Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 43
Bremsttborðar í MAZDA 323 kosta 656 krónur. Hvað kosta bremsuborðar í bílínn þínn? BILABORG HF Smiðshöfða 23. S. 81265 því aö eftir að hann fór að starfa í höfuðborginni datt honum ein- hverju sinni í hug að taka þar þátt í víðavangshlaupi með mörgum þekktum hlaupagikkjum þess tíma og sigraði í því. Þegar árið 1934 fór Hallgrímur að fara suður til starfa og vann þar við ýmis störf, þar á meðal skósmíði, en um tíma hljóp hann drengilega undir bagga þegar Jó- hann bóndi á Núpi í Olfusi, bróðir Elínar fóstru hans á Klaustri, lést frá konu og stórum barnahópi, og hjálpaði þeim að komast yfir örð- ugasta hjallann. Árið 1937 geröist Hallgrímur húsvörður hjá Sláturfélagi Suður- lands í Reykjavík og fluttist Þór- anna þá til hans suður með son þeirra Jónas, nú prófessor í lækn- isfræði, sem fæddist á Klaustri árið 1931. Árið 1938 fluttust þau í litla húsvarðarhúsið við Lindar- götuna og þar bjuggu þau í fjóra áratugi, uns Elli kerling og heilsu- brestur komu í veg fyrir að þau gætu lengur sinnt störfum. Kringumstæður og lífsviðhorf voru ólík því sem nú er þegar þau Halli og Tóta fluttust í húsvarð- arhúsið hjá Sláturfélaginu. Borgin var miklu smærri en nú og kunn- ingsskapur því á ýmsan hátt nán- ari, kerfið var varla fætt. Strax á fyrstu árunum skall stríðið á og hernámið í kjölfar þess, og má nærri geta að hinn stóri vinnu- staður sem var ein af miðstöðvum matvælaframleiðslu landsmanna fór ekki varhluta af því. Erillinn þá og allt til starfsloka var að heita mátti ótakmarkaður, vinnu- tíminn hvenær sem einhverjum öðrum þóknaðist. Þau nutu þeirr- ar gæfu að eignast marga góða samstarfsmenn sem á ýmsan hátt léttu þeim störfin, enda sjálf greiðviknasta fólk sem hugsast getur. í sláturtíðinni á haustin mynd- aðist flutningabrú milli æsku- stöðva þeirra og miðstöðvar Slát- urfélagsins í Reykjavík. Sláturaf- urðir voru fluttaf daglega að aust- an til Reykjavíkur. Margir gömlu sveitunganna notuðu þá tækifærið að afloknum slætti og smala- mennsku og tóku sér far með kunningjunum sem óku sláturbfl- unum suður, bæði til langrar og stuttrar dvalar í kaupstaðnum. Þá var litla húsvarðarhúsið oftast fyrsti áfangastaðurinn í höfuð- borginni. Þaðan var hringt í MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 7, MAÍ1985 skyldmennin sem greiddu veginn áfram og á meðan beðið var eftir þeim var drukkið kaffi og sagðar fréttir bæði að austan og sunnan. Þannig varð húsvarðarhúsið nokk- urs konar upplýsingamiðstöð fyrir þá sem frétta vildu að austan og einnig þá sem vildu vita hvernig fólki hefði reitt af í hringiðu borg- arlífsins. Kynni mín við húsvarðarfjöl- skylduna rofnuðu aldrei á þessum árum vegna hinna nánu tengsla, en þau jukust enn þegar leið mín lá suður til náms og síðar starfa. Þar var minn fyrsti viðkomustað- ur og að ýmsu leyti einnig annað heimili, því þangað var ég alltaf velkominn hvernig sem á stóð, og alltaf átti Tóta kaffi á könnunni. Oftast sáumst við Halli einnig, en gjarnan stutt, þvi ég man varla eftir honum öðruvísi en á hlaup- um á þessum árum, naumast að sest væri til þess að renna úr kaffibollanum. Friðhelgi heimilis- ins var harla lítil á virkum dögum í húsvarðarhúsinu. Þó vakti hús- móðirin vandlega yfir einum hluta hennar. Sonur þeirra hjóna skyldi fá næði til þess að stunda sitt nám. Þegar hann og félagar hans sátu yfir námsbókunum urðu aðr- ir að vera þöglir. Árangur hans og þeirra varð líka slíkur að hana þurfti ekki að iðra þess. Gleði þeirra hjónanna yfir gæfusporum hans var líka mikil og fölskvalaus, ekki síst þegar hann kvæntist sinni ágætu konu, Önnu Margréti Lárusdóttur. Þau hjón eiga nú fjömir mannvænleg börn. Árið 1976 var heilsa Þórönnu á þrotum og síðan hefur hún dvalist á sjúkrastofnunum, siðustu árin í öldrunardeild Landspítalans í Há- túni, þar sem hún naut góðrar um- önnunar. Hallgrímur lét af störf- um 1979 eftir meira en fjörutíu ára þjónustu hjá Sláturfélaginu, nær áttræður að aldri. Hann var hress og ern til æviloka, en hann lést í júlímánuði 1983 af völdum umferðarslyss. Það var Þórönnu þá líkn með þraut að minni henn- ar var mjög tekið að bila og ást- vinarmissirinn því ekki eins þungbær og ella. Að leiðarlokum langar mig að þakka Tótu og Halla fyrir sam- veru og fölskvalausa vináttu í marga áratugi. Jónasi og fjöl- skyldu og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. Magnús Bjarnfreðsson \]€>Ar mz PÉTUR SNÆLAND HF V/SUÐURSTRÖND, SELTJARNARNESI. S. 24060 SlÐUMÚLA 23, REYKJAVlK. S. 84161 PÓSTHÓLF1227, 121 REYKJAVÍK Engin ein dýna er rétt fyrir alla. Óskir um verð og gerð eru margbreytilegar eftir efnum og ástæðum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvem og einn - fyrir öll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slík persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar - já allt niður í ótrúlega ódýrar. Rétt dýna í rúmið Nýtt tölublað Eiðfaxa komið út NÝIT tölublað tímaritsins Eiðfaxa er komið ÚL f blaðinu er fjöldi greina og frétta sem tengjast hestum og hestamennsku. Jón Sigurðsson bóndi í Skolla- gróf skrifar grein sem hann nefnir „Hrossin og heiðafrelsið". Sigurð- ur Sigmundsson segir frá heim- sókn sinni í Rangárvallasýslu í marsmánuði þar sem hann ræddi við hestamenn á nokkrum bæjum um undirbúning fyrir fjórðungs- mótið í Reykjavík í sumar. Jón ólafur Sigfússon ritar hugleiðingu um vanhugsaða tímasetningu Landsmóts 1986 er nefnist „Hvers eiga Norðlendingar að gjalda?" og knúið er dyra hjá Áma Hraundal á Hvammstanga. Þá er sagt frá Equitana-sýning- unni sem haldin var í Essen í Þýskalandi í mars sl., Hjalti Jón Sveinsson ritstjóri ritar um hunda og hestahald i Reykjavík, Björn Steinbjörnsson heldur áfram um- fjöllun sinni um járningar og Har- aldur Magnússon skrifar greinina „Það er skeið í honum Mána“. Áuk þessa eru í blaðinu fastir þættir og fréttir úr ýmsum áttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.