Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Erling Laufdal ásamt starfsstúlkum sem eru að vinna að opnun staðarins. Morgunblaðið/Bjarni ERLING LAUFDAL HJÓLASKAUTA- VEITINGASTAÐUR að þykir kannski ekkert nýnæmi lengur að heyra um nýja veitingastaði í borginni, en þð er verið að opna einn um þessar mundir sem er dálítið öð- ruvísi en við höfum átt að venj- ast hérlendis. Erling Laufdal opnar nú í vikulok stað þar sem stúlkurnar afgreiða viðskipta- vini sína á hjólaskautum. Til þess að forvitnast nánar litum við inn til Erlings i Höfðatúnið þar sem fjöldi manns var í vinnu við að sópa, skrúbba, smíða, mála o.s.frv. — Hvernig staður á þetta að verða? — Það má eiginlega segja að hugmyndin sé komin úr banda- rískum kvikmyndum. í þeim sér maður bilabíóin og hinsvegar hamborgarastaði þar sem hægt er að aka upp að og stúlkur koma hlaupandi á hjólaskautum og af- greiða. Þessi staður verður þvi þannig að stúlkurnar afgreiða á borðin og verða á hjólaskautum. Svona staður hefur verið að gerjast i huga minum i ein fimm ár, og þar sem ég rak veitinga- stað i Keflavík hafði ég ekki pláss fyrir þessa hugmynd mina. — Verður þetta þá hamborg- arastaður eingöngu? — Nei auk þeirra ætla ég að hafa kjúklingabita, pítur, pizzur, samlokur, mjólkurhristing, og fleira. — Staðurinn verur þá frekar ætlaður ungu fólki? — Hann er byggður sem fjöl- skyldustaður, og liklega kemur hann til með að höfða frekar til yngri kynslóðarinnar. Hér verða ekki vinveitingar og mikið gert fyrir börn. í barnahorninu okkar verður t.d. myndband með teiknimyndum og öðru barna- efni. — Hefurðu verið viðloðandi veitingahúsarekstur lengi? — I ein átta ár, svo ég er far- inn að kannast litilsháttar við þennan „bransa". — Ertu ekkert hræddur við samkeppnina? — Nei, það vantar alveg nýja línu og ferskt blóð í {ænnan rekstur. Það eru allir að keppast við að herma hver eftir öðrum, þannig að ég segi alltaf ef ég er spurður: Við brosum að sam- keppninni og gerum bara betur. Ég hef sett metnað minn í að gera þetta sem best úr garði og Iagt mig allan fram, þannig að ég er fullur bjartsýni. Cynthia fær draumahlutverkið Leikkonan Cynthia Rhodes álitur að allar leikkonur Hollywood séu grænar af öfund þessa dagana, eða eftir að hún nældi undan nefi þeirra einu eftirsóttasta kvikmyndahlutverki sem hefur legið á lausu þar í bæ að undanförnu. Það er aðal-kvenhlutverkið i kvikmyndinni „Runaway". Það er ekki einungis tækifæri til að leika aðalhlutverk i mynd sem spáð er frama sem kitlar, það er ekki siður staðreyndin, að Tom nokkur Selleck leikur aðalkarlhlutverkið. Selleck er ákaflega vin- sæll hjá kvenþjóðinni vestra og jafnvel þótt víðar væri leitað, það þykir meiriháttar upplifun að leika á móti honum, eða svo er sagt... COSPER — Minntu mig á að ég þarf að kaupa mér belti. Cynthia og Tom VÖRU- BÍLSTJÓRAR tannhjóla-og stimpildælur í sturtukerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞUÓNUSTA VZterkurog O hagkvæmur auglýsingamiðill! ESAB Rafsuðutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuðu. Stærö ESAB og eftirspurn eftir ESAB vörum um allan heim sannar gæöin. Allar tækni- upplýsingar fyrirliggjandi. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SlMI24260 ESAB WORD - RITVINNSLA Word ritvinnslukerfið er meö nýjustu ritvinnslukerfum á markaðnum í dag, hannað fyrir IBM einkatölvur. Það býður upp á mjög margar aðgerðir sem hingað til hafa ekki þekkst meðal ritvinnslukerfa á smátölvum. Segja má að Word nálgist það að geta framkvæmt aðgerðir sem einungis sérhannaöar ritvinnslutölvur hafa hingað til getað unnið. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að vinna með ritvinnslukerf ið að námskeiðinu loknu. ÞÁTTT AKENDUR: Námskeiðið er ætlað öUum notendum IBM og Atlantis einka tölva. TlMI OG STAÐUR: LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari h já Stjórnunarfélagi tslands. 13.-17. maí kl. 13.30-17.30 í Síðumúla 23. TIIKYNNW ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 * Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunar- sjóður starfsmannafélags ríkisstofnana styrkja félagsmenn sina til þátttöku i þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. vSTJÓRNUNARFÉLAG SvíSLANDS I»o23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.