Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1985 Um fyrirvinnu fslend- inga og byggðastefnu — eftir Jónas Bjamason Tómas I. Olrich menntaskóla- kennari á Akureyri flutti ágætt erindi á iandsfundi Sjálfstæðis- flokksins, en það var birt í Morg- unblaðinu 20. apríl sl. Erindið bar heitið: „Er fyrirvinnan of þung á fóðrum?", og fjallar það um marg- vísleg máiefni, sem snerta byggða- stefnu, gjaldeyrismál og stjórn- málahugmyndir í því sambandi. Július Sólnes, prófessor, ritaði ennfremur nýlega grein í Morgun- blaðið um byggðastefnuna svo- kölluðu, en Baldur Hermannsson, eðlisfræðingur, tók líka hressilega tii máls um skyid málefni i þætt- inum ,Um daginn og veginn” fyrir nokkrum mánuðum. Allir þessir menn hafa mikið til sins máls, og ég vil leyfa mér að halda því fram, að öll vönduð umræða um byggða- mál sé af hinu góða og bráðnauð- -synleg. Mörgum hefur mislíkað málflutningur Baldurs Her- mannssonar, og reynt hefur verið að gera lftið úr málstað hans með hálfgerðum skætingi, en menn hafa ekki almenniiega áttað sig á kímnigáfu hans og stríðnistón. Ég mun ieitast við að fjalla hér um nokkur sjónarmið varðandi byggð og atvinnumál á íslandi frá eigin brjósti með áðurnefnda þrjá menn i huga, án þess aö reyna aö gera málflutningi þeirra nokkur tæm- andi skil. Ennfremur eru mér 'minnisstæðar eldri blaðagreinar eftir Vilhjálm Egilsson, hagfræð- ing, og Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðing. Byggðastefna, hvad er það? Sú stefna hefur i reynd aldrei verið skilgreind, en hún hefur mótað margvíslegar stjórnmála- aðgerðir, sér í lagi sfðastliðin 15 ár eða svo. Flestir telja væntanlega, að byggðastefna sé sú stefna, sem miðar að því að draga úr fólks- flutningum frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Það er að sjálfsögðu ákveðin stefna, en nauðsynlegt var og er að skil- greina stefnur nánar. Með þetta eina leiðarljós fyrir stafni hefur stefnan valdið gífurlegu tjóni á ís- landi. Við erum nú að súpa seyðið af öllum mistökunum og meira segja börnin okkar fá þungbærar skuldir f vöggugjöf sem einskonar minnisvarða fyrir syndir feðr- anna, sem bautasteina barna- skaparins. Vissulega verður ekki byggða- stefnunni einni kennt um allt, mikil ósköp, en það orkar líka tvímælis, hvort byggðastefnan sé ekki aðeins hinn sýnilegi hluti fyrirhyggjuleysisins eða samnefn- ari dýpri kennda, sem enn hafa 'ekki átt sinn eðlilega orðastað. Kjördæmapot, fyrirgreiðslupóli- tík, atkvæðakaup og átthagarígur eru allt hugtök, sem notuð eru i reiðilestri. Ég er sammála Tómasi I. Olrich um flest i áðurnefndri grein hans. Þegar hann segir aftur á móti eft- irfarandi: „Veikileiki landsbyggð- arinnar er ekki aðeins efnahags- legur, heldur einnig og ekki síst hugmyndafræðilegur. Hún á í höggi við nýja þjóðfrelsishreyf- ingu, sem telur flest vandræði þjóðarinnar sprottin af því, að fyrirvinna sé of þung á fóðrum, framleiðandinn ekki nógu af- kastamikill miðað við stofn- fjárfestingu og rekstrarkostnað," — þá staðnæmdist ég við lestur- inn og vil gera vissar athugasemd- ir. Ég tel mig ekki málsvara um- ræddrar þjóðfrelsishreyfingar, en að því er ég best veit er það mis- skilningur, að slíkar tilhneigingar, þjóðfrelsishreyfingar mín vegna, telji „fyrirvinnuna" of þunga á fóðrum. Kjarni málsins er allt annar. Það eru fyrst og fremst fjárfestingarmistökin, sem menn reka hornin í. Af máli Tómasar má lesa eftir- farandi: 1. „Fyrirvinnan er á landsbyggð- inni, þ.e. sjávarútvegur og land- búnaður. 2. Höfuðborgin hefur tekið til sín (of) drjúgan arð frá fyrirvinn- unni og eflist af þeim sökum á kostnað landsbyggðarinnar. 3. Hin „nýja þjóðfrelsishreyfing“ vill meiri arð af framleiðandan- um, fyrirvinnunni sjálfri. Um þessi atriði er unnt að segja mjög mikið. Dr. Vilhjálmur Eg- ilsson flutti mjög merkilegt erindi á ráðstefnu Landsmálafélagsins Varðar þann 1. des. 1984 undir heitinu: „Fjárfestingar atvinnu- veganna og hins opinbera á liðn- um árum.“ Hann upplýsti, að árið 1973 hefði hver króna þjóðarauðs íslendinga skilað 45,8 aurum í þjóðartekjur það árið. Síðan hefði stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Árið 1983 má ætla, að hver króna hafi ekki einu sinni skilað 33 aurum i þjóðartekjur. Ef hver króna í þjóðarauði landsmanna skilaði jafn miklu nú og gerðist á bestu árum um lok viðreisnartímabils- ins, væri þjóðarframleiðslan og þjóðartekjur nú um 30% hærri en þær eru í raun. Eru þetta ekki sömu prósenturnar og allir eru að rífast um nú? Mér er bara spurn! Ég fer nærri um það, að núverandi vandamál landsbyggðarinnar sem og þjóðarinnar allrar tengist þess- ari minnkuðu arðsemi í íslensku þjóðarbúi! Hver er íslensk fyrirvinna? Þetta er flókin hagfræðileg spurning. Allar greinar íslensks atvinnulífs leggja sitt af mörkum til íslenskra þjóðartekna. Arðsem- in er að vísu mismunandi mikil, en menn geinir á um það, hver mats- aðferðin á að vera. Sumir eru ekki sammála því, að markaðsverð framleiðslu eða þjónustu sé hin rétta mælistika. Tómas I. segir í grein sinni: „En í landi, þar sem þetta sjúklega fyrirbæri (þ.e. landsbyggðin) leggur til bróður- partinn af rauntekjum er senni- legt, að það þjáist fyrst og fremst af blóðtöku og langvarandi hrossalækningum.“ — Ég get fall- ist á þetta með blóðtökuna og hrossalækningarnar, en kenningin um rauntekjurnar er í meira lagi vafasöm. Það hefur ekki verið sýnt fram á það, að rauntekjur eða þjóð- arframleiðsla á mann sé minni á höfuðborgarsvæði en á landsbygg- inni að meðaltali. Þessi umræða ber keim átthagarígs, hins görótta undirtóns, sem eitrað hefur svo margt, svo reynt sé að vitna laus- lega í Baldur Hermannsson. Það er orðin lenska að segja, að sjávar- útvegur leggi til „obbann" af þjóð- artekjum eða eitthvað slíkt. Sann- leikurinn er sá, að sjávarútvegur leggur til sa. 15% af þjóðartekj- um, um 50%—60% af gjaldeyris- tekjum og sa. 80% af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Það dettur engum heilvita manni á Islandi að gera lítið úr sjávarútvegi, en oflof er háð eða vanþekking. Gjaldeyrisðflun er ekkert sér- stakt eða sjálfstætt markmið, en á tímum gjaldeyrisskömmtunar og viðskiptahalla við útlönd hefur gjaldeyrisaflandi starfsemi meiri þýðingu en önnur, en það eru af- íeiðingar annars sjúkdóms, sem Tómas I. Olrich sýnir mikinn skilning á öðrum stöðum i grein sinni. Vitanlega stendur höfuð- borgarsvæðið undir verulegri Dr. Jónas Bjarnason „Eru það ekki hags- munir allra íslendinga að geta fjárfest skyn- samlega einhvers staðar á Islandi frekar en hvergi? Jafnvel þótt það sé í Reykjavík? Eða láta ekki átthagafjötra hindra sig í að byggja sér og sínum atvinnu við þær aðstæður á íslandi, sem best henta?“ gjaldeyrisöflun með margvísleg- um hætti eða gjaldeyrissparnaði, sem er ekkert síðri. Töluverður út- flutningsiðnaður og sjávarútvegur er stundaður þar. Síðan þjónustar höfuðborgarsvæðið flest viðskipti við útlönd og á þannig þátt í gjald- eyrisöflun, sem aðrir telja sér ein- um til tekna. Samgöngur eina gefa sa. 15% af gjaldeyristekjum og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli milli 5 og 8%. Eru þetta fyrirvinn- ur, Tómas? Og fyrst þú talar um landsbyggðina sem heild, hlýtur þú að vita, hvað einstakir hlutar hennar leggja mikið af mörkum til „rauntekna". Hvað leggur Jökuld- alur mikið af mörkum til gjaldeyr- isöflunar? Eða Suðurland án Vest- mannaeyja? Metingur af þessu tagi er ekki til góðs. Landsbyggðin er eins háð höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Við erum öll í sama báti. Um undirstöðu- atvinnuvegi Hverjir eru undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar? Mikið er rætt um það, að undirstöðuatvinnuveg- irnir séu beinlinis sveltir, og að þeir fái ekki að ráðstafa eigin aflafé, þjóðinni allri og sér í lagi landsbyggðinni til óþurftar. Með svokölluðum undirstöðuatvinnu- vegum er yfirleitt átt við sjávar- útveg, landbúnað og iðnað, þ.e. framleiðsluatvinnuvegina. Hlutur þessara greina á íslandi er of stór, ef mælt er í mannafla og fjárfest- ingum væntanlegra einnig. Hlutur frumframleiðslu í þjóð- artekjum meðal tekjuhæstu þjóða heims er mun minni en hér er, en Island hefur ýmis einkenni van- þróaðra þjóða að þessu leyti. Hvað meina menn, þegar þeir segja að framframleiðslugreinarnar séu sveltar? Þetta er bara þekk- ingarskortur! Það ríkir fjár- magnssvelti á íslandi, og það gild- ir fyrir alla íslendinga, hvort sem þeir starfa í frumatvinnuvegunum eða ekki, og hvort sem þeir búa á landsbyggðinni eða á höfuðborg- arsvæöi. Atvinnuvegirnir allir eru ekki nægilega arðsamir, og það vantar bæði framtak og peninga til að leysa úr læðingi meiri arð- semi í öllum atvinnugreinum, en sér í lagi er nauðsynlegt að létta af atvinnuvegunum oki misviturra stjórnmálamanna og forsjár- hyggju. Þessum þætti gerir Tómas ákaflega góð skil. Sjávarútvegur er sérstakur Hann er í fyrsta lagi sérstakur vegna þess, að hann sér þjóðinni fyrir 50—60% af gjaldeyrinum. Meðan atvinnuvegir landsins eru það einhæfir, að flytja verður inn megnið af öllum helstu neysluvör- um almennings frá útlöndum, verður sjávarútvegur stærsta mjólkurkýrin að þessu leyti til. í öðru lagi er arðsemi hans mikil miðað við margar aðrar atvinnu- greinar. En aðalsérstaða hans er sú, að fiskveiðihluti hans gengur í auðlind, sem hann þarf ekki að greiða fyrir, en fiskvinnslan geld- ur þess síðan og greiðir fyrir afnot fiskimiðanna með of hátt skráðu gengi íslensku krónunnar, þ.e. raunvirði útflutnings fæst ekki við sölu gjaldeyris í íslenskum bönk- um. Allur annar islenskur útflutn- ingsiðnaður þjáist síðan vegna rangskráningar gengis. Sjávarút- vegi er haldið á horriminni með gengisskráningunni, sem einnig hindrar þróun i öðrum greinum atvinnulífsins. Slfkt viðheldur sjávarútvegi áfram i hlutverki mjólkurkýrinnar, en sárþjáð mjólkurkýrin vill þó ekki fá aðrar kýr, kannski af afbrýðisemi for- ystumanna hans f sfnum prima- donnuhlutverkum. Þegar kvartað er yfir fjármagnsskorti f sjávar- útvegi verður að gera nokkurn greinarmun á kröfum. Auðvitað er það óviðunandi, að ekki sé unnt að greiða mannsæmandi laun i vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum og að fjárfesta í afkasta- eða gæðaaukandi ráðstöfunum. En flestar fjárfestingróskir eru þvi miður vegna áforma um fram- leiðsluaukningu, að einhverju leyti a.m.k. eða til að kaupa ný skip. í mjög mörgum tilfellum beinist ný fjárfesting að því að gera arðsemi sjávarútvegs í heild minni en áður með offjárfestingum. Frá sjónarh- óli einstakra fyrirtækja eða byggðarlaga getur slík fjárfesting hugsanlega borgað sig um sinn, en þjóðfélagið tapar á henni i heild. — Hér er komið að kjarna máls- ins. Það verður að gera allt aðrar kröfur en áður um arðsemi fjár- festinga. Áframhaldandi fjárfest- ingar vegna kapphlaups við önnur byggðarlög um stærri aflahlutdeild eru þjóöhagslega neikvæðar og valda minnkun afla og tekna annars staðar. Með kvótakerfi er nú reynt að stjórna fiskveiðum, en það kerfi er ákaflega gallað, en það er að sjálfsögðu mun betra en engin fiskveiðistjórnun. Lykillinn að raunverulegri byggðastefnu er aukið sjálfstæði og aukin ábyrgð sveitarfélaga og nýir möguleikar til þjóðhagslegra arðsamra fjár- festinga, en leikreglur fyrir fjár- festingar verða að vera þannig, að saman fari hagsmunir þjóðfélags- ins og þess, sem fjárfestir. Áður en það gerist mun áfram verða talað um hið „læknisfræðilega" miðheppnaða fyrirbæri, byggða- stefnuna. Smábyggðastefna og átthagafjötrar Ég man ekki nákvæmlega hver fyrstur notaði hugtakið „smá- byggðastefna". Ætli það hafi ekki verið Vilhjálmur Egilsson. Júlíus Sólnes benti á, að „kommuvilla" hafi átt sér stað í sambandi við íslenska byggðastefnu. Hún geti ekki gengið upp fyrir þjóð, sem er jafn fámenn og íslendingar eru. Stefnan hlýtur að hafa verið mið- uð við þjóð, em er 2,5 milljónir en ekki 250 þúsund. Ég er honum að mörgu leyti sammála. Valdimar Kristinsson ritaði töluvert um byggðastefnu fyrir allmörgum ár- um. Hann ritaði að mig minnir um nauðsyn þess, að byggðakjarnar mynduðust á ákveðnum stöðum, en þeir gætu síðan þjónað sinum landshlutum og orðið í raun mót- vægi við höfuðborgarsvæðið. Menn hefðu betur hugsað í alvöru um slíkar lausnir. Það verður með hverjum deginum ljósara, að byggðarlag verður að hafa vissa stærð til að ná eftirsóknarverðri hagkvæmni. Þetta er nú allur galdurinn við höfuðborgarsvæðið. Að sjálfsögðu er það sársaukafullt að þurfa að gjalda þess með aukn- um kostnaði að vilja búa áfram í sinu strjálbýli og fallega héraði. Eða geta ekki selt fasteignir sínar. En það er í mörgum tilfellum enn sárar að berja höfðinu við steininn og fjárfesta i röngum stöðum og uppgötva það um seinan og verða þá að yfirgefa eignir sínar og jafnvel skilja atkvæðisréttinn eftir einnig. Vissulega verður atvinnurekstur bæði skynsamleg- ur áfram og eftirsóknarverður á vissum stöðum utan stærstu byggðakjarnanna. Aðalvandi ís- lendinga er ekki byggðavandi heldur einfaldlega efnahagsvandi, sem þji- ir alla landsmenn. Meðan efna- hagsástand er gott er einnig unnt að leggja það á þjóðfélagið, að staðið sé undir ýmiss konar „óhagkvæmni" og dýrri þjónustu í dreifðustu byggðum, en þegar tug- ir þúsunda launþega eiga tæpast fyrir brýnustu nauðsynjum, og margir þeirra vakna fátækari en áður með hverjum morgni, sem þeir vakna, þá fer blessuð byggða- gildran að fá á sig fremur annar- legan blæ. Það þýðir ekkert að vitna í Noreg í þessu sambandi. Vitanlega er búið að gera fjár- festingarmistök um land allt og í öllum atvinnugreinum, en sú upp- safnaða óskhyggja, sem einkennt hefur ýmsar byggðaáætlanir, hef- ur aldrei verið reiknuð út til enda. Meðan frumframleiðsla verður stöðugt minni hluti þjóðartekna meðal tekjuhæstu þjóða, sem við berum okkur saman við, erum við að týnast i botnlausu rifrildi um þátt hvers og eins i sjávarútvegi, og svo krefst fólk þess, að meira verði fjárfest í honum, þegar vandinn er hinn gangstæði. Það vantar einfaldlega nýja arðsama fjárfestingarmöguleika á tslandi fyrir alla landsmenn, sem lita á sig sem íslendinga, sem þjást ekki af átthagaríg. Ég er þeirrar skoðunar, að aukið sjálfstæði byggðarlaga og bættar samgöngur séu upphafsskrefin i heilbrigði byggðastefnu. HvaÖ er landsbyggð? Eiginlega er landsbyggðinni ekkert sameiginlegt, nema það að vera ekki höfuðborgarsvæði. Á landsbyggðinni er bæði hagkvæm atvinnustarfsemi og gifurlega óhagkvæm, alveg eins og á höfuð- borgarsvæði. Á landbyggðinni svokölluðu eru góðir nýir fjárfest- ingarmöguleikar og aðrir vondir, sem menn eru ennþá að gæla við. Hefði ekki verið nær á áttunda áratugnum að stöðva framleiðslu- aukandi fjárfestingar i hefð- bundnum landbúnaði heldur en að þurfa að gera það nú og á næstu árum? Nú er stór hluti ungra bænda bundinn i skuldaklafa, sem þeir munu ekki komast úr nema með fjárframlögum hins opinbera,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.