Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl Í985 45 . leikriti — Vestmenn — komu til greina við verðlaunasamkeppni á vegum Þjóðleikhússins, um 1950, en árið 1970 var frumflutt í Ríkis- útvarpinu athyglisvert leikrit eft- ir Ása, sem heitir „f flæðarmál- inu“. Margar smásögur hans eru leikrænar og mætti færa í leik- ritsform. Samtals hafa komið út eftir Ása i Bæ a.m.k. 10 sjálfstæðar bækur, auk þess sem hann skrifaði snilld- arlega kafla um Binna í Gröf í bókina Aflamenn, sem kom út árið 1961. Bækur Ása eru: „Breytileg ást“, 1948; „Sá hlær best ... “ , um út- gerð höfundar í gamansömum stíl, 1966; „Granninn í Vestri", ferða- bók frá Grænlandi, 1971; „Sjór, öl og ástir“, smásagnasafn, 1972; „Korriró“, súrrealísk bók fram- úrstefnu sniði, 1972; „Grænlands- dægur“, 1976, óður í bundnu máli um Grænland og veru höfundar þar; „Skáldað í skörðin", 1978, sjálfsævisaga og þættir með skáldlegu ívafi; „Eyjavísur", 1970; „Þjófur í Seðlabanka", 1983; „Vestmannaeyjar“, kynningarrit um Eyjarnar, 1972. Auk þess var Ási ritstjóri Spegilsins um tíma. Hin mikla hamingja Ása og lífs- akkeri „bóhemsins" var hin góða kona hans, Friðmey Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eignuð- ust fjögur bðrn, Eyjólf, sem and- aðist af slysförum fyrir nær réttu ári, ólaf, smið, nú við nám í Tækniskóla íslands, Kristínu, sagnfræðing og varaþingmann kvennalistans, og Gunnlaug, bókmentafræðing og mennta- skólakennara. Ég undirritaður, fjölskylda mín og félagarnir í Akóges vottum þeim innilega samúð okkar og þökkum Ása góðar og glaðar sam- verustundir. Þegar Ása í Bæ var vart hugað lif í veikindum hans á unga aldri sagði gömul kona við móður hans: „Taktu eftir, Guð ætlar sér eitt- hvað með jiann.“ Er ég á kveðjustundu Ása í Bæ horfi yfir lífshlaup hans og verk, sem hann skildi eftir handa okkur, er eftir lifum og þeirra, sem í framtíð byggja þetta land, þá finnst mér að spádómsorð völv- unnar hafi ræst með lífi hans og ritverkum. Fyrir Vestmanneyinga og ís- lenska sjómenn hafa ritverk hans, Íióð og iög, sérstakt gildi, en öilum slendingum hafa þau verið og verða gleðigjafi um ókomna tíð. Ási í Bæ setti lit á tilveruna og samtíð sina og létti samferða- mönnum lifsgönguna me góðri sögu, söng og ljóði. Þetta framlag þakka allir. Blessuð sé minning Ása i Bæ. Guöjón Ármann Eyjólfsson hann var hér á litrikum ferðalög- um og tókst stax með okkur góður vinskapur. Hann var þá enn sjó- maður í Vestmannaeyjum. Þegar svo Ási bættist i lands- hornasafnið hér í Reykjavik, hófst með okkur samstarf er varaði um allmörg ár og hafði það markmið að efla hag menningarinnar i þessari okkar gömlu sjóbúð. Ási kom dag einn til min á vinnustað og spurði hvort ég væri tiltækur að koma með sér i stjórn Rithöf- undafélagsins að reyna að ná árangri i kjaramálum rithöfunda, sem þá voru ekki björguleg. Ég sagði honum fyrstum manna frá hugmyndum mínum um stofnun sjóðs er skyldi ábyrgjast höfund- um lágmarksgreiðslur fyrir birt verk. Lengi síðan ræddum við daglega þessi mál og reyndum að móta nothæfar hugmyndir. Síðan tókum við málið upp á stjórnar- fundi í félaginu. Ekki voru nú allir spámenn þar og þegar málið kom fyrir aðalfund félagsins var ekki einu sinni samstaða i stjórninni um þetta. Betur fór þó en á horfð- ist um skeið, því Svava Jakobs- dóttir flutti málið á Alþingi og þar var samþykkt tillaga hennar um launasjóð rithöfunda. Lögðu þar margir góðir menn hönd á plóg- inn, en úrslitum mun þó hlutur Gunnars Thoroddsen hafa ráðið. Ekki voru niðurstöður þingsins i samræmi við upphaflegar hug- myndir okkar Ása, en launasjóð- urinn er tvímælalaust einhver besta kjarabót sem höfundar hafa fengið um langt skeið. Má þó enn um bæta. Ási f Bæ var sérstæður maður. Þarna kom hann fatlaður sjómað- ur utan úr Eyjum að drífa upp menningarlifið i höfuðstaðnum. Trúlega þekkja hann flestir sem skemmtikraft, en hann var margt fleira. M.a. var hann góður rithöf- undur og hefur þó líklega átt bestu bækur sínar óskrifaðar. En fyrst og fremst var hann Maður með stórum staf. Tilfinningarikur og hlýr lifandi maður sem þótti vænt um lífið. Hinn „opinberi" Ási í Bæ var eins og yfirborðið á jakanum. Marga stund sátum við Ási og ræddum lífið og tilveruna. Lífið hafði um margt leikið hann hart, en hann lét aldrei bugast hvernig sem vindarnir blésu. Ása þótti vænt um fjölskyldu sína og var stoltur af börnum sín- um og mátti vera það. Hann talaði oft um þau, en oftast talaði hann um þann soninn sem var honum kærastur og honum fannst standa sér næst, en það var Eyjólfur. Hann hafði hlotið þau örlög að hefja lífsgönguna með skerta getu. Eyjólfur fórst af slysförum fyrir fáum árum. Hér verða ekki raktar allar minningarnar um samveru okkar Ása í Bæ, en þar er af mörgu að taka. Eftirminnilegastur er hann mér þó í fjörukambinum eða á bryggjunni, þar sem hann þandi brjóstið og teygaði sjávarloftið eins og þyrstur maður svaladrykk. Lífið er stutt. Þó virðast ótrú- lega margir láta sér sjást yfir það að þessa stuttu stund eru þeir þátttakendur í stórkostlegu ævintýri sem ekki verður endur- tekið. Líf Ása í Bæ verður ekki endurtekið fremur en annað, en fari hann heill á hin nýju mið ef einhvers staðar eru. Ég þakka fyrir mig. Jón frá Pilmholti Ég er búinn að eiga margar góð- ar stundir með Ása í Bæ og við vorum ofsalega góðir vinir. Við fórum einn dag í biltúr út á Sel- tjarnarnes og sagði hann margt fallegt um Eyjólf besta vin minn en Eyvi var sonur hans Ása. Hann Ási var alltaf svo kátur þegar ég kom í heimsókn og tók alltaf vel á móti mér. Ég er mjög ánægður að hafa kynnst þeim feðgum því þeir voru alltaf góðir við mig og ég reyndi að gera mitt besta. En nú eru þeir báðir farnir til Guðs og ég sakna þeirra mikið. Stefón Konráðsson, sambýlinu Auðarstræti 15. t Móöir okkar, HILMA CECILIA 8TEFÁNSSON, Hóvallagötu 11, andaölst 2. maí. Laila Stafónsaon, Frank Á. Stofánsson. Svona hverfa þeir einn af öðrum kunningjarnir og nú er Ási horf- inn af sviðinu. Þetta er víst gang- ur lífsins. Ég kynntist Ása fyrst sem ungur maður Norðanlands, er ég las skáldsögu hans Breytileg átt. Seinna kynntist ég honum sjálfum hér fyrir sunnan þegar Blómastofa Friðfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ADOLF J.E. PETERSEN, fyrrvorsndi vsgsvsrksljóri, Hrsuntungu 15, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 5. maí. Hólmfrföur B. Pstsrssn og synlr. t Eiginmaöur minn, faöir og stjúpfaöir, BERNHARÐ PÁLSSON, fyrrvsrandi sklpatjóri, andaölst 26. aprfl. Otförln hefur farlö fram. Sigrföur Þoriáksdóttlr, Edda B. Friar, Svsrrir P. Jónsseon. t Faöir okkar, EYJÓLFUR FINNSSON, Rituhólum 4, andaöist aö morgni 4. maf f Borgarspítalanum. Svanhildur Eyjótfsdóttir og systkini. t Fööurbróöir okkar, JÓHANNES GUOMUNDSSON, fyrrvsrandi bóndi f Arnarnssi, lést á Elliheimilínu Grund 5. maf. Matthfas Hslgason, Jóhanna Hslgadóttir, Haukur Hslgason, Marfa Hslgadóttir, Ólafur Hslgason. t SIGURJÓN SVEINSSON fré Grands f Dýrafiröi, lést f Borgarspítalanum sunnudaginn 5. maf. Börn og tsngdabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SVEINN EINARSSON, Bsrgþórugötu 14, veröur Jarösunginn frá Hallgrfmskirkju fimmtudaginn 9. maf kl. 1.30. Erla Svsinsdóttir, Tryggvi Svsinsson, Sigríöur Sösbsch. t Hugheilar þakkir fyrír okkur sýndan hlýhug og vinsemd viö andlát og útför GEIRS ZOÉGA, forstjóra. Halldóra Ó. Zoóga, GsirZoóga, Sigrföur Einarsdóttir Zoóga, Helga Zoóga, Ingimar K. Svsinbjörnsson, og barnabörn. Persónulega vil ég þakka því fólkl sem sýndi Geir vináttu og tryggö á iöngum sjúkdómsferli hans. Halldóra. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö frátall og útför eiginmanns mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa, OLIVERS STEINS JÓHANNE88ONAR, Arnarhrauni 44, Hafnartlrói. Sigrfður bórdfs Bsrgsdóttir, Jóhannss öm Olivsrsson, Guóbjörg Lílja Olivsrsdóttir, Sssvar öm Ststénsson, Bsrgur Siguróur Olivsrsson, Sigrfóur Inga Brandsdóttir og barnabörn. t Þökkum inniiega auösýnda samúö og vináttu viö andlét og útför eiglnmanns mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞORGRÍMS G. GUDJÓNS80NAR, Rofabrs 29. Lilja Bjómsdóttir, Ragnhsióur Þ. Anderson, Msta Andsrson, Hrafnhildur Þorgrfmadóttir, Ratn Kristjénsson, Bjðm Ingi Þorgrfmsson, Jóhanna Jóssfsdóttir og barnabðrn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför systur okkar. SIGURLAUGAR HELGADÓTTUR, Túngötu 15, Ksflavfk. Matthfas Hslgason, Jóhanna Hslgadóttir, Usaalrisr — ■---- mm-----------------• - “-‘-aifáttli iieiJKijr ieiQS8on, Moria rieiQeooiiivi Ólafur Hslgason. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPHOLTi 35 SÍMÍ: 32ZI3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.