Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUKBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Morgunblaðid/RAX Nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Esju ásamt nemendum og kennurum vid deild blindra og sjónskertra við Álftamýrarskóla. NÝ LÍNA - ENGU LÍK Radiovinnustofan Straumur hf. Kaupangi, Akureyri. Silfurgöfu 5, ísafiröi. S 22817. S 3321. Ljós og raftœki Rafbúð R.Ó. Sfrandgöru 39, Hafnarfiröi. Hafnargöfu 44, Keflavík. S 52566. S 3337. Happdrætti Kiwanisklúbbsins Esju: Ágóðanum varið til tækjakaupa fyrir blind börn KIWANISKLÚBBURINN Esja hyggst helga blindum börnum krafta sína í ár, undir kjörorðinu „Birta fyrir blind börn“. Gengst klúbburinn þessa dagana fyrir happdrætti og verður öllum ágóða af því varið til tækjakaupa fyrir Blindradeild Álftamýrarskóla og Sjónþjálfunarstöð Blindrafélagsins, í fullu samráði við Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra. Frá þessu var skýrt á fundi með fréttamönnum í vikunni. Kiwanis- klúbburinn Esja á 15 ára afmæli í lok þessa mánaðar, en er hann var stofnaður, setti hann sér það markmið að starfa að málefnum barna og unglinga. Klúbbfélagar kváðu þetta átak vera óbeint framhald af starfi þeirra 1983 en þá gengust þeir fyrir fjársöfnun og happdrætti undir kjörorðinu „Birta fyrir blinda". Alls söfnuð- ust þá rúmlega 500.000. krónur og hefur þeim að mestu verið varið til tækjakaupa fyrir Sjónþjálfunar- stöð Blindrafélagsins. Vinningur í happdrættinu nú er Renault-bifreið að verðmæti 376.000. krónur og verður aðal- sölutími happdrættismiðanna 3.-24. maí. Lögðu klúbbfélagar á það rika áherslu að aðeins yrði dregið úr seldum miðum. Þá vildu þeir einnig vekja athygli á því að drætti hefur verið frestað til 24. maí, en uphhaflega átti hann að vera þann 4. Deild blindra og sjónskertra var komið á fót í Laugarnesskóla 1971 en var flutt yfir í Álftamýrarskóla 1983. Deildin þjónar börnum og unglingum alls staðar að af land- inu. 11 nemendur eru nú við deild skólans, fjórir blindir og sjö sjón- skertir, og eru kennarar og starfs- fólk sex talsins. Auk beinnar kennslu og þjálfunar sem fram fer í deildinni, veita kennarar leið- beiningar og ráðgjöf til blindra og sjónskertra nemenda og kennara þeirra í öðrum skólum, bæði á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi. Starfsfólk deildarinnar kvað mikla þörf á hinum ýmsu hjálp- artækjum fyrir börnin og væri happdrætti Kiwanisklúbbsins Esju verðugt framtak til að efla tækjakost deildarinnar, blindum og sjónskertum til framdráttar. Eins og skýrt var frá hér að framanverðu verður öllum ágóða af happdrætti Kiwanisfélagins varið til tækjakaupa, í fullu sam- ráði við Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra. Félagið var stofnað í maí 1975 og á því 10 ára afmæli um þessar mundir. Markmið félagsins er að styðja og styrkja blinda og sjón- skerta. Félagið hefur lagt áherslu á að bæta aðstöðu blindra og sjón- skertra barna og unglinga til menntunar, m.a. stuðlað að þvi að fá fólk til að fara í sérnám til blindrakennslu og veitt styrki í því skyni á undanförnum árum. Félagar í Foreldrafélaginu eru um 130, þar af eru um 50 manns sem eru foreldrar eða forráða- menn blindra og sjónskertra barna og unglinga, og eru á þeirra vegum um 30 börn, blind og sjón- skert. Félagið er aðili að Lands- samtökunum Þroskahjálp og hef- ur starfað innan þeirra. Það hefur aflað fjár með félagsgjöldum, sölu happdrættisalmanaks Þroska- hjálpar og með köku- og kaffisölu. MorgunblaAið/Ólafur Frá dagskrá grunnskóla á Héraði á Héraðsvöku. Egiisstaðin Fjölbreytt dagskrá grunnskóla á Héraði Egitatöðum, 26. aprfl. GRUNNSKÓLAR á Héraði sáu um dagskráratriði á Héraðsvöku í gær, sumardaginr fyrsta, fyrir troðfullu húsi í Valaskjálf. Menningarsamtök Héraðsbúa — sem gangast fyrir Héraðsvöku á Egilsstöðum ár hvert — helguðu gærkvöldið grunnskólum á Hér- aði. Þar kom hver skóli fram með sín skemmtiatriði — sem voru mjög fjölbreytt og vönduð að þessu sinni. Dagskráin hófst með leik Lúðrasveitar Tónskóla Fljótsdagshéraðs — síðan voru sýndir stuttir leikþættir samdir upp úr kunnum þjóðsögum og ævintýrum; sýndur var jassballett og þjóðdansar, sönghópur kom fram og nýjasti tískufatnaðurinn frá Hallormsstað var sýndur. Að lokum var stiginn dans um stund. Nærri mun láta að hátt á fjórða hundrað manns hafi sótt dagskrá grunnskólanna. - Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.