Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 42
42 ....................................... MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGÚR 7. MAÍ 1985 Hjónaminning: Þóranna Magníisdöttir Hallgrímur Jónsson Hallgrímur Feddur 5. júlí 1900 Dáinn 13. júlí 1983 Þóranna Fædd 24. janúar 1900 Diin 17. aprfl 1985 Tæpast verður nokkur kynslóð i íslandssögunni talin hamingju- samari en aldamótakynslóðin, þ.e. fólkið sem átti bernsku- og ungl- ingsár sín á fyrstu árum 20. aldar- - innar fram að fyrri heimsstyrjöld. Þetta æskufólk lifði vortíð is- lensks þjóðlifs, þegar draumar hugsjónamanna og þjóðskálda skutu rótum út í þjóðlífið eins og jurtin sem finnur vorfjötra vetrar bresta og hlýnandi moldina fylla hvern sprota ilmi og frjóangan. Skáldin kváðu þessum vaxtar- þrótti og -þrá hvatningar- og sig- ursöngva, fulla af bjartsýni, ör- yggi og trausti, trú á lifið og sigur- mátt þess. Vormenn allra alda hafa átt sina björtu drauma, en aldamóta- kynslóðin umrædda varð sú fyrsta, sem sá þessa drauma ræt- ast. Stjórn þjóðmála, menningar- og atvinnulifs færðist æ meir heim i hendur okkar uns öllum fjötrum var stjórnarfarslega af- létt með stofnun lýðveldisins. Aldamótakynslóðin lék sér að legg og skel á moldargólfi svo sem áar höfðu gert um allar aldir. En barnabörn hennar sitja nú að tölvuleikjum i húsakynnum sem afi og amma sáu i bernsku sinni aðeins i draumaheimum ævintýra 1001-nætur. Sigurganga aldamótakynslóðar- ^innar hefur verið erfið en óslitin. Engin kynslóð hefur lifað aðra eins byltingu, engin mun nokkru sinni hnekkja meti hennar að lyfta þjóðinni upp úr moldinni i efstu hæðir tækni- og töfrabragða svo að stutt er til stjarnanna. Þessi hamingjusama kynslóð nam kall Jónasar Hallgrímssonar og hlýddi því: Hörðum höndum vinnur hðlda kind ár og eindaga. Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Með þrotlausri vinnu, bjartsýni og trú á land og þjóð hefur alda- mótabörnunum tekist að gera 20. öldina að þvi endurreisnartima- bili, sem margir þráðu fyrr — en birtist aldrei. Þess vegna er þetta hamingjusamasta kynslóð ís- lands, sem senn hefur lokið sinu mikla hlutverki. Mörg þeirra sitja nú við arin ævikvöldsins, fylgjast með afrekum barna sinna vitt um heim og leikjum barnabarna, en láta hugann reika um gnýsaman æviferil þar sem allt rættist að lokum sem skáldið kvað á alda- mótaári: Sé eg i anda knörr og vagna knúða krafti sem vannst úr fossa þinna skrúða, strítandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verslun eigin búða. Allt þetta rættist því að þau sungu og störfuðu eftir boðorði sama hugsjónaskálds: — Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið það er að elska og byggja og treysta á landið. Við, sem erum misgömul börn tuttugustu aldarinnar, eigum þvi aldamótakynslóðinni, Vor- mönnum Islands látnum og lif- andi, allt að þakka sem áunnist hefur hreysti okkar, hagsæld, menningu og gleði. Með þessum huga langar mig að kveðja vinkonu mína Þórönnu Magnúsdóttur (Tótu). Hún fædd- ist 24. janúar árið 1900 í Þykkva- bæ í Landbroti, elst fjögurra barna Guðríðar Sigurðardóttur og Magnúsar Hansviumssonar. Hún fluttist ársgömul að Eintúnahálsi í sama hreppi, en þar bjuggu for- eldrar hennar til ársins 1909, urðu að hverfa þaðan i húsmennsku í Efri-Vík það ár og þar dó faðir hennar um haustið. Ekkjan leitaði þá til bróður síns i Þykkvabæ með börn sín. Kjör einstæðra mæðra þykja bág, en voru nær óbærileg i byrjun aldarinnar. Vinnukonu- staða leyfði ekki mikla umhirðu eigin barna. Þótt ekkja nyti hér eigin venslafólks varð ekki um- flúið að senda elstu börnin burt sem fljótast, til snúningsstarfa og þá einnig þess skólanáms sem kostur gafst þar um slóðir. Af þessu var Þórönnu komið í Múlakot á Síðu til foreldra minna er hún var orðin 12 ára. Þar dvelst hún næstu 12 árin, skráð tökubarn eða fósturbarn fyrstu árin en síð- an vinnukona sem þá var enn títt um sveitir. Næstu tvö árin mun hún hafa gegnt svipuðum störfum á Fossi en er þó í vetrarvist í Reykjavík svo sem þá var og þótti fýsilegt ungum stúlkum til hús- legs náms og þroska. Frá 1926—37 á Þóranna svo heimili á Kirkjubæjarklaustri. Þar giftist hún 16. desember 1927 jafnaldra sínum Hallgrími Jóns- syni, sem segja mátti fósturson þeirra Kalusturhjóna, Elínar og Lárusar. Ungu hjónin teljast þar í lausamennsku næstu árin, en úti- og innistörf urðu þeim annasöm á því fjölmenna og alkunna gest- nauðarheimili. Þar fæðist þeim einkasonurinn 6. september 1931, Jónas, nú yfirlæknir og prófessor. Árið 1937 flytja þau alfarið til Reykjavíkur, ári síðar verður Hallgrímur húsvörður hjá Slátur- félagi Suðurlands. Gegnir hann því síðan í rösk 40 ár, og fjölskyld- an á ætíð heimili sitt í litla húsinu Lindargötumegin við Sláturfélag- ið meðan þeim hjónum entist báð- um heilsa til og aldur. Hallgrímur dó af slysförum 13. júli 1983, en Þóranna lést 17. apríl síðastliðinn eftir nær áratugar sjúkravist, lengi á Reykjalundi, um skeið á dvalarheimilinu Ási i Hveragerði en síðustu árin hér i Hátúni. Þetta eru ytri þættir úr langri og merkri sögu, sem raunar er ekki unnt að gera skil i þessum kveðjuorðum. 1 huga mínum er Tóta hluti fyrstu minninga. Hún er mér bæði fóstursystir og fóstra. Hún er á sextánda ári er eg fæðist, og fyrsta áratug ævi minnar er þessi greindi og vel gerði unglingur svo samgróinn heimili foreldra minna að þar verða engin skil milli. Með- al margra yndismynda frá þeim bernskuárum eru frásögur hennar úr veruleika og ævintýraheimi. Minni hennar, eftirtekt og næm- leiki á móðurmálið, allt þetta ásamt glaðlegu en traustu viðmóti gæddi frásögn hennar því lifi, er gaf ungum sveini ótal gleðistundir hvort sem sagan var sögð við rúmstokkinn, uppi < blómabrekku, er skolað var úr þvotti uppi í Hörgsá eða setið úti i fjósi við mjaltir eða hreinsun ristla í slát- urtíð. Slikar og þvílíkar stundir undir handleiðslu mömmu, Tótu og annarra sagnameistara heimil- isins lyftu hulu af fjarlægum og nálægum furðum heimaslóða og himinhnatta. Tóta naut ekki langrar skóla- göngu frekar en þá gerðist i sveit. Tvo vetur átti hún í farskólanum í Múlakoti, aðra hverja viku frá veturnóttum til vordaga voru þau 8 börn saman í námi, 10—14 ára gömul. Átta námsgreinar voru til prófs og reyndist námsárangur Tótu í fremstu röð. Síðar gafst henni nokkurra vikna nám í ungl- ingaskóla í Vik og sannaðist þar einnig hve góðum hæfileikum hún var gædd til munns og handa. Á þeirri tið gáfust sveitabörnum tæpast önnur námsfæri og alira sist stúlkum. Ásamt lestri, sjálfsnámi, eftirtekt og viðræðum nægði Tótu þetta þó til að geta síðar veitt mörgum börnum fyrstu leiðsögn, eigi sist í móðurmáli. Veit eg og, að faðir minn fól Tótu stöku sinnum að annast litla skól- ann sinn í nokkra daga er hann var skyndilega kallaður frá vegna sýslunefndarfunda eða slíkra starfa. Það sannaði öðru betur hve vel hann treysti þessari ungu stúlku, greind hennar, samvisku- semi og öryggi. Þvi brást hún heldur ekki né neinu öðru er henni var til trúað. Þótt Tóta væri vel fallin til heimilisstarfa úti og inni, þá veit eg að hún þráði meiri skólagöngu, einkum til kennaranáms. Nú hefðu henni staðið opnar allar framaleiðir, og vel hefði islensku- deild Háskóla íslands hentað henni, e:gi síst i bókmenntum og sögu. Ljóð listaskáldanna nam hún þegar í bernsku af bókum og vörum fóiks. Þar unni hún mest náttúrufræðingnum og listaskáld- inu góða Jónasi Hallgrimssyni, söng og sagði ljóð hans og sögur svo að hreif einnig hlustandann er sat hið næsta á rúmstokk eða stóð með á teigi. Engum varð þvi undr- unarefni, er einkasonurinn hlaut nafn eftirlætisskáldsins. Móður sinni og föður hefur hann borið það nafn með sóma frá bernskuár- um til æðstu frægðarbrautar læknismennta. Eins og áður er að vikið auðnað- ist Tótu að veita ýmsum börnum góða tilsögn við lestrarnám, og ýmsir námsmenn áttu gott næðis- athvarf í litlu stofunni á heimili þeirra Halla á Lindargötunni. Þannig eignaðist hún fleiri nem- endur en bara í gamla skólanum i Múlakoti. Þeir taka undir þakkar- orðin i dag, þvi að hvert verk hennar var vel unnið, grundvöllur- inn traustur. Minni Tótu var frábært. Oft bar við að við hjónin hringdum til hennar og spurðum um atburði, afmælisdaga eða önnur minnis- atriði sem okkur fýsti að vita með öryggi. Svari hennar mátti treysta: Hún gaf það ekki nema vissa væri, bað stundum um um- hugsunarfrest, hringdi þá aftur og skýrði nánar svo að sem gleggst væri og gagnlegast, hafði þá oft leitað þeirra upplýsinga sem henni þótti sjálfri á skorta f eigin huga eða minni. Sannleikurinn var henni nánast heilagur. Vel eiga þvi við um hana þessi orð skáldvinar hennar: Brann þér í brjósti, bjó þér í anda ást á ættjörðu, ást á sannleika. Hreinlæti og snyrtimennska prýddi heimili og dagfar Tótu. Fundargerðarbók ungmennafé- lagsins heima staðfestir glögga rithönd hennar, traust vald á máli og skýra tjáningu. Hugsjónir ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands, Islandi allt til heilla og hamingju birtust hvarvetna í starfi þessarar tryggu og traustu dóttur aldamótanna sem við kveðjum í dag. Þóranna Magnúsdóttir hefur lokið farsælu ævistarfi. Syni hennar, Jónasi, konu hans, önnu Margréti Lárusdóttur, og börnum þeirra: Hallgrími liffræðingi, Pétri tónlistarmanni, Margréti og Lárusi skólanemendum sendum við hjónin og börn okkar hlýjar kveðjur sem og öldruðum systkin- um Tótu, Magneu og Guðjóni. Eg þakka minni kæru vinkonu stuðning og tryggð frá því að hún leiddi mig fyrstu skrefin fyrir tæpum sjö áratugum. 1 dag get eg vonandi fylgt henni síðasta spöl- inn að hinstu hvílu. Helgi Þorláksson Meðal dásamlegustu eiginleika mannshugarins er sá að það eru fyrst og fremst hinir ánægjulegu atburðir sem í honum geymast til lengdar en hinum er auðveldara að gleyma. Að vísu á þetta fyrst og fremst við atburði hins daglega amsturs, þvi vitanlega geta þeir atburðir gerst sem engin leið er að leyma, hve mjög sem menn vildu. samræmi við þetta fer mér eins og mörgum, sem alist hafa upp í sveit, að mér finnst sem hin fyrstu sumur hafi öll verið full af sól- skini, gróðrarilmi og fuglasöng. Mér finnst allt hey hafa verið fag- urgrænt og stökkt og blómabreið- urnar nær endalausar. Segja mér þó bæði menn og skýrslur að á þeim árum hafi miklir rosar geng- ið yfir og vissulega var lifsbarátt- an harðari þá en nú, þótt þá hafi menn bitið á jaxlinn og horft bjartsýnir fram á við. En jafnhliða minningum um sól og ilmandi hey eru líka minningar um gott fólk. Sumt var hluti hins daglega umhverfis, annað kom og fór líkt og farfuglarnir. 1 þeim hópi voru Halli og Tóta og sonur þeirra Jónas. Ég man ekki lengra aftur en Jónas væri hjá okkur i Efri-Vik á sumrum, og þegar dag- ur var lengstur, sólin björtust og angan jarðar sterkust komu þau Tóta og Halli foreldrar hans i sumarfrí. Þau voru öll nokkurt ævintýri i mínum augum, þau komu úr borginni stóru, kunnu að segja frá framandi fólki og at- burðum sem barnshugurinn átti á stundum erfitt með að melta og þeim fylgdi einnig ýmislegt góð- gæti sem ekki var dagleg fæða til sveita. En jafnframt þessu voru þau hluti sveitarinnar, enda upp- runnin þar, kunnu deili á hverjum einasta manni og vissu allt um ör- lög þeirra sem horfið höfðu þaðan á vit ævintýra borgarinnar. Þóranna Magnúsdóttir, Tóta, sem í dag er til grafar borin, var að segja má jafngömul öldinni, fædd í janúar árið 1900 og var því áttatiu og fimm ára er hún lést, 17. april síðastliðinn. Hún var elst fjögurra systkina, barna þeirra Guðriðar Sigurðardóttur og Magnúsar Hansvíumsonar, tæp- um tiu mánuðum eldri en Magnea fóstra min, er lengst af bjó i Efri- Vík. Bræðurnir voru tveir, Sigurð- ur, fæddur 1903, og Guðjón, fædd- ur 1908. Hjónaband foreldra Tótu varð ekki langt. Þau bjuggu fyrst i Þykkvabæ og þar fæddist hún, en árið 1901 fluttust þau að Eintúna- hálsi á Siðu, heiðarbýli sem nú er löngu komið i eyði. Þar sleit Þór- anna barnsskónum, en dvölin inni i Klausturheiði varð ekki löng, þvi faðir hennar veiktist af þeim sjúkdómi er þá herjaði svo víða, berklum. 1909 brugðu foreldrar hennar búi og sama ár lést faðir hennar. Þóranna fluttist þá að Þykkvabæ með móður sinni og systkinum, þar sem Páll móður- bróðir hennar bjó, en tólf ára fór hún aö Múlakoti á Siðu til hjón- anna Þorláks Vigfússonar og Helgu Bjarnadóttur og hjá þeim dvaldist hún til ársins 1924. Leit hún ávallt á þau sem sina aðra foreldra og syni þeirra sem bræð- ur sína. Árið 1926 fluttist hún sem vinnukona að Kirkjubæjar- klaustri, til Lárusar Helgasonar og Elínar Sigurðardóttur sem þann garð gerðu frægan. Heimilið var mannmargt og stórmannlegt, enda Lárus höfðingi sins héraðs, og meðal vinnufólksins var Halli. Upp frá því voru vegir þeirra óaðskiljanlegir til hinstu stundar. Halli, eða Hallgrimur Jónsson, fæddist í Prestbakkakoti á Siðu og var hálfu ári yngri en Þóranna. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Eiriksdóttir og Jón Einars- son. Hallgrímur var yngstur systkinanna, eldri voru Eirikur, fæddur 1891, Margrét, fædd 1893, Elín, fædd 1894, og Sveinn, fæddur 1895. Aðeins sex ára fluttist Halli að Klaustri og átti þar heima i þrjá áratugi og leit jafnan á Lárus og Elínu sem sína aðra foreldra og þá Klaustursbræður sem bræður sina. Bernska þeirra Hallgríms og Þórönnu var þvi að ýmsu leyti lik, og raunar lík þvi sem bernska margra barna var á þessum árum, þegar grá og miskunnarlaus lifs- baráttan guðaði miklu fyrr á glugga en nú er almennt, og allir urðu að bjarga sér sjálfir en gátu litils sem einskis krafist af sam- félaginu. Víst mótuðu þessar hörðu kringumstæður nokkuð lifsviðhorf þeirra, en þó aðeins til góðs. Hvergi var beiskju að finna þegar litið var um öxl, einnig i þeirra hugum einkenndust bernsku- og æskuárin af sól og gróðrarilmi. Þau Hallgrimur og Þóranna giftust í desember 1927 og bjuggu megnið af næsta áratug i lausa- mennsku á Klaustri. Fjármennsk- an var aðalstarf Hallgrims, enda var hann mjög fjárglöggur og góð- ur skepnuhirðir og léttur á fæti með afbrigöum, sem best sést af f ” " ‘ A Þekkt vörumerki og firma Eitt þekktasta vörumerki í fataiön- aöi á íslandi er til sölu. PARTNER er löngu þekkt fyrir góöa vöru og gott verö og nýtur trausts og eftirspurnar um allt land. Meö í kaupunum fylgir firmaö „PARTNER VERKSMIÐJUÚT- SALAN“ sem hefur um langa tíö veriö árviss stórviöburður í viöskiptalífinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar í símum 29840 og 686268.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.