Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAl‘lfl85 55 Athugasemd um „Klakksmálið“ frá Jóni Magnússyni lögmanni Landhelgisgæzlunnar: Prentvilla Morgunblaðsins er notuð sem skálkaskjól Enginn aðili þessa máls hefur gert mistök í góðri trú MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Jóni Magnússyni, lögmanni Landhelg- isgæzlunnar. Fjallar hún um dóm í máli skipstjórans á Klakki VE vegna veiða hans á friðuðu neta- veiðisvæði þann 22. apríl síðastlið- inn: „Það hefur enginn aðili þessa máls gert mistök í góðri trú. Prentvilla Morgunblaðsins er notuð sem skálkaskjól. Allar staðreyndir benda til þess, að skipstjórinn á Klakki VE og út- gerðarstjórn skipsins hafi vitað að lokunin á Tómasarhaganum var á sama hátt og ár hvert síð- an 1979. Síðan tekur sjávarút- vegsráðherra undir það, að mis- tök hafi getað átt sér stað. Skipstjórinn á Klakki VE var seinni hluta aprílmánaðar dæmdur fyrir ólöglegar veiðar á friðuðu netaveiðisvæði, Tóm- asarhaga, sektaður um 250.000 krónur og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig frétt um lokun svæðisins í Morgunblaðinu, þar sem misritun hafði orðið í einum viðmiðunarpunktanna. Taldi hann sig hafa fengið þær upplýs- ingar að frétt Morgunblaðsins væri rétt og opin væri skák inn í svæðið, þar sem togveiðar væru heimilar. Tómasarhaganum hefur verið lokað með sama hætti 7 ár í röð og hafi menn verið í vafa um slíkt áttu þeir að leita sér upp- lýsinga um hið rétta hjá viðkom- andi aðiljum. Reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins, þar sem viðmiðunarpunktar voru þeir sömu og 6 síðastliðin ár, hefur legið á skrifstofu útgerðar- stjórnar skipsins, Samtogs hf., í 2 til 3 vikur áður en skipið var tekið því útgerðarfyrirtækið kaupir stjómartíðindi. Frá 9. apríl er svæðinu var lokað fyrir togbátum til hins 22. er togarinn Klakkur var staðinn að ólögleg- um veiðum voru á fjórða tug tog- ara á veiðum á þessu svæði en ekki inni á Tómasarhaga. Flug- vél Gæzlunnar flaug alloft yfir svæðið á þessum tíma, en aldrei varð vart togskipa inni á svæð- inu fyrr en Klakkur var tekinn þann 22. apríl um klukkan 6 að morgni. Það bendir til þess, að minnsta kosti skipstjórum ann- arra togara hafi verið ljóst að lokun svæðisins var með sama hætti og áður. Skipstjórum neta- báta var þetta ennfremur ljóst, en Tómasarhagi var veiðisvæði þeirra á þessum tíma eins og 7 síðastliðnar vertíðir. Hvað varðar fullyrðingu skip- stjórans um staðfestingu ákveð- ins starfsmanns ráðuneytisins á því að svæðinu hafi verið breytt og „viila" Morgunblaðsins þar með rétt, getur hún ekki staðizt. í Sakadómi Vestmannaeyja var lögð fram sem dómskjal (5) yfir- lýsing frá Sverri Gunnlaugssyni skipstjóra á Bergey, undirrituð af öðrum manni fyrir hans hönd. Þar stóð, að 2. mars 1985 hefði hann haft samband við sjávarút- vegsráðuneytið út af lokun svo- kallaðs Tómasarhaga. Hefði hann fengið samband við Stefán, föðurnafn hefði hann ekki feng- ið. Hefði hann tjáð honum að Haganum yrði lokað 9. maí 1985 með þeirri breytingu sem var að 63°10’00 - 22°00’00 færi í 63°10’00 - 22°10’00 og þaðan upp í mörkin á landhelgislínunni og friðaða hólfsins að vestan. Það er athyglisvert við þessa yfirlýsingu, að skipstjórinn seg- ist hafa fengið þessar upplýs- ingar 2. marz, en reglugerðin var gefin út 20. marz. Meðal annars af þeim sökum er yfirlýsingin ekki marktæk. í þessu máli eru menn að reyna að hengja marga bakara fyrir einn smið. Starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar eru óánægðir með við- brögð Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu, skömmu eftir að dómur féll, að ekki mætti láta menn gjalda mistaka ef þau sönnuðust. Þetta er mál dómstóla og „mistök“, hafi þau átt sér stað, hefði verið hægt að leiðrétta af verjanda í sakadómi Vestmannaeyja, þegar málið var tekið fyrir. Þar sem málinu hefur verið áfríjað til Hæstaréttar er réttast að skoða endanleg úrslit við þann dóm, en Gæzlumenn telja sig vita hver niðurstaða Hæstaréttar muni verða. Yfirlýsing Halldórs Ás- grímssonar er því bæði ótíma- bær og óheppileg og veldur ástæðulausri tortryggni." VÖTN oe VEIÐI Vötn og veiði ÚT ER komin handbók Lands- sambands veiðifélaga, „Vötn og veiði“ og er það sjötta heftið. I fimmta hefti hófst nýr „hringyeg- ur“ um landið og þá tekin fyrir minna þekkt silungsveiðivötn og ár með tilheyrandi kortum og upp- lýsingum um flest það sem veiði- menn kynnu að spyrja um. 1 þessu hefti heldur hringferðin um landið áfram og tekin eru fyrir lítt þekktari veiðivötn á svæðinu frá Snæfellsnesi til Skagafjarðar og kennir margra grasa. Eftir því sem segir í formála þessa rits, hef- ur nú verið getið hátt í 300 sil- ungsvatna og áa og „eða sem næst fjórðungur þess sem á blað þarf að komast,“ eins og þar stendur. Hinrik A. Þórðarson safnaði sam- an efninu og er ábyrgðarmaður þess. AUÐVITAÐ KAUPA ALUR SKODA f DAG ÞVI ÖLL RÖK MÆLA MEÐ ÞVÍ. HERNA ERU ÞAU HELSTU: HANN ER SPARNEYTINN, eyðir rúmum sjö lítrum að jafnaði og allt niður í 4,88 Itr. í sparakstri. HANN NÝTUR ÞJÓNUSTU, öruggrar og góðrar varahluta- og viðgerðarþjónustu, þar sem nóg er til af varahlutum á góðu verði. HANN ER STERKUR, vel smíðaður úr góðu efni og með firnasterku lakki. HANN ER GÓÐUR í AKSTRI, kraftmikill, með aflhemla, sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum,| margfaldur sigurvegari í ralli og ísakstri. > x z HANN FÆST Á GÖÐU VERÐI, því langbesta sem býðst á sambærilegum bílum. Við bjóðum góð kjör og tökum notaða SKODA upp í kaupin og jafnvel aðrar tegundir einnig. ÞETTA ERU RÖK SEM EIGA AÐ RÁÐA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.