Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Saga orðanna — eftir Böðvar Björnsson Hvað þýða eftirfarandi orð: kynvillingur, kynhvörf, hýr, kyn- villa, kynhvarfi, kynhvarfur? Jú, þetta eru orð sem notuð eru yfir homma og lesbíur og sam- kynhneigð. En hvers vegna eru þessi orð notuð umfram orðin sem þau standa fyrir hommi, lesbía, samkynhneigð? Um það fjallar þessi grein. Þegar Samtökin ’78, félag lesbía og homma á íslandi, lét úr vör vorið ’78 blés ekki byrlega þvi skútan var vart komin á flot þegar áhöfninni bárust þær fréttir hvað- anæva að, að bannað væri að sigla undir merkjunum hommi og lesbía: orðin voru tabú líkt og málefnið. En hvernig er hægt að skapa umræðu um það sem ekki má nefna á nafn eða kalla sinu rétta nafni? Svarið liggur í augum uppi: Það er ekki hægt — enda er það líka tilgangurinn. Þó höfðu orðin hommi og lesbía verið notuð i áratugi (ásamt lækn- isfræði- og sjúkdómsheitinu kyn- villa og orðum sem dregin eru af þvi) og enginn haft neitt útá það að setja, enda umfjöllunin ávallt mjög neikvæð og þarafleiðandi ekki „viðkvæmt mál“. En strax og samkynhneigt fólk ætlaði sjálft að nota þessi orð i hlutlausu sam- hengi á við eftirfarandi aug- lýsingu: „Hommar. Lesbiur. Mun- ið fundinn i kvöld. Samtökin ’78“, þá varð þetta fólk og þessi orð skyndilega tabú á nýjan leik. Skrípaleikur 1 þessari stöðu upphófst ljótasti skrípaleikur með orð sem átt hef- ur sér stað um langa hríð. { ör- stuttu máli er söguþráðurinn eft- irfarandi: Samtökin ’78 unnu öt- ullega að þvi að útrýma hinum fjandsamlegu orðum úr íslensku máli og festa þrenninguna „hommi, lesbía, samkynhneigð" i (góðum) sessi i málinu — og varð nokkuð ágengt. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þessara framfara og héldu sumir á lofti fjandsamlegum orðaforða með sjúkdómsheitið kynvilla i broddi fylkingar, og var og er Morgun- blaðið helsti boðberi þeirra við- horfa sem i orðinu felast, enda opinber stefna blaðsins að ala á ótta og fordómum og hatri í garð samkynhneigðs fólks. Öðrum féll ekki að heyra sannleikann og kusu sér rósamál, og varð þá til orðið hýr. Og loks komu til skjalanna íslenskufræðingarnir sem tóku að sér að vinna gegn hagsmunum samkynhneigðs fólks, og samein- uðu þeir rósamálsstefnuna og sjúkdómsheitastefnuna í nýyrðinu kynhvarf. (Sem er auðvitað ekkert annað en orðið kynvilla klætt i kjól og hvitt. En sjúklingur heldur áfram að vera sjúklingur þó hann sé klæddur upp og rós tyllt i hnappagatið.) Grannt skoðað Förum nú aðeins í saumana á ferlinu sem lýst er hér að ofan. Dagblöðin hafa verið mjög erfið í þessu máli, og blaðamenn virt að vettugi hlutlæga orðnotkun, en þess í stað kosið að nota fjand- samlegan orðaforða. Frá þessu eru þó einstaklingsbundnar undan- tekningar. Fréttastofu sjónvarps tekur varla að nefna vegna þess að þar á bæ er tilvist homma og lesbia á íslandi ekki viðurkennd. Aftur á móti kemur fyrir að sam- kynhneigt fólk birtist i erlendum kvikmyndum eða skemmti- og fræðsluþáttum í sjónvarpi og hafa þá þýðendur nær undantekn- ingarlaust stuðst við orðin kyn- villa (algengast), kynhvörf, hýr, eða hreinlega sleppt að þýða við- komandi orð ef það er hægt með einhverjum ráðum. Auk þess hef- ur allskyns rugl og vitleysa vaðið uppi i þýðingum i sjónvarpi varð- andi samkynhneigt fólk, og kórón- aði allt það rugl þegar orðið hommi var þýtt sem álfur í Ættar- óðalinu í fyrravetur: „You look like two fairies" var þýtt: „Þið litið út eins og tveir álfar.“ ÍJtvarpsmálið Þá er það útvarpið, islenska rikisútvarpið við Skúlagötu. Ég veit eiginlega ekki á hverju skal byrja i umfjöllun um þessa stofn- un; þennan risavaxna lygavef, fullan af mannleysum, valda- hroka, óheilindum, lögleysum og þótta. í örstuttu máli: Fyrir u.þ.b. fjórum árum hugðust Samtökin ’78 auglýsa i útvarpinu. Auglýs- ingin hljóðaði svo: „Hommar. Lesbíur. Munið fundinn f kvöld. Samtökin 78.“ Það undarlega skeði að auglýsingunni var skilað til baka með þeim orðum að svona dónaskapur fengi ekki inni i út- varpinu. í samtali við fyrrverandi útvarpsstjóra, Andrés Björnsson, var þessi ákvörðun ríkisútvarps- ins staðfest. Samtökin ’78 skutu málinu til útvarpsráðs. Þar var samþykkt að þau mættu auglýsa i útvarpinu, og staðfesti þáverandi formaður útvarpsráðs það i blaða- frétt. Farið var með sömu auglýs- inguna aftur eftir þessi málalok útvarpsráðs, en viðtökurnar urðu þær sðmu og áður. Félaginu var nú heimilt að auglýsa — en með því skilyrði að auglýsingunum yrði ekki beint til homma og lesbía. Rætt var aftur og aftur við fyrrverandi útvarpsstjóra og hon- um bent á að stefna rikisútvarps- ins í þessu máli bryti i bága við ákvæði mannréttindasamninga um frjálsa miðlun upplýsinga og að þessar aðgerðir ríkisútvarpsins skertu tjáningarfrelsi minnihluta- hóps og möguleika hans á að taka á móti upplýsingum. Fyrrverandi útvarpsstjóri svaraði þessu engu. Leitað var aftur til útvarpsráðs sem i þetta sinn kaus að sinna ekki málinu. Nú var leitað til for- sætisráðherra, Steingrims Her- mannssonar, forseta íslands, Vigdisar Finnbogadóttur, — og forseta alþingis og fyrrverandi út- Böðvar Björnsson „Þetta mál snýst ekki um orð, heldur um við- horf, viðhorf til þjóðfé- lagshóps og stöðu hans í samfélaginu, fjandsam- leg viðhorf sem reynt er að halda í með tungu- málinu.“ varpsstjóra var afhent mótmæl- askjal með kröfum homma og lesbía um frjálsa miðlun upplýs- inga. Haldinn var mótmælafundur fyrir framan alþingishúsið og við sendiráð íslands á Norðurlöndum og sendiherrum afhent mótmæl- askjöl til íslensku rikisstjórnar- innar og þess krafist að ríkis- stjórnin beitti sér í þessu máli og sæi um að landslög væru virt. Þá sendu þúsundir Norðurlandabúa fyrrverandi útvarpsstjóra mót- mælabréf. Hver er svo niðurstaðan af öllu þessu? Jú, sumarið 1983 kom á fund okkar í Samtökunum Guðrún Guðlaugsdóttir, fréttamaður á ríkisútvarpinu, til að ræða við okkur um AIDS (m.a. hugsanlegt ferðabann á homma og hvort við svæfum hjá hermönnum á Kefla- víkurflugvelli — AIDS var jú bandariskur sjúkdómur) og hafði hún meðferðis dagskipun frá fyrrverandi útvarpsstjóra þess efnis að hún mætti ekki nefna okkur annað en kynvillinga. Við höfðum samband við aðstoðar- fréttastjóra, Helga H. Jónsson, og kvað hann þetta rétt. Fórum við þá þrjú úr Samtökunum ’78 á fund fyrrverandi útvarpsstjóra og spurðum hann hvort þetta væri rétt. Kvað hann þetta ósannindi og að hann persónulega hefði aldr- ei haft neitt á móti þvi að við augl- ýstum í útvarpinu og það væri ekki i hans valdi að ráða þvi hvort við fengjum það eður ei og að hann vildi ekki að nafn sitt væri tengt þessari umræðu. Þegar hér var komið bauð sjálfsvirðingin okkur að standa upp og ganga út. Og auðvitað fengu hommar og lesbiur ekki að auglýsa eftir sem áður. Um síðustu áramót tók svo við nýr útvarpsstjóri, Markús örn Antonsson, og undir hans stjórn fóru auglýsingarnar sömu leið og fyrr. Samtökin ’78 skrifuðu hinum nýja útvarpsstjóra bréf og kröfð- ust skýringa á þessari afstöðu. Þvi bréfi svaraði útvarpsstjóri skrif- lega á þá leið að stefnan i þessu máli væri óbreytt og vísaði til skýringa forvera síns i starfi. Og þá hlýt ég að spyrja, hvaða skýr- inga? Fyrir stuttu þegar auglýsinga- deild ríkisútvarpsins var krafin um reglur og lög er meinuðu hommum og lesbium að auglýsa, var bent á bleðil (frá fyrrverandi útvarpsstjóra) sem hékk þar á vegg og á stóð að á meðan homm- um og lesbíum væri ekki heimilt að auglýsa væri fréttamönnum bannað að viðhafa þessi orð i út- varpinu. Þetta voru sem sagt regl- ur og lög auglýsingadeildarinnar! Hér lýkur útvarpssögunni — og þótt ótrúlegt sé er allt sem hér hefur komið fram sannleikanum samkvæmt. íslenskufræðingar ganga til liðs Ríkisútvarpið ætlar sem sagt ekki bara að skerða upplýsinga- frelsi homma og lesbía, heldur einnig að reyna að stjórna hvaða orð nota á yfir samkynhneigt fólk. Og til liðs gengu islenskufræð- ingarnir. Bara það að Orðanefnd Kennaraháskólans skuli hafa tek- ið að sér að búa til nýtt orð yfir það sem þegar er til ágætis orð yfir i íslensku, segir okkur að það er eitthvað bogið við þetta verk- efni Orðanefndarinnar. En látum sem svo að islenskufræðingarnir séu það fáfróðir að þeir viti ekki um hvað þetta mál alltsaman snýst, þá segir það okkur einfald- lega að þeir eru ekki starfi sinu vaxnir og eiga þessvegna ekki að vera að vasast i máli sem þeir hafa ekki hundsvit á. En ef þeir eru sér meðvitaðir um hvað málið snýst, þá eiga þeir fyrirlitningu okkar homma og lesbia. Með orð- inu kynhvörf er nefnilega farið úr villu í viðsnúning, afstaðan til sam- kynhneigðar helst óbreytt og er bundin í orðinu. Hin nýslegnu orð eiga sér reyndar sögu, þó ekki sé hún úr íslensku máli, orðið kyn- hvörf er nefnilega þýðing á sexual inversion á alþjóðlegu máli, þótti gjaldgengt erlendis i byrjun ald- arinnar, og kynhvarfi á sexual in- vert Þetta mál snýst nefnilega ekki um orð, heldur um viðhorf, viðhorf til þjóðfélagshóps og stöðu hans í samfélaginu, fjandsamleg viðhorf sem reynt er að halda i með tungumálinu. Og í þessari setn- ingu felst kjarni þess sem ég er að segja í þessari grein. Þegar Orðanefnd Kennarahá- skólans hafði lokið verkefni sínu, tók Helgi Hálfdanarson að sér að koma þessum vanskapningum i umferð með grein i Morgunblað- inu 16/11 1983. Þar upplýsir Helgi lesendur um imugust sinn á orð- inu hommi og hvað það vekji hjá sér slæmar hugrenningar (sem er jú hans vandamál) og hve hljóm- urinn i orðinu lesbía vekji með sér miður geðsleg hugmyndatengsl! (Af tillitssemi við Helga ætla ég ekki að nefna orðin sem hljómur- inn í orðinu lesbia framkallar i huga hans.) Aftur á móti eru kynhvörfin og orð dregin af þeim svo einstaklega falleg i huga Helga og þjál i meðförum. (Þó all- ir blaða- og fréttamenn hafi aldrei getað farið rétt með þessi orð og tali sifellt um kynhverfinga.) Helgi Hálfdanarson hefur sann- að það með lífsstarfi sinu að hann er enginn aukvisi í umgengni við íslenskt mál, en hvernig dettur honum eiginlega í hug að viti bor- ið fólk trúi þvi að hann viti ekki hvað hann er að gerá þegar hann býður fólki uppá þá endemis vit- leysu sem hér er lýst? Spurningin er auðvitað, hvað veldur því að hann leggst svo lágt að taka að sér að reyna að eyðileggja hlutlæga málnotkun og í leiðinni að koma einhverskonar vanskapningar- stimpli á heilan þjóðfélagshóp? Og þá er það hin nýja Orðabók Menningarsjóðs. í þeirri bók er að finna orðin kynvilla, kynhvörf og orð dregin af þeim svo og sam- kynhneigð, og öll þannig merkt að þau falli undir læknisfræði. Orðið hommi er í bókinni og merkt sem slæmt mál. Lesbia fyrirfinnst hvergi. Við hommar og lesbíur þökkum orðabókarmönnum fyrir okkur. Og vonandi fá þeir klapp á kollinn fyrir þjónustuna eins og góðir rakkar eiga skilið. Að lokum Nú ætla ég að fara kurteislega fram á að Orðanefnd Kennara- háskólans biðji homma og lesbiur opinberlega afsökunar og dragi orðskrípi sitt til baka. Og ég ætla að fara þess á leit við blaða- og fréttamenn að þeir virði hlutlæga málnotkun og noti orðin hommi, lesbía og samkynhneigð i skrifum sinum. Og ég ætla að krefjast þess af starfsmönnum ríkisfjölmiðlanna að þau noti hlutlæg orð um þenn- an þjóðfélagshóp eins og lög gera ráð fyrir. Og ég ætla að fara fram á það við útvarpsstjóra að hann virði lög rikisútvarpsins og lög þessa lands og heimili hommum og lesbium að nýta sér ríkisútvarpið til upplýs- ingamiðlunar eins og öðrum þjóð- félagshópum. Að þurfa að alast upp við fjandsamlegan orðaforða varð- andi sjálfan sig og búa við siðan, er ekki merki um gott mál. Og að tungan bjóði heim óvild og fjandskap — og krefjist sannast sagna hvorstveggja — gagnvart einstaklingum og þjóðfélagshóp, er heldur ekki merki um gott mál. Að lokum þetta: Fyrst er okkur kennt að tala eins og lifið liggi við. En strax og við byrjum að tala er okkur kennt að þegja. Síðan er okkur kennt að tala undir rós, þá að hugsa undir rós og loks að ljúga Og svo árang- ursrík er þessi uppeldisaðferð, að nú er svo komið að þögnin á milli okkar er sannleikurinn og til tungunnar grípum við aðeins til að ljúga. Blessað ástkæra ylhýra ruglið okkar! Aumingja útskúfaða nákalda málið okkar! Höíundur er rerkamaður í Reykjn- rík. Norskir læknar funda um hjarta- og æðasjúkdóma YFIR 200 norskir sjúkrahúslæknar sóttn ráðetefnu sem haldinn var hér á landi á dögunum, á vegum lyfja- deildar ICI í Noregi. Hjartalæknum í Reykjavík var boðið á ráðstefnu þessa af umboðsaðila IO á fslandi, beildverslun Ásgeirs Sigurðssonar. Á ráðstefnunni sem haidin var á Hótel Esju, yoru flutt erindi um hjarta- og æðasjúkdóma, notkun lyfja gegn þeim og aðra meðferð. Meðal fyrirlesara, sem komu hvaðanæva að úr heiminum, voru prófessor William Ganz frá Bandaríkjunum, dr. Harold Tor- svik frá Noregi, prófessor Jan Er- ikssen frá Noregi og dr. Þorkell Guðbrandsson á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Ráðstefna sem þessi hefur verið haldin ár hvert á vegum ICI i Bretlandi en þetta er i fyrsta sinn sem ICI i Noregi held- ur sína eigin ráðstefnu. Trausti Pétursson, lyfjafræð- ingur hjá heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sagði i samtali við blm. að ráðstefnugestunum er- lendu hefði líkað mjög vel við sig hér á landi og það verið þeim mik- ið ánægjuefni að fá tækifæri til að kynnast litillega landi og þjóð. Sagði Trausti að íslensku læknun- um hefði þótt mikill fengur i þvi að vera boðnir á ráðstefnuna og geta þannig fylgst með því sem efst væri á baugi í heiminum á sviði hjartalækninga. Frá ráðstefnunni á Hótel Esju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.