Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ1985 Minning: Ási í Bœ Fæddur 27. febrúar 1914 Dáinn 1. maí 1985 Ási í Bæ, ævintýri sem erfitt er að lýsa i fáum orðum, en sárt er að sakna. Sjóferð hans er lokið. Það á ekki að koma á óvart þegar dauð- inn kallar að kvöldi dags og víst var Ási i Bæ orðinn sjötugur, en hér var á ferðini maður sem var ¦$¦ svo sérstæðum hæfileikum búinn, svo síungur og lifsglaður, svo tær i mannlifshafinu og samkvæmur sjálfum sér að með ólikindum var. Fyrst og fremst var Ási í Bæ mað- ur, þrekmenni og afreksmaður, því hann bjó við sjúkdóm alla sina ævi, sjúkdóm sem fáir hefðu þolað eins og hann. Ævintýri var þessi maður, skáld, sjómaður, söngvari. Hann var orðheppnari en aðrir, lagviss- ari og svo fiskinn að undrum þótti sæta oft á tiðum, en fyrst og fremst var hann vinur vina sinna, hlýr og burðarmikill þegar um mannlegar tilfinningar var að ræða. Galdrar, sagði Ási svo oft f- þegar þessi einstæði sögumaður lét gamminn geisa og hið óvænta kom upp á teningnum, en vist var hið óvænta algengara en hitt þeg- ar Ási átti í hlut. Heimilisbragurinn i Litla Bæ í Vestmannaeyjum var sá háskóli sem Ási í Bæ bjó lengst að þrátt fyrir stormasama ævi. Úr Litla Bæjar-háskólanum voru menn út- skrifaðir með láði í islenskri tungu, áræðni og vinnusemi og sem leikarar i lifsins komidí. Litla x Bæjar-fjölskyldan talar fagra tungu þar sem veðrabrigði njóta sín til fulls eins og tilefni gefst til hverju sinni. Ása í Bæ var jafn tamt að tala með blæ vorskýja úr suðurátt eins og garranum úr norðri hárbeittum. Plestir geta stuðst við fætur sína ævina út, en Ási i Bæ varð lengst ævinnar að dragnast með annan fót sinn oft sárkvalinn. Það var sárt þegar einn ærslafyllsti drengurinn i hópnum sat uppi með þá staðreynd að búa við ólæknandi sjúkdóm, en þá hófst fyrir alvöru þjálfun Ása í Bæ að horfa yfir erfiðleikana. Þá var að kreppa hnefa og bíta á jaxlinn, bolva í hljóði og brosa um leið. £• Leikarar af Guðs náð komu frá Litla Bæ, enda var það svo að því oftar sem ég hitti Ása, því sjaldn- ar fór ég í leikhús. Ási gerði lífið að leikhúsi og innskot hans með söngvum og sögum er eitt af þvi besta sem íslensk menning á. Kunnastir eru ugglaust söngtext- ar hans, en hann var ekki síður góður lagasmiður, slikt brást ekki hjá honum fremur en róður. Um langt árabil hefur Ási í Bæ verið eins konar sendiherra þeirrar lífs- gleði sem Eyjamenn hafa ræktað með sér í gegn um tíðina. Hann var í þeim margrómaða mann- ræktarkvartett með Árna úr Eyj- um, Lofti Guðmundssyni og Oddgeir Kristjánssyni, feðrum þjóðhátíðarlaganna sem eru sígild og hafa lifað sem ný með þjóðinni um áratuga skeið. Ef maður ætti að nefna þá menn sem hæst rísa í gerð Ijóða sem sungin hafa verið þá eru Ási í Bæ og Arni úr Eyjum og Loftur i hópi Jónasar, Tómasar og Daviðs. Þegar Ási í Bæ var skipstjóri og útvegsbóndi var eins konar lista- akademía í áhöfn hjá honum og hann fiskaði svo mikið að það voru galdrar. Samt var hann mestur aflamaður fyrir íslenska menn- l> ingu og allir skildu hann, hann átti bergmál í brjóstum allra sem elska og þrá í titringi lífsins. Eðli hans verndaði hann frá pyttum kerfisins þótt stundum lægi við að afglöp embættismennskunnar bæru hann ofurliði, baráttan við banka. Ási í Bæ andaði í gegn um Vest- mannaeyjar, þær voru hans enda- rím hvert sem leið hans lá. Það er löng saga. Annar bakhjarl hans var Friðmey kona hans, svo traust og mild. Ási í Bæ var úrræðagóður og skjótur að taka ákvarðanir. Hugs- un hans var eins og harpa, vind- harpan i öllum þeim síbreytileik sem Stórhöfði býður upp á. Úr- ræðagóður hvort sem hann þurfti að binda vinstri löppina við borðstokkinn til þess að geta þolað við í veiðimennskunni, sitjandi á reiðhjólssæti, eða til dæmis á ferð með félögum sínum úr Lúðrasveit Vestmannaeyja i Júgóslaviu. Þeir sátu á veitingastað og höfðu pantað bjór, tugir manna. Krúsir voru á borð bornar, en mönnum brá við bragðið, fúlt og rammt. Ási i Bæ stóð upp við borðsendann, blæs sig út, barði í borðið og skáldaði með þrumu- raust rússneskan hrynjanda i tali sinu. Það var eins og við manninn mælt, flokkur þjóna þreif krúsirn- ar af borðum og andartaki siðar var úrvalsöl á borð borið. Úrræða- góður, Ási í Bæ, hvarvetna. Rússland, einu sinni dáði Ási i Bæ kommúnismann, en eðli hans verndaði hann frá honum þegar frá leið, eins og gegn annarri ofstjórn. Eins og Oddgeir og Árni úr Eyjum var hann í hópi hinna íslensku þjóðerniskommúnista, manna sem voru sókndjarfir í mannrækt og meiri hlut handa al- þýðu fólks. Asi i Bæ átti þvi ekki samleið með kerfiskommunum sem náðu svo sorglega fljótt yfir- höndinni. Þetta ræddum við Ási oft og bar aldrei á milli. Asi í Bæ var þjóðsaga i lifanda lifi og ekki að furða þvi fágæt eru slik ævintýri í skipulagningu nú- tímans, það er erfitt að risa upp úr þegar margir eru hræddir við tindana. Það er mitt mat að Ási i Bæ hafi ekki verið metinn sem skyldi hjá þeim sjálfskipuðu mönnum sem raða efninu i ís- lenskri menningu. Hann var skáld sjómanna og fólks sem hefur seltu i sál, en hans afrek eiga eftir að lifa lengi, þvi hann átti hinn sér- stæða blæ sem setur svip á, og er eftirsóknarverður, náttúrulegur og ómengaður. Fyrir nokkrum árum fórum við Ási saman í Hellisey í Vest- mannaeyjum með Páli Stein- grímssyni. Eftir dvöl þar var ákveðið að skreppa í Bjarnarey. Margoft á leiðinni niður bergið missti Ási af sér staurfótinn og ég hljóp eins og grár köttur eftir gripnum, en aldrei datt honum í hug að gefast upp. Þegar við kom- um á Hafnarbrekkuflána i Bjarn- arey vildum við aðstoða Ása upp. Hann hvæsti við því. Við létum hann þvi einan um brattann, nær 200 metra langa leið, snarbratt. Hann var neðarlega i brekkunni þegar við vorum á brún, en löngu seinna þegar hann hafðí sigrað brattann og hitti okkur, sagði hann: „Helvítin ykkar, þegar ég sá ykkur á brún, þetta er allt i lagi, stórkostlegt." Og það var einmitt hans viðkvæði, „Allt í lagi". Ási í Bæ var allt i lagi og rúmlega það. Pyrir nokkrum dögum þegar við Ási í Bæ töluðum saman siðast ráðgerðum við ferð til Færeyja og Austur-Grænlands. Sú ferð verður ekki farin að sinni, en mikið var Ása farið að þyrsta i að komast á skak við Eyjar, heimaslóðina þar sem hver staður var vinur hans, hvert örnefni í sjó og úr sjó. Svo lengi sem still Eyjamanna lifir verður Ási í Bæ í hópnum, hann kleif einn sína tinda og að því búa menn framtíðarinnar. Ási i Bæ hefur spunnið þátt í þjóðarsálinni sem allir eiga nú hlutdeild i, sóngljóðin hans og sögurnar sem tifa svo létt eins og trillan á öld- unni, en sárt er að sakna svo góðs vinar. Við Dóra erum þakklát fyrir ótal samverustundir, en ná- lægð minninganna er ávallt innan seilingar. Guð verndi ástvini og ættingja Ása í Bæ. Árni Johnsen Með nokkrum línum langar mig að kveðja vin minn og frænda, Ása í Bæ, og votta eftirlifandi eigin- konu hans og fjölskyldu samúð og hluttekningu. Æ, hvað mér fannst bregða birtu, þegar ég heyrði lát hans 1. mai sl., er sólin skein hvað glaðast í heiði. Nokkrum dogum áður á siðustu sólbjörtum apríldögum, þegar ég frétti um gott fiskirí í Eyjum varð mér hugsað ti hans. Ási hafði átt við mikla vanheilsu að striða sl. haust og vetur, en eitt sinn á góu hringdi hann hress í bragði og við vorum ásáttir um að hittast með vorinu og ræða stóra hluti, en eins og oft gerist á öld hraðans og streitunnar, þegar enginn hefur tíma til neins, þá kemur sú stund ekki framar. Vestmanneyingar, heima og heiman, eins og Eyjamenn, segjast gjarnan hafa misst mikið við frá- fall Ása í Bæ. Héraðsskáld þeirra síðan Sigurbjörn Sveinsson leið er látið og slær ei oftar hörpu sína. Þó að Ási hafi flutt frá Eyjum ásamt fjölskyldu sinni árið 1968, var hann svo samofinn Vest- mannaeyjum, lífi þeirra og nátt- úru, að í hugum okkar hinna var hann hér á höfuðborgarsvæðinu aðeins á stuttri vegferð. Við hittumst all reglulega á fundum félagsins Akóges hér í borg, en hann hafði verið félagi i Akóges í Vestmannaeyjum síðan 1933; og áttum við þá alltaf ánægjulegt rabb saman. Hann var mér og öðrum félögum uppspretta frjórra samræðna og samgleði og ég fann alltaf hjá honum einhvern hreinan upprunalegan tón. Ási var hafsjór sagna og skemmtilegheita frá liðinni tíð, oftast kátur og reif- ur, þó hann brýndi stundum raustina, ef honum var ekki að skapi rányrkja fiskimiðanna eða ef hallað var á litilmagnann. Hann var drengskaparmaður. í af- mæliskveðju til hans sjötugs skrifaði skáldbróðir hans, Einar Bragi: „Ekki ansa ég því, að þú sért tekinn að reskjast, strákur." Ási var frændrækinn og mat mikils afa sinn og ömmu í Litlabæ og allt það fólk en í samveru okkar naut ég þess alltaf og einlægrar vináttu feðra okkar, sem voru systrasynir. Þegar leið á vetrarvertíð kom órói yfir minn mann og hugur hans var allur á Eyjaslóð. Hann fór þangað á hverju vori undan- farin ár og var bæjarbúum jafn- kærkominn vorboði og lundinn um brekkur snasir Heimakletts; reri hann þá oftast með Sigurjóni bróður sínum og ólafi syni hans, eða Jóni frænda sínum i Sjólyst, sem eru frægir færamenn eins og Litlabæjarmenn hafa löngum ver- ið. Ási í Bæ var fæddur í Vest- mannaeyjum 27. febrúar 1914 og hét fullu nafni Ástgeir Ólafsson. Foreldrar hans voru ólafur Ást- geirsson Guðmundsson ögmund- arsonar Pálssonar í Auraseli, sem þekktur er í þjóðsögum. Mat Ási þennan forföður sinn allra manna mest. Faðir hans og afi voru kunnir bátasmiðir í Vestmannaeyjum og smiðaði Ólafur sennilega fleiri báta en nokkur annar í Vest- mannaeyjum eða yfir 400 árabáta og trillur. Viða er vitnað til kunn- áttu Ólafs og fróðleiks um skips- heiti í hinu merka riti íslenskir Sjávarhættir eftir Lúðvik Krist- jánsson. Móðir Ása hét Kristín Jónsdótt- ir, dóttir Jóns Guðmundssonar frá Grund undir Eyjafjöllum og Sig- urlaugar Þorsteinsdóttur, sem fædd var að Sólheimum í Mýrdal. Kristín móðir Ása var alin upp í Holti á Síðu; ástrik móðir og hjartahlý. Æskuheimili Ása og heimili afa hans og ömmu í Litlabæ var þekkt fyrir glaðværð og gestrisni, en amma hans, kona Ástgeirs báta- smiðs, Kristin Magnúsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum, var sér- staklega söngvin og glaðlynd, sem þær systur allar. Varla leið svo dagur að ekki heyrðist söngur og „stundum lék húsið á reiðiskiálfi af uppákom- um", skrifaði Asi um heimilið í Litlabæ. En aðalmenn i glaðværð- inni voru föðurbræður hans, Vald- imar og Kristinn, sem á efri árum varð þekktur fyrir ágæt málverk, einkum af atvinnuháttum og svip- myndum fyrri tíðar í Vestmanna- eyjum. Úr þannig jarðvegi óx Ási í Bæ upp. „Mér finnst að á þessum bernskuárum minum hafi varla liðið svo dagur að ekki heyrðist söngur í húsinu", skrifar hann í „Skáldað í skörðin". Hann var bráðgjör og um ferm- ingaraldur sérstaklega gjörvilegur og þróttmikill drengur, sem tók af lifi og sál þátt í athafnalífinu við hofnina i ört vaxandi útgerðarbæ á árunum 1920—1930. Litlibær stendur skammt ofan og sunnan við Strandveginn og aðeins steinsnar upp af Vestmannaeyja- höfn, en á bernskuárum Ása var flæöarmálið og fjörusandurinn fast norðan og neðan við Strand- veg og aðalleikvangur hans og annarra Eyjadrengja. En skyndilega, þegar sól skein glaðast í heiði æskuára, var Ási um fermingaraldur sleginn sjúk- dómi, sem kvaldi hann löngum. Lauk svo þrálátri beinátu í hægra færi að síðar á ævi hans varð að taka af fótinn. Þessi veikindi höfðu varanleg áhrif á líf Ása i Bæ og siðar á skáldskap hans. Hann hefur i bók- um sínum „Sá hlær best ..." og „Skáldað í skörðin" lýst vel og varfærnislega þjáningum, kvöl og trega drengs sem bundinn er við- rúmið. Eftir heils árs veikindi, iðulega milli heims og helju, staulaðist hann á tveimur hækjum niður á bryggju, og var honum þá brugðið, sem áður hrópaði fremstur í flokki drengja í fjörunni í Anesarviki: „Komdu sjór, komdu sjór". Um þessa lifsreynslu skrifaði Ási: „Síðla vertíðar tókst mér að vega mig niður á bryggju. Það var gott að finna lyktina af sjónum, fiskinum og bátunum og gaman að sjá sjómennina að störfum, en á þeirri stundu fylltist ég trega af því að geta aldrei framar tekið þátt í þessu salta lífi hafsins eins og maður með mönnum." Þegar talað er um hafið og sjó- mennskuna er komið að veiga- mesta þætti í lífi og list Ása i Bæ. Hann var strax á unga aldri mjög hneigður fyrir sjó og í „Skáldað í skörðin", sem fjallar mikið um ævi hans, skrifaði hann: „Ekkert jafn- aðist þó á við hafbrimið. Marga ferð fórum við út á ströndina í stórviðrum vetrarins, horfðum og hlustuðum." Með hörku og þrautseigju hristi Ási samt af sér veikindin annað kastið, og náði því „á annarri löpp- inni", eins og hann tók sjálfur svo garnan tíl orða, að verða bátseig- andi og skipstjóri á Eyjabát, enda sjómennskan honum í blóð borin, en faðir hans og afi voru taldir með bestu stjórnurum áraskipa, þegar í vont var komið og þurfti að verja þau ágjöf og áföllum. Ási varð strax mikill aflamaður og í röð mestu færamanna á Eyjamið- um á vélbátnum Hersteini. Hann var sjómaður af lífi og sál, for- maður, matsveinn og færamaður á trillu, sem var hans uppáhalds- farkostur. Stemmningu og lífi um borð i góðum fiskibát lýsti hann betur en nokkur annar. Hann gjörþekkti þennan þátt sjó- mennskunnar, líf og kjör fiski- manna og skrifaði um þá af hlý- leik og virðingu fyrir starfi þeirra, allt kryddað græskulausu gamni sjómannsins. f bakgrunni er sterk náttúra Vestmannaeyja með ið- andi fuglabjörg, sólaruppkomu handan jökuls og ótrúlegar and- stæður sumar- og vetrarveðra. Annars vegar spegilsléttur sumar- sjórinn og svo drynjandi brim- skaflar í útsynnings- og austan- fárviðrum vetrarins, þegar varla sér út úr augum fyrir sædrifi og kófi. Vetrarvertíðina 1957 varð "yb Hersteinn hluthæsti vertiðarbát- ur í Vestmannaeyjum og sjálfsagt yfir landið, skrifaði Árni úr Eyj- um þetta sama ár í Þjóðhátíðar- blaðið. Þegar minnst er á Asa í Bæ, Árna úr Eyjum og þjóðhátiðar Vestmannaeyja kemur strax i hugann þriðji maðurinn, Oddgeir Kristjánsson tónskáld, en allir voru þeir á svipuðu reki, góðir vin- ir og stilltu til skiptis saman strengi um þjóðhátíð Vestmanna- eyja með þjóðhátíðarlögum og Ijóðum, sem löngu eru landskunn og fleyg og hafa sungið sig inn i hjörtu allra landsmanna. Síðastur kveður Ási þessara þremenninga, en þeir lyftu menn- ingar- og skemmtanalifi Vest- manneyinga á hærra plan og langt yfir meðalmennsku og lágkúru. Af samstarfi þeirra uðu t.d. til landsþekkt lög Oddgeirs við ljóð Ása; eins og „Sólbrúnir vangar", „Ég veit þú kemur" og ljóðið „Heima", þar sem Ási orti um heimabyggð sína og Heimaey: „Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey." En í sama ljóði kvað hann svo um Eyjamiðin, sem hann var svo gjörkunnugur: „Og enn beir fiskinn fanga við Flúðir, Svið og Dranga þó stormur strjúki vanga það stælir karlmannslund." Ási gerði þó iðulega bæði lag og ljóð, því hann var söngvinn og músikalskur og spilaði ágætlega á gítar. Gaf hann út hljómplötu fyrir nokkrum árum, og söng sjálfur lög sin og ljóð, einnig söng hann inn á aðra plötu hið þekkta ljóð „Heimaslóð", þar sem lundinn er ljúfastur fugla. Þá má nefna landsþekkt kvæði eins og „Gölla- vísur" og „Mexíkanahattinn"; kvæðabálkinn „í Verum", þar sem sungið er um „góðan byr og glannaleg síldarköst", síldarvísur og hana „Maju litlu", „stúlkuna i stoðinni, sem strákana heillar mest og flakar allra best". Allt eru þetta söngvar um Eyjar og störfin við sjóinn, undirstöðuatvinnuveg íslendinga, sem svo fáir rithöf- undar okkar hafa snúið sér að. í ljóðum Ása kemur fram virðing og ást á störfum þessa fólks, lífi þess og örlögum. Fyrsta skáldsaga Ása i Bæ, „Breytileg átt", kom út árið 1948, þar er lýst sjósókn og vertíðarlífi í Vestmannaeyjum á striðsárunum og áratugnum 1940—1950. Skáldskapur hans og skrif um sjósókn og atvinnulif hafa sér- stakt gildi fyrir sogu Vestmanna- eyja og Eyjasjómenn og brúaði hann að nokkru bil frá sönnum og frábærum lýsingum Theódórs Friðrikssonar af vertíðarlifinu i Eyjum 1920—1930 í sjálfsævisögu Thedódórs „í Verum". Á unga aldri tók Ási mikinn þátt í leiklistarlifi í Vestmanna- eyjum, en í Litlabæ lifði fólk og hrærðist í þeirri skemmtan, en föðurbræður hans sem fyrr eru nefndir og uppeldisbróðir ömmu hans, Guðlaugur Hansson, sem átti heimili í Litlabæ, voru miklir leikarar og tóku virkan þátt i starfi leikfélagsins. Drög Asa að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.