alR niðrum sig í mynd Tónabíós. Með allt á hælunum Kvlkmyndir Árni Þórarinsson Tónabíó: Með lögguna á hæjunum — La Carapate. Frönsk. Árgerð 1978. Handrit: Gerard Oury, Dani- ek Thompson. Leikstjóri: Gerard Oury. Aðalhlutverk Pkrre Richard, Vktor Lanoux. Svona er auglýsingin: „Ærsla- full, spennandi og sprenghlægileg, ný, frönsk gamanmynd í litum, gerð af snillingnum Gerard Oury, sem er einn vinsælasti leikstjóri Prakka í dag ..." Tökum hana lið fyrir lið: Ærsla- full? — Jú, í þeirri merkingu að í henni er fullt af leikurum sem ólmast mikið. Spennandi? — Að því leyti að maður biður spenntur eftir að sýningu ljúki. Sprenghlægileg? — Það eina sem er sprenghlægilegt er að ein- hverjum skuli detta í hug að myndin sé sprenghlægileg. Ný? — Varla miðað við aðrar myndir gerðar árið 1978. Frönsk? — Ja, myndin fer vel með frönskuna enda töluð á amer- ísku. Gamanmynd í litum? — Jú, það eru nokkrir litir í myndinni. Gerð af snillingnum Gerard Oury sem er einn vinsælasti leik- stjóri Frakka í dag? — Sé Gerard Oury einn vinsælasti leikstjóri Frakka i dag hlýtur hann vissu- lega að vera einhvers konar snill- ingur; því ekki er hann leikstjóri. Og vilji einhver vita um hvað Með lögguna á hælunum fjallar þá er hún um tvo menn, fanga og lögmann hans, sem eru með lögg- una á hælunum. Holmegaard rýmingarsala Vegna óviðunandi viöskiptahátta hjá Holmegaard hættum viö aö selja allar glervörur frá þeim. Öll Holmegaard vara er seld meö 20% afslætti. Silfurbúðin Laugavegi 55. Skagfirska söngsveitin Tónllst Jón Ásgeirsson Yfir sjötíu manna kór er fylkir sér undir nafnið Skagfirska söngsveitin hélt tónleika í Aust- urbæjarbiói sl. sunnudag fyrir fullu húsi. Á efnisskránni voru eingöngu islensk lög og þar á meðal frumflutt nýtt kórverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við texta eftir Halldór Laxness, sem upphefst á orðunum „Kærir bræður ha“. Stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson, góður og vel menntaður tónlist- armaður, og hefur hann þegar sýnt það að hann er vaxandi stjórnandi. Undirleikari með kórnum var Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari, en hann hefur starfað með kórnum frá upphafi og var honum sérstak- lega þökkuð samvinnan. Ein- söngvarar með kórnum voru Halla S. Jónasdóttir og Guð- björn Guðbjörnsson: Halla er fé- lagi í kórnum en auk hennar sungu Maria Einarsdóttir og Vilhjálmur Einarsson smástróf- ur í lagi Gunnars Reynis Sveinssonar. Tónleikarnir hófust á raddsetningu Hallgríms Helgasonar á þjóðlaginu Eg að öllum háska hlæ. Þar næst söng kórinn þrjár þjóðlagaraddsetn- ingar eftir undirritaðan. Guð- björn Guðbjörnsson söng Vor og haust eftir Bjarna Þorsteinsson. Guðbjörn hefur mjög fallega tenórrödd og hugsanlega er hér á ferðinni efni i góðan einsöngv- ara. Það mátti heyra að Guð- björn var að gera tilraunir með tónstöðuna og hafði ekki fylli- lega vald á henni, er hann reyndi að „dekka“ eins og það er kallað. Guðbjörn er ungur og i raun skammt kominn f námi, svo að rétt er að bíða með að slá nokkru öðru föstu en því, að hér er efni i söngvara, sem hlúa þarf að. Næst söng kórinn lag eftir Ing- unni Bjarnadóttur í ágætri radd- setningu söngstjórans. Halla S. Jónasdóttir söng einsöng í lagi eftir Sigvalda Kaldalóns og fyrri hluta tónleikanna lauk með lagi Páls Isólfssonar, Úr útsæ risa ís- landsfjöll. Skagfirska söngsveit- Halla S. Jónasdóttir in er mjög vel æfður kór, sam- stilltur í besta máta og kann hver maður sitt utan að. Eftir hlé voru flutt tvö lög eftir söng- stjórann, Móðurást við texta Jónasar Hallgrímssonar og Heim til þin, lsland, við texta eftir Tómas Guðmundsson. Fyrra lagið er i raun eingöngs- lag, þar sem kórinn syngur eins konar viðlag. I seinna laginu brá fyrir skemmtilegum tónhugmyndum i upphafi, sem ekki náðu að blómstra i áframhaldi lagsins. Tvö næstu lög eru eftir Gunnar Reyni Sveinsson og það fyrra var snilldarlagið Haldið’ún Gróa. Betur hefði farið á þvi að endur- taka lagið, þvi eins og öll góð lög er það of stutt. Nýja tónverkið við gamansaman texta Halldórs Laxness var á margan hátt skemmtilegt og trúlega þarf kór- inn að syngja lagið oftar til að þétta form þess. Gunnari bregst ekki gamansemi i meðferð texta og eru kaflar í laginu sérkenni- lega samofnir textanum. Kórinn er, eins og fyrr sagði, vel æfður, sem er verk stjórnandans, og brá oft fyrir góðum söng. Margar ágætar raddir eru í kórnum, svo sem heyra mátti hjá einsöngvur- unum. Mest reyndi á Höllu S. Jónasdóttur, sem söng af smekkvísi og þó nokkurri kunn- áttu, bæði í lagi Sigvalda Kalda- lóns og Móðurást, lagi söngstjór- ans. I heild voru tónleikarnir góðir og greinilegt að söngstjór- inn, Björgvin Þ. Valdimarsson, er vaxandi kórstjóri. Undirleik- ari var, eins og fyrr sagði, ólafur Vignir Albertsson og þarf ekki að tiunda það frekar að það er ekki aðeins þægilegt að starfa með ólafi, heldur ekki síður gott að hlusta á leik hans. ráöa sér sjálfl, komast lengra, kynnast fleiru. Þú ert nefnilega sjálffur) skipuleggjarinn, fararstjórinn, leiðsögumaðurinn og bflstjórinn. í sumar bjóðum við fastar, sérlega ódýr- ar flug og bíl-ferðir, til sautján borga í tólf löndum. Verðið hér að neöan miðast við að fjórir ferðist saman í bíl í 1 viku. Innifalið er flug og bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri og að sjálfsögöu einnig ábyrgðar- og kaskótryggingu og söluskatti. FERMSKRIFSTOMN ÚRVAL Vcrö pr. mann frá kr. barnaafsl. 2— 11 ára brottför á Amsterdam 15.308,- 6.500,- föstudöftum Bergen 16.461,- 6.500,- laugardögum Frankfurt 15.332,- 6.500,- miövikudögum Gautaborg 17.446,- 7.000,- laugardögum Glasgow 13.960,- 5.500,- fimmtudögum Kaupmannahöfn 16.871,- 7.000,- laugardögum London 15.067,- 6.500,- föstudögum Luxemborg 13.945,- 6.500,- fimmtud. og sunnudögum Osló 16.461,- 6.500,- fimmtudögum París 14.496,- 6.500,- sunnudögum Salzburg 16.811,- 7.500,- miövikudögum Stokkhólmur 19.496,- 8.000,- fimmtudögum Zúrich 18.540,- 8.000,- sunnudögum Flug og bíll er sérgrein Crvals. Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll. sími (91)-26900. OOTTFÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.