Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 27 RieAst ▼ið í Panmunjom. Vinstra megin sitja fulltrúar sunnanmanna en norðanmenn á móti þeim. Markalfnan liggur eftir borðinu endilöngu. Staerð fánans á borðsendanum var um tfma mikið þrætuepli milli þeirra, sem við borðið sitja. Á kortinu sjást göngin þrjú sem fundist hafa og Norður-Kóreumenn hafa grafið undir landamsrin norð- urs og suðurs. Fyrstu göngin fundust á þessum slóðum fyrir tilviljun í nóvember 1974, þegar eftirlitssveit Suður- Kóreumanna sá gufu stíga upp úr jörðinni. Þessi göng eru aðeins 45 sm undir yfirborði jarðar og alls 3,5 km á lengd, veggir þeirra eru steyptir, þau eru 1,2 m á hæð og 90 sm á breidd. í mars 1975 fundust enn leynigöng á þessum slóðum. Var það borlið sunnanmanna sem fann göngin 50 m undir yfirborði jarðar, þau eru 3,5 km á lengd, 2 m á hæð og 2 m á breidd, þannig að 30.000 hermenn geta farið um þau á klukkustund. { bæklingi sem dreift var til okkar um göngin segir, að frétt- irnar um þau hafi ekki dregið úr baráttuþreki almennings i Suður- Kóreu heldur þvert á móti veitt honum gleggri upplýsingar en áð- ur um vélabrögð Norður-Kóreu- manna. Hafi fólk komið saman víðsvegar um Suður-Kóreu og brennt brúður i liki Kim II Sung, þegar skýrt var frá því að þriðju göngin hefðu fundist. Ótrúleg spenna Evrópubúa kemur fyrst til hug- ar skipting Þýsklands milli aust- urs og vesturs, þegar hann hugsar um skiptingu Kóreu. Hér er þó ekki um sambærilegt vandamál að ræða. Rótin er hin sama: spennan milli austurs og vesturs en afleið- ingar hennar ólíkar. Vestur-Þjóðverjar eru almennt ekki þeirrar skoðunar, að Austur- Þjóðverjar myndu gera innrás vestur yfir járntjaldið án þess að það væri liður f árásarstríði Sov- étmanna gegn Vesturlöndum. í Kóreu er það á hinn bóginn yfir- lýst stefna stjórnar Kim II Sung að ná öllum skaganum undir yfir- ráð sín. I Þýskalandi stendur vilji manna beggja vegna járntjaldsins til þess að auka samskiptin sín á milli. Dæmin sanna, að Sovét- mann halda nú orðið aftur af Austur-Þjóðverjum. í Kóreu strandar það miklu fremur á rík- isstjórnum landshlutanna en utanaðkomandi ráðamönnum, að viðræður og samskipti þróist á milli norðurs og suðurs. Hér er ástæðulaust að fara yfir þau litlu skref sem stigin hafa verið í þá átt að draga úr spenn- unni í Kóreu. Það fer ekki fram hjá þeim sem ræðir við áhrifa- menn í Suður-Kóreu, að þeir telja fulla ástæðu að vera vel á verði gegn norðanmönnum. Sumir sögðu, að það væri ótrúleg spenna í landinu af þessum sökum. Viða má sjá hermenn með alvæpni og vegna flugrána verða þeir sem ferðast með flugvélum innan lands í Suður-Kóreu að sæta leit og gera skriflega grein fyrir sjálf- um sér og ferðum sínum. Flugumenn stjórnarinnar í Norður-Kóreu geta með einu hryðjuverki spillt öllu því sem áunnist hefur. Þegar forseti Suð- ur-Kóreu var í opinberri heimsókn í Burma í október 1983 tókst Norður-Kóreumönnum að drepa 17 menn úr fylgdarliði forsetans með sprengju, þar á meðal voru fjórir ráðherrar. Ýmsir óttast að Norður-Kóreumenn reyni að spilla fyrir ólympfuleikunum sem verða í Seoul 1988. Við leikvanginn standa alvopnaðir hermenn vörð en á pólitfska sviðinu leitast Suður-Kóreumenn við að fá sem víðtækasta þátttöku f leikunum. Er enginn vafi á þvf, að þeir eiga eftir að setja svip sinn á samein- ingarstefnuna í Kóreu á næstu ár- um. Mikill viðbúnadur Beggja vegna markalinunnar er mikill viðbúnaður á hernaðarsvið- inu. Um 40 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu, 29.200 landhermenn og 10.400 flughermenn. Þótt Norður-Kóreumenn séu um helmingi færri (um 20 milljónir) en Suður-Kóreumenn eru fleiri hermenn í norðurhlutanum, eða 784.500, en í suðurhlutanum þar sem þeir eru 622.000. Bæði Sovétmenn og Kínverjar styðja Norður-Kóreu. Leika þessi tvö stórveldi flókið tafl gagnvart Norður-Kóreumönnum og öfugt. í fyrra fór Kim II Sung í ferðalag til nokkurra kommúnistaríkja í Evr- ópu og leitaði eftir efnahagsaðstoð hjá þeim, fæst þeirra eru aflögu- fær. Sovétmenn eru tregir til að auka fjárveitingar til Norður- Kóreu. Kínverjar eru að opna landamæri sfn fyrir fjárfestingu frá útlöndum og vilja að Norður- Kóreumenn geri slfkt hið sama. Skref í þá átt var stigið í Norður- Kóreu á sfðasta ári. Hagvöxtur og aukið rfkidæmi Suður-Kóreu sam- hliða frjálshyggjunni f Kína hafa skapað Norður-Kóreumönnum vandkvæði. Þeir geta ekki í senn veitt hernum forgang í efnahags- starfseminni og keppt við hin opnu hagkerfi. Volvo- þjónustuferóir 1985 Eins og undanfarin ár veröa starfsmenn okkar (deildarstjórar varahluta- og þjónustudeildar) staddir hjá eftirtöldum umboösaöilum sem hér segir: Neskaupstaö: Bifreiöaverkstæöi síldarv., þriöjudaginn 7.5. kl. 9—12. Reyöarfirði: Vélaverkstæöi Björns og Kristjáns, þriöjudaginn 7.5. kl. 4—6. Egilsstöðum: Bifreiöaþjónustu Borgþórs, miövikudaginn 8.5. kl. 9—12. Húsavík: Bifreiðaverkstæöi Jóns Þorgrímssonar, fimmtudag 9.5. kl. 3—6. Akureyri: Þórshamri hf., fimmtudag 9.5. kl. 3—6. Sauöárkróki: Bifreiöaverkstæöi K.S., föstudag 10.5. kl. 9—12. Biönduósi: Vélsmiöju Húnvetninga, föstudag 10.5. kl. 2—4. Suðurlandsbraut 16, aimi 35200. Sjö „smá"atriði sem stundum deymast viðiöT á nýrri þvottavél þoma á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. IÞvottavél sem á að nægja venju- legu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 kfló af þurrum þvotti. því það ér ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló af handklæðum, rúmfötum og bux- um. Það er líka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrir lftið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. 2Það er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kflóum af þvotti innf vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran þvottabelg og þvo f miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skfnandi hreinn. Stærstu heimilis- vélar hafa 45 lítra bvottahplo 3Vinduhraði er mjög mikilvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mfnútu, aðrar með allt að 800 snúninga hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að 4Qrkuspamaður er mikilvægur. Auk verulegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta Ifka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. f'f'.A 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa, ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. A móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri f rekstri og viðhaldsfrekari. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin" sem reyndar eru ekki svo lítil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og þjónustudeild Heimilistækia hafa séð fyrir þeim öllum: 5 kfló af þurrþvotti, 45 lftra belgur, 800 snúningar á mfnútu, heitt og kalt vatn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigjanlegir í samningum! yertu oruesur velduPhiIco heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI8 - 15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.