Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 7. MAÍ 1985 49 Þarf einkaframtakið að ótt- ast samvinnuhreyfinguna? — eftir Jón Kristjánsson Rekstrarform Deilur um rekstrarform fyrir- tækja hafa ætíð sett svip á stjórn- málaumræðuna í landinu. Það er deilt um það hvort einkarekstur, samvinnurekstur eða ríkisrekstur sé heppilegra rekstrarform i at- vinnulífinu. Sumir stjórnmála- menn virðast boða trú á það að hafa aðeins einn hátt hér á. Sem kunnugt er hafa ýmsir hópar inn- an Sjálfstæðisflokksins þau trú- arhrögð að rekstur einstaklinga og hlutafélaga eigi að vera ríkjandi háttur í atvinnustarfsemi. Þessir hópar hafa eflst upp á síðkastið, haft mjög hátt og eru nefndir frjálshyggjumenn í daglegu tali. Þeir eru búnir að klæmast svo mikið á frelsinu, þvf göfuga hug- taki, að manni ofbýður. Hins vegar er Alþýðubandalagið sérstakur verndari ríkisrekstrar, og telja þeir hann að öllu jöfnu það heppilegasta f atvinnulífinu, samanber stefnuatriði um þjóð- nýtingu á olíuversluninni og inn- flutningsversluninni. Afstaða Framsóknar- flokksins Framsóknarmenn hafna þess- um kenningum báðum. Framsókn- arflokkurinn styður svokallað blandað hagkerfi, þar sem rekstur á vegum einstaklinga og samtaka þeirra er ráðandi. Framsóknar- menn útiloka engan veginn rfkis- rekstur, og telja reyndar að óhjákvæmilegt sé við okkar að- stæður að ríkið taki þátt f eða sjái um ýmsa starfsemi í landinu, t.d. fræðslumál, heilbrigðismál og póst- og símamál svo að eitthvað sé nefnt. Hins vegar er það mis- skilningur að framsóknarmenn séu einhverjir sérstakir talsmenn ríkisrekstrar. Afskipti ríkisins af atvinnurekstri, sem auðvelt er „Auðvitað hlýtur sam- vinnuhreyfíngin að sækja fram og auka sína markaðshlutdeild jafnframt því að hún hefur verkum að sinna að styrkja sig félagslega með breyttum þjóðfé- lagsháttum.“ fyrir aðra að sjá um og hafa ábyrgð á, eru ekkert æskileg. Ókostir ríkisrekstrar eru einkum að atvinnurekandinn er fjarlægur og ópersónulegur, og breytingar og framþróun eru þungar í vöfum. Samvinnurekstur Framsóknarflokkurinn styður samvinnuhreyfinguna og telur það rekstrarform hafa mjög marga góða kosti. Samvinnufélögin og eignir þeirra eru í eigu almenn- ings, og þar hafa allir félagsmenn möguleika á því að hafa áhrif. Eignir og rekstur samvinnufélaga eru kjölfesta í ýmsum byggðarlög- um þar sem þau starfa og starf- semin er ekki háð þvi að einstakl- ingum detti í hug að breyta til og flytja eignir sinar burt, með bein- um eða óbeinum hætti. Starfið heldur áfram, í samvinnufélögun- um þótt menn komi og fari. Það er þeirra meginstyrkur. Samvinnufélögin hafa eflst mjög á undanförnum áratugum. Þau hafa eflst það mikið að sam- keppnisaðilunum finnst nóg um. Ég get ekki að því gert að stund- um finnast mér ummæli þeirra og þar með ýmissa stjórnmála- manna, næsta móðursýkisleg þeg- ar rætt er um umsvif samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi. Þar nægir að nefna tal um auðhringa, krabbamein í þjóðfélaginu o.s.frv. Samvinnufélög — samkeppni Gömlu samvinnumennirnir áttu sér hugsjónir sem hafa ræst að hluta. Hins vegar hefur það ekki gerst sem margir frumherjar samvinnuhreyfingarinnar sáu fyrir sér að samvinnufélög yrðu einráð eða yfirgnæfandi í atvinnu- lífi landsmanna. Sú skoðun var vissulega fyrir hendi meðal þeirra. Ég vil fullyrða að nú eru þær skoð- anir einar uppi meðal samvinnu- manna og stuðningsmanna þeirra að samvinnuhreyfingin og einka- aðilar séu í samkeppni í atvinnul- ífinu, ásamt ríkisrekstri þar sem hann á við. „Einokunarhringur“ Það er rétt að skoða nánar full- yrðingar sem hafa heyrst jafnvel á Alþingi að samvinnuhreyfingin sé einokunarhringur sem sitji yfir hlut manna, og ógni lýðræðinu, þannig að eitt nauðsynlegasta verkefni sé að setja löggjöf til þess að stemma stigu við þessum ófögnuði. Það er rétt að samvinnuhreyf- ingin er öflug á mörgum sviðum, en það er einkaframtakið líka. Það heyrir til undantekninga að sam- vinnufélögin séu ein með smásölu- verslun í nokkru byggðarlagi. Slík dæmi eru áreiðanlega teljandi á fingrum annarrar handar, og ef svo er þá er það fyrir það að einkaframtakið hefur ekki áhuga á að sinna þeim markaði. Þar er einfaldlega ekki um nógu feitan bita að ræða. Hér á höfuðborgarsvæðinu á besta smásölumarkaðnum, og þar sem hægt er að nýta kosti stór- rekstrar á þessu sviði er einka- framtakið allsráðandi, og sam- keppni samvinnumanna á þeim vettvangi hefur verið mætt með pólitísku moldviðri og hávaða. Markaðshlutdeild samvinnuhreyf- ingarinnar í sjávarútvegi hefur um 30% af útflutningi verði flutt á vegum samvinnufélaga. Einkaframtakið hefur um 70%. Ef sótt hefur verið fram um fet á þessu sviði hefur upphafist söngurinn um pólitíska þræði samvinnuhreyfingarinnar, auðhring og einokun. í landbúnaði hefur samvinnu- hreyfingin sterkust ítök, því vinnslustöðvar og sláturhús eru nær undantekningarlaust rekin með samvinnusniði. Þess ber þó að geta að því fer fjarri að allur þessi rekstur sé innan kaupfélaganna og Sambandsins, og því fer víðs fjarri að Sambandið sé með einkarétt á því að flytja út landbúnaðarvörur eins og oft heyrist haldið fram. Það hefur ekkert staðið á leyfum til þeirra sem telja sig hafa mark- að erlendis á sæmilegu verði. Á sviði ýmissar þjónustu t.d. flutninga, ferðamála, olíuinn- flutnings, tryggingamála svo að nokkur svið séu nefnd, hefur Olíu- félagið hf. mesta markaðshlut- deild, liðlega 40%. Hlutdeild sam- vinnufyrirtækja í hinum greinun- um er miklu minni. Einkaframtakið þarf því ekki að örvænta, en þeir þurfa að standa sig í samkeppninni til þess að halda sínum hlut. Auðvitað hlýtur samvinnuhreyfingin að sækja fram og auka sína markaðshlutd- eild jafnframt þvi að hún hefur verkum að sinna að styrkja sig fé- lagslega með breyttum þjóðfél- agsháttum. Ný samvinnulög hljóta að miða að því að styrkja þetta félagsform í breyttu þjóðfé- lagi, en ég fæ ómögulega séð aö það sé hlutverk nýrra samvinnu- laga að vera tæki i höndum einka- framtaksins til þess að berjast við samvinnuhreyfinguna og ráða um- fangi hennar. Nýjar atvinnugreinar Samvinnufélögin hafa markað sér þá stefnu að taka þátt í nýjum atvinnugreinum, og hafa hafið starf á því sviði. Fyrirtæki í raf- eindaiðnaði hefur risið og náð góð- um árangri á erlendum mörkuð- um, og á ég þar við fyrirtækið Marel sem er í eigu sambandsins og kaupfélaganna. Farið hefur verið út í fiskeldi og hafa verið gerð myndarleg átök á því sviði. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingar- og þróunarsjóður, Samvinnusjóður íslands, meðal annars til þess að sinna þessum verkefnum og koma ákveðinni reglu á samskipti Sambandsins og kaupfélaganna í fjárfestingarmál- um. Nú bregður svo við að reynt er að gera þetta tortryggilegt með öllum hætti. Það er eins og þessar framfarir séu ekki góðar framfar- ir af því að þær eru á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar. Ekki er það þó einokun sem þarna er á ferð- inni því einkafyrirtæki hafa gert myndarlega hluti á þessum svið- um sem betur fer. Sókn samvinnu- hreyfíngarinnar Samvinnureksturinn hefur ver- ið í sókn á þrennum vígstöðvum nú að undanförnu. Hann hefur sótt á í útflutningi sjávarafurða, sem byggist m.a. á mjög öflugu sölustarfi í Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt stórsókn á Jap- ansmarkað. í öðru lagi hafa samvinnufélög- in sótt í sig veðrið í smásöluversl- un í Reykjavík og eru í hörkusam- keppni við einkaaðila i matvöru- verslun hér í höfuðborginni. 1 þriðja lagi hefur verið hafin sókn í nýjum atvinnugreinum sem þykja vænlegar um þessar mund- ir, þ.e. rafeindaiönaður og fiskeldi. Állt er þetta til góðs fyrir þjóð- ina í heild, og væri sæmast fyrir einkaframtakið að veita heiðar- lega samkeppni og standa sig í henni. Það eru næg verkefni og rúm fyrir einkaframtakið i þess- um greinum og öðrum. Forustu- menn Sjálfstæðisflokksins ættu að hætta órökstuddu auðhringa- tali um þessa hreyfingu fólksins í landinu, enda trúi ég því ekki að þessi áróður sé skiljanlegur eða nái til þess mikla fjölda sjálfstæð- ismanna sem eru samvinnumenn og vinra af heilindum i kaupfé- lögum og öðrum samvinnufélögum um allt land. Höfundur er þingmaður fyrir Fnunsóknarflokkian í Austur- landskjördrmi. DORINT- ÞORPIDIÞYSKALAH SUMARHUSA Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi Hírjterbergereinnigævintýrilíkast. I grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- pegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið i Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bilaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 mannafjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir fráog til Frankf) er kr.72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. Fjölsfyldustemmning dsöguslöðum GrimmsOMntýra Frekari uppiysingar um Dorlnt- sumarhusaþorpið i Wlntertwrg velta söluskrifstofur Flugleifta, umboðsmenn og ferðaskrlfstoturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.